Þjóðviljinn - 17.10.1986, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 17.10.1986, Blaðsíða 9
Spurtum... ...Hannes Hólmstein Sigríður Dúna Kristmunds- dóttir hefur lagt fram tvær fyrir- spurnir til menntamálaráðherra um stöðu rannsóknalektors í sagnfræði við heimspekideild Hl Hún spyr hvert sé hlutverk rannsóknalektorsins, hvort hann hafi kennsluskydlu og/eða stjórn- unarskyldu og hvort vænta megi þess að stöður rannsóknalektors verði stofnaðar í öllum greinum sem kenndar eru við H.í. Þá spyr Sigríður Dúna hvaða forsendur ráðherra hafi lagt til grundvallar þegar hann setti í þessa stöðu og hvers vegna staðan hafi ekki ver- ið auglýst. ...vistunarvanda öryrkja Helgi Seljan spyr heilbrigðis- og tryggingaráðherra hvenær vænta megi tillagna frá stjórn- skipaðri nefnd um vistunarvanda þeirra öryrkja sem verst eru sett- ir. Þá spyr Helgi hvort ráðherra eða nefndin hafi einhverjar ákveðnar úrlausnir sem stefnt skuli að. ...starfsemi dagvistar- stofnana Svavar Gestsson og Guðrún Helgadóttir spyrja menntamála- ráðherra hve mörg börn komist að á dagvistarstofnunum í kaup- stöðum og kauptúnum landsins. Þau spyrja einnig hve mörg dag- vistarrými séu á hverja 100 íbúa á þessum stöðum, hve margar fóstrur séu þar starfandi og hversu margar fóstrur vanti til starfa á bamaheimilum að mati ráðuneytisins. Óskað er skrif- legra svara. ...launagreiðsiur stjórnarráðsins Guðrún Agnarsdóttir spyr fjármálaráðherra hvernig launa- greiðslum hafi verið háttað sl. þrjú ár til starfsmanna stjórnar- ráðsins. Hún spyr hve margir hafi fengið fastar yfirvinnugreiðslur, - hve margir greiðslu fyrir „unna yfirvinnu", - hve margir greiðslur fyrir sérstök verkefni auk yfir- vinnugreiðslna og loks hve marg- ir sem ekki fá greidda yfirvinnu hafi fengið greitt fyrir sérstök verkefni. Guðrún óskar eftir skrif- legu svari og þannig að fram komi kyn starfsmanna í hverju svari. ...umsóknir um húsnæðislán Hjörleifur Guttormsson spyr félagsmálaráöherra hve margar umsóknir hafi borist til Húsnæð- isstofnunar um ný húsnæðislán vegna nýbygginga og kaupa á eldra húsnæði, samtals og flokk- að eftir kjördæmum. ...ávöxtun orlofsfjár Karvel Pálmason spyr fé- lagsmálaráðherra hvort ríkis- sjóður hafi innt af hendi vaxta- greiðslur til orlofsdeildar Póst- gíróstofnunar síðasta orlofsár, hver upphæð greiðslunnar hafi verið og hvort ráðherra telji að stéttarfélög eigi að ávaxta orlofs- fé innan Póstgíróstofnunarinnar. Loks spyr Karvel hver sé að mati ráðherra rekstrargrundvöllur or- lofsdeildarinnar. ...opinberar fjársafnanir Helgi Seljan spyr dóms- málaráðherra hvernig sé háttað framkvæmd laga um opinberar fjársafnanir og hvaða reglur ráðuneytið hafi sett á grundvelli laganna. ÞJOÐMAL Góðærið til fólksins Svavar Gestsson í útvarpsumrœðum ígœr: „Það erfólkið sem hefur skapað góðærið ásamthagstœðum ytri skilyrðum -þráttfyrir ríkisstjórnina. Afhjúpum blekkinguna um hin dásamlegu ogfullkomnu lífskjör á íslandi. Styttum vinnutímann - fyrir sama kaup.“ Svavar: Framtíðin, börnin og uppbygging nýrra atvinnugreina er vanrækt í þágu skyndigróða verslunarinnar. Lágkúran er kórónuð með því að fella niður aðstoð við sveltandi þjóðir. „Við höfum búið við kaldan vetur markaðshyggjunnar á Is- landi í þrjú ár rúm. Þetta er áreiðanlega síðasta þingið sem ríkisstjórn Framsóknaríhaldsins fær að sitja, svo er stjórnar- skránni fyrir að þakka. Þess vegna má sjá vonina rætast í vor- inu sem kemur á móti okkur eftir áramótin. Sú von þarf að breytast í sigur gegn afturhaldsöflunum. Til að vonin verði að veruleika þarf hugsjón, eld, sem yljar og dugir í senn til þess að kveikja þræðina saman og þess að gefa orku fyrir framhaldið. Aðalverk- efni okkar er að skapa þannig skilyrði hér á landi að fólk vilji byggja þetta land og þeir sem hafa flúið utan komst heim á ný.