Þjóðviljinn - 17.10.1986, Blaðsíða 14
Menningarsjóður Norðurlanda
Hlutverk Menningarsjóðs Norðurlanda er að stuðla að norrænni
samvinnu á sviði menningarmála. f þessum tilgangi veitir sjóðurinn
styrki til norrænna samstarfsverkefna á sviði vísinda, fræðslumála
og almennrar menningarstarfsemi.
Nánari upplýsingar um fyrirkomulag styrkveitinga úr sjóðnum eru
birtar í Lögbirtingablaðinu. Umsóknareyðublöð og frekari upplýs-
ingar má fá frá skrifstofu sjóðsins: Nordisk kulturfond, Nordisk
ministerráds sekretariat, St. Strandstræde 18, DK-1255 Köben-
havn K (sími: (1) 11 47 11), svo og í menntamálaráðuneytinu,
Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík.
Milliveggir
Raðveggir í íbúðina, skrifstofuna og lagerinn.
Fjalar hf.
Sími 96-41346
Söluskrifstofa Bíldshöfða 19, sími 672725.
Utboð
Óskað er tilboða vegna kaupa á eftirtöldum vöru-
flokkum árið 1987 vegna innkaupanefndar
sjúkrahúsa
Bleiur (dag-nætur-barna)
WC-pappír
Eldhúsrúllur
Miðaþurrkur
Pappír (rúllur) á skoðunarbekki
Útboðsgögn eru seld á skrifstofu vorri, Borgar-
túni 7, á kr. 300.- hver flokkur.
INNKAUPASTOFNUN RIKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006
Gólfefni
á íþróttahús
Tilboð óskast í lagningu íþróttagólfa í íþróttahús
íþróttakennaraskóla Islands, Laugarvatni og
íþróttamiðstöð á Húsavík.
Gólf á Laugarvatni eru um 1700 m2 og um 1520
m2 á Húsavík.
Verkunum skal að fullu lokið 15. febrúar 1987.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri gegn
5.000.- kr. skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð á sama stað föstudaginn 14.
nóvember 1986, kl. 14.00.
INNKAUPASTOFNUN RIKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006
Auglýsing
Viðskiparáðuneytið óskar að ráða ungling til
sendilsstarfa nú þegar.
Umsóknir sendist viðskiptaráðuneytinu Arnar-
hvoli fyrir 23. þ.m.
Viðskiptaráðuneytið, 13. október 1986.
Eiginkona mín og móðir okkar
Sigríður Gísladóttir
frá Stóra-Hrauni
lést að heimili sínu Hrauntungu 29 16. október.
Fyrir hönd ættingja
Per Krogh
Gísli Pétursson
Sólveig Pétursdóttir
Mikhaíl Gorbatsjof, sagði m.a. í sjónvarpsræðu sinni í Sovétríkjunum á þriðjudagskvöldið, að forysta Bandaríkjanna ætti
allt sitt undir hergagnaiðnaðinum, undirfjölmörgum auðhringum, sem hefðu gert vígbúnaðarkapphlaupið að viðskiptum.
Gorbatsjof í sovéska sjónvarpinu:
Skellum ekkí
hurðum, látum
ekki hugfallast
Vígbúnaðargróðinn er Þrándur í Götu
„Þessi fundur var stór-
viðburður. Það hefur
skapast annað ástand.
Enginn getur hegðað sér
eins og hann gerði fyrir
fundinn. Fundurinn var
gagnlegur. Hann var liður í
mögulegu skrefi fram á við,
til raunverulegra breytinga
tii hins betra, ef Bandaríkin
fara að lokum að taka raun-
hæfa afstöðu. Við látum
ekki hugfallast, við skellum
ekki hurðum...“
Á þessa leið m.a. dró Gorbat-
sjof saman niðurstöður Reykja-
víkurfundarins í ávarpi til so-
vésku þjóðarinnar sem hann
flutti í sovéska sjónvarpið í fyrra-
kvöld.
