Þjóðviljinn - 07.11.1986, Blaðsíða 7
Nú er ungviðið farið að stjórna.
Helga, Guðbjörg, Selmaog Halldór.
Mynd: E.ÓI.
Tölvu
Þaö er rakalaus lygi og þvættingur, að öllu hraki í heimi hér. Hitt er
annað að það fer ekki ýkja mikið fyrir því þegar áragamalt - jafnvel
áratugagamalt - baráttumál, nær loks í höfn.
Síðan ég man eftir mér höfum við unga fólkið, alltaf með reglulegu
millibili, risið uppá afturfæturna og heimtað að fá að ráða einhverju um
okkar eigið líf. Hjá sumum nálgast þetta eða er þráhyggja, og hvað
varðar okkur félaga Orra, höfum við verið haldnir henni allt frá því að
við lásum Uppreisnina á barnaheimilinu og tileinkuðum okkur þarmeð
baráttutækni byltingarmannsins.
Baráttan fyrir því að ráða einhverju um félagsmiðstöðvarnar okkar,
hefur verið ámóta stór þáttur í sjálfstæðisbaráttu unglinganna og
baráttan gegn einokunarverslun Dana á sjálfstæðisbaráttu íslands.
En rétt einsog við íslendingar sigruðum í þeirri baráttu, virðumst við,
unga fólkið, nú ætla að sigra í baráttunni við félagsmiðstöðvarnar, þó í
áföngum verði. Fyrr á þessu ári var hafin tilraun með svokallað ung-
lingalýðræði, en æðsta ráð þess skipulags er kallað unglingaráð.
Við fengum til okkar f]óra af
meðlimum unglingaráðsins í
Þróttheimum, til að fræða okkur
um starf þess svo og um Þrótt-
heima sjálfa. Þau heita Selma Rut
Gunnarsdóttir, Helga Kristín
Friðjónsdóttir, Guðbjörg Odds-
dóttir og Halldór Eiríksson. Við
byrjuðum á að spyrja þau hve-
nær og hvernig þau voru valin í
ráðið:
„Það fóru fram kosningar í
byrjun október, þann níunda
nánar tiltekið. Það voru um sex-
tíu manns sem kusu, fyrst og
fremst þeir sem höfðu gild fé-
lagsskírteini í Þróttheimum.
Frambjóðendurnir voru 7 í allt,
en enn þeirra, Halldór, var
sjálfkjörin því hann var eini fram-
bjóðandinn úr níunda bekk, en í
ráðinu verður að vera einn úr
hverjum bekk, 7, 8 og 9.“
Hafði eitthvert ykkar verið í
fráfarandi ráði?
„Nei, ekkert okkar. Við erum
öll að byrja í þessu.“
Eykur virkni
Og hvernig mælist fyrir hjá
ykkur, þetta unglingalýðræði?
„Bara vel,“ svara þau stutt og
laggott, en þegar við forvitnumst
um hvað sé vel, svara þau því til
að þetta auki á frjálsræði þeirra
og jafnframt virkni og fjölda
þeirra sem þátt taka í félagslífinu.
En hve mikil er þátttakan?
„Það er mjög misjafnt. í hverj-
um klúbbi eru svona 10-15
manns. Þessir klúbbar eru 5:
vídeó-, ljósmynda-, diskó-,
blaðaútgáfu- og förðunarklúbb-
ur. Þetta eru fastaklúbbarnir, en
síðan eru allskyns tímabundnir
klúbbar. Síðan er almennur
klúbbur sem fundar einu sinni í
viku og sér um að skipuleggja
böll og ferðalög o.þ.h. Eigum við
að segja rúmlega 100 manns í
allt“.
En eruð þið nokkurnveginn
frjáls að því hvað þið takið ykkur
fyrir hendur?
„Innan vissra marka. Það sem
við gerum má ekki brjóta í bága
við lög Þróttheima og unglinga-
ráðsins, en bæði eru sett af Æsku-
lýðsráði."
Sooonaaa
Og eruð þið sátt við þessi lög?
„Sooonaaa" (afar langdregið).
„Maður er ekki sáttur við alveg
allt. T.d. finnst okkur ekki rétt að
hafa böllin svona stutt, þau eru
bara til miðnættis. Og mér finnst
Tveir meðlimir Ijósmyndaklúbbsins að störfum.
líka of strangt," bætir einhver
við, „að menn fá ekki að koma
inn af því að þeir hafa tekið einn
sopa af brennivíni."
Ef þið fengjuð að ráða, hvað
þá?
„Ætli böllin stæðu bara ekki
alla helgina,“ stingur Halldór
uppá og fær góðar undirtektir og
stelpumar bæta við: „Já og við
myndum ekki vera svona ofsa-
lega ströng á þessu með brenni-
vínið.“
En hvaða vald hafið þið?
„Við höfum tillögurétt og með-
an við höldum okkur við jörðina
fáum við okkar fram. Við höfum
þetta þannig, að það er kassi í
Þróttheimum þar sem fólk getur
látið í hugmyndir. Svo höldum
við fund vikulega og vinsum úr
raunhæfu tillögurnar. Síðan eru
haldnir stórfundir, þar sem allir
sem hafa Þróttheimaskírteini
mega sitja. Svo ræðum við málin
og samþykkjum eða fellum til-
lögur.“
Hvað kostar svona skírteini og
hve margir eru með það?
„Það kostar 300 krónur og gild-
ir í eitt ár. Ætli það séu ekki um
sjötíu manns búnir að kaupa, en
það eiga það líka margir eftir.“
Og hverju hafið þið komið í
verk?
„Við héldum vetrargleði og
svo höfum við keypt tölvuspil.
