Þjóðviljinn - 09.10.1986, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 09.10.1986, Blaðsíða 1
1936-1986 ÞJÓÐVILJINN 50 ÁRA VIÐHORF ÍÞRÓTTIR HEIMURINN LANDSBYGGÐIN Leiðtogafundurinn Fri&arfuHtrúar fjölmenna Krafa 60 bandarískra þingmanna um tafarlausa stöðvun kjarnorkutilrauna kynnt leiðtogunum. Fulltrúarþekktra friðarhreyfinga hvaðanœva að úrheiminum koma til Reykjavíkur Fjögurra manna sendinefnd bandarísku samtakanna FREEZE og S ANE kemur hingað til lands á mprgun með bréf til Reagans bandaríkjaforseta und- irritað af 60 bandarískum þing- mönnum, þar sem þess er krafist að tilraunum með kjarnorku- vopn verði hætt þegar í stað. Meðal þeirra sem skrifa undir kröfuna er þingmaðurinn Edward Kennedy. FREEZE og SANE hafa verið öflugustu friðarhreyfingarnar í Bandaríkjunum og hafa þær nú sameinast í eina. Bréf þingmann- anna verður kynnt fyrir fjölmiðl- um á íslandi. Auk þess er von á til landsins í dag og á morgun fulltrúum fjölda friðarhreyfinga hvaðanæva að úr heiminum vegna fundar þeirra Reagans og Gorbatsjofs. Má þar nefna fulltrúa alþjóðasamtaka lækna gegn kjarnorkuvá, sem hafa fengið friðarverðlaun Nó- bels fyrir baráttu sína fyrir af- vopnun. Þá koma hingað konur frá Bandaríkjunum, Grikklandi og Norðurlöndum á vegum Kvenna sem vilja árangursríkan leiðtogafund, sem eins og kunn- ugt er standa nú fyrir söfnun undirskrifta undir yfirlýsingu þess efnis m.a. að þær vænti þess að þeir Reagan og Gorbatsjof stigi þau skref á leiðtogafundin- um í Washington sem þarf til að ná samningum er tryggja öryggi og frið í heiminum. Hingað koma einnig fulltrúar samtaka um kjarnorkuafvopnun á Bretlandi og Þjóðverji sem sagður er hafa fengið hvorki fleiri né færri en 230 þúsund börn víða að úr heiminum til að skrifa leið- togum risaveldanna bréf og tjá þeim þá von sína að tryggja megi frið. t>á má ekki gleyma komu Greenpeacemanna. íslenskir friðarsinnar sitja heldur ekki auðum höndum þessa dagana. Þannig hafa Samtök herstöðvaandstæðinga t.d. gefið út upplýsingabækling á ensku, þar sem skýrt er frá starfi og stefnu samtakanna. Eins og áður hefur verið greint frá í Þjóð- viljanum standa íslenskar friðar- hreyfingar að friðarstund á Lækj- artorgi kl. 21 annað kvöld. Sams konar fundur verður á Akranesi á sama tíma og standa stjórnmálaflokkarnir þar að hon- um. -«g Leiðtogafrúin Raisa í sveitina Raisa Gorbatsjofvill hitta ungtfólk á íslandi. Edda Guðmundsdóttir: Verðurgaman að hitta þessa konu Raisa Gorbatsjof hefur óskað eftir því m.a. að fá að hitta ungt fólk á íslandi dagana sem hún verður stödd hér á landi og ennfremur hefur hún lýst áhuga á að heimsækja íslenskan sveitabæ. Edda Guðmundsdóttir sagði í gær að nú væri unnið baki brotnu að því að skipuleggja dagskrá fyrir heimsókn Raisu til landsins. „Okkur bárust óskir hennar fyrir hádegi í dag og reynum að verða við þeim. Það er fátt hægt að segja um hvað hún mun gera hér á landi, en líklegt er að hún skoði sig um í Reykjavík og skoði þá m.a. handritasöfnin, ferð til Þingvalla verður líklega á dag- skránni“, sagði Edda. Hún