Þjóðviljinn - 17.10.1986, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 17.10.1986, Blaðsíða 2
■"SPURNINGIN— Hvað finnst þér um þá stefnu ríkisstjórnarinnar að hækka kaup um 2% á næsta ári? Viggó Maronsson, starfsmaður ísal: 2% kauphækkun myndi ekki duga mér. Það er lágmark að þeir hækki kaupið á næsta ári um jafnmikið og þeir ætla að lækka það með verð- bólgunni. Margrét Sveinsdóttir, ritari á Landspítalanum: 2% hækkun er alltof lítil. Góðær- ið ætti að valda því að hægt væri að hækka kaupið meira og sér- staklega hjá þeim sem vinna hjá ríkinu. Mitt kaup þyrfti að hækka ansi mikið til þess að ég gæti lifað á því eingöngu. Margrét Sigmarsdóttir, kennaranemi: Mér finnst það alltof lítil hækkun. Það er alltof lítið gert af því að hækka laun fólks, og að sjálfsögðu ætti að hækka laun þeirra sem eru lægst launaðir. 2% duga alls ekki, það er alltof lítil hækkun miðað við vísitöluna. Ég myndi þurfa 20% hækkun þegar ég fer að vinna sem kennari á næsta ári. En þeir taka alltaf mest frá þeim sem minnst eiga. Erlendur Steinþórs- son, afgreiöslumaöur í áfeng- isútsölunni við Snorra- braut: 2%? Þó það væru 20% þá myndi það ekki duga. Guðjón Rúnarsson námsmaöur: Þar sem ég er námsmaður fylgist ég ekki eins vel með kjörum fólks og þeir sem eru úti í atvinnulífinu. Ég hef ekki hugsað um þetta. FRÉITIR Bankagjöld könnun leiðir í Ijós eru þau gjöld mjög mishá eftir bankastofnun- um. -lg- Flugstöðin Miljarður á næsla r m ari íslendingar borga 520 miljónir. Allttekið að láni erlendis Flugstöðin á Keflavíkurflug- velli verður ríkissjóði dýr á næsta ári eins og reyndar á þessu ári líka. Áætlað er að verja 986 milljónum króna til byggingar- innar á næsta ári. íslendingar borga 520 milljónir og er ætlunin að taka það allt að láni erlendis. Kaninn borgar 466 milljónir. Á næsta ári byrjum við að borga af erlendum framkvæmd- alánum sem tekin hafa verið vegna byggingarinnar og verða afborganirnar 33 milljónir á næsta ári. Þá verður í fyrsta sinn ætlað fjármagn til rekstrar flug- stöðvarinnar og er ætlunin að skipa yfir hana sérstaka stjórn samkvæmt tilnefningum fjármál- aráðuneytis og utanríkisráðu- neytis. jónustugjöld bankanna eru dýrust að jafnaði í Samvinnu- bankanum en lægstu gjöldin eru í Alþýðubankanum, Búnaðar- bankanum, Landsbankanum og Útvegsbankanum. Þetta er niður- staða úttektar Verðlagsstofnunar á þjónustugjöldum banka og sparisjóða vegna innlendra við- skipta. Uttektin leiðir í ljós að tölu- verður munur er á gjöldunum eftir bönkum og er munurinn í nokkrum tilvikum allmikill. Mesti munur reyndist vera á út- lögðum kostnaði vegna viðtöku geymslufjár. Hjá Útvegsbankan- um kostaði slík þjónusta 250 kr. en 432 kr. hjá Samvinnubankan- um. Munurinn er tæp 73%. Þá er verulegur munur á inn- heimtukostnaði vegna innistæðu- lausra tékka en það er gjaldaliður sem margir kannast við. Hjá Al- þýðubankanum þarf að borga 150 kr. fyrir hvern innistæðu- lausan tékka en 247 kr. hjá Sam- vinnubankanum, eða um 65% hærra gjald. Af 27 atriðum sem könnuð voru reyndist Samvinnubankinn verða með hæstagjaldí21 tilfelli. Gjaldtaka vegna þjónustu banka og sparisjóða er að sumu leyti á- kvörðuð af Seðlabankanum sem hlutfallsleg þóknun en banka- stofnanir hafa heimild til að inn- heimta ýmis föst gjöld vegna út- lagðs kostnaðar, en eins og þessi Frá upptökum á fyrsta leikþættinum Úr safni dauðans. Frá v. Randver Þorláksson, Júlíus Brjánsson, Edda Björgvinsdótt- ir, Jörundur Guðmundsson og Þóra Friðriksdóttir. Samvinnubankinn dýrastur Þjónustugjöld ílangflestum tilvikum dýrusthjá Samvinnubankanum samkvœmt úttektVerðlagsstofnunar. Munarallt að73% Útvarp Þjóðarbókhlaðan Sakamálaleikhúsið tekur til starfa Nýjung hérlendis. Fastirþættir á Bylgjunni á sunnudögum. Sagtfrá glœparannsóknum Scotland Yard etta er alveg bráðskemmtilegt og ég er viss um að hlustendur kunna að meta þessa nýjung, segir Jörundur Guðmundsson gamanleikari sem er frumkvöðull að stofnun Sakamálaleikhússins sem flytur sitt fyrsta útvarps- leikrit á Bylgjunni á sunnudag. Sakamálaleikhúsið er rekið af Útvarpsauglýsingum sf. en í hljóðveri fyrirtækisins fara upp- tökur leikþáttanna fram. Leikhúsið ætlar að flytja á hverj- um sunnudagseftirmiðdegi í vet- ur sjálfstæða þætti þar sem segir af glæparannsóknum Scotland Yard lögreglunnar. Byrjað verð- ur á þáttum sem bera samheitið Safn dauðans, en síðar verður sagt frá ævintýrum Sherlock Holmes, frá lífshlaupi Þriðja mannsins og frásagnir úr Innsigluðu bókinni. Hver þáttur er sjálfstætt saka- mál og eru leikendur í fyrstu þátt- aröðinni þau Edda Björgvins- dóttir, Júlíus Brjánsson, Jörund- ur Guðmundsson, Pálmi Gests- son, Randver Þorláksson, Þóra Friðriksdóttir og Örn Árnason. Leikstjóri er Gísli Rúnar Jónsson sem þýddi þættina úr ensku og færði í nýjan leikbúning. Um tónlistina sér Hjörtur Howser. Fyrsti leikþáttur Sakamála- leikhússins hefst á Bylgjunni á sunnudag kl. 14.30 og tekur hálf- tíma í flutningi. Þættirnir verða síðan endurfluttir síðdegis á fimmtudögum. -*g- Fær aðeins helminginn Ríkið tekur50 miljónir af Þjóðarbókhlöðu- skattinum í ríkissjóð Þj óðar bókhlaðan fær ekki nema tæpan helming þess eignar- skattsauka, sem alþingi sam- þykkti s.l. vor að leggja á til þess að hraða byggingunni. í fjárlagafrumvarpinu kemur fram að á næsta ári mun þessi sérstaki eignarskattsauki skila um 95 milljónum króna. „Þrátt fyrir áætlaðar tekjur þá er áform- að að verja eigi hærri fjárhæð en 45 milljónum króna til fram- kvæmda á árinu 1987,“ segir þar. Á blaðamannafundi með fjár- málaráðherra á mánudag kom fram að mismunurinn, 50 milljónir króna, á að renna í ríkis- sjóð og verður skráður sem skuld við Þjóðarbókhlöðuna! -ÁI. •2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 17. október 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.