Þjóðviljinn - 09.10.1986, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 09.10.1986, Blaðsíða 16
MÖBVIUINN 1936-1986 ÞJÓÐVILJINN 50 ÁRA Flmmtudaour 9. október 1986 229. tölublað 51. órgangur Aðalsíml: 681333. Kvöldsími: 681348. Helgarsími: 681663. Eskifjörður Sfldarsöltun hafin Bjartsýni ríkjandi á Austfjörðum Sfldarsöltun hófst í gær hjá Pól- arsfld á Fáskrúðsfirði en á Eskifirði er öll sfld fryst í beitu. Þrír bátar hafa farið á miðin síðan á laugardag og leggja þeir upp á Hornafirði, Fáskrúðsfirði og á Eskifirði. Afli hefur verið ágætur og í gær landaði Snæfari RE 30 tonnum á Fáskrúðsfirði. „Landið er gersamlega beitu- laust og það sem við erum að frysta núna fer á staði úti um allt land“, sagði Kristinn Aðalsteins- son hjá Hraðfyrstihúsinu á Eski- firði í samtali við Þjóðviljann. „Það bíða allir eftir því að síldar- verð verði ákveðið og hvernig semst við Rússa. Menn eru mjög bjartsýnir hér fyrir austan á að þeir.vilji kaupa af okkur 250.000 tunnur en samkvæmt upplýsing- um frá sendiráðinu í Noregi sögðu Rússar við Norðmenn að þeir ætluðu ekki að kaupa nema 100.000 tunnur af íslendingum. Það er þó mjög gott hljóð í mönnum hér og menn trúa því að það verði saltað", sagði Kristinn. -vd. Sirius Ekkert pláss Það er litið pláss í höfninni núna, það er búið að loka innri höfninni og skipin þaðan hafa flutt sig í Sundahöfn. Auk þess hafa Sovétmenn krafist þess að það verði sem minnst umferð við Reykjavíkurhöfn, sagði Ingvi S. Ingvason ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins í samtali við blaðið í gær, en Sirius, skip Grænfriðunga sótti um hafnar- leyfi á þriðjudag og kemur hingað til lands á laugardag. „Það er spurning um hvort á að hleypa þessu fólki inn í landið ef það ætlar að koma hér með ein- hverjum ófriði, en það er hafnar- stjóra að segja til um hvort pláss er fyrir skipið“, sagði Ingvi. Að- spurður sagði hann að ekki hefði verið kannað hvort Grænfriðung- ar ætli að hafa mótmælaaðgerðir í frammi, né endanleg ákvörðun verið tekin varðandi hafnarleyfi. „Við bíðum enn eftir form- legum svörum frá íslenskum yfir- völdum“, sagði talsmaður Gre- enpeace í samtali við blaðið í gær. „Við höfum alls ekki hugsað okk- ur að hafa í frammi neinar að- gerðir aðrar en þær að minna á andstöðu okkar við tilraunir með kjarnorkuvopn með nærveru skipsins“. -vd. Stálvík hf Ríkið vill méira hlutafé Fulltrúar ríkisvaldsins sem hafa átt í viðrœðum við forsvarsmenn Stálvíkur hf. gera hlutafjáraukningu að skilyrðifyrir ríkisábyrgð lána. Starfsmenn sjá ekki lausn ísjónmáli Afundi forsvarsmanna Stálvík- ur hf. og starfsmanna fyrir- tækisins í gær voru niðurstöður viðræðna við fulltrúa ríkisvald- sins kynntar, en fulltrúarnir hafa sett fram kröfur um 15-20 miljón króna hlutafjáraukningu í fyrir- tækinu sem skilyrði fyrir ríkisá- byrgð á lánum sem fyrirtækið vonast eftir að fá til þess að Iosa sig úr lausafjárskuldum. Að sögn starfsmanna sem sátu fundinn, kom þar í ljós að sú hlut- afjáraukning sem nefnd hefur verið myndi hjálpa fyrirtækinu til þess að halda áfram að rúlla, en 40 miljónir væri sú lágmarksupp- hæð sem þyrfti til þess að losa lausafjárskuldir fyrirtækisins. Hlutafjárstaða þess er nú metin á 30 miljónir, og- eigið fé á 30-32 miljónir. Jón Sveinsson forstjóri Stálvík- ur hf. sagði í samtali við Þjóðvilj- ann að þótt embættismenn ríkis- valdsins væru búnir að leggja fram sitt álit þá væri það engan veginn endanlegt. Fjármálaráð- herra