Þjóðviljinn - 07.11.1986, Page 8

Þjóðviljinn - 07.11.1986, Page 8
GLÆTAN Mál- staður apa Gróa segir okkur, að útúr Birgi Ármannssyni frummælanda M.R. hafi hrokkið: „Afleitt að þurfa að taka málstað apa,“ þeg- ar hann frétti hvað MR-ingar ættu að leggja til í keppninni við Fjölbrautaskólann í Ármúla. Nefnilega að viðskiptabann verði sett á vörur frá S-Afríku. En það þýddi ekki að fást um það. Þeir Framtíðardrengir urðu að klifra uppí Hlyn og taka málstað ap- anna, einsog forðum. En semsé: 1. umferð MORFÍS er hafin. MR-ingar hófu titilvörn sína í gærkvöldi og þó úrslit lægju ekki fyrir þá þetta er skrifað, er engin ástæða til að efast um sigur MR-inga. Ekki fyrir þá sök að lið þeirra sé gott, heldur hitt að Ármýlingar hófu undirbúning undir keppnina of seint og al- mennt áhugaleysi ríkjandi í skólanum. Mér er hinsvegar til efs að MR- ingar hafi teflt fram slakara liði en nú í ár. Einsog Gróa og Glætan spáðu, sagði Sæmundur Norðfjörð sig úr liðinu. í stað hans kemur nýneminn Auðunn Atlason, er þreytti frumraun sína í keppni við Kvennaskólann á dögunum og var sú raun í slakara meðallagi. Hins vegar er það kunnara en frá þurfi að segja, að enginn ætti að vanmeta þrautseigju MR-inga. Hamrahlíðin, sem hlaut silfrið í fyrra, mætir Kvennaskólanum í kvöld kl. 20.30 í M.H. Kvennalið þessara skóla öttu kappi saman fyrir þrem vikum síðan og lauk með 70 stiga sigri M.H. Hér eigast við gjörbreytt lið, bæði ó- reynd en efnileg. Við spáum tví- sýnni keppni, Hitt sætir furðu að enginn þeirra 5 ræðumanna sem Hamrahlíðin á og hafa áður keppt í MORFÍS með fyrsta flokks árangri, skuli fást til að vera í liðinu. Önnur tvísýn keppni verður væntanlega M.S. gegn M.K. í M.S. í kvöld en MK-ingar leggja til að hryðjuverkamönnum verði svarað í sömu mynt. M.K. keppti í bræðralagi við M.H. fyrir viku sfðan og lyktaði með naumum sigri Hamrhlíð- inga, 19 stigum. Það vekur at- hygli, að ræðumaður kvöldsins íl þeirri keppni, Þórhildur Elín Þorvaldsdóttir, sem hlaut 503 stig, gefur ekki kost á sér í liðið né heldur þeir sem með henn kepptu. Við spáum sigri M.S. þó ekki stórum. Lið Verslunarskólans er ungt og efnilegt en þeir lögðu til að íslenska ríkið hætti fjárhagsaf- skiptum af þjóðkirkjunni, í keppni við F.B. í gærkvöldi. En liðV.Í. er ekki gott og ómögulegt að segja uppá hverju F.B., sem er óskrifað blað, hefur tekið. M.A. tók sig til um daginn og vann V.í. með 80 stigum. M.L ' “taðs,“á lQl*m h\í,~iQQ n komst í undanúrslit í fyrra. Við ar- spáum naumum sigri Akur- eyringa á ísafirði. Þær keppnir sem ónefndar eru ráðast ekki fyrr en úrslit hafa ver- ið tilkynnt. Þar eru Samvinnu- skólarnir óþekkt stærð, hafa áður keppt og komu mjög á óvart. Sá á Bifröst fær Fjölbraut á Sauðár- króki, sem verður betri með hverju árinu. Framhaldsdeildin fékk hins vegar F.G. Reynt lið í alla staði, utan í MORFÍS keppn- um. F.S. hefur misst sína bestu menn og því óþekkt stærð í ár sem og Flensborgarskólinn, en þau mætast á Suðurnesjum í kvöld. Dans, tónlist, leiklist, Vilhjálmur ásamt marókönskum öldung F eyðimörkinni. „Þetta haust er verið að gera tilraunir með allt