Þjóðviljinn - 17.10.1986, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 17.10.1986, Blaðsíða 13
HEIMURINN Sovétríkin Afvopnunarmál í einum pakka Leiðtogafundurinn Reagan gagnrýndur fyrír stífni Prír fyrrum samninga- menn Bandaríkjamanna gagnrýna Reaganfyrir að afneita hugmyndum So- vétmanna um að hemja Stjörnustríðsáœtlunina Washington - Þrír fyrrum samningamenn Bandaríkja- manna um afvopnunarmál, bættust í fyrradag í hóp þeirra sem hafa gagnrýnt Reagan Bandaríkjaforseta harkalega fyrir frammistöðu hans á leiðtogafundinum í Reykjavík um síðustu helgi. Þessir þremenningar gagn- rýndu Reagan fyrir að afneita hugmyndum Sovétmanna um að hemja „Stjörnustnðsáætlunina" og hvöttu þeir Bandaríkjastjórn til að sýna meiri sveigjanleika varðandi þetta mál. Raymond Garthoff sem tók þátt í samning- um um Salt 1 samninginn, sagði að Reagan hefði misst af sögu- legu tækifæri. Hann sagði að ótti Sovétmanna við SDI væri skiljanalegur þar sem kerfið bæri með sér ýmsa möguleika til að verða árásarvopn. „Það væri hægt að nota leysigeisla til að kveikja í heilli borg,“ sagði Gart- hoff. Annar fyrrum samningamað- ur, John Rhinelander, sagði að Reagan vildi halda áfram að prófa SDI kerfið. Slíkt fæli í sér að nauðsynlegt væri að endur- nýja ABM samninginn svo- nefnda sem setur hömlur á varn- arkerfi. Gerrard Smith aðalsamninga- maður Bandaríkjamanna varð- andi ABM samninginn sem var undirritaður árið 1972, sagði að Reagan hefði átt að segja við Gorbatsjof að hann væri sam- mála öllum „pakkanum" og bætti við: „Við ættum að halda þessum samningaumleitunum áfram á réttum stað og það þýðir, af fólki sem veit hvað það er að tala um.“ Sovétríkinhafaopinberlegaleiðréttmisskilningumafstöðusínatil afvopnunarmála: Allt skal íeinn pakka. Annar leiðtogafundur ekki í náinniframtíð en Genfarviðrœður halda áfram Moskvu - Sovésk yfirvöld gerðu það Ijóst í gær að þau myndu ekki undirrita sam- komulag um meðaldrægar kjarnorkuflaugar ef þær væru undanþegnar sérstökum „pakka“ um afvopnunarmál. Það var Gennadí Gerasimof, talsmaður sovéska utanríkisráð- uneytisins sem tilkynnti þetta í gær til að leiðrétta misskilning sem kom fram eftir að helsti samningamaður Sovétríkjanna í afvopnunarmálum, Viktor Karp- of, hafði gefið yfirlýsingar um þetta mál sem virtust stangast á við yfirlýsingar Mikhafl Gorbat- sjofs, leiðtoga Sovétríkjanna. Gerasimof sagði í gær að so- vésk yfirvöld væru tilbúin til við- ræðna við Bandaríkin um með- aldrægar kjarnorkuflaugar sem málefni ótengt langdrægum kjarnorkuflaugum eða geim- vopnum. Gerasímof áréttaði hins vegar að þegar litið væri á af- vopnunarmál í heild yrði að skrifa undir samning um þau í einni heild. „Við nálgumst nú þetta viðfangsefni sem heild — þ.e. samsetta heild,“ sagði hann á fréttamannafundi í Moskvu í gær. Gerasímof sagði að það væri aftur undir sérfræðingunum í af- vopnunarviðræðunum komið að vinna að nákvæmri samningsgerð um meðaldrægar kjarnorku- flaugar sem síðan yrði hluti af stærra samkomulagi. „Látum sérfræðingana, og þetta held ég að Karpof hafi meint, um að vinna að samkomulagi um að eyða meðaldrægaum kjarnorku- flaugum. Látum þá um þetta. En við getum ekki skipt þessum pakka upp í marga hluta,“ sagði Gerasimof. Hann sagði að misskilningur- inn hefði komið upp vegna þess að „vestræna fjölmiðla skortir þekkingu á átökum andstæðna," eins og Gerasimof orðaði það. Hann sagði að Sovétríkin hefðu dregið mjög í land í Reykjavíkur- viðræðunum til þess að komast áleiðis í afvopnunarviðræðunum. „Sá pakki (sem Sovétmenn buðu) var samsett heild,“ sagði hann. „En aftur á móti höfum við engar áætlanir um að hætta samn- ingaviðræðum í Genf um með- aldrægar og langdrægar kjarn- orkuflaugar.