ætti eftir að meta það og niðurstöðu frá honum væri von- andi að vænta á morgunn. „Það er enginn beygur í okkur. Það er alla veganna engin hætta á því að við hættum rekstri fyrirtækisins“ sagði Jón. Hvernig œtlið þið, á meðan lausn liggur ekki fyrir, að bregð- ast við gagnvart því starfsfólki sem enn á ógreidd laun hjá fyrir- tœkinu? “Það mál er ekki í okkar hönd- um eins og stendur og verður það ekki fyrr en niðurstöður frá ríkis- valdinu liggja fyrir“ sagði Jón að lokum. „Frá okkar sjónarhóli er á- standið óbreytt ennþá. Við sjáum enga lausn í sjónmáli. Ef lausnin á að felast í hlutafjáraukningu þá tekur slík söfnun tíma og við get- um ekki beðið eftir því“ sögðu nokkrir starfsmenn íyrirtækisins í samtali við Þjóðviljann, en starfs- menn voru almennt mjög svart- sýnir og nokkrir töldu fyrirtækið í dauðateygjunum. Stærsti hluti starfsmannna Stálvíkur eru enn í verkfalli, en nokkrir hafa ákveð- ið að hverfa aftur til vinnu á með- an viðræður standa yfir. -K.Ól. Enn eru starfsmenn Stálvíkur I biðstöðu. Þegar þessir menn voru spurðir álits á framtíðarhorfum fyrirtækisins bentu þeir á dauða drottningu og sögðu ekki orð. F.v Aðalsteinn Einarsson, Benedikt Gunnarsson og Sigurjón Þórisson. Mynd Sig. Hallgrímskirkja Umframbirgðir af spariskirteinum Beðið um peninga til styrktar Hallgrímskirkju. Pétur Sigurgeirsson biskup: Sé ekkert athugavert við þetta Allt fram að þessu hefur verið hægt að vinna við smíði Hall- grímskirkju án þess að safna skuldum við bygginguna. Það finnst mér aðdáunarvert. Hins vegar harðnar nú á dalnum að þessu leyti og Hermann veit gleggst um fjárþörfina, sagði hr. Pétur Sigurgeirsson biskup í sam- tali við blaðið í gær þegar hann var spurður álits á grein Her- manns Þorsteinssonar formanns bygginganefndar Hallgríms- kirkju sem birtist í Morgunblað- inu á þriðjudag. í greininni er farið fram á að fólk veiti kirkjubyggingunni fjár- stuðning með svofelldum hætti: „Og hvernig getur þú hjálpað? Með margvíslegum hætti: Með því að biðja fyrir kirkjusmiðun- um og komandi vígsluhátíð. Með því að senda byggingarsjóðnum fjármuni, stóra eða smáa. Sumir eiga e.t.v. umframbirgðir af spar- iskírteinum! Ýmsir hafa í gegnum árin ánafnað kirkjunni íbúðum sínum.“ „Ég sé ekkert athugavert við það þó Hermann bendi á ýmsar leiðir að þessu marki, meðal ann- ars þær sem fólk hefur sjálft þeg- ar valið til að styðja kirkjuna", sagði Pétur Sigurgeirsson biskup. -vd. Síldarútvegsnefnd Fundað í allan gærdag Undirnefnd sfldarútvegsnefnd- ar og sendinefndar Rússa fundaði í allan gærdag en að sögn Gunn- ars Flovenz hafa þesir aðilar gert með sér eitt samkomulag nú þeg- ar og það er að segja ekkert frá því hvernig samningaviðræður ganga. „Þeir segja „No comment“ og það gerum við Iíka“, sagði Gunn- ar í samtalið við blaðið. Hann sagðist engu geta svarað um hvort samningar tækjust fljót- lega, en síldarverkendur bíða spenntir eftir því hvað kemur út úr þessum viðræðum. Að sögn Kristins Aðalsteinssonar, hjá Hraðfrystihúsinu á Eskifirði hafa Norðmenn boðið mun lægra verð en íslendingar en samist hefur um að selja héðan samtals 51.000 tunnur til Svíþjóðar og Finn- lands. -vd. WE OFFER EXPERTISE FOREIGN EXCHANGE SERVICES Branch Offíces in two major Reykjavík hotels Hotel Saga Branch Hotel Esja Branch BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS The Agricultural Bank of Iceland Head Office - Austurstræti 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.