Þjóðviljinn - 08.11.1986, Síða 9

Þjóðviljinn - 08.11.1986, Síða 9
MENNING Tússteikning eftir Leif Breiðfjörð. Myndlistarsyrpa Listaveita á fullu Það er gróska í myndlistinni á íslandi um þessar mundir. Nú munu um það bil 20 sýn- ingar vera í gangi í höfuð- borginni, og nú þegar vetrarmyrkrið hellist yfir okkur spretta nýir sýning- arsalir upp eins og vor- laukará vori. Sú þakkar- skuld sem við stöndum í við allt það bjartsýna listafóik sem þannig býðurallri viðurkenndri hagfræðik- enningu og peningahyggju byrginn er ómæld, því það er einmitt þetta fólk sem bregður birtu yfir borgar- lífið þegar sólarljósið þverr. Þótt hitaveitan og rafveitan séu alls góðs maklegar og við borgum möglunariítið þá reikninga sem þær senda okkur reglulega með gluggapósti, þá gæfu þær skammgóðan vermi ef Iokað yrði á þá orku og þann yl sem lista- veitan færir okkur í skammdeg- inu án þess þó að henni fylgi nokkur gluggapóstur með kröf- um og uppboðshótunum. Mér er reyndar ekki kunnugt um stöðu- na á efnahagsreikningi lista- veitunnar, en það væri kannski ekki óverðugt verkefni fyrir hátt- virt Alþingi og Viðskiptadeild Háskólans að skipa nefnd í málið og kanna þau efnahagslögmál sem listaveitan byggir á. Kannski gæti það orðið til þess að breyta verðmætainati kjaradómsins og starfsmatsnefndarinnar og kjara- rannsóknarnefndarinnar. Kann- ski liggja uppsprettur verðmæt- anna annars staðar en þessir vísu menn hafa gengið út frá sem vísu. Það er reyndar trú mín að skuldastaðan á efnahagsreikningi listaveitunnar verði seint bætt með hefðbundnum meðulum, og ef til vill er þessi orkuveita þess eðlis að hún kann ekki að starfa af þrótti nema með neikvæðuin efnahagsreikningi. Við á Þjóð- viljanum höfum reyndar nokkra reynslu af þessari efnahagskenn- ingu í praxís, og minnumst gjarnan þegar illa horfir með efnahagsreikninginn þeirra orða sem Magnús Kjartansson fyrr- verandi ritstjóri viðhafði á fert- ugsafmæli blaðsins, að þegar Þjóðviljinn fari að ganga með hagnaði, þá hljóti eitthvað að vera farið úrskeiðis með blaðið. En því hef ég þessi formálsorð að myndlistarpósti dagsins, að eins og við finnum mætavel að við stöndum í þakkarskuld við allt það ágæta fólk sem hefur gengið í lið með listaveitunni, þá vitum við enn betur að við höfum ekki bolmagn til þess að rétta við reikninga hennar sem skyldi. En hér skal engu að síður stiklað á því sem við urðum vísari á lystig- öngu um listaverkasali borgar- innar í vikunni. 4 pastel- myndasýningar Það er nokkuð óvenjulegt að sjá 4 listamenn spreyta sig sam- tímis með pastellitum á 4 einka- sýningum, en þetta gera þau Björgvin Haraldsson og Erla B. Axelsdóttir á Kjarvalsstöðum, Janos Probstner í Gallerí Gangs- kör og Leifur Breiðfjörð í gallerí Borg. Þessar 4 sýningar gefa okk- ur skemmtilega innsýn í þá fjölb- reytilegu möguleika sem pastell- iturinn veitir, þar sem þessir lista- menn beita gjörólíkum aðferð- um. Leifur Breiðfjörð er sá þessara listamanna sem gengur fram.af mestu öryggi, og mest þótti mér til sýningar hans koma. Leifur notar pastellitinn af fullkomnu frelsi þess sem valdið hefur, og myndir hans eru ekki þess eðlis að hann sé með þeim að binda efnið í fyrirfram gefnu formi eða stíl, heldur eru þær greiniieg upp- spretta nýrra hugmynda og nýrra uppgötvana sem hann nýtir sér síðan á yfirvegaðri hátt í gler- myndum sínum. Ekki sakar að finna þarna skyldleika við ágæta málara eins og Graham Suther- land, en mest er um vert að Leifur er þarna óheftur í leik sín- um og sýningin gefur okkur þannig nýtt sjónarhorn á þennan ágæta listamann. Björgvin Haraldsson hefur greinilega lagt mikla vinnu og metnað í sýningu sína á Kjarvals- stöðum, þar sem pastelliturinn verður honum frekar efni til mál- verks en teikningar. Myndirnar sýna okkur uppleyst form er gefa til kynna skýjafar og kosmískar víddir. Það stingur hins vegar í augað, þegar sýning hans er borin saman við sýningu Leifs, að það er eins og efnið sjálft, pastellitur- inn, hafi orðið til þess að hefta sköpunargleðina, að liturinn verði honum viðfangsefni í sjáif- um sér á kostnað þess ævintýris og þeirrar frelsistilfinningar sem ferðalag út í hinar kosmísku vídd- ir Björgvins gætu boðið upp á. Mér finnst sýningin gjalda fyrir það hvað myndirnar eru margar, og kannski hefur Björgvin haft það allt of vel