Þjóðviljinn - 17.10.1986, Blaðsíða 5
Fjölmiðlun
Reykjavíkurfundurinn
í heimspressunni
Hvernig bandarísku vikublöðin Time ogNewsweek segja frá
leiðtogafundinum og viðtökum á Islandi
Mikhaíl Gorbatsjof, sagði m.a. í sjónvarpsræðu sinni í Sovétríkjunum á þriðjudagskvöldið, að forysta Bandaríkjanna ætti
allt sitt undir hergagnaiðnaðinum, undir fjölmörgum auðhringum, sem hefðu gert vígbúnaðarkapphlaupið að viðskiptum.
mm ORFRETTIRn
Mánudagsmyndir
alla daga
Fimmtudaginn 16. október
hefjast sýningar á „Mánudags-
myndum alla daga“ sem mikilla
vinsælda hafa notið.
Að þessu sinni verður það
myndasyrpa eftir meistara Hit-
chcock sem fyrst verður sýnd. Er
hér um að ræða myndir fram-
leiddar á tímabilinu 1935-1940.
Alfred Hitchcock var tvímæla-
laust í hópi frumlegustu og
fremstu kvikmyndaleikstjóra
sakamálamyndanna. Hann þró-
aði og fullícomnaði tækni kvik-
myndagerðar og fór ótroðnar
slóðir.
Myndirnir sem sýndar verða
eru í hópi þeirra mynda sem
gerðu hann heimsfrægan. Bera
þær það glögglega með sér að þær
eru gerðar skömmu fyrir seinni
heimsstyrjöldina, eða stuttu eftir
að hún hefst. Allar hafa þær það
sameiginlegt að vera afar spenn-
andi og framúrskarandi vel gerð-
ar.
Eftirfarandi myndir verða
sýndar.
Þrjátíu og níu þrep. The
Thirty-Nine Steps (1935). Aðal-
hlutverk Robert Donant og
Madaleine Carrol. Skemmdar-
verk. Sabotage (1937). Aðalhlut-
verk Sylvia Sydney og Oscar
Homolka. Kona hverfur. The
Lady Vanishes (1938). Aðalhlut-
verk Margaret Lockwood og
Michael Redgrave. Fréttaritar-
inn. Foreign Correspondent
(1940). Aðalhlutverk Joel
McCrea og Laraine Day. Áætlað
er að hver mynd verði sýnd í 7-10
daga.
Djöflaeyjan í kilju
Mál og menning hefur sent frá
sér nýja kiljuútgáfu af skáldsögu
Einars Kárasonar, Þar sem djöfl-
aeyjan rís. Þessi bók kom fyrst út
haustið 1983, og hlaut þá góðar
viðtökur. í fyrra var hún endurút-
gefin sem kilja, og er sú útgáfa
uppseld. Þriðja útgáfa bókarinn-
ar er gerð í tíu þúsund eintökum,
sem líklega er eitt stærsta upplag
sem prentað hefur verið í einu af
íslenskri skáldsögu. Helmingur
upplagsins er ætlaður Uglunni -
Islenska kiljuklúbbnum, þar sem
hún verður aukabók með þriðja
pakka klúbbsins, en afgangur
upplagsins er ætlaður skólum og
til sölu á almennum markaði.
Sögusvið Djöflaeyjunnar er
Reykjavík sjötta áratugarins,
með „Thulekampinn“ og skraut-
lega íbúa hans í miðdepli. Sú ný-
breytni var tekin upp við þessa
útgáfu að í hana var aukið 16
blaðsíðum af ljósmyndum frá
Reykjavfk sögutímans, og eru
það flest myndir frá braggahverf-
um, sem nú eru horfin með öllu.
Þar sem djöflaeyjan rís er 224
blaðsíður að stærð í kiljubroti og
prentuð í Danmörku. Kápu gerði
Guðjón Ketilsson.
Berkofsky
styrkir tonleikahus
Næstkomandi sunnudag, 19.
október, mun Martin Berkofsky,
píanóleikari, halda tónleika í
Boston og mun ágóði þeirra
renna til styrktar byggingu tón-
leikahúss á íslandi. Á efnis-
skránni er eingöngu tónlist eftir
Franz Liszt.
Þrír aðilar standa að þessum
tónleikum: Hungarian Society í
Massachusetts, Austrian-Am-
erican Association og Harvard
Department of Germanic and
Scandinavian Language and Lit-
erature.
Heiðursgestir á tónleikunum
verða Marshall og Pamela Bre-
ment, fyrrverandi sendiherra-
hjón Bandaríkjanna í Reykjavík,
auk fulltrúa sendiráða Norður-
landanna.
Martin Berkofsky hefur sýnt
þessu máli mikinn áhuga og hald-
ið styrktartónleika hér heima, og
ennfremur rennur ágóði af sölu
hljómpltöu hans til byggingarinn-
ar.
Þá hafa bandarísku viku-
ritin Times og Newsweek
borist í hús með umfjöliun
blaðamanna sinna um
leiðtogafundinn í Reykja-
vík. Times er öllu rausnar-
legra í umfjöllun sinni og
vertil hennar 11 blaðsíðum
en Newsweek ekki nema 7.
Newsweek birtir 3 greinar um
leiðtogafundinn og komast höf-
undar aðalgreinarinnar að þeirri
niðurstöðu að árangur fundarins
hafi verið áfall fyrir samskipti
stórveldanna. Harðlínumenn í
báðum löndum geti unað glaðir
við sitt en niðurstaðan muni
vekja vonbrigði meðal banda-
lagsríkjanna í Evrópu og vekja
upp harðari gagnrýni í Banda-
ríkjunum á geimvarnaáætlun
Bandaríkjastjórnar.
í opna skjöldu
í lýsingu blaðsins á tilboðum
Sovétmanna á fundinum kemur
fram að tilslakanir þeirra hafi
komið þeim Reagan og Shultz í
opna skjöldu, og blaðamenn hafa
það eftir Reagan að afloknum
fundi að Gorbatsjof hafi haft
„meiri pappírsgögn" með sér til
fundarins en hann sjálfur.
Greinarhöfundar segja að í því
áróðursstríði sem óhjákvæmilega
muni fylgja í kjölfar fundarins
standi Reagan höllum fæti
gagnvart almenningsálitinu í
heiminum: sá niðurskurður
vopna sem stóð til boða hefði gef-
ið heiminum öruggara yfirbragð
og nú þurfi Reagan að takast á
við það erfiða verkefni að skýra
út fyrir heimsbyggðinni hvers
vegna fullskapað geimvarnar-
kerfi muni auka á friðarhorfur í
framtíðinni. Greinarhöfundar
segja í lokin að engu að síður hafi
fundurinn leitt til þess að báðir
aðilar hafi fengið að sjá spilin á
hendi mótleikarans, og þótt slíkt
þætti ekki góður siður í póker-
spili, þá sé það nauðsynlegt til
þess að binda enda á það valda-
tafl sem enginn getur unnið.
Evrópa
og stórveldin
Newsweek ver síðan heilli síðu
í að lýsa leiðtogafundinum út frá
sjónarhóli Evrópuríkja í austri og
vestri. Segir greinarhöfundur að
sjá megi ýmsa bresti í því skipu-
lagi sem ríkt hafi frá lokum síðari
heimsstyrjaldarinnar, þar sem
Evrópuríkin hafa lagt öryggismál
sín svo til einvörðungu í hendur
valdhafanna í Washington og
Moskvu. Greinarhöfundur
kemst að þeirri skynsamlegu
niðurstöðu að seint muni miða í
samkomulagsátt um öryggismál
Evrópuríkja meðan þessi ríki fá
ekki að taka þátt í samningavið-
ræðum. Þriðja greinin í
Newsweek fjallar um vandamál
gyðinga í Sovétríkjunum. Þrátt
fyrir alla tilburði Ferðamálaráðs
og Útflutningsmiðstöðvar iðnað-
arins lætur blaðið að engu getið
um ytri umgerð fundarins.
Hófí og hestamenn
Annað er hins vegar uppi á ten-
ingnum hjá Time, þar sem blaða-
menn hafa látið freistast af feg-
urðardrottningunni Hófí og ís-
lenskum hestamönnum og sjálfs-
bjargarviðleitni eyjarskeggja við
að framleiða og pranga minja-
gripum inn á fréttamenn og aðra
þátttakendur í þessu óvænta
stefnumóti á norðurslóðum.
Forystugreinin er hins vegar
heimspekileg útlistun á endur-
teknum leiðtogafundum stór-
veldanna um takmörkun vopna,
þar sem umræðuefnið sé frekar
sjúkdómseinkenni en orsök
þeirra átaka sem staðið hafi milli
stórveldanna. Hér áður fyrr hafi
leiðtogafundir venjulega fjallað
um djúpstæðari pólitísk stefnu-
mál á meðan vopnin hafi legið á
hillunni. Greinarhöfundur segir
að samband stórveldanna sé
þverstæðukennt og eigi sér ekki
sögulega hliðstæðu, því hin
ósættanlegu viðhorf þeirra komi í
veg fyrir að þau geti samið um
raunverulegan frið og hið
ógnvekjandi vopnabúr þeirra
komi í veg fyrir að þau geti háð
eiginlegt stríð.
Stórveldin hafi því komist upp
á lagið með það að nota vopnin
sér til pólitísks framdráttar og til
þess að koma í veg fyrir stórstyrj-
öld um leið. Höfundur greinar-
innar virðist greinilega óttast
kjarnorkuvopnalausa framtíð.
Þingvellir og Höfði
Annar greinarhöfundur, Ro-
ger Rosenblatt, segir frá för sinni
til Þingvalla á úrsvölum
haustdegi og sú spurning gerist
honum æ áleitnari, hvað hann sé
að gera hér? Hér réðu íslenskir
höfðingjar málum sínum fyrir
meira en 1000 árum síðan með
það að leiðarljósi að lög skyldu
haldin og jafnvægi ríkja í sam-
skiptum manna. Og höfundi
verður á að líkja leiðtogafundin-
um í Höfða við marga þá sáttar-
gjörð sem sagt er frá í Njálu eða
Hrafnkelssögu. En þrátt fyrir allt
getur hann ekki séð ryðguð spjót-
in í Þjóðminjasafninu í hlutverki
þeirra vopna sem deilt er um á
samningaborði þeirra Reagan og
Gorbatsofs. Þessari skemmtilegu
grein lýkur Rosenblatt á tilvitnun
í kvæði frá íslandi eftir W.H.
Auden, sem gæti verið eins og
áköllun til leiðtoganna í Höfða:
„Ye two shall be made men:/ At
one and in agreement...“
ísbjörn með afslætti
„Shop before you drop“, -
kauptu áður en þú fellur frá -,
þetta var mottó margra þeirra
bandarísku embættismanna sem
heimsóttu ísland þessa haust-
köldu daga, segja höfundar
greinar sem annars fjallar aðal-
lega um sjálfsbjargarviðleitni
landans og þær móttökur sem
hinum erlendu gestum voru
boðnar. Blaðamenn geta þess að
ein fyrstu viðbrögð ríkisstjórnar-
innar eftir að fundurinn var á-
kveðinn hafi verið að kalla fegur-
ðardrottninguna Hófí heim úr
auglýsingaferð hennar í Singap-
ore. En það hafi engu að síður
lent á Steingrími Hermannssyni
forsætisráðherra að kasta klæð-
um fyrir framan fréttamenn á
meðan hann fékk sér hádegiss-
undsprett.
Blaðið segir að Patrick Buc-
hanan, yfirmaður upplýsinga-
deildar Hvíta hússins hafi sýnt lé-
lega samningshæfileika þegar
honum tókst ekki að prútta verð-
ið á postulínsísbirninum niður
um nema um 10% þótt hann hafi
kostað 300 dollara. Margir sam-
landar hans hafi hins vegar státað
af 20% afslætti eftir erfitt samn-
ingaþóf.
Þá segja höfundar að Islend-
ingar hafi sýnt viðskiptavit á ýms-
um sviðum. Þannig hafi Árni
Árnason sölustjóri Iceland Wat-
ers gengið úr húsi með konu og
tvö börn í 5 nætur og þegið fyrir
3000 dollara.
Skipt á skoðunum
Umfjöllun sinni lýkur Time
svo með sögulegri samlíkingu á
fundinum í Reykjavík og fundi
þeim sem Johnson Bandaríkja-
forseti og Kosygin forsætisráð-
herra áttu með sér í Glassboro í
New Jersey árið 1967. Að sögn
blaðsins var það þá og að frum-
kvæði Roberts McNamara ráð-
gjafa Johnsons sem Bandaríkja-
menn sannfærðu Sovétmenn um
að takmarka varnarvopn en
leggja megináherslu á sóknar-
vopn í vígvæðingunni. Með því
mætti spara, því ekki þyrfti eins
mikið af sóknarvopnum ef lítil
sem engin varnarvopn væru fyrir.
Segir blaðið að þessi fundur hafi
markað stefnuna fyrir ABM
samninginn frá 1972 um bann við
smíði gagneldflauga. Segir blaðið
að í Reykjavík hafi sjónarmiðin
snúist við frá fundinum í Glass-
boro 1967: nú hafi Reagan haldið
uppi hinum gömlu sjónarmiðum
Kosygins en Gorbatsjof tekið
upp stefnu Roberts McNamara
um takmörkun varnarvopna.
Birtir blaðið síðan kafla úr bók
eftir McNamara, þar sem hann
segir meðal annars að hann og
John F. Kennedy hafi verið ásátt-
ir um það þegar Kúbudeilan
geisaði í október 1962 að ekki
væri gerlegt að gera árás á Sovét-
ríkin vegna þess að þeir áttu ekk-
ert til þess að verjast þeim 300
langdrægu kjarnaoddum sem So-
vétmenn bjuggu þá yfir. Þá þegar
áttu Bandaríkin hins vegar 5000
kjarnaodda eða 17 sinnum fleiri.
ólg.
Föstudagur 17. október 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5