“ Þannig lauk Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins ræðu sinni í gærkvöldi þegar út- varpað var og sjónvarpað um- ræðum um stefnuræðu forsætis- ráðherra. Svavar lagði í upphafi ræðu sinnar áherslu á það hversu lágt metnar hugsjónir og tilfinn- ingar eru í stjórnmálum samtím- ans, og varaði við afleiðingum þess. „í pólitík er talað um ískaldar og naktar staðreyndir en ekki heitar tilfinningar og tryggð við hugsjónir og málstað,“ sagði hann. „Þegar stjórnmálabaráttan verður hugsjónalaust valdapot, snýr almenningur baki við stjórnmálum. Þá er lýðræðið og þingræðið í hættu.“ Maðurinn verði í öndvegi, ekki markaðurinn. Svavar sagði að lítið hefði mið- að í átt til hins bjarta framtíðar- lands jafnréttis og lýðræðis á síð- ustu árum og því færi fjarri að sjálfstæði þjóðarinnar í efnahags- legu tilliti hefði styrkst, því er- lendar skuldir hefðu hækkað og herinn hefði þanið út umsvif sín. Samfélag jafnréttis og lýðræðis gætum við aðeins eignast með því að skipta jafnar því sem við öflum og leggja áherslu á að maðurinn sé í öndvegi, ekki markaðurinn. Enn miðar afturá bak, sagði Svavar og nefndi þrjú dæmi úr fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár: 20 miljónum á að verja til upp- byggingar barnaheimila á öllu landinu á næsta ári, en 40 miljón- um til að innrétta brennivínsbúð- ina í nýja Hagkaupshúsinu. Fjárfesting í almennum iðnaði dregst saman um 10% í ár en fjár- festing í verslun eykst um 10%. Fjárlagaliðurinn „Matvæla- og neyðaraðstoð“ er strikaður út í frumvarpi hæsta árs, en hann er í ár 4,8 miljónir króna. „Þessi þrjú dæmi nægja,“ sagði Svavar. „Framtíðin, bömin og uppbygging nýrra atvinnugreina er vanrækt í þágu skyndigróða verslunarinnar. Lágkúran er kór- ónuð með því að fella niður að- stoð við sveltandi þjóðir.“ Þrældómurinn metinn sem kauphækkun! Svavar benti á að í svartsýnni þjóðarspá er gert ráð fyrir því að þjóðartekjur aukist enn á næsta ári. „Að þær hafi aukist í lok næsta árs um 17 miijarða frá 1983 vegna hagstæðra ytri skilyrða, sem jafngildir 300 þúsund krón- um á hverja fjögurra manna fjöl- skyldu. Hefur þú fengið 300 þús- und krónur fyrir þína fjölskyldu fyrir sömu vinnu? Auðvitað ekki - og nú er gert ráð fyrir því að þrátt fyrir góðærið eigi kaupmátt- ur kauptaxta að lækka á næsta ári. Það kemur ekki til greina. Þeir halda því fram stjórnar- herrarnir að ráðstöfunartekjur heimilanna hafi aldrei verið meiri en nú. Þessa blekkingu verður að afhjúpa en stjórnarherrunum er greinilega sama hvaða þrældóm- ur liggur á bak við launin, sama hvemig fólkið dregur fram lífið. Hvernig fá þeir þessar tölur um hin dásamlegu fullkomnu lífskjör á íslandi?“ spurði Svavar. “Þeir reikna aukinn vinnuþrældóm fjölskyldnanna inn í þessar tölur, meðtalin er stóraukin vinna ung- linga á framhaldsskólastigi og aukinn vinnuþrældómur kvenna. Inni í þessum tölum eru líka auknar yfirborganir, sem aftur þýðir að launamunur í þjóðfé- laginu hefur aukist. Inni í þessum tölum er gert ráð fyrir því að þú hafir auknar tekjur af vöxtum. Þessar tölur eru markleysa og ósvífni, en heildartekjum þjóðar- búsins er ekki hægt að Ieyna. Við búum við óvenjulegt góðæri. Launamenn féllust á takmarkað kaup meðan syrti að í þjóðarbú- inu en þeir ætlast til þess að góð- ærinu verði skilað til fólksins!