tekur ásamt manni sínum, forsetanum og fleirum á móti að- alritarahjónunum á flugvellinum á föstudagskvöldið. -gg Höfði Nágrennið tekið leigunámi Ríkisstjórnin gaf síðdegis í gær út bráðabirgðalög sem hei- miía að öll hús í nágrenni við fundarstað Reagans og Gorbat- sjofs, Höfða, verði tekin leigu- námi frá kl. 18 á morgun til kl. 18 á sunnudaginn. Búist er við að íbúum viðkomandi húsa verði óheimilt að fara í íbúðir sínar nema í fylgd með öryggisvörðum. Haft var eftir Steingrími Hermannssyni í gær að þetta hefði verið gert að ófrávíkjan- legri kröfu öryggisvarða leiðtog- anna eftir ianga og stranga fundi með þeim um málið. Nokkrar sjónvarpsstöðvar hafa þegar tryggt sér afnot af húsum í ná- grenni Höfða, en verða af þeim samkvæmt þessum nýjustu lögum stjórnarinnar. -gg Mörgum fslendingum sem komnir em á efri ár er sovéska skipið Baltika kunnugt vegna eftirminnilegrar ferðar skipsins með íslendinga suður I höf fyrir tveimur áratugum. Baltika, sem er til hægri á þessari mynd, kom til landsins í gær og er jafnvel talið líklegt að það verði bústaður þeirra Mikails og Raisu Gorbatsjofs meðan á dvöl þeirra hér á landi stendur. Lögregluvörður var settur um sovésku skipin í gær, enda mun þar gista margt mikilvægra manna næstu daga. -gg/Sig Sólheimar Þroskahjálp vill raimsókn Landssamtökin Proskahjálp biðja félagsmálaráðherra um ítarlega úttektá rekstri og starfsemi Sólheima. Asgeir Sigurgestsson: Viljum koma hlutunum á hreint Við viljum að þessi mál verði könnuð ítarlega og hlutunum komið á hreint, sagði Ásgeir Sig- urgestsson framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar í samtali við Þjóðviljann í gær, en samtökin hafa óskað eftir því við félagsmálaráðherra að starfsemi meðferðarheimilisins að Sól- heimum í Grímsnesi verði tekin til ítarlegrar úttektar vegna þeirrar alvarlegu gagnrýni sem komið hefur fram í fjölmiðlum á starfsemina. - Það hefur verið mikið skrifað um starfsemina í blöðum undan- farið og m.a. komið fram hörð gagnrýni á stjórnunina. Við erum ekki að dæma eitt eða neitt, held- ur viljum við koma þessum mál- um á hreint, ekki síst vegna þess að fjölmargir aðilar úr ýmsurn áttum hafa óskað eftir því að við létum málið til okkar taka, sagði Ásgeir. f bréfi sem Þroskahjálp sendi , félagsmálaráðherra í gær kemur m.a. fram að samtökin telji brýnt að fyrir liggi stefna um uppbygg- ingu og rekstur Sólheima til fram- búðar og tryggt sé að sú stefna sé í samræmi við alnrenna stefnu- mörkun í málefnum fatlaðra í landinu. Þjóðviljanum tókst ekki að ná tali af Halldóri Júlíussyni fram- kvæmdastjóra að Sólheimum í gær. -lg- Herflutningarnir Öldungamir samþykkja í gærkvöldi samþykkti Öld- ungadeild Bandaríkjaþings samninga íslensku og bandarísku ríkisstjórnanna um flutninga til hersins. Samningana á eftir að leggja fyrir Alþingi íslendinga. Lagt var kapp á að leggja samn- ingana fyrir þingið áður en Reag- an kæmi til Islands, en hann mun koma með samþykkt Öldunga- deildarinnar í farteski sínu. -m

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.