Geimvarnadeilan
Gorbatsjof rakti gang viðræðn-
anna skref fyrir skref og ítrekaði
það mat sitt, að Bandaríkjamenn
hefðu mætt svotil tómhentir til
leiks. Hann vék m.a. sérstaklega
að þeirri staðhæfingu Reagans,
að SDI (geimvamaáætlunin) væri
varnarkerfi sem frelsi Bandaríkj-
anna væri nauðsynlegt gegn
uppátækja einhverra brjálæð-
inga, eða undanbragða Sovét-
manna. Gorbatsjof spurði á
móti: „Hvers vegna þarf að
tryggja „frelsi Bandaríkja-
manna,“ og vina þeirra fyrir
kjarnorkueldflaugum Sovétríkj-
anna - þær verða ekki lengur til. “
(ef samið er um afvopnun eins og
á borðinu lá).
Þegar Reagan minntist á að
Bandaríkjamenn mundu láta So-
vétmönnum í té afnot af niður-
stöðum sínum af geimvarnarann-
sóknum þá kvaðst Gorbatsjof
hafa svarað á þessa leið:
„Ég tek þessa hugmynd yðar
ekki alvarlega herra forseti. Þér
vilduð ekki láta okkur í té upplýs-
ingar um olíubúnað ykkar, ekki
um búnað fyrir mjólkurbú og svo
dettur yður í hug að við trúum
loforðum um að við fáum aðgang
að geimvarnaráætluninni. Það
væri auðvitað „bandarísk bylting
númer tvö“ en byltingar eru
sjaldgæfar."
Yfirsjónir
Reagans
Gorbatsjof bar fram sína skýr-
ingu á framgöngu bandarísku
sendinefndarinnar í Reykjavík
og sagði þá m.a.: „Atriðið er að
forysta þessa mikla lands á allt
sitt undir hergagnaiðnaðinum,
undir fjölmörgum auðhringum,
sem hafa gert vígbúnaðarkapp-
hlaupið að viðskiptum og gróð-
auppsetningu, að lífsviðurværi
sínu.
Mér finnst að Bandaríkjamenn
geri tvær meginvillur í mati sínu á
ástandinu.
Önnur er taktísk. Þeir gera ráð
fyrir að Sovétríkin muni fyrr eða
síðar sætta sig við tilraunir til að
koma aftur á bandarísku einræði,'
muni samþykkja að takmarka og
fækka aðeins sovéskum vígbún-
aði. Gera það vegna þess að þau
hafi meiri áhuga á samningum
um vígbúnaðartakmarkanir en
Bandaríkin, að því er látið er
veðri vaka. En þetta er reginvilla.
Og það er best fyrir Bandaríkin
að losa sig sem fyrst við hana.
Hin villan er strategísk.
Bandaríkin ætla sér að þreyta So-
vétríkin í efnahagslegu tilliti með
því að koma á kapphlaupi á sviði
geimbúnaðar. Þeir vilja koma
okkur í sem flest vandræði, þará
meðal á félagslega sviðinu, hvað
lífskjör varðar, vilja vekja óá-
nægju meðal þjóðarinnar með
forystu landsins og stefnu henn-
ar. Þeir hafa einnig í huga að tak-
marka möguleika Sovétríkjanna í
efnahagslegu tilliti við hin sósíal-
ísku lönd og önnur lönd. Þeir
hafa ekki áhuga á því að skoða
gaumgæfilega þær breytingar,
sem eiga sér stað í landi okkar og
komast að viðeigandi niðurstöðu
fýrir sig og stefnu sína.
Þama er einnig fyrir hendi
önnur ósk. Það er að viðhalda
miklum vígbúnaði, halda áfram
spennunni í heiminum, og þarna
eru Bandaríkin að vonast til þess
að tryggja sér traust eftirlit með
bandamönnunum, halda áfram
að arðræna þjóðirnar í þróunar-
löndunum. Það er auðvitað erfitt
að sjá fyrir allar afleiðingar slíkr-
ar stefnu til langframa. En við
vitum nú þegar að hún gefur eng-
um neitt, getur ekki haft neitt já-
kvætt í för með sér. Ekki heldur
fyrir Bandaríkin.“
(ívitn. í texta frá APN)
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 17. október 1986