barna- og ung- lingaefni í sjónvarpinu, fyrir utan Stundina okkar,“ svaraði Vil- hjálmur Hjálmarsson yngri, þeg- ar við spurðum hann hvað það ætti eiginlega að þýða, að vera alltaf að skipta um umsjónar- menn með öllu efni. I kvöld verð- ur Vilhjálmur sjálfur nýjasti um- sjónarmaður „Unglinganna í frumskóginum“. Þetta verður hans fyrsti og síðasti þáttur - í bili a.m.k. og það datt f okkur að spyrja hann spjörunum úr um þessar tilraunir og þáttinn í kvöld. / „Þeir auglýstu í vor eftir fólki sem hefði áhuga á að vinna að gerð bama- og unglingaefnis. Menn sendu svo ýmist inn mynd- bönd sem þeir höfðu gert, nú eða bara bréf þar sem þeir röktu hug- Ijóð og kvartmíla myndir sínar. Hvað sjálfan mig varðar, mátti það varla tæpara standa að ég yrði með, skilaði inn bréfinu, glóðvolgu úr prentaran- um, þegar hún var aðeins örfáar mínútur í tólf og skilafrestur rann einmitt út á miðnætti. Síðan var ég kallaður í pmfu. Sat og spjallaði við Viðar Vík- ingsson og það samtal var tekið upp á myndsegulband. Maður gerði auðvitað sín byrjendamis- tök, t.d. mætti ég í rauðri skyrtu með eplakinnar og það kom ekk- ert of vel út í VHS. En það kom ekki að sök, ég fekk að spreyta mig á einum þætti og svo er bara að sjá hvernig til tókst. Ég reyndi auðvitað að lita þátt- inn mínum stfl, allavega í efnis- vali, en umgjörðina á að mestu Björn Emilsson. í þættinum lítum við inní dansspuna í Kram- húsinu, spjöllum við skipti- nema frá Mexíkó og S-Afríku, sem em á Selfossi og þar bæði komnir í kórinn og leikfélagið! Þeir syngja líka mexíkanskt ást- arljóð og spila undir á bongó- trommu og gítar. Sigurður Ing- ólfsson, ungskáld, fer með prósa- ljóð, Bjarni Bjarnason formaður kvartmíluklúbbsins verður þama, en síðast en ekki síst: leik- hópur frá Sólheimum í Grímsnesi með tvö atriði úr uppfærslu sinni á Rómeó og Júlíu!“ Og hvað svo? „Eftir nokkrar vikur hittumst við sem verið höfum með þætti og þá liggja fyrir umsagnir um hvern einstakan. í framhaldi af því verður sfðan ákveðið hvort ein- hver, einhverjir eða enginn, fá að halda þessu.“ Vinsældalistar Þjóðviljans Bylgjan 1) In the army now Status Quo 2) Moswoc Moscow Strax 3) True blue Madonna 4) Walk like an Egyptan Bangles 5) l’ve been losing you A-ha 6) True colors Cyndi Lauper 7) Hi hl hi Sandra 8) Rain or shine Five Star 9) (1 just) died in your arms Cutting Crew 10) Love will conquer all Lionel Richie Grammið 1) Talklng Heads Truestories 2) Smithereens Especially for you 3) Tex and the horseheads Live so cool 4) Rem Lives reach plagaeant 5) Billy Bragg Talking with the tax-man about poetry 6) Cure Standing on the beach 7) Richard Thompson Daring adventures 8) Elvis Costello Blood and Chocolate 9) Frankie goes to Hollywood Liverpool 10) Smlth The Queen is dead Rás 2 1) ln the army now Status Quo 2) Moscow Moscow Strax 3) Walk like an Egyptan Bangles 4) Suburbia Pet Shop Boys 5) Tve been loosing you A-ha 6) True colors Cyndi Lauper 7) A matter of trust Billy Joel 8) True blue Madonna 9) You can call me Al Paul Simon 10) Heartbeat Don Johnson 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.