Þjóðviljinn - 09.10.1986, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 09.10.1986, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTTIR Krlstján Halldórsson, línumaður í Breiðabliki, reynir að brjótast framhjá FH-ingunum Héðni Gilssyni og Þorqils Ottari Mathiesen. Mynd: Ari. gr 1. deild Otrúlega auðvelt 1. deild Góð byrjun meistaranna Stórgóður kafli Víkinga og að sama skapi slakur kafli KR-inga færði þeim fyrrnefndu öruggan sigur þegar fé- lögin hófu íslandsmótið í gærkvöldi. A tólf mínútum skoruðu Víkingar sex mörk gegn engu, komust í 23-15 og sigruðu 23-17 þegar upp var staðið. Góð byrjun íslandsmeistaranna sem flestir höfðu afskrifað fyrir mótið. Víkingar léku mjög góðan varnar- leik lengst af þótt hann kostaði 8 brottvísanir. Kristján Sigmundsson varði vel, 16 skot og þar af tvö víta- köst og lokaði markinu á 12 mínútna kaflanum. Guðmundur Guðmunds- son, Kristján og Árni Friðleifsson voru bestu menn Vfkinga ásamt Hilmari Sigurgíslasyni sem lék vel í vörninni. KR-ingar byrjuðu ágætlega en leikur þeirra losnaði úr reipunum þegar á leið. Framanaf stilltu þeir upp mikið breyttu liði frá því í fyrra en það fór að koma kunnuglegar fyrir sjónir þegar á leið þótt ekki væri breytingin til bóta. Liðið gerði mikið af mistök- um, klaufaskapur og kæruleysi í skotum varð því að falli. Jóhannes Stefánsson og Konráð Ólafsson voru bestir KR-inga í leiknum. -Ibe Laugardalshöll 8. október Víkingur-KR 23-17 (11-8) 3-4, 7-7, 11 -7, 11 -8 - 13-12, 16-13, 17-15, 23-15, 23-17. Mörk Viklngs: Guðmundur Guð- mundsson 5, Árni Friðleifsson 4, Bjarki Sigurðsson 4, Karl Þráinsson 4(3v), Siggeir Magnússon 3, Hilmar Sigur- gíslason 2, Einar Jóhannesson 1. Mörk KR: Jóhannes Stefánsson 5(2v), Konráð Ólafsson 3(1 v), Guð- mundur Albertsson 2, Sverrir Sverris- son 2, Hans Guðmundsson 2, Guð- mundur Pálmason 2, Þorsteinn Guð- jónsson 1. Dómarar: Rögnvaldur Erlingsson og Gunnar Kjartansson - slakir. Maður leikslns: Guömundur Guö- mundsson, Vikingi. 1. deild Bara í lokin hjá Blikum gegn FH Gerðu útum leikinn áfyrstu 20 mínútunum Nýliðar Breiðabliks voru 20 mínút- ur að ganga frá FH-ingum í 1. umferð 1. deildarinnar í gærkvöldi. Eftir þann tíma voru þeir komnir með yfir- burðaforystu og þótt FH næði að minnka muninn í síðari hálfleik var sigur Kópavogsliðsins aldrei í hættu og minnsti munur á liðunum var í lok- in, 23-19. Það var augljóst í byrjun að Blikar voru ákveðnir í að sýna og sanna hváð þeir gætu. Góð vörn truflaði sókn FH mjög og fjölbreytileikinn í sókninni var mikill - oft stórskemmtilegar sóknarfléttur. Bestu tilþrifin átti þó Björn Jónsson, gullsendingar á lín- una sem minntu á læriföður hans, Geir Hallsteinsson, þegar hann var uppá sitt besta. Guðmundur Hrafnkelsson varði vel og Jón Þórir Jónsson var eldsnöggur í hraðaupp- hlaupum og í horninu. Það skýrist í næstu leikjum hvort Blikarnir eru virkilega svona góðir en ekki getur byrjunin verið betri. í fyrra var talað um að ungt FH- liðið myndi springa út í vetur. Ekki gerðist það í gærkvöldi og Hafnfirðingana vantaði alla baráttu og fjölbreytni í leik sinn. Hornaspil sást t.d. ekki og strax í byrjun sást hvert stefndi. Þá sjaldan FH-ingar hittu á markið í fyrri hálfleik varði Guðmundur yfirleitt. Þeir tóku sig á eftir hlé en það dugði engan veginn til. Ekki náði FH einu sinni að nýta sér þann liðsmun að vera manni fleiri f 6 mínútur í fyrri hálfleik og 4 mínút- ur í þeim síðari. -gsm 1. deild Nóg af möriaim Ármann stóð lengi í Stjörnunni Þaö vantaði ekki mörkin þegar Stjarnan tók á móti nýliðum Ármanns í Digranesinu í gærkvöldi. Stjörnu- menn voru ákveðnir í að láta ekki það sama henda sig