Þjóðviljinn - 01.11.1986, Blaðsíða 5
Frá afmæliskaffi í Þjóðviljahúsinu í gær. (mynd: Sig.)
Þjóðviljinn um Þjóðviljann
Sumir segja að eitt einkenni á
fjölmiðlum dagsins sé hvað þeir
eru sjállhverfir, - í stað þess að
vera víðsýnn tengiliður í marg-
breytilegu samfélagi séu þeir síf-
ellt segjandi lítilsigldar fréttir úr
veröld sem þeir sjálfir hafa
skapað og kemur hinni raunveru-
legu ekkert mjög mikið við, - og
snúist ekki síst um sjálfa sig með
tíðindi (yfirleitt slæm) af öðrum
Qölmiðlum, frásagnir af því hver
sé að hætta eða byrja eða flytja
sig innan fjölmiðlaheimsins, og
umfram allt blásandi út sjálfa sig
seint og snemma.
Að minnsta kosti eru þær syst-
ur hógværð og lítillæti ekki tíð-
sénar á ritstjórnum og fréttastof-
um. Menn kannast við lands-
föðurlegan sjálfbirging Morgun-
blaðsins, geislandi ánægju sjón-
varpsins með sína tilveru og sinna
og unglingslegan glennuganginn í
DV. Að ógleymdum Helgarpóst-
inum sem stundum heldur að
hann sé eini fjölmiðillinn á
landinu, - í síðasta tölublaði slær
hann til dæmis eign sinni á vel-
flest frumvörp og ályktunartil-
lögur sem menn hafa lagt fram á
109. löggjafarþinginu. Þjóðlífs-
athugari uppí Hlíðum kallar
þessa tegund af sperringi sjáifs-
mont og þykir verra en annað
mont.
Þjóðviljamontið
Það eru nefnilega til nokkrar
gerðir af monti. Þjóðviljinn er til
dæmis oft nokkuð montinn og
stundum beinlínis drýldinn, en
það mont er yfirleitt ekki sjálfs-
mont. Þjóðviljinn gerir sér alla-
jafna skýrari grein fyrir því en
aðrir fjölmiðlar að dagblað er
ekki eyland, vegna þess að sá
munur er á honum og öðrum fjöl-
miðlum hérlendum að hann á sér
málstað, sem í stuttu máli má
kenna við sósíalisma, þjóðfrelsi
og verkalýðshreyfingu, og Þjóð-
viljamont réttlætist af því að hafa
lagt lið þeim málstað. A því bygg-
ist líka sjálf tilvera Þjóðviljans.
í afmælisblaði sem fylgdi hin-
um fimmtuga Þjóðvilja í gær taka
tólf lesendur til máls um blaðið,
og það kemur ekki á óvart að
jafnt pólitískir frændur sem and-
stæðingar byggja sín orð á þessari
sérstöðu: Þjóðviljinn er eina
stjórnarandstöðublaðið sem gagn
er í (Hafsteinn Austmann) -Mað-
ur lagði mikið á sig til að kaupa
Þjóðviljann og það var ekki að
ástceðulausu. Manni fannst nefni-
lega að þetta blað styddi alltaf
málstaðinn sem maður sjálfur
trúði á (Aðalheiður Bjarnfreðs-
dóttir) -Það er tilvera fjölmiðla
einsog Þjóðviljans sem tryggir að
peningarnir og þeir sem þá eiga
drottna ekki yfir allri opinberri
umræðu í landinu (Einar Kára-
son) -Þjóðviljinn er nauðsynlegur
eldur fyrir okkur Morgunblaðs-
menn (Matthías Johannessen).
Um leið og blaðinu er sagt til
syndanna fyrir flumbrugang,
hlutdrægni, röng efnishlutföll,
flokksþjónkun, Sovétníð og
skort á guðlegu eðli vitsins í
stjórnmálaskrifum - er þess ósk-
að að blaðið haldi fast við sitt: /
fjölmiðlaheimi nútímans verður
Þjóðviljinn að passa sig á því að
glata ekki sérstöðu sinni, því ef
hann gerir það er hann búinn að
vera. Hann getur bara keppt við
hina fjölmiðlana með því að vera
öðruvísi (Már Guðmundsson).
Tvíeðli
Sú er staða Þjóðviljans að vera
í senn málgagn, þátttakandi í pó-
litískri hreyfingu, og dagblað,
fjölmiðill meðal fjölmiðla. Þetta
tvíþætta hlutverk setur blaðið í
mikla ábyrgð og það hefur stund-
um reynst snúið á fimmtíu ára
ferli að halda höfði. Annarsvegar
gerir fréttamennska kröfur um
heiðarleika, sanngirni, vægðar-
leysi, - hinsvegar eru að Þjóðvilj-
anum fleiri eigendur en nokkru
öðru blaði, nefnilega allt fólkið í
heilli hreyfingu, og þessir eigend-
ur eiga blaðið af meira kappi en
tíðkast um önnur blöð, vilja að
Þjóðviljinn sé daglegt vopnabúr
og una því skiljanlega illa ef blað-
ið hleypur útundansér, sérstak-
lega þegar upp kemur missætti í
hinum stóra frændgarði.
Þjóðviljinn skiptir miklu máli
fyrir þá hreyfingu vinstri manna
sem bæði stendur að baki honum,
skrifar hann og les. En hann nýt-
ist þessari hreyfingu ekki nema
hann geti leikið lausum hala í
henni, verið einsog fiskur í vatni,
sótt stundum frammúr henni,
kallast á við hana, hent á lofti
nýjar hugmyndir, skapað líf með
gagnrýni.
