Þjóðviljinn - 09.10.1986, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 09.10.1986, Blaðsíða 4
LEIÐARI Friður óttans Það væri synd að segja að allir séu jafnbjart- sýnir á skjótan og góðan árangur af friðarvið- ræðum þeirra Reagans og Gorbatsjovs í Reykjavík nú um helgina. Bæði vegna þess að fátt eitt virðist benda til þess að hið langvarandi vígbúnaðarbrjálæði fái skjótan endi og vegna þess að leiðtogarnir sjálfir virðast ekki vera nema hóflega vongóðir um áþreifanlegan ár- angur. I útvarpsræðu sem Reagan Bandaríkjaforseti flutti 4. okt. síðastliðinn sagði hann meðal ann- ars við þjóð sína: „Þið munið kannski eftir því að hr. Gorbatsjov og ég hittumst fyrst fyrir ári síðan í Genf. Þar ræddum við saman einslega í um fjórar klukku- stundir, og meira en fimmtán stundir fóru í við- ræður með þátttöku sendinefnda okkar. Þið megið trúa því að enn á ný fengum við staðfest- ingu á sannleiksgildi þeirrar staðhæfingar, að þjóðir tortryggi ekki hver aðra vegna víg- búnaðar, heldur séu þjóðir vígbúnar vegna þess að þær tortryggja hver aðra. Um þetta efni var ég bæði berorður og hreinskilinn við hr. Gorbatsjov, og tjáði honum þá skoðun okkar, að undirrót tortryggninnar sé að leita í Ijósi þeirrar reynslu að Sovétríkin sækist eftir því að þröngva hugmyndafræði sinni og stjórnarhátt- um upp á aðra.“ Og Reagan heldur áfram: „En ég tók einnig skýrt fram, að þrátt fyrir að Bandaríkin krefjist þess staðfastlega, að allar þjóðir heims búi við frelsi og sjálfsákvörðunarrétt, þá viljum við einn- ig vinna með Sovétríkjunum að því að forðast stríð og halda frið.“ Ef nokkuð er að marka ræðuhöld af þessu tagi þá kemur Reagan til fundarins fullur með tortryggni í garð Sovétmanna og innilega sannfærður um að Bandaríkin séu í lögreglu- hlutverki til að tryggja frelsi og sjálfsákvörðun- arrétt þjóða. Það er einnig mjög ósennilegt að Gorbatsjov telji Reagan vera alþjóðlegan „sheriff“ („lög- gæslumann") á sviði frelsis og sjálfsákvörðun- arréttar. Þótt Reagan haldi því fram, að vígbúnaðurinn sé ekki frumorsök fyrir tortryggni meðal þjóða, er rétt að hyggja að því að vígbúnaðurinn er eins og olía á eld tortryggninnar. Stórveldin tvö tortryggja hvort annað. Þau vígbúast, en halda friðinn. Vígbúnaðarsinnar segja að friðurinn byggist á gagnkvæmum ótta. Ekki ótta við tvísýna styrjöld heldur ótta við út- rýmingu alls mannkyns. Sá friður sem við búum við er friður óttans. Sú réttláta krafa sem íbúar heimsins gera til leiðtoga Bandaríkjanna og Sovétríkjanna er að þeir dragi úr þeirri angist og þeim kvíða, sem tortryggnin milli ríkja þeirra hefur vakið í brjóst- um fólks í öllum löndum heims. Friður á jörðu er ekki einkamál Bandaríkj- anna og Sovétríkjanna. Það eru ekki aðeins Bandaríkjamenn og Sovétmenn sem geta gert þá kröfu til leiðtoga sinna að fundir þeirra séu skref í afvopnunarátt. Allir þeir sem fundið hafa til angistar og kvíða vegna tortímingarmáttar þessara þjóða hafa fullan rétt til þess að krefjast þess að hinni vopnuðu tortryggni verði eytt með undanbragðalausum ráðstöfunum. Leiðtogarnir Reagan og Gorbatsjov eru ekki einvörðungu ábyrgir gagnvart hinum fjölmennu þjóðum sem þeir ráða fyrir, heldur einnig gagnvart öllum heimsins foreldrum sem hafa þurft að svara spurningu barna sinna: Hvað verður um okkur ef það kemur stríð? Það er von manna að sú ábyrgð sem hvílir á þessum tveimur mönnum sé ekki orðin ofvaxin mannlegum mætti. Menn vilja trúa á ákveðna þíðu í samskiptum stórveldanna. Við skulum