“ Snúum vörn í sókn „Alþýðubandalagið varð stær- sti andstöðuflokkur íhaldsins í kosningunum s.l. vor,“ sagði Svavar. „Alþýðubandalagið ætl- ar sér að verða ennþá sterkara í kosningunum til alþingis til þess að geta snúið vörn í sókn. Við ætlum að flytja góðærið til fólks- ins í landinu, fólkið hefur skapað góðærið ásamt hagstæðum ytri skilyrðum - þrátt fyrir ríkis- stjórnina. Þessu góðæri verður að skila til fólksins með því að sækja vald handa fólkinu, sem snýr öfu- gþróuninni tafarlaust við. Alþýðubandalagið mun leggja áherslu á þessi meginatriði og fylgja þeim fram til sigurs: Við viljum nýja stefnu í launamálum þar sem stærri hluti teknanna er inni í kauptöxtunum sjálfum en nú er, sérstaklega í bónusvinnu í fiskinum. Allir lægstu taxtarnir verða að hverfa. Þeir eru til skammar. Vinnutím- ann verður að stytta kerfisbundið - fyrir sömu laun. Uppeldis og umönnunarstörf verði metin að verðleikum í launakerfunum. Við viljum aðra stefnu í peninga- og vaxtamálum: Þak á raunvexti og takmörkun á útlán- um bankanna til eyðslugreina, en verslunin hefur nú jafnmikil lán úr bönkunum og allur sjávarút- vegurinn. Við viljum nýja byggðastefnu og sjálfstæðari byggðarlög, þar sem ákveðið er að ráðstafa stærri hluta verðmætanna en nú er um að ræða. Við höfnum miðstýr- ingu embættismannavalds. Við flytjum tillögur um nýja sókn í atvinnulífinu og sýnum fram á möguleika til þess að sækja milj- arða króna og skapa þúsundir nýrra starfa. Við viljum húsnæðiskerfi sem gerir öllum eignarhaldsformum jafnhátt undir höfði, viljum verja og bæta nýja húsnæðislánakerfið, bæta verkamannabústaðakerfið og opna fyrir búseturéttaríbúðir og leiguhúsnæði. Við viljum nýtt skattakerfi og munum leggja fram sérstakar til- lögur um það á þinginu í vetur. Markmiðið er einföldun, jöfnuð- ur og réttlæti. Við viljum skatt- leggja fjármagnstekjur, fækka frádráttarliðum, afnema frá- dráttafrumskóg fyrirtækjanna og flytja skattabyrðina yfir á stór- eignamenn og fyrirtæki, m.a. með hærri skattfrelsismörkum teknanna en nú er. Við viljum skattadómstól og skatteftirlit sem sinnir hákörlunum en hættir að eltast við fólkið með tíkallana. Við viljum samfellt lífeyris- kerfi og samræmd lífeyrisréttindi fyrir alla landsmenn, en höfnum valdaeinokun í lífeyrissjóðakerf- inu. Við viljum bæta almanna- tryggingakerfið og krefjumst réttinda handa húsmæðrum og þeim sem verða að annast börn, aldraða eða sjúka einstaklinga á heimilunum. Við viljum alhliða menningar- stefnu, þar sem fjölmiðlar bera á borð fyrir börnin gott efni en ekki afsiðandi, þar sem barnaheimili og skólar eru opnar og frjálsar uppeldisstofnanir, þar sem Há- skóli íslands er akademísk stofn- un á háu stigi, þar sem lánamál námsmanna eru leyst samkvæmt lögunum eins og þau voru ákveð- in af síðustu ríkisstjórn. Við höfnum algerlega kröfunum um okurlán handa námsmönnum, eins og Framsóknaríhaldið gerir nú að tillögu sinni. Alþýðubandalagið mun áfram verða trútt hugsjónum sínum um jafnrétti og lýðræði. Þeim hug- sjónum munum við fylgja fram til sigurs og treystum á stuðning þinn,“ sagði Svavar. Föstudagur 17. október 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.