Menn hafa stundum haft þá til-
hneigingu að halda að Þjóðvilj-
inn sé og hafi alltaf verið frétta-
bréf um einhverja viðtekna
skoðun, boðberi hinnar réttu línu
í hverju máli. Það er athyglisvert
að rýna í fimmtíu ára sögu blaðs-
ins eftir þessu, - í ljós kemur
nefnilega að styrkur Þjóðviljans í
hálfa öld hefur öðru fremur legið
einmitt í því að þetta hefur blaðið
reynt að vera ekki, og stundum
þurft að hafa fyrir því. Hvort sem
litið er til hinnar svarthvítu
heimsmyndar eftirstríðsáranna
eða verkalýðsbaráttu á sjöunda
áratugnum eða hinum níunda
kemur í ljós að Þjóðviljamenn
hafa við erfiðar aðstæður reynt
að horfast í augu við veruleikann
og gagnrýnt viðteknar hugmynd-
ir vina og vandamanna án þess að
leggja niður vopnin í baráttu allra
daga gegn auðvaldi og afturhaldi.
Við erum folkið
Það er vonandi ekki sjálfs-
mont, - þegar litið er yfir hálfa
öld sýnist manni að Þjóðviljinn
hafi átt drjúgan þátt í að móta
íslenskt samfélag. Byltingarvonir
frumherjanna hafa að sönnu ekki
gengið upp, og mörgum finnst að
afturhaldsöflin hvessi þessi miss-
erin klærnar sem aldréi fyrr. En
þrátt fyrir völd markaðshyggj-
unnar hafa margir sigrar unnist í
þeirri baráttu sem Þjóðviljinn
hefur háð við hlið alþýðufólks, í
nafni íslensks sjálfstæðis og fyrir
menningarlegu innihaldi í kvunn-
deginum. Það á helst ekki að
hugsa í þáskildingatíð, en það er
erfitt að hugsa sér íslenskt samfé-
lag síðustu fimmtíu ára án blaðs-
ins, - erfitt að geta sér til um ár-
angur af verkalýðsbaráttu, at-
vinnuuppbyggingu, menningar-
sókn, þjóðfrelsisslag án hins dag-
lega Þjóðvilja.
Þegar efnt er til stórhátíða
kringum Þjóðviljann, einsog á
afmælinu í gær, finna menn líka
betur til þess hvað hefur skapað
blaðinu þann sess sem það hefur:
hingað í Þjóðviljahúsið var allan
daginn straumur fólks að drekka
kaffi, spjalla saman, - og óska
sjálfu sér til hamingju með afmæl-
ið. Útgáfa Þjóðviljans hefur lengi
verið pólitískt og fjárhagslegt
kraftaverk, og galdurinn bakvið
það kraftaverk er hið nána sam-
band blaðsins við lesendur sína.
Afmælisdagurinn í gær var ekki
fyrst og fremst hátíð starfs-
manna, stjórnenda, skrifenda, -
hann var hátíð lesenda. þeirra
sem líta á Þjóðviljann nánast sem
hluta af sjálfum sér. Það er líka sú
tilfinning sem skapar Þjóðvilja-
mont, og hvetur okkur sem hér
störfum til að leggja okk r betur
fram.
Það eru þessi tengsl ðvilj-
ans við lesendur sem vak ví að
eftir fimmtíu ár er enn ægt að
lesa með sæmilegu stolti það
ávarp sem fyrstu útgefendur
blaðsins í miðstjórn Kommúnist-
aflokksins sendu lesendum 31.
október 1936.
Mörður Árnason
„Dagblaðið okkar heitir
»Þjóðviljinn«.
Nafnið felur í sér tilgang
þess. Þjóðviljinn á að vera
málsvari fyrir vilja þjóðarinn-
ar. Hann á ekki aðeins að vera
málsvari fylgjenda Kommún-
istaflokksins, heldur alls
verkalýðsins, og ekki aðeins
málsvari verkalýðsins, heldur
líka millistéttanna, bænda,
fiskimanna, verslunarfólks,
iðnaðarmanna, mennta-
manna - allra þeirra sem hafa
lífsviðurværi sitt af starfi heila
og handa.
Þjóðviljinn vill sameina alla
íslensku þjóðina, öll heimili á
landinu, til sjávar og sveita,
gegn þeim örfáu mönnum,
sem vilja gera sér þjóðina að
féþúfu, og svifta hana frelsi
sínu og sjálfstæði í því augna-
miði; gegn þeim örfáu
mönnum, hverra »föður-
landsást fyrst um það spyr,
hve fémikill gripur hún yrði«.
Þjóðviljinn á að verða máls-
vari fyrir sjálfstæði þjóðarinn-
ar. Hann telur sig arftaka hins
besta í íslenskri sjálfstæðis-
baráttu, arftaka Þjóðviljans
gamla, sem Skúli Thoroddsen
gaf út.
Og vegna þess, að Þjóðvilj-
inn vill verða blað þjóðarinn-
ar - blað allra heimila hins
starfandi fólks - til sjávar og
sveita - þá mun hann ekkert
til spara að uppfylla allar þarf-
ir þessara heimila - allar þær-
kröfur, sem þau gera til dag-
blaðs síns - um bestu erlendar
og innlendar fréttir, pólitík,
hverskonar skemmtilestur,
ritgerðir um hin margvísleg-
ustu efni, frá öllum sviðum
mannlegs lífs, eftir pennafær-
ustu blaðamenn og rithöfunda
landsins.
Kjörorð okkar er:
Þjóðviljinn á að verða blað
íslensku þjóðarinnar."
listjiii KwigistiOottslis
áyarpar lesenðnr íjóflTiljans.
ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 5