Þjóðviljinn - 09.10.1986, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 09.10.1986, Blaðsíða 6
LANDSBYGGÐIN ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið í Hafnarfirði Aðalfundur Alþýðubandalagiö í Hafnarfirði boðar til aðalfundar fimmtudaginn 9. október kl. 20.30 í Skálanum, Strandgötu 41. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) Breytingar á reglum bæjarmálaráðs. 3) Stjómmálaviðhorfið, kosningar og þingsetning. Framsaga: Geir Gunn- arsson. 4) Onnur mál. - Stjórnin. Alþýðubandalagið í Hafnarfirði Aðalfundur bæjarmálaráðs Aðalfundur bæjarmálaráðs Alþýðubandalagsins í Hafnarfirði verður hald- inn mánudaginn 13. október kl. 20.30 í Skálanum, Strandgötu 41. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) Rætt um starfsskipulag í vetur. 3) Nefndarmenn og bæjarfulltrúi segja af gangi helstu mála. 4) önnur mál. - Stjórnin. Alþýðubandalagið Akranesi Aðalfundur Alþýðubandalag Akraness boðar til aðalfundar sunnudaginn 12. október kl. 14.00 í Rein. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) Umræður um forval - drög að kjörskrá. 3) Önnur mál. Félagar fjölmennið. - Stjórnin. Alþýðubandalagið Akureyri Félagsfundur Almennur félagsfundur verður haldinn í Lárusarhúsi, Eiðsvallagötu 18, fimmtudaginn 9. september kl. 20.30. Fundarefni: 1) Kosning fulltrúa á kjördæmisþing. 2) Forval eða hvað? 3) Norðurland. Aríðandi er að félagar fjölmenni. - Stjórn ABA. Alþýðubandalagið Hveragerði Aðalfundur Alþýðubandalagið í Hveragerði boðar til aðalfundar fimmtudaginn 9. októ- ber kl. 20.30 í Félagsheimili Ölfusinga. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) Inntaka nýrra félaga. 3) Kosning fulltrúa á kjördæmisþing. 4) Önnur mál. - Stjómin. Suðurland Aðalfundur Kjördæmisráðs Aðalfundur kjördæmisráðs AB á Suðurlandi verður haldinn í Ölfusborgum dagana 11.-12. október. Aðalmál fundarins, aðalfundarstörf, forvalsreglur, forvalsdagar, önnur mál. Gestur fundarins verður Svavar Gestsson. Matur og gisting á staðnum, svo tilkynna þarf þátttöku í tíma, vegna undir- búnings. Stjórn kjördæmisráðs Austurland Aðalfundur kjördæmisráðs Aðalfundur kjördæmisráðs AB í Austurlandskjördæmi verður haldinn í félagsheimilinu Skrúð á Fáskrúðsfirði helgina 11.-12. október. Dagskrá: Laugardagur kl. 13.30 Setning, kjör starfsmanna fundarins. 13.45 Skýrsla stjórnar, reikningar - umræður. 14.30 Ávörp gesta. 15.00 Austurjand, skýrsla ritstjórnar. 15.30 Kaffihlé. 16.00 Mál lögð fyrir fundinn. 19.00 Kvöld- verðarhlé. 20.00 Nefndarstörf. 22.00 Fundarhlé. Sunnudagur 12. okt. kl. 9.00 Nefndarstörf. 12.00 Matarhlé. 13.00 Nefndir < skila áliti, umræður, afgreiðsla. 14.30 Kosningar. 15.00 Önnur mál. 15.30 Fundarslit. Gestur fundarins verður Þráinn Bertelsson. Framkvæmdanefnd i Rey kja víkurhöfn Tilkynning um umferð skipa um Reykjavíkur- höfn Dagana 11. og 12. október 1986 gilda eftirfarandi ákvæöi um umferð á hafnarsvæöi Reykjavíkur- hafnar. 1. öll skip og bátar skulu um örbylgjurás 12 tilkynna til skipaþjónustu komu, brottför eða fyrirhugaðar hreyfingar um hafnarsvæðið. 2. öll umferð er bönnuð um sundið milli Engeyjar og Laugarness. 