“ Gerasimof sagði líka að leið- togar Sovétríkjanna og Banda- ríkjanna myndu ekki hittast í ná- lægri framtíð. Hann sagði að við- ræðurnar í Reykjavík hefðu orð- ið svo heitar að umræður um næsta leiðtogafund, mögulega á þessu ári, hefðu gleymst. Bókmenntaverðlaun Nóbels Fyrsti Wole Soyinka frá Nígeríu varð fyrsti rithöfundur Afríku og fyrsti blökkumaðurinn sem fær bókmenntaverðlaun No- bels. Soyinka var staddur í París þegar fréttist af úthlutun- inni barst honum og lét í Ijós gleði sína yfir því, að með verðlaununum hlyti menning og hefðir Afríku viðurkenn- ingu, sem evrópsk menning hefði lengi látið á standa. Mikill fögnuður varð í heima- landi höfundar, Nígeríu, þegar fréttin barst þangað, en Wole So- yinka, sem er vinstrisinni og bar- áttumaður fyrir mannréttindum, hefur lengst af verið upp á kant við stjórnvöld í landi sínu. Hann sat í fangelsi um tveggja ára skeið eftir að reyna að miðla málum í Biafrastríðinu í Nígeríu (1967- 1970) og hann fór af sjálfsdáðun í útlegð á árunum 1972-1976. Wole Soyinka er einn þeirra af- rísku höfunda sem skrifa á máli nýlenduveldis (ensku) en beita tungunni á djarfan og sérstæðan hátt með þeim hætti, að hinn afr- íski arfur hljómar jafnan í gegn. Sjálfur er hann af Jorúba-þjóð. f forsendum Sænsku akademí- unnar fyrir verðlaunaveitingunni segir m.a. að hinn nígeríski höf- undur skáldsagna og leikrita „lýsi drama tilverunnar í breiðu menn- afríski rithöfundurinn Wole Soyinka: Ég finn lyktina af sæði afturhaldsins mörgum árum áður en þjóðinni er nauðgað... ingarlegu samhengi og með sterkum ljóðrænum hljómi." Rit- ari Akademíunnar neitar að ver- ið sé að heiðra afríska menningu með verðlaununum - Wole Soy- inka hafi blátt áfram til þeirra unnið með bókmenntalegum af- rekum sínum. Fangelsisvist Soyinka meðan á stóð Biafrastríðinu hefur mjög mótað ritferil hans. Skáldsaga hans „Maðurinn dó“ fjallar um þennan tíma, en þar lætur hann m.a. uppi svofellda pólitíska trú- arjátningu: „Manneskjan deyr í öllum þeim sem þegja andspænis harðstjórn." Wole Soyinka er fæddur árið 1934. Hann stundaði nám í Iba- dan í landi Jerúba, sem er norðurhluti Nígeríu, og síðar við háskólann í Leeds í Bretlandi. Þar lauk hann prófi í enskum bókmenntun og tungu árið 1958 og starfaði síðan í nær tvö ár við Royal Court leikhúsið í London. Hann sneri heim til Nígeríu og hóf kennslu við háskóla í Ibadan, Lagos og Ife. Fyrr á þessu ári sagði þessi hlédrægi maður lausu prófessorsstarfi sínu við há- skólann í Ife, sem er andleg mið- stöð Jorúbmanna, á þeim for- sendum að hann væri orðinn leiður á argaþrasi milli háskóla- deilda. Soyinka hefur skrifað ljóð, leikrit sem þykja með mögnuð- ustu ljóðrænu leikverkum á enska tungu, skáldsögur og fleira. Hann hefur hvað eftir ann- að látið að sér kveða í stjórnmálum. Hann vill ekki láta festa á sig pólitískan merkimiða, en hann hefur helgað kvæðasafn Samora Machel, sem er forseti Mosambík, sem venjulega er marxisti kallaður. Wole Soyinka telst til ókreddubundinnar afrí- skrar róttækni, hann hefur í leikverkum sínum og víðar gagnrýnt harðlega þann arf, sem nýlenduveldin skildu eftir í Afr- íku, en hann hefur heldur ekki hlíft afrískum valdhöfum sem hafa troðið mannréttindi undir fótum sér. Hann kveðst hafa sérs- taka ábyrgð sem rithöfundur vegna þess að „ég finn