Þjóðviljinn - 19.11.1986, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 19.11.1986, Qupperneq 6
NEYTENDAMÁL Orðsending til sauðf jár- bænda frá landbúnaðar- ráðuneytinu og Framleiðni- sjóði landbúnaðarins Frestur til að gera samning um sölu og/eða leigu á fullvirðisrétti er framlengdur til 30. nóv 1986. Jafnframt verður vakin athygli á C-lið 12. gr. bú- vörusamnings um að Framleiðnisjóður bæti sauðfjárbændum afurðir vegna samningsbund- innar fækkunar sauðfjár. Til þess að öðlast þenn- an rétt skal viðkomandi bóndi skuldbinda sig til að fjölga eigi ásettu fé til ársloka 1988. 14. nóvember 1986 Landbúnaðarráðuneytið, Framteiðnisjóður landbúnaðarins Auglýsið í Þjóðviljanum Kynning á starfsleyfis- tillögum fyrir fiskmjölsverksmiðjur- nar í Reykjavík Tillögur að starfsleyfum fyrir fiskmjölsverksmiðj- ur Síldar- og fiskimjölsverksmiðjunnar í Reykja- vík h.f., að Kletti og í örfirisey, ásamt greinargerð og skýringum, liggja frammi til kynningar á skrif- stofu Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkursvæðis Drápuhlíð 14, Reykjavík, til 24. desember 1986. Samkvæmt reglugerð nr. 390/1985 um starfs- leyfi fyrir atvinnurekstur sem valdið getur meng- un, hafa eftirtaldir aðilar rétt til að gera athuga- semdir við tillögurnar. 1. Sá sem sótt hefur um starfsleyfi svo og for- svarsmenn tengdrar eða nálægrar starfsemi. 2. íbúar þess svæðis, sem ætla má að geti orðið fyrir óþægindum vegna mengunar. 3. Opinberir aðilar, félög og aðrir þeir sem málið varðar. Reykjavík 17. nóvember 1986 Hollustuvernd ríkisins, Mengunarvarnir Bróðir okkar Ölver Kristjánsson Heimahvammi, Blesugróf verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 19. nóvember kl. 15. Systkini hins látna Maðurinn minn og faðir okkar Jóhann Pálsson, Skaftahlíð 28, Reykjavík lést af slysförum 17. nóvember sl. Slgrún Björnsdóttir og börn Við færum öllum þeim bestu þakkir sem heiðruðu minningu móður okkar Ragnhildar Sigbjörnsdóttur með kveðjum, gjöfum og nærveru við útför hennar þann 7. nóvember. Birna Kjartansdóttir, Árni Kjartansson Anna Kjartansdóttir, Sigbjöm Kjartansson og fjölskyldur Eflum rannsóknir á neytendavamingi Rannsóknir á neytendavarn- ingi eru afar takmarkaðar hér á landi, enda enginn aðili sem lögum samkvæmt ber að sinna þeim eða hefur næga fjármuni til þessa verkefnis. í nágranna- löndum okkar ver ríkisvaldið hins vegar umtalsverðum fjár- hæðum árlega til þessara mála og geta neytendur í þessum löndum þvf kynnt sér slíkar niðurstöður áður en kaup eru gerð, t.d. á dýr- ari neysluvarningi. Neytendarannsóknir hafa mikið gildi Gildi slíkra rannsókna er eink- um tvíþætt. f fyrsta lagi auðvelda þær neytendum val á vörum og er það mjög mikilvægt í því mikla vöru- flóði sem einkennir nútíma neysluþjóðfélag. Það er ljóst að neytendur eiga gæðamismun ein- stakra vara. Ekki auðveldar auglýsingaskrumið neytendum þetta verk, enda einkennast auglýsingarnar oftar en ekki af afar hæpnum fullyrðingum, en raunverulegum upplýsingum sem gildi hafa fyrir neytendur er hins vegar haldið í lágmarki. I öðru lagi knýja slíkar rann- sóknir framleiðendur til þess að auka gæði sinnar framleiðsluvöru til þess að þær komi sem best út úr rannsóknum og fái á þann hátt sem best meðmæli. Ég heimsótti á sl. ári neytendarannsóknarstof- ur í Svíþjóð og Danmörk. í sam- tökum mínum við starfsmenn kom fram að almenningur fylgist mjög vel með niðurstöðum slíkra rannsókna og að þeir leggi þær til grundvallar við val á vörum. Einnig að framleiðendur tækju mikið mark á þeim og reyndu að endurbæta þau atriði sem ekki fengju nógu góða útkomu. Fyrir nokkuð mörgum árum vakti það mikla athygli víða um heim, er bandarísku neytenda- samtökin létu rannsaka nýja bif- reið sem kom á markaðinn og átti aðverða að mörgu leyti tíma- mótabifreið. Niðurstöðurnar leiddu hinsvegar í ljós að sumar nýjungamar vom beinlínis vara- samar út frá öryggissjónarmið- um. Þetta varð til að enginn vildi kaupa þessa bifreið og verk - smiðjan hætti framleiðslunni. Það vakti ekki síður athygli hér á landi er Neytendasamtökin gerðu gerlarannsókn á hökkuðu kjöti og kjöt- og fiskfarsi. Niður- stöðumar vom mjög slakar og raunar kom í ljós að í einstaka sýnum vom saurkólígerlar. Einn verslunareigandi hafði samband við mig og viðurkenndi að hann hefði lengi vel vitað að kjöthakkavélin sem hann notaði væri meingölluð, það væri nær ómögulegt að þrífa hana svo vel væri. Það þurfti hinsvegar slíka rannsókn og birtingu á henni op- inberlega til þess að betri hakka- vél væri keypt í þessa verslun. Hvaða möguleika h'öfum við á sviði neytendarannsókna? Á sl. ári létu Neytendasam- tökin gera rannsókn á endur- skinsmerkjum. Af þeim fjórtán merkjum sem rannsökuð voru, var aðeins eitt þeirra sem reyndist vera með þokkalegt endurskin og þar með rísa undir nafni. Þessi rannsókn hefur haft þær jákvæðu afleiðingar og nú setur enginn endