Þjóðviljinn - 17.10.1986, Blaðsíða 15
IÞROTTIR
Handbolti
Svisslendingar
ekki bjartsýnir
Ekki reiknað með að St. Othmar eigi mikla
möguleika gegn Víkingum
Svissiendingar eru ekki bjart-
sýnir á gengi St. Othmar gegn
Víkingum í Evrópukeppni
meistaraliða í handknattleik.
A.m.k. kemur það fram í blaðinu
Sport sem fjallar um mótherja
svissnesku liðanna í Evrópu-
mótunum.
Fimm lið frá Sviss leika í 2. um-
ferð, karla og kvenna, og tvö eru
talin eiga raunhæfa möguleika -
BSV Bern í IHF-keppninni gegn
Sittardia frá Hollandi og ATV
Basel í meistarakeppni kvenna,
gegn Ookmer frá Hollandi.
Andstæðingar hinna þriggja
eru taldir mjög sterkir, Víkingar,
Tecnisa Alicante frá Spáni sem
leikur við Amicitia í keppni bik-
arhafa og sænska kvennaliðið
Kristján Jónsson.
Tyresö. Sagt er að í liði Víkinga
séu fjórir leikmenn úr HM-liði fs-
lands og greinilegt er að Sviss-
lendingar búast ekki við míklu af
St. Othmar.
St. Othmar hefur unnið tvo
leiki en tapað einum í svissnesku
1. deildinni í vetur. Tapið var
gegn Amicitia, 17-18, á heima-
velli en þessi lið háðu einvígi um
meistaratitilinn í fyrra og St. Ot-
hmar „stal“ honum í síðustu um-
ferð. St. Othmar komst áfram í
Evrópukeppninni á kostnað
Herschi Geleen frá Hollandi,
sem mættu FH fyrir tveimur
árum. St. Othmar vann fyrri
leikinn, í Hollandi, 23-15 en tap-
aði síðan heimaleiknum 20-21.
-VS
Knattspyrna
Kristján
í Fram?
Líkur cru á að Kristján Jónsson
landsliðsmaður úr Þrótti gangi til liðs
við Islandsmeistara Fram fyrir næsta
keppnistímabil.
„Eg hef hug á að leika í 1. deild
næsta sumar og Fram kemur sterk-
lega til greina. En ég hef ekki tekið
neina cndanlega ákvörðun ennþá,“
sagði Kristján í samtali við Þjóðvilj-
ann í gær. Hann á 9 A-Iandsleiki að
baki, þar af 3 á þessu ári.
-VS
Knattspyrna
ttalir unnu fyni
ítalir sigruðu Spánverja 2-1 í
fyrri úrslitaleik Evrópukeppni
landsliða undir 21 árs sem fram
fór í Róm í fyrrakvöld. Ramon
Caldere kom Spánverjum yfir en
Gianluca Valli og Giuseppe Gi-
annini tryggðu ítölum sigur.
Síðari leikurinn fer fram í Valla-
dolid á Spáni eftir hálfan mánuð.
Eins og menn muna börðust
Spánn og ísland um sigur í sínum
riðli undankeppninnar og Spán-
verjar unnu báða leikina naum-
lega, 1-0. -VS/Reuter
Jón Kr. Gíslason, ÍBK, og Þor-
valdur Geirsson, Fram, voru í eldlín-
unni í gaerkvöldi og Jón hafði öllu bet-
ur.
Keflavík 16. október
ÍBK-Fram 86-46 (41-29)
4-9, 13-20, 21-20, 25-29, 41-29 -
49-33, 63-37, 70-40, 79-44, 86-46.
Stlg ÍBK: Guðjón Skúlason 19, Sig-
urður Ingimundarson 15, Jón Kr.
Gíslason 15, Hreinn Þorkelsson 11,
Falur Harðarson 8, Gylfi Þorkelsson 6,
Ólafur Gottskálksson 4, Matti Ó. Stef-
ánsson 4, Ingólfur Haraldsson 2,
Skarphéðinn Héðinsson 2.
Stig Fram: Þorvaldur Geirsson 14,
Jón Júlíusson 11, Ómar Þráinsson 9,
Jóhann Bjarnason 9, Guðbrandur Lár-
usson 3.
Dómarar: Ómar Scheving og
Kristbjörn Albertsson - góðir.
Maöur leiksins: Guðjón Skúlason,
IBK.
Grindavík
Jón Örn
hetja ÍR
ÍR-ingar sluppu með skrekkinn í
gærkvöldi þegar þeir sigruðu UMFG
71-70 í 1. deildinni í körfuknattleik í
Grindavík í gærkvöldi. Leikurinn var
hnífjafn allan tímann, heimamenn 36-
34 yfir í hléi, og Jón Orn Guðmunds-
son skoraði sigurkörfu ÍR rétt fyrir
leikslok.
Jón Örn gerði 6 síðustu stig ÍR í
leiknum og skoraði 20 alls en Vignir
Hilmarsson 10. Hjá UMFG var
Hjálmar Hallgrímsson stigahæstur
með 17 stig en Guðmundur Bragason
gerði 16.
ÍR hefur 6 stig eftir 4 leiki, Þór 2
stig eftir 1 leik, UMFG 2 eftir 2 leiki
en ÍS, Breiðablik og Tindastóll hafa
öll leikið einn leik og tapað.
-VS
Úrvalsdeildin
Fjörtíu stiga
sigur ÍBK!
Fram skoraði 17 íseinni hálfleik
Það tók Keflvíkinga megnið af fyrri
hálfleik að ná undirtökunum í
leiknum við nýliða Fram í úrvals-
deildinni í körfuknattleik í gærkvöldi.
En eftir að þeir höfðu skorað síðustu
16 stig fyrri hálfleiksins voru úrslitin
ráðin. Forysta ÍBK óx jafnt og þétt í
síðari hálfleik, mótspyrnan varð sí-
fellt minni og minni og í lokin munaði
40 stigum, 86-46.
„ Við höfum misst þá litlu æfingaað-
stöðu sem við höfðum og höfum nán-
ast ekkert getað æft í hálfan mánuð.
Við slíkar aðstæður er lítið hægt að
gera,“ sagði Birgir Guðbjörnsson
þjálfari Fram. Hans menn höfðu ekki
úthald til að halda í við Keflvíkinga -
Þorvaldur Geirsson og Ómar Þráins-
son voru nánast tveir um að reyna að
standa uppi í hárinu á þeim og þeir
félagar náðu reyndar fjölmörgum frá-
köstum. En hittnin var engin eins og
stigaskorið sýnir.
Guðjón Skúlason var besti maður
IBK og skoraði m.a. fjórar 3ja stiga
körfur, þaraf þrjár í röð. Hreinn og
Jón Kr. voru drjúgir og Ólafur Gott-
skálksson var harðastur í fráköstun-
um.
-SÓM/Suðurnesjum
Staðan
f úrvalsdeildinni í körfuknattleik:
UMFN.................2 2 0 162-125 4
Valur................1 1 0 61-50 2
Haukar...............2 1 1 141-135 2
IBK..................2 1 1 136-107 2
KR................1 0 0 1 67-89 0
Fram..............2 0 0 2 108-169 0
Haukar-KR leika kl. 14. á laugar-
dag og Valur-UMFN kl. 20 á sunnu-
dagskvöld.
England
Metaðsókn hjá
Tottenham?
Beðið með óþreyju eftirfyrsta heimaleik
hins belgíska Claesens
Það er reiknað með mesta
áhorfendafjölda á White Hart
Lane, heimavelli Tottenham, í
taep tvö ár þegar Sheffleld We-
dnesday, lið Sigurðar Jónssonar,
kemur þangað í heimsókn á
morgun. Tvennt kemur til, Tott-
enham er að nálgast toppinn í 1.
deild ensku knattspyrnunnar
eftir góð úrslit undanfarið - og
það sem vegur þyngra er að Nico
Claesen, belgíski landsliðsmið-
herjinn, lcikur þarna sinn fyrsta
heimaleik með Tottenham.
Claesen var keyptur frá Stand-
ard Liege fyrir 600 þúsund pund
fyrir skömmu og átti góðan leik
um síðustu helgi þegar Totten-
ham lagði Liverpool að velli á
Anfield Road. Hann skoraði
mark sem dæmt var af og búist er
við miklu af honum, ekki síst þar
sem hann var markahæsti leik-
maður Belga í heimsmeistara-
keppninni í Mexíkó. Búist er við
áhorfendur á heimaleik Totten-
ham fari í fyrsta sinn yfir 30 þús-
und á þessu keppnistímabili en
met í fyrra var rúm 33 þúsund í
leikjum við West Ham og Arse-
nal. En tæplega verður uppselt,
48 þúsund, eins og síðast átti sér
stað vorið 1985 þegar Everton
kom í heimsókn.
-VS/Reuter
Ólympíuleikar
Kosið umborgir í dag
Flestir tefla fram frœgum fulltrúum. Gífurlegum fjármunum hefur verið varið íkynningar.
Góð fjárfesting hvernig sem allt endar
í 13 borgum, þar af 11 evr-
ópskum, ríkir mikil spenna í dag.
Atkvæðagreiðsla Alþjóða
Ólympíunefndarinnar um hvar
halda skal sumar- og vetrarleik-
ana árið 1992 fer fram í Lausanne
í Sviss í dag og til hennar mæta 89
af 90 meðlimum nefndarinnar, en
einn situr í fangelsi! Spennan er
þó ekki öll tilkomin af íþrótta-
áhuga, allir umsækjendurnir
bíða milli vonar og ótta þar sem
þeir hafa kostað til geysilegum
fjárhæðum í kynningar á um-
sóknum sínum.
Sex borgir hafa sótt um sumar-
leikana og tefla fimm þeirra fram
frægum fulltrúum í Lausanne í
dag:
Barcelona á Spáni er talin lík-
legasta borgin af þessum sex.
Fulltrúar hennar verða Pasqual
Maragall borgarstjóri og Felipe
Gonzalez, forsætisráðherra
Spánar.
París, höfuðborg Frakklands,
þykir einnig líkleg. Sjálfur Jacqu-
es Chirac, forsætisráðherra Fra-
kklands og borgarstjóri Parísar,
verður í Lausanne. Með honum
mætir Guy Drut, ólympíu-
meistari í grindahlaupi 1976.
Brisbane í Ástralíu teflir fram
glæsilegasta fulltrúanum - borg-
arstjóranum Sally Atkinson, og
með henni er Herb Elliott, ólym-
píumeistari í 1500 m hlaupi 1960.
Birmingham, enska iðnaðar-
borgin, sendir þrjár íþrótta-
stjörnur. Sebastian Coe, hlaup-
arann heimsfræga, Tessu Sander-
son sem er ólympíumeistari í
spjótkasti kvenna og síðast en
ekki síst Bobby Charlton, ein-
hvern frægasta knattspyrnumann
í heimi fyrr og síðar.
Amsterdam í Hollandi sendir
knattspyrnusnillinginn Johan
Cruyff og Fanny Blankers-Koen
sem varð fjórfaldur ólympíu-
meistari 1948. Með þeim í för er
forsætisráðherra Hollands, Ruud
Lubbers.
Belgrad í Júgóslavíu er með
látlausustu fulltrúana en enginn
þeirra er þekktur utan heima-
lands síns.
Enginn á að hagnast á að halda
leikana, samkvæmt hinni ólym-
písku hugsjón. Þrátt fyrir það sat
Los Angeles uppi með um 215
miljónir dollara, rúma 8 miljarða
ísl. kr., í gróða eftir sumarleikana
1984. Það eru aðallega tekjur af
sölu á sjónvarpsréttindum og
auglýsingum sem mala gull fyrir
gestgjafana. Þetta er ástæðan
fyrir stórauknum áhuga á leikun-
um en fyrir sumarleikana 1984
var Los Ángeles eini umsækjand-
inn.
Ekki er um jafnstórar fúlgur að
tefla fyrir þá sem halda vetrar-
leikana, enda eru þeir mun
smærri í sniðum en sumarleikarn-
ir. Það gerir minni bæjum kleift
að blanda sér í slaginn og alls eru
sjö á höttunum eftir vetrarleikun-
um 1992. Það eru Falun í Sví-
þjóð, Lillehammer í Noregi,
Berchtesgaden í V.Þýskalandi,
Cortina á Ítalíu, Albertville í
Frakklandi, Anchorage í Banda-
nkjunum (Alaska) og Sofia í
Búlgaríu.
Þessir sjö bæir kynntu sig fyrir
Ólympíunefndinni í gær. Falun
og Albertville voru fyrirfram
taldir líklegustu kandídatarnir en
þóttu ekki standa sig vel í kynn-
ingunni. Berchtesgaden og Cort-
ina þóttu sækja á en ekki er
reiknað með að Anchorage, Lill-
ehammer og Sofia eigi mikla
möguleika þrátt fyrir jákvæða
kynningu.
Það er öllum umsækjendunum
sameiginlegt að þeir hafa notað
miljónir króna til að koma nafni
sínu á framfæri, og til að kynna
sig fyrir meðlimum Alþjóða Ól-
ympíunefndarinnar. Állir eru
þeir þó fullvissir um að fé og fyrir-
höfn sé ekki kastað á glæ þó þeir
verði ekki fyrir valinu, heldur sé
þetta góð fjárfesting. Nafn þeirra
er komið á landakortið.
-BP/Noregi/V S/Reuter