lyktina af sæði afturhaldsins mörgum árum áður en það nauðgar heilum þjóðum." Wole Soyinka tók beinan þátt í stjórnmálum þegar hann veitti vinstrisinnuðum flokki, Frelsun fólksins, lið sitt árið 1980. Sá flokkur var bannaður þegar her- foringjar tóku völdin í Nígeríu árið 1983. Sama ár gerði hann ádeilukvikmynd um ástandið í Nígeríu, „Blues for the Prodig- al,“ sem valdhafar tóku í sína vörslu og skiluðu aftur mjög klipptri. ÁB Hagfrœðinóbel Tengsl efhahagsmála Grikkland/Aþena og stjómmála Kommúnistar hafa hætt stuðningi við Pasok Högg í andlitið fyrir Pasok, flokk Andreas Papandreous. Pasok mun líklega missa meirihluta sinn í borgarstjórn Aþenu á sunnudaginn Aþenu - Helsti kommúnista- flokkur Grikklands, KKE, dró í fyrrakvöld til baka stuðning sinn við Pasok flokkinn í Aþenu, ríkisstjórnarflokkinn sem Andreas Papandreou leiðir. Nú þykir nær ómögulegt að Pasok vinni forkosningar til borgarstjórnar í höfuðborg- inni komandi sunnudag. Pasok flokkurinn hefur reitt sig á stuðning kommúnista í fyrri kosningum og talsmaður Pasok lýsti yfir undrun flokksmanna sinna yfir tilkynningu KKE. Pas- ok vann aðeins 29,18 % atkvæð- amagnsins í Aþenu í fyrstu lotu bæjar- og sveitarstjórnarkosn- inga síðasta sunnudag. Stjórnar- andstöðuflokkurinn, Nýi Lýð- ræðisflokkurinn, fékk hins vegar 44,62 % atkvæða í Aþenu. Þar sem hvorugur flokkurinn fékk hreinan meirihluta verða fram- haldskosningar á næsta sunnu- dag. KKE fékk 17,60 % atkvæða og hefðu kommúnistar lýst yfir stuðningi við Pasok nú, eins og þeir gerðu í þessum kosningum 1982, hefði flokkur Papandreous unnið sigur. Kommúnistar sögðu í yfirlýsingu sinni í fyrrakvöld að þeir myndu styðja Pasok í kosn- ingum annars staðar í landinu ef hann styddi frambjóðendur kommúnista. KKE sagðist hafa ákveðið að styðja Pasok ekki í Aþenu þar sem Pasok hefði neit- að að samþykkja tillögur KKE um breytingar á kosningalögum svo þeir fengju betra hlutfall at- kvæðamagns á gríska þinginu. Þá hafa kommúnistar einnig gagn- rýnt Pasok flokkinn fyrir aðhald- saðgerðir þær sem ríkisstjórnin kynnti fyrir ári síðan en þar eru meðal annars ákvæði um fryst- ingu launahækkana í landinu. Ekki er talið líklegt að þessi ákvörðun kommúnista hafi slæm áhrif á Pasok flokkinn á lands- mælikvarða en það að missa meirihluta í Aþenu líta Pasok menn á sem högg í andlitið. Þá er ekki talið ólíklegt að stjórnarand- staðan muni nú þrýsta á um kosn- ingar hið fyrsta en þær eiga ekki að verða fyrr en árið 1989. Stokkhólmi - James Buchanan, prófessor í hagfræði við Ge- orge Mason háskólann í Virg- iníu í Bandaríkjunum, fær Nó- beisverðlaunin í hagfræði í ár og 8 milljónir íslenskra króna að auki, fyrir að sýna fram á tengslin miili stjórnmálalegra ákvarðana og efnahagsþróun- ar þjóða. Buchanan er einn af leiðandi hagfræðingum innan hins svo- nefnda „skóla um val almenn- ings“ (Public choice school). Hagfræðingar þessa skóla hafa reynt að sýna fram á að þær regl- ur sem stjórnmálamenn vinna eftir hafa bein áhrif efnahagsmál og þróun þeirra meðal þjóða heims. Reuter fréttastofan hefur eftir heimildum meðal hagfræðinga að þrátt fyrir að verk Buchanans séu á pólitískum nótum, teljist verð- launaveitingin ekki umdeild þar eð Buchanan haldi sig ákveðið við kenningar. Sumir fræðimenn telja verk Buchanans hægrisinn- uð pólitískt séð en meirihluti þeirra fræðimanna sem Reuter hafði samband við telja verk hans „frumleg en ekki mjög umdeilan- leg“. Föstudagur 17. október 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.