vona að tortryggni og stífni séu á undanhaldi, og þar með ástæðulaus orðin sú svartsýni eða kaldhæðni sem finna má í 99 ára gömlum Ijóðlínum þjóðskáldsins Þor- steins Erlingssonar: Viö tölum aldrei orð um frið, uns allt við fengið höfum. Við sættumst fúsir féndur við - en fyrst á þeirra gröfum. -Þráinn KUPPT OG SKORIÐ Ibsen og hagskýrslurnar í nýjusta heftinu af Mannlífi er fróðlegt viðtal við félaga Ragnar Arnalds, um pólitík og ekki síður um leikhús í tilefni af upp- reisninni sem hann stóð fyrir á ísafirði. Ragnar segir raunar í viðtalinu að andinn hafi komið yfir hann í fjármálaráðuneytinu, og í annan stað segist Ragnar hafa hrifist af Ibsen á menntaskó- laárum: Pétur Gautur hleypir skáldhreininum glæfraleg einstigi yfir flatneskjum hagskýrslnanna, - það er kannski engin furða að Ragnar er sá síðari tíma stjórnmálamanna sem komist hefur úr fjármálaráðuneytinu nokkurn veginn heill heilsu á sál og líkama og meira að segja aukist vinsældir nema hjá Mogg- anum og Jóni Baldvini. Myndarlegur alþýðukór Þingflokksformaðurinn Ragn- ar Arnalds er líka í viðtali með leikskáldinu, og er spurður um óróatíma í flokknum sínum: „Það er verið að tala um klofning og ósætti núna“, segir Ragnar, rifjar upp hannibalsgaldurinn eftir að hann tók við formennsku ný- stofnaðs Aiþýðubandalags, og segir að í samanburði við þá tíma sé „beinlínis friðsælt í Alþýðu- bandalaginu um þessar mundir“. Raunar sé miklu meira gert úr tíðindum úr flokknum síðustu misseri en ástæða er til: ,yKuðvit- að er Alþýðubandalagið engin haleljújasamtök þar sem allir eru sammála. Þetta er baráttuglalt lif- andi fólk sem hefur mismunandi áherslur. Þetta er bara einsog í myndarlegum alþýðukór - stund- um getur verið erfitt að fá sam- hljóm. Það eiga ekki allir að syngja sama stefið. Þetta er marg- radda kór og tóntegundirnar ólík- ar. Aðalatriðið er að syngja nokk- urn veginn í takt. “ Þjóðviljinn gerir skyldu sína Samkvæmt Ragnari er samt eitthvert ósætti um lagavalið í kórnum: „Það er ágreiningur um verkalýðsmálin og kannski sá eini sem eitthvert mark er á takandi. Ég er ekkert hissa áþví þótt það sé ágreiningur, m.a. um síðustu kjarasamninga. Deilur um þá í Alþýðubandalaginu eru frekar hraustleikamerki en hitt. “ Ragnar er spurður álits á ályktun Dags- brúnarstjórnar um fréttaflutning Þjóðviljans af síðustu samning- um, - Ragnar telur að umfjöllun Þjóðviljans hafi stundum verið „of einhliða" en segist mjög lítið hrifinn af ályktuninni: „Eg sá ekki betur en Þjóðviljinn gerði skyldu sína með því að varpa Ijósi á málin frá öllum hliðum. “ Dapurleg uppákoma Ragnar er líka spurður um tíð- indi sumarsins, meðal annars um Guðmund Joð og þær fréttir sem urðu tilefni ályktunar tíutíma miðstjórnarfundar flokksins í júlí. Ragnar segist hafa verið á móti því að flokkurinn setti sig í dómarasæti og gæfi Guðmundi fyrirskipanir, - í samþykkt mið- stjórnarinnar hafi aðeins falist siðferðilegt og pólitískt mat á slíkum viðskiptum. „Þessi við- skipti Guðmundar við Albert voru heldur dapurleg uppákoma" segir Ragnar „og mér þóttu við- brögð hans við samþykktinni af- leit. Ég held að hann hafifyrst og fremst gert sjálfum sér skaða með þeim yfirlýsingum sem hann lét frá sér fara um hana. “ Formennskan Enn er Gaggi spurður í þaula um innanflokksmál, - blaðamað- ur Mannlífs segir óljóst hvort Svavar Gestsson haldi áfram for- mennsku í Alþýðubandalaginu, og gerir því skóna að svo gæti farið að um formennskuna yrðu átök milli „tveggja andstæðra