og FH-ingana á undan, Ármenningar voru staðráðnir í að berjast fyrir sínum hlut og útkom- an varð mikil keyrsla og barátta og nóg af mörkum. Stjarnan sigraði 36- 27. Barátta Ármenninga og slakur varnarieikur Stjörnunnar héldu leiknum jöfnum framanaf. Þegar reynsla og ákveðni Stjörnumanna fóru að segja til sín skildu leiðir og í seinni hálfleik var sigur þeirra í lítilli hættu. Ef Stjarnan lagar varnarleikinn getur liðið náð langt. Ekki vantar stórskytturnar og svo er ekki amalegt að eiga Pál Björgvinsson að þegar í hart fer. Hannes og Gylfi voru bestir, Hannes stjórnaði leik Stjörnunnar einsog herforingi. Ármenningar eiga nokkra ágæta menn, svo sem Einar Naabye sem gerði fimm falleg mörk í seinni hálf- Ieik. Guðmundur Friðriksson varði vel og nýliðarnir munu greinilega selja sig dýrt í vetur. -gsm Digranes 8. október Brei&ablik-FH 23-19 (12-6) 3-0, 8-1, 10-2, 12-6 - 14-9, 16-12, 21-14, 22-16, 23-19. Mörk Breiðabliks: Jón Þórir Jóns- son 6, Björn Jónsson 5(1 v), Aðal- steinn Jónsson3, Kristján Halldórsson 3, Magnús Magnússon 3, Sigþór Jó- hannesson 2, Svavar Magnússon 1. Mörk FH: Óskar Armannsson 6(6v), Héðinn Gilsson 4, Guðjón Árna- son 4, Þorgils Óttar Mathiesen 2, Ósk- ar Helgason 1, Pétur Pedersen 1. Dómarar: Guðmundur Hjálmars- son og Þorgeir Pálsson - góðir. Maður leiksins: Björn Jónsson, Breiöabliki. Lokatölurnar segja ekki nærri því allt um viðureign nýliða Hauka við Reykjavíkurmeistara Vals í 1. deildinni í gærkvöldi. Það var aðeins á síðustu 10 mínútunum sem Vals- menn náðu að stinga baráttuglaða Haukana af og sigra 30-21. Það verður fróðlegt að fylgjast með Valsliðinu í vetur. Skrýtin blanda, fjórir hornamenn en enginn leikstjórnandi og hver sókn má helst ekki standa lengur en í 10 sekúndur. Mikið um mistök en líka falleg tilþrif þegar allt gengur upp. Elías Haralds- son varði ágætlega þegar á leið en vörnin fyrir framan hann var lengi mistæk. Júlíus er tromp númer eitt og skoraði úr flestum skota sinna í gær- kvöldi. Haukarnir léku vel og skynsamlega lengst af með Sigurjón Sigurðsson í aðalhlutverki. Árni Sverrisson hefur litlu gleymt og læddi inn góðum mörkum og Ólafur Guðjónsson sem kom í markið um miðjan fyrri hálfleik varði vel. Helgi Harðarson kom inná og skoraði fimm mörk í röð, ágæt skytta. Haukaliðið á að geta staðið flestum liðum snúning á góðum degi og fær örugglega stig hér og þar í vet- ur. -VS Hafnarfjðrður 8. október Haukar-Valur 21 -30 (10-10) 1-0, 1-2, 4-4, 5-8, 8-9, 10-10-11- 10,12-11,13-16,15-16,16-17,18-19, 19-20, 20-22, 20-26, 21-26, 21-30. Mörk Hauka: Helgi Harðarson 6, Árni Sverrisson 4, Sigurjón Sigurðs- son 3(1v), Sindri Karlsson 3, Ingimar Haraldsson 2, Pétur Guðnason 2, Eggert (sfeld 1. Mörk Vals: Júlíus Jónasson 9, Jak- ob Sigurðsson 8, Valdimar Grimsson 6, Stefán Halldórsson 5(4v), Gísli Ósk- arsson 2. Dómarar: Björn Jóhannsson og Sigurður Baldursson - þokkalegir. Maður leiksins: Júlíus Jónasson, Val. 1. deild Köttur og mus Framarar léku sér að KA eins og köttur að mús, án þess að sýna neitt alltof góðan leik. Það segir sitt um frammistöðu norðanmanna sem munu eiga í miklum erfiðleikum í 1. Kvennahandbolti Stórtap hjá nýliðunum! FH vann 40-10. Fram og Stjarnan unnu KR og Víking Digranes 8. október Stjarnan-Ármann 36-27 (15-13) 2-2, 3-5, 6-6,11-10, 14-10,15-13- 19-15, 23-18, 25-21, 30-23, 36-27. Mörk Stjörnunnar: Hannes Leifs- son 12(6v), Gylfi Birgisson 8, Sigurjón Guðmundsson 6(2v), Skúli Gunn- steinsson 3, Hafsteinn Bragason 3, Hermundur Sigmundsson 2, Magnús Teitsson 1, Páll Björgvinsson 1. Mörk Ármanns: Öskar Ásmunds- son 8(4v), Einar Naabye 5, Þráinn Ás- mundsson 5, Bragi Sigurðsson 