3. öll umferð skemmtibáta er bönnuð um „Gömlu höfnina" og Engeyjarsund ásamt Rauðarárvík allt að Laugarnesi. Hafnarstjórinn í Reykjavík 8. október 1986 Gunnar B. Guðmundsson Og nú geta menn farið að hressa sig. Omega-3 komið á markaðinn. kemur fyrir í mjög miklu magni í sjónhimnu augans, heila og sáð- frumum og er talin geta minnkað líkurnar á skyndidauða af völd- um hjártatitrings og hjartadreps. Pví ekki að reyna Samfara auknum áhuga er- lendis og vaxandi eftirspurn eftir Omega-3 fjölómettuðum fitusýr- um fóru ráðamenn Lýsis h.f. að hugleiða hvort ekki mundi unnt að framleiða hér lýsi, sem hefði svipað innihald og Max-EPA, en Lýsi h.f. er stærsti framleiðandi meðalalýsis í heiminum. Peir sneru sér til Raunvísindastofnun- ar, en þar hafði dr. Sigmundur Guðbjarnarson, núverandi Háskólarektor, unnið í meira en áratug að rannsóknum á áhrifum lýsis á tilraunadýr og aflað sér mikilvægrar reynslu og þekking- ar um þau efni og sem nú komu að góðum notum. Þessi samvinna Lýsis h.f. og Raunvísindastofnunar hófst svo haustið 1984, undirstjórn dr. Sig- mundar. í upphafi miðuðust rannsóknirnar eingðngu við til- raunastofurnar. Okkur tókst fljótlega, á tiltölulega auðveldan hátt, að þróa aðferð til fram- leiðslu á afurð, sem innihélt vel yfir 30% þessara umræddu fitu- sýra. Næsta skref var að koma á fót tilraunaverksmiðju í samvinnu við tæknideild Rannsóknastofn- unar fiskiðnaðarins. Og sumarið 1985 tókst okkur síðan að fram- leiða í tilraunaverksmiðjunni eitt tonn af afurðinni, sem nú er ný- komin á markaðinn og nefnist Omega 3. Ástæðan til þess að markaðssetningin hefur dregist er sú, að ýmsar frekari rannsókn- ir þurfti að gera áður, svo sem tilraunir á dýrum, efnagreiningar ýmiss konar og svo að koma vö- runni í perlur, sem aðeins er hægt erlendis. Eins og sagði áðan er aðferðin við þessa framleiðslu fremur ein- föld í sniðum. í sem stystu máli er hún þannig, að þorskalýsið er leyst upp í Iífrænni leysisblöndu, blandan kæld niður fyrir 30°C, þannig að úr henni fellur mett- aðri hluti lýsins, sem síðan er að- greindum með síum. Ómettaði hlutinn, þ.e. afurðin, næst síðan úr leysiblöndunni með eimingu og þvotti. Þannig höfum við afurð með 34% EPA og DHA og 38% heildarhlutfalli Omega-3 fjölómettaðra fitusýra, og er það vel yfir því lágmarki, sem við stefndum að í upphafi. Og áfram er haldið Þessum rannsóknum lauk á til- raunastofunni fyrir ári síðan. En þær voru aðeins fyrsti áfanginn. Við töldum okkur þurfa að gera betur, komast helst fram úr er- lendum framleiðendum til þess að standa betur að vígi í sam- keppninni. Og það hefur okkur nú tekist, að því er við best vitum. Á s.l. ári höfum við þróað að- ferð, byggða á líftækni, til fram- leiðslu á afurð með miklum mun meira magni af EPA og DHA en áður hefur þekkst. í þessari nýju afurð er hlutfall EPA og DHA vel yfir 50%. Það ætti að skapa okkur allgóða samkeppnisað- stöðu. Og við sjáum ekkert því til fyrirstöðu að okkur takist að gera betur, með frekari rannsóknum. í þeim efnum stöndum við síður en svo að baki þeim, sem lengst eru komnir á þessu sviði erlendis. Markmið okkar er að framleiða vöru með sem hæstu hlutfalli þessara þýðingamiklu efna. Og lokatakmarkið er að framleiða afurðir með sem næst hreinu EPA innihaldi annarsvegar og hreinu DHA innihaldi hinsvegar. Og við teljum, að með það séum við komnir allnokkuð á veg. Að sjálfsögðu hafa ýmsir lagt hönd á plóginn við þessar rann- sóknir. Við höfum áður getið dr. Sigmundar Guðbjarnarsonar, Háskólarektors. Lýsi h.f. hefur í 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN sinni þjónustu