hópa“, sem til dæmis kristölluð- ust í persónunum Ásmundi Stef- ánssyni og Ólafi Ragnari Grímssyni. Síðan segir í Mann- lífi: „Ragnar Arnalds er að margra dómi eini maðurinn sem gæti sætt þau átök. í fyrstu tekur hann þessu fj arri. „Mérfinnst þessi um- rœða út í bláinn og fullkomlega ótímabœr. Á tímabilinu munu þingkosningar fara fram og því er útilokað að vera að spá í þetta núna, í öðru lagi þykir mér lang líklegast að Svavar fari aftur fram. Ég tel einsýnt að við mun- um leggja að honum að sitja áfram." - Telur hann að Svavar hafi nægilegt traust til að sitja þriðja kjörtímabilið? Já, ég er viss um það. og ég vil ekkert gefa undir fótinn með það að við skiptum umformann," segir hann ákveðinn. Eg bið hann að velta fyrir sér þeim möguleika að til hans yrði leitað sem sátta- semjara í því tilfelli að ekki næð- ist samstaða um aðra... „Ég var formaður í níu ár og hef engan sérstakan áhuga á að verða aftur formaður. “ Svo stendur hann upp. „En ég útiloka þann möguleika ekki. Það er rangt að vera með svardaga langt fram í tímann. Ég tel þó heppi- legast að Svavar sitji áfram, eða þá að nýr maður komi í hans stað ef hann hættir. ““ Höfuðand- stæðingurinn Formaður þingflokks Alþýðu- bandalagsins er líka spurður um væntanlegar kosningar, og er ófús til spádóma um samstarf eftir þær, en segist telja lítinn grundvöll fyrir samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og að hann óski ekki eftir að Alþýðubanda- lagið verði fimmta hjól undir stjórnvagni þar sem Sjálfstæðis- flokkur og Alþýðuflokkur ráði ferðinni: „ákaflega lítið hrifinn af þeirri hugmynd. Við lítum auðvit- að á Sjálfstæðisflokkinn sem höfuðandstœðing okkar. “ Leikur Ragnars um Skúlamál- in er gamanleikur um alvarleg efni. Ragnar hefur í blaðavið- tölum lýst áhuga á að halda áfram á leikskáldsbraut, en næst muni efniviðurinn annar, - þar á hann vonandi við örlítinn gamanleik um alvarleg efni sem settur verð- ur upp á Norðurlandi vestra á vori komanda. Eftir það er bara að bíða þess að andinn komi enn einusinni yfir hann í ráðherra- stóli... -«n DJODVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýðshreyfingar Utgefandi: Útgáfufólag Þjódviljans. Ritstjórar: Ámi Bergmann, Þráinn Bertelsson, Ossur Skarphéöins- ,son. FréttBstjóri: Lúðvík Geirsson. ______ á Blaöamonn: Garöar Guöjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Kristm Olafs- dóttir, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, ólafur Gíslason. Siguröur A. Friðþjófsson, Valþór Hlööversson, Vilborg Davíðsdóttir, Vfoir Sigurösson (íþróttir), Ingvi Kjartansson (Akureyri) Handrita- og prófarkalesarar: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Siguröur Mar Halldórsson. Útlit8telknarar: Sævar Guöbjömsson, Garöar Sigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrif8tofustjóri: Jóhannes Haröarson. Skrifstofa: Guðrún Guövaröardóttir, Magnús Loftsson. Auglýsinga8tjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýslngar: Ásdís Kristinsdóttir, Guöbergur Þorvaldsson, Olga Ciausen, Guðmunda Kristinsdóttir. Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húamóðir: Ólöf HúnQörö. Bilstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Afgreiðslustjóri: Hörður Oddfríöarson. Afgreiösla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 50 kr. Helgarblöð: 55 kr. Áskrlftarverð ó mónuði: 500 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN' Fimmtudagur 9. október 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.