4, Bragi Jóhannesson 4, Björgvin Barð- dal 1. Dómarar: Sigurgeir Sveinsson og Gunnar Viöarsson - þokkalegir. Maður leiksins: Hannes Leifsson, Stjörnunni. Nýliðar Ármanns í 1. deild byrjuðu ekki beint vel. Þeir töpuðu 40-10 fyrir FH í sínum fyrsta leik í Hafnarfirði í gærkvöldi. Tölurnar segja allt um leikinn, einstefna FH var alger og staðan í háifleik 15-5. Mörk FH: Rut 7, Hildur 6, Arndís 6, Anna 5, Eva 5, Kristín 3, Sigurborg 3, Inga 2, María 2, Helga 1. Mörk Ármanns: Margrét H. 7, Helga 1, Ellen 1, Margrót E. 1. Fram vann KR í ágætum leik í Seljaskóla 21-16. Fyrri hálfleikur var England Newcastle féll Newcastle, botnlið 1. deildar, Aston Villa-Reading.4-1 (5-2) féll útúr enska deildabikarnum í Chelsea-York.....3-0 (3-1) knattspyrnu í gærkvöldi, fyrir 2. Leeds-Oldham..........0-1 (2-4) Bradr„rd c.„ B8agr:::::::::::::.Ana NcwcM.le vann reyndar Bradf.rd Macch.CltySculherri..2-1 (2-1) 1-0 en það dugði ekki til þar sem Newcastle-Bradford C.1-0 (1-2) 2. deildarliðið hafði unnið fyrri Norwich-Peterborough..1-0 (1-0) leikinn 2-0. Nottm.Forest-Brighton.3-0 (3-0) Úrslit í 2. umferð deildabikars- Stoke-Shrewsbury.0 0(1-2) ins í gærkvöldi, síðari leikjum. Swindon-Southampton.22Í2 cí Samanlogð urslit t svigum, 7 ' ' feitletraða liðið í 3. umferð: -VS/Reuter mjög jafn en Fram hafði undirtökin og í síðari hálfleik gáfust KR-stúlkur upp og Fram gekk á lagið. Mörk Fram: Guðríður 10, Arna 5, Ing- unn 3, Ósk 1, Súsanna 1, Margrét 1. Mörk KR: Sigurbjörg 8, Elsa 2, Aldís 2, Snjólaug 1, Anetta 1, Arna G. 1, Bryndís 1. Stjarnan vann Víking 23-20 í skemmtilegum leik í Seljaskóla. Leikurinn var mjög jafn en þegar 20 mín. voru eftir var Stjarnan komin með 3ja marka forskot og hélt því allt til leiksloka. Margrét, Erla og Fjóla voru bestar hjá Stjörnunni en lið Vík- ings var jafnt. Mörk Stjörnunnar: Erla 9(3v), Margrét 6, Hrund 4, Drífa 3, Steinunn 1. Mörk Víklngs: Jóna 5, Inga 5, Svava 4, Rannveig 2, Sigurrós 2, Eiríka 1, Valdís 1. Með þessum úrslitum er Fram eina liðið í deildinni sem ekki hefur tapað leik og er með 4 stig. Valur, Víkingur, Stjarnan, KR og FH eru með 2 stig hvert en ÍBV og Ármann ekkert. -MHM deildinni í vetur með þessu áfram- haldi. Frarn sigraði 25-16 eftir að hafa náð 13 marka forystu í síðari hálf- leiknum. Það voru nýju mennirnir sem léku stærstu hlutverkin hjá Fram. Per Ska- arup stjórnar spilinu vel og átti góð mörk og línusendingar, sérstaklega á Birgi Sigurðsson sem er með gott grip og átti góðan leik. Guðmundur A. Jónsson gerði sitt til að halda marka- skori KA niðri með stöðugri og góðri markvörslu. Hann varði 25 skot, þar af 2 vítaköst. Hornamennirnir Her- mann og Jón Árni voru líflegir en í heild gerði Framliðið mikið af mis- tökum og þarf að sýna meira til að blanda sér í toppbaráttuna. Hjá KA getur leiðin aðeins legið uppávið. Varla var heil brú í leik liðs- ins og ráðleysið í sóknarleiknum mikið. Jóhannes Bjarnason og Friðjón Jónsson voru þeir einu sem sýndu eitthvað af viti. -Ibe ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 Laugardalshöll 8. október Fram-KA 25-16 (15-7) 3-2, 8-2, 12-6, 15-7 - 16-9, 20-9, 23-10, 24-15, 25-16. Mörk Fram: Per Skaarup 6, Birgir Sigurðsson 5, Egill Jóhannesson 4(2v), Hermann Björnsson 3, Jón Árni Rúnarsson 3, Július Gunnarsson 2, Tryggvi Tryggvason 1, Ólafur Vil- hjálmsson 1. Mörk KA: Jóhannes Bjarnason 5, Friðjón Jónsson 4, Jón Kristjánsson 2, Gunnar Gíslason 2(1 v), Hafþór Heimisson 1, Anton Jóhannesson 1, Pétur Bjarnason 1. Dómarar: Hákon Sigurjónsson og Guðjón Sigurðsson - slakir. Maður lelkslns: Guðmundur A. Jónsson, Fram.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.