unga, áhugasama og vel menntaða menn og eiga þeir sinn þátt í þróun þessara mála. Og auk viðmælanda okkar, Guðmundar G. Haraldssonar, má svo nefna matvælafræðingana Þröst Reynisson og Elínu Guð- mundsdóttur og Freygarð Þor- steinsson, efnafræðing, en hann vinnur nú alfarið að þessum rann- sóknum. -mhg Ríkisútvarpið-sjönvarp auglýsir hér með eftir sönglagi til þátttöku í Söngvakeppni sjónvarpsstöðva í Evrópu 1987. Þátttökuskilyrði: Lagið má ekki taka nema þrjár mínutur í flutningi. Frumsam- inn texti á íslensku skal fylgja. Lagið má hvorki hafa komið út á nótum, hljómplötum, snældum né myndböndum og það má ekki hafa verið leikið í útvarpi eða sjónvarpi. Laginu skal skilað á hljóðsnældu. Þar skal það flutt sem líkast því sem höfundur ætlar því að vera í endanlegri gerð. Snælda og texti skulu merkt heiti lagsins og dulnefni höfund- ar. Rétt nafn höfundar, heimilisfang og símanúmer skulu fylgja með í lokuðu umslagi merktu sama dulnefni. Sendi höfundur fleiri en eitt lag skulu þau send inn hvert í sínu lagi og hvert undir sínu dulnefni. Skilafrestur er til 31. desember 1986. Utanáskrift: Ríkisútvarpið-sjónvarp, „Söngvakeppni“, Laugavegi 176, 105 Reykjavík. / Dómnefnd skipuð fulltrúum frá Félagi tónskálda og textahöf- unda, Félaqi íslenskra hljómlistamanna, Félagi hljómplötuút- gefenda á Islandi og Ríkisútvarpinu velur 10 lög til áfram- haldandi þátttöku. Breytt tilhögun: Að þessu sinni er ætlunin að lag og flutningur fylgist að. Flér er því ekki einungis leitað eftir lagi heldur fullbúnu tónlistar- atriði. Sjónvarpið mun hvorki annast útsetningar laganna né val flytjenda eða sjá um hljóðritun. Það er alfarið í höndum höfunda og samstarfsaðila þeirra að búa lögin til flutnings og keppni i endanlegri gerð. f janúar 1987 verða þeir 10 höfundar, sem valdir hafa verið til áframhaldandi keppni, kynntir í sérstökum sjónvarpsþætti. Þar mun sjónvarpið veita hverju lagi styrk að upphæð kr. 150.000.- til að viðkomandi geti fullunnið laqið, ráðið flytjendur og hljóðritað það i endanlegri gerð í sam- vinnu við hljómplötuútgefendur. Skilafrestur á fullunnum lögum er til 15. febrúar 1987. Fyrir þessa styrkupphæð skal viðkomandi skila eftirfarandi: Hljóðritun lagsins í endanlegri gerð, útsetningu á nótum, texta á íslensku, ensku og frönsku ásamt greinargóðum upplýsingum um höfunda lags og texta og flytjendur, sem ekki mega vera fleiri en sex. Lagið skal vera fullæft og tilbúið til myndatöku í sjónvarpi. Engar sérstakar greiðslur koma til flytjenda við myndvinnslu lagsins eða fiutning í kynningu og keppni, enda greiðsla fyrir það innifalin í styrknum. Ríkisútvarpið áskilur sér einkarétt til flutnings laganna i útvarpi og sjónvarpi meðan á keppni stendur. Kynning og úrslit: Lögin 10 verða kynnt í fimm sjonvarpsþáttum í lok febrúar 1987. Úrslit ráðast í beinni útsendingu mánudaginn 9. mars 1987. Þá munu dómnefndir skipaöar fulltrúum almennings á átta stöðum á landinu greiða atkvæði um lögin. Það lag og þeir flytjendur, sem hlióta flest stig, fá í verð- laun kr. 300.000.- og verða fulltruar íslenska sjónvarps- ins í „Söngvakeppni sjónvarpsstöðva í Evrópu 1987.“ Lokaúrslit keppninnar fara fram í Belgíu í byrjun maí 1987. Upplýsinaar um tilhögun keppninnar liggja frammi hjá simaveráí sjónvarpsins, Laugavegi 176, Reykjavík.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.