Þjóðviljinn - 17.10.1986, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 17.10.1986, Blaðsíða 7
Umsjón: Helgi Hjörvar DIÚÐVIUIIIN „Hlýleg, indæl, næs og æðisleg" voru meðal þeirra lýsingarorða sem krakkarnir úr ÆSK, notuðu um Raisu Gorbatsjóvu. Hér eru þau með styttu, „Vongleði", sem hún færði þeim að gjöf. F.v. Kristín, Elfa, Vr, Sif og Jóhannes. Mynd: Sig. Skrífa ekki á skeinipappír Einsog heimsbyggðin veit kom félagi Gorbatsjoff ekki einsamall á Reykjavík- urfundinn, heldur var í för með hinum hin allaheillandi eiginkona hans Raisa. Kon- an sú sýnist okkur skyn- samari manni sínum (eins- og stundum vill verða), enda kaus hún heldur að hitta reykvísk ungmenni að máli, en elliæra kúreka úr villta vestrinu. Krakkarnir sem Raisa vildi hitta hafa nefnilega beitt sér tölu- vert öðruvísi en fyrrnefndir kúr- ekar í afvopnunarmálum. Hafa beitt sér fyrir afvopnun en ekki gegn. Okkur þótti við hæfi að ná tali af þessum ungu löndum okk- ar og brugðum okkur því niður í Æfingadeild Kennaraháskólans, en þar eru þau við nám í hinum alræmda níunda bekk. Eitthvað annað en ball Viðmælendurnir eru Elfa Ýr Gylfadóttir, Kristín Þórarins- dóttir, Jóhannes Jóhannesson og Sif Þráinsdóttir. Við spyrjum þau hvernig ballið byrjaði: „Þetta byrjaði á bekkjarfundi í fyrrahaust, um svipað leyti og Genfarfundurinn var. Við vorum að ræða um ár æskunnar og lang- aði til að gera eitthvað í tilefni af því. En okkur langaði ekkert til að halda ball eða neitt svoleiðis, sem við hefðum munað eftir í tvo daga og svo búið. Nei, okkur langaði til að gera eitthvað stórt, eitthvað sem við myndum muna eftir í tuttugu ár. Þá kom þessi hugmynd upp, að safna undirskriftum gegn vígbún- aðarkapphlaupinu. Við sömdum ávarp til forsetanna og réðumst svo bara í þetta. Það voru bara krakkar úr okk- ar bekk, sem þá var áttundi, er stóðu að þessu, svo það var óneitanlega töluverð vinna sem lenti á hverjum og einum, en það var allt í lagi. Vi ákváðum að tak- marka okkur við sjöunda, átt- unda og níunda bekk. Við feng- um svo skrá yfir alla skólana og leyfi til að gera þetta í mennta- málaráðuneytinu og sendum list- ana eftir skránni." Það kemur á þau undurfurðu- legur svipur, undirritaður fær augngotur og þau segja sposk: „Við fórum líka niðurá Mogga og létum taka mynd af okkur með undirskriftalistana, og birta.“ 8000 undirskriftir En hvernig gekk svo söfnunin? „Vel“, svara þau einum rómi. „Að vísu þurfti auðvitað að reka á eftir sumum skólum að senda okkur listana, en á endanum höfðum við fengið frá öllum skólum, samtals átta þúsund undirskriftir. Auðvitað voru alltaf einhverjir sem ekki vildu skrifa undir, sögðu að þetta myndi engin áhrif hafa, enginn myndi taka eftir þessu, en það var nú eitthvað annað. Sumir sögðust ekki skrifa undir svona skeini- pappír. Við létum svona brek ekkert á okkur fá, heldur héldum ótrauð áfram og í apríl sendum við undirskriftirnar til Gorbatsjoffs og Reagan, en höfðum áður feng- ið ávarpið þýtt á ensku og rússnesku.“ Bréf frá Gorbatsjoff Og fenguð þið einhver svör frá þeim háu herrum, Kremlarbónd- anum eða kúrekanum? „Ekkert frá Reagan, en okkur var boðið í móttöku í sovéska sendiráðinu og sendiherrann kvaðst hafa fengið bréf frá Gor- batsjoff vegna þessa. Hann las það að vísu ekki fyrir okkur. Síðan þegar þau hjónin komu bað Raisa um að fá að hitta okkur og var vitanlega auðsótt. Við fengum að vita það á fimmtudaginn og tókum allan föstudaginn í að undirbúa komu hennar." Spýtukallar með stóran haus „Svo á laugardaginn var skiptst á gjöfum og þökkum og ræðum og allt einsog á að vera. Hún gaf okkur styttu sem heitir „Von- gleði" og er af þrem konum - trú, von, kærleikur og við gáfum henni íslensk blóm í öskju. Hún þakkaði okkur fyrir undirskrift- irnar og blómin og við henni fyrir komuna og styttuna og svo héldu menn ræður. Þrjár stúlkur úr bekknum spiluðu syrpu úr Reykjavíkurlögum á fiðlu, selló og þverflautu. Svo var hún að spyrja okkur út í skólann. Þegar við sögðum henni hve marga - eða fáa - tíma við erum í leikfimi þá spurði hún hvort við yrðum þá ekki bara litlir spýtukallar með voða stóran haus. Og það var almennt á henni að heyra að skólar fyrir austan væru erfiðari. T.d. þótti henni lítið þegar við sögðumst þurfa að læra heima í tvo tíma á dag, en þó var sú tala ýkt. Við þurfum eigin- lega ekki að læra nema í hálftíma eða svo.“ „Næs“ og æðisleg Og hvemig féll ykkur Raisa? „Skemmtileg - hlýleg - „næs“ - æðisleg" ofl. hástemmd lýsingar- orð kunna þau. „Hún hélt góða ræðu um bjartsýnina og það var gaman að tala við hana. Auk þess vildi hún miklu frekar tala við okkur síðustu tíu mínúturnar sem hún hafði aflögu, en að skoða skólann," bæta þau við svolítið roggin. „Svo kvöddum við hana að ís- lenskum sveitasið, gengum öll útá tröppur og vinkuðum bless. Þá réðust að okkur blaðamenn og ætluðu bara að éta okkur með húð og hári og hefðu sjálfsagt gert það hefðu öryggisverðirnir ekki bjargað okkur. Afar ágengir þessir erlendu blaðamenn,“ segja þau og gerast roggnari með hverri mínútunni, enda ekki allir sem hafa komist í Washington Post. Jaháá Og haldið þið að þið eigið eftir að muna eftir þessu í tuttugu ár? „Jaháá,“ svara þau að bragði. „Alla ævi án vafa. Það tókst von- um framar að vekja athygli á málstaðnum og þetta er nokkuð sem maður gleymir ekki svo glatt.“ En hvernig leist ykkur á fund leiðtoganna? „Maður varð auðvitað fyrir vonbrigðum. Manni brá líka að sjá valdamesta mann í heimi útá velli hagandi sér einsog á bítla- tónleikum. í samanburði við Gorbatsjoff var hann bara trúður. Það að hitta Raisu hefur náttúrulega áhrif á okkur, en samt. Manni finnst einsog friður og afvopnun sé bara til í kjaftin- um á Reagan því hann gerir aldrei neitt fyrir friðinn - þvert á móti. En það þýðir ekkert annað en vera bjartsýnn. Nú er bara að komast niður úr skýjunum og hella sér aftur útí baráttuna fyrir friði og afvopnun..." Föstudagur 17. október 1986 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.