á hreinu hvert hann ætlaði sér áður en hann lagði í ferðina til þess að geta boðið okk- ur upp á óvænt stefnumót í mynd- um sínum. En hafðu þökk fyrir, engu að síður, Björgvin. Janos Probstner er ungverskur listamaður sem nú starfar sem gestakennari við Myndlista- og handíðaskólann, þar sem hann kennir teikningu við keramík- og auglýsingadeild. Hann sýnir um þessar mundir teikningar sínar í Gallerí Gangskör í Torfunni. Þetta eru línutekningar af fólki sem bera vott um agað handb- ragð og gefa okkur jafnframt til kynna að Probstner muni vera fær myndskreytari. Því þótt myndir hans séu unnar af öryggi, þá er stundum eins og að þær segi ekki nema hálfsagða sögu, það vanti textann sem eigi að fylgja með. Gaman væri ef við fengjum notið hæfileika Probstners við að myndskreyta íslenska bók á með- an hann dvelur hér á landi. Erla B. Axelsdóttir sýnir einnig pastelmyndir á Kjarvalsstöðum, og bera myndir hennar það með sér að hún er óreyndust þeirra listamanna sem hér er um fjallað. Viðfangsefni hennar virðast handahófskennd og talsvert virð- ist skorta á að hún hafi upplifað þau með þeim hætti að vert sé til frekari frásagnar. Þegar svo er komið verður fingrafimin með krítina að litlu haldi og eftir standa innihaldslítil form, sem kannski eiga takmarkað erindi á sýningu, þótt glíman við efnið geti hafa verið listakonunni lær- dómsrík sem slík. Karólína Lárusdóttir Ekki verður svo lokið við þetta rabb, að ekki sé minnst á sýningu Karólínu Lárusdóttir að Kjar- valsstöðum, en hún sýnir þar fjöl- da olíumálverka, vatnslitamynda og grafíkmynda. Karólína leiðir okkur þarna í skemmtilegan fé- lagsskap við fólk af aldamótakyn- slóðinni sem gerir sér glaðan dag við hinar ólíkustu aðstæður úti í guðsgrænni náttúrunni. Karólína veitir okkur skemmtilegt sjónar- horn á tilveruna með myndum sínum, og myndir hennar bera vitni um agað handbragð, þótt stundum sé eins og aginn verði haft á hugmyndafluginu. Vatns- litamyndirnar sýna okkur fullkomið vald hennar á efninu í nærri akademískum uppstilling- um og grafíkmyndirnar bera einnig vott um faglega kunnáttu. Það væri tilhlökkunarefni að sjá Karólínu losa sig frekar undan hinum akademíska skóla og miðla okkur frekar af reynslu hennar af skóla lífsins! ólg. Laugardagur 8. nóvember 1986 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 9 -MENNINGARMOLAR- Sigrún Gestsdóttir „Syngur eins og Schwarzkopf" segirbandarískur gagnrýnandi Blaðinu hefur borist Ijósrit af tónlistargagnrýni úr bandaríska dagblaðinu Kalamazoo Gazette frá því i ágúst síðastliðnum, þar sem farið er mjög lofsamlegum orðum um frammistöðu Sigrúnar Gestsdóttur sópransöngkonu á tónlistarhátíöinni í Shelbyville í Michigan í sumar. Segir tónlistargagnrýnandi blaðsins að Sigrún hafi til að bera óvenju fallega rödd, nákvæma raddbeitingu og mikla dramat- íska tilfinningu. Líkir gagnrýnandinn hljómfegurðinni hjá Sigrúnu við Elísabetu Schwarzkopf, og segir slíka rödd heyrast allt of sjaldan nú orðið. Sigrún flutti söngljóð úr ýmsum áttum og aríuna „Mi chiamano Mimi“ úr La Boheme, og segir gagnrýnandinn það tilhlökkuna- refni að heyra Sigrúnu syngja sópranhlutverkin í Madam Butt- erfly eða La Boheme, ef slíkt væri á boðstólum, því tónleikar henn- ar yrðu lengi í minnum hafðir í Michigan. Sálumessa yfir spænskum sveitamanni Út er komin hjá FORLAGINU skáldsagan Sálumessa yfir spænskum sveitamanni eftir spænska rithöfundinn Ramón J. Sender. I kynningu Forlagsins segir m.a.: „Paco er sveitadrengur á Spáni. Barnungur hlýðir hann á kærleiksboðskap prestsins í þorpinu sínu um leið og hann horfir á eymd og niðurlægingu sveitunga sinna. Hvar er réttlætið sem guðsmaðurinn boðar? Þeg- ar Paco vex úr grasi. ákveður hann að taka réttlætið í sínar hendur. Það á eftir að kosta grimmilegar blóðsúthellingar. Hér er sögð saga Spánverja á tímum sem skiptu sköpum í lífi þjóðarinnar, þegar frelsisvonir urðu að engu og þjóðin horfði á eftir mannréttindum sínum í klær fasismans." Álfrún Gunnlaugsdóttir rithöf- undur þýðir söguna og ritar itar- legan eftirmála þar spm hún gerir grein fyrir skáldinu og baksviði bókarinnar. Þorgeir Þorgeirsson rithöfundur þýðir Ijóð í sögunni. Kvikmyndin sem gerð hefur verið eftir sögunni var sýnd í sjónvarp- inu í síðustu viku. \

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.