Við vildum líka kaupa afruglara,
en samþykktum síðan að bíða
fram yfir áramót og sjá hvað set-
ur.“
Þið eruð með vídeó, voruð að
fá tölvuspil og stefnið á afréttara.
Eruð þið ekki að breyta félags-
miðstöðinni úr stað þar sem þið
gerið eitthvað, í stað þar sem þið
eruð mötuð?
„Fólk hittist allavega og getur
spjallað samnan. Það skiptir nú
ekki svo litlu.“
Á náttfötum
heila nótt
Hvað er fleira á döfinni?
„Náttfataball sem stendur
Unglingaráðið reynist vel
Höldum ótrauð áfram, segir Úlfar
Snær. Mynd: E.ÓI.
Úlfar Snær Arnarson er í 6.
bekk í M.R. og hefur nýlega hafið
störf í Þróttheimum. Hans hlut-
verk er m.a. að hafa umsjón með
unglingaráðinu. Við spurðum
Úlfar hvernig mönnum þætti
þessi tilraun hafa tekist:
„Þetta hefur reynst vel,“ svar-
aði hann og vottaði ekki fyrir efa.
„Það gefur augaleið að það er af
hinu góða að krakkarnir fái að
ráða meiru. Þau hafa látið margt
gott af sér leiða og ég er ekki frá
því að þetta auki virknina.
Nú á mánudaginn eru þau með
stórfund, þar sem hugmyndir eru
bomar upp, ræddar og gengið til
atkvæða. Þar liggja fyrir tillögur
um vinsældalistann, ball, atriði
varðandi sjoppuna og að 5% af
tekjum af miðasölu á böll verði
látið renna til diskóráðs. Þetta
aru allt hlutir sem koma krökk-
unum við og þau eiga að hafa
áhrif á.
Auk almennra mála er snerta
félagsmiðstöðina, fá þau svo á-
kveðna upphæð árlega sem þau
geta ráðstafað. Næst fá þau þetta
1. febrúar og verða sennilega um
70.000 kr.“
Var þetta lengi í bígerð?
„Nei. Hugmyndin kom upp
fyrir u.þ.b. ári síðan. Fyrirmynd-
in var skandinavísk, en það er
ýmislegt ólíkt með félags-
miðstöðvum þar og hér. Hópur
starfsmanna í félagsmiðstöðvum
settist síðan niður og bjó til ák-
veðinn ramma utan um þetta.
Það er síðan mismunandi eftir
félagsmiðstöðvum hvernig þessu
er háttað í smáatriðum. Þessu
unglingalýðræði var síðan komið
á laggirnar uppúr áramótunum
síðustu."
Og samstarfið við krakkana,
hvemig gengur það?
„Mjög vel.“
Og þið ætlið að halda ótrauð
áfram á sömu braut?
„Já vissulega.“
heila nótt og er baaara fyrir þá
sem eiga Þróttheimaskírteini,“
segja þau brosandi breitt af til-
hlökkun. „Svo ætlum við að fara í
Vogaskóla og Laugalækjarskóla
og kynna Þróttheima. Þannig er
að Þróttheimar eiga að vera fyrir
þessa skóla og Langholtsskóla,
en það eru næstum því bara
krakkar úr Langholtsskóla sem
sækjaþá. Þaðséstt.d. áþvíað við
öll sem erum í unglingaráðinu,
erum úr Langholtsskóla."
Vitið þið afhverju það er?
„Það er lengra fyrir þau að fara
og kannski er ekki gert nóg af því
að auglýsa dagskrána. Þau nenna
ekki að koma til þess eins að gá
hvað er að gerast og svo er kann-
ski ekkert um að vera. Þrótt-
heimar era líka dálítið útúr. Þetta
er gamalt hverfi og lítið orðið um
unglinga."
15 og fer í Hollí
En er þátttaka álíka mikil í öðr-
um félagsmiðstöðvum og hjá
ykkur?
„Já, það er kannski eitthvað
meira í Árseli, en annars er þetta
sennilega svipað allsstaðar.“
Ef það eru ekki nema 600 ung-
lingar sem sækja þessa staði, þá
er það ekki nema einn af hverjum
tíu sem sækja þetta. Er það nóg?
„Það má sjálfsagt örva þetta
eitthvað, t.d. meðfleiri stórappá-
komum. En það hefur verið reynt
áður og lítið batnað aðsóknin.“
En úrþví þeir era ekki fleiri
sem vilja koma, vantar þá bara
ekki meiri fjölbreytni í starfið?
„Það er ekki aðal málið. Þetta
er almennt áhugaleysi. Fólk gerir
mikið af því að horfa á sjónvarp
og svo ræna skemmtistaðirnir frá
okkur. Ekki bara Topp Ten og
Hædjakk, heldur líka Hollí. Það
er líka margir sem fara niðrí bæ,
virðast ekki geta skemmt sér án
víns.“
Niðrí bæ segið þið, er planið að
lifna við aftur?
„Nei, það væri frekar torgið.
Þangað fer liðið töluvert mikið.
T.d. fara sjálfsagt tveir þriðju
þeirra sem hér eru á böllum niðrí
bæ á eftir.“
Kaupa - mála
- stækka
„Ef þið fengjuð að ráða Þrótt-
heimum ein og peningar væru
ekkert vandamál...
Það stendur ekki á hugmynd-
unum: „Mála húsið - stækka hús-
ið - kaupa stóla - kaupa borð og
allt bara. Eymalokkaverksmiðju
og Guð veit ekki hvað.“
Erað þið heimtiráð?
„NEI!“
PJÓÐVILJINN - SÍÐA 7