Þjóðviljinn - 09.10.1986, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 09.10.1986, Blaðsíða 2
P—SPURNINGIN Ætlar þú á friðarfundinn á Lækjartorgi annað kvöld, sem efnt er til vegna leiðtogafundar- ins? jjl JBki: 1 M Guðiaug Jónsdóttir, kennari: Ég ætla endilega að reyna að komast. v i Hermann Ólason, verkamaður: Já, ég er mjög mikill friðarsinni. Það veitir víst ekki af því að láta þessa menn vita hvaða hug við berum til þessara friðarvið- ræðna. Við viljum ýta á eftir já- kvæðum niðurstöðum. Ingibjörg Aðalsteins- dóttir, gjaldkeri: Nei, ég held ég komist ekki. Ari Matthíasson, verka- maður: Það fer eftir því hvort ég er að vinna eöa ekki. Ef ég sé mér mögulega fært þá ætla ég að mæta. Erna Guðmundsdóttir, skrifstofumaður: Ég hugsa ekki. Ég er í vinnu og með stórt heimili og reikna því ekki með að komast. FRÉTT1R Fjölbrautaskóli Suðurnesja Afangasigur kennara Á síðasta fundi skólanefndar varákveðið aðkennarar búsettir á höfuðborgarsvœð- inu skyldufá rútufargjöldgreidd. Magnús Ó. Ingvarsson: Sigur fyrir kennara, en yfirborgun til kennara Flugliðabrautarinnar er ekki úr sögunni Fólagar í Amnesty á Islandi kynna herferð samtakanna gegn mannréttindabrotum á Sri Lanka. Frá v.: Eyjólur Kjalar, Halla Pálsdóttir og Jóhanna K. Eyjólfsdóttir. Mynd: Sig. Amnesty International Tamilar hverfa sporlaust Almeð herferð vegna mannréttindabrota á Sri Lanka % Mú er í gangi alþjóðleg herferð Amnesty International vegna Tamíla sem horfíð hafa sporlaust í Sri Lanka á undanförnum tveim árum. Felst herferðin í því að al- menningur er hvattur til að skrifa stjórnvöldum i landinu bréf þar sem stjórnvöld eru hvött til að stofna hlutlausa rannsóknar- nefnd vegna þessara mann- hvarfa. Allt síðan síðla árs 1984 fór að bera á ofbeldisverkum öryggis- sveita í landinu og hefur Amnesty farið í saumana á málum 272 ein- staklinga og gefið út skýrslu um þau. Er talið að margir hinna horfnu hafi verið myrtir en að aðrir séu enn á lífi í leynilegum fangelsum. Það eru fyrst og fremst ungir Evrópulagið næsta verður valið með öðrum hætti en í vor. Sjónvarpið er farið að auglýsa eftir lögum í keppnina sem fer fram í maí ■ Belgíu, þar sem býr Sandra Kim, sú sem síðast vann, og verður íslenska lagið nú valið af dómnefndum skipuðum „full- trúum almennings“ samkvæmt keppnisreglunum. Fyrri hluti keppninnar hér heima verður með svipuðu sniði og áður, - menn senda sjónvarp- inu Iög sín og texta. Tíu bestu lögin að mati sérstakrar dóm- nefndar fá 150 þúsund krónur til fullvinnslu og hljóðritunar og fá höfundar að velja flytjendurna. Flytjendur fylgja svo laginu til menn sem hafa orðið fyrir barð- inu á öryggissveitunum en ríkis- stjórn landsins hefur staðfastlega neitað að láta rannsaka manns- hvörfin. Þá eru uppi staðfestar fregnir af fjöldagröfum og er m.a. vitað um að 40 manns voru látnir taka sína eigin gröf samtím- is. Þá er vitað um að fólk hefur verið brennt, barið, hengt upp á fótum og sterkt krydd sett í augu þess. Tamilar eru um 18% íbúa Sri Lanka og búa í norður- og austurhluta landsins. Tunga þeirra er óskild tungu Singala, sem eru í miklum meirihluta í landinu. Singalíska er hið opin- bera tungumál og verða þeir sem gegna opinberri þjónustu að tala hana. Belgíu. Höfundar laganna tíu verða kynntir í sjónvarpi í byrjun janú- ar, lögin sjálf í febrúar, og úrslita- þátturinn hér heima verður send- Sjálfstæðishreyfing Tamila berst fyrir því að norður- og austurhluti Sri Lanka verði gert að sjálfstæðu ríki en minnihluta- hópur meðal þeirra telur að slíkt gerist ekki nema með vopnuðum átökum. Þeir eru þó í miklum minnihluta. Að sögn forsvarsmanna Amn- esty er ástandið á Sri Lanka ekki eins slæmt og í Argentínu á tím- um herforingjastjórnarinnar. Amnesty vill gera það sem í sínu valdi stendur til að koma í veg fyrir að svo verði og því er gripið til þessarar herferðar nú. Þeir sem hafa áhuga á að ljá þessu málefni lið er bent á að snúa sér til skrifstofu Amnesty Intemational, Hafnarstræti 15 í ur út 9. mars. í apríl verða svo kynningarþættir Evrópukepp- ninnar sjálfrar, og lokakeppnin í Brússel verður háð í byrjun maí. - m Askólanefndarfundi Fjölbraut- arskóla Suðurnesja í síðustu viku var ákveðið að kennarar við skólann sem eru búsettir á höfuð- borgarsvæðinu fái greidd rútu- fargjöld, en fyrir því hafa kennar- ar skólans barist í mörg ár. Greiðsla á rútufargjöldum til kennara tíðkast í flestöllum öðr- um skólum á Suðurncsjum. Hjálmar Árnason skóla- meistari Fjölbrautaskólans sagði að stefna skólanefndar hafi fram að þessu verið sú að fá kennara til þess að setjast að á Suðurnesja- svæðinu og það hafi verið ein ástæða þess að ferðakostnaður til kennara hefði ekki verið greiddur, nema þá til kennara Flugliðabrautarinnar, enda erfið- ara að fá kennara til starfa við þá braut en aðrar brautir skólans. Á síðasta skólanefndarfundi hafi hins vegar verið ákveðið að greiða öðrum kennurum búsett- um á höfuðborgarsvæðinu rútu- styrki, eða “þangað til annað verður ákveðið“ . Þess má geta að kennarar Flugliðabrautarinn- ar fá greitt kílómetragjald sem hefur fram að þessu verið 800 krónum hærra en rútugjaldið fyrir hverja ferð sem farin er. “Við lítum á greiðslu rútufar- gjalda kennara sem sigur, enda höfum við barist fyrir þessu í mörg ár. Yfirborgun kennara á Flugliðabrautinni er hins vegar annað mál og engan veginn úr sögunni“ sagði Magnús O. Ing- varsson trúnaðarmaður kennara við Fjölbrautaskólann í samtali við Þjóðviljann í gær. Eins og fram hefur komið í Þjóðviljanum hefur megn óá- nægja ríkt meðal kennara skólans vegna yfirborgana til kennara Flugliðabrautarinnar í formi ferðastyrks sem aðrir kennarar búsettir á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki verið aðnjótandi. Yfir- borganirnar sem til skamms tíma komu úr skólasjóði hafa nú, vegna kröftugra mótmæla kenn- ara verið yfirteknar af Flugmála- stjórn og þykir fæstum kennurum það nokkur lausn og harla óeðli- legt að Flugmálastjórn yfirborgi kennara. Á fundi skólanefndar var jafn- framt ákveðið að skólameistari, Hjálmar Árnason, skyldi kanna það í samráði við menntamála- ráðherra Sverri Hermannsson og Flugmálastjórn, hvort ekki sé tímabært að flytja brautina á höf- uðborgarsvæðið þar sem allir kennarar brautarinnar búa og all- ir nemendur utan einn. “Ég sjálfur er þeirrar skoðunnar að það sé ástæða til þess að þrjóskast við því að brautin verði flutt“ sagði Hjálmar Árnason í samtali við Þjóðviljann. “Ég er það, á grundvelli byggðastefnu. Það þykir öllum sjálfsagt að fólk flyt- jist frá landsbyggðinni til höfuð- borgarsvæðisins en ef dæminu er snúið við þá virðast málin horfa öðruvísi við“ sagði Hjálmar. -K.ÓI. Reykjavík. -Sáf Sjónvarpið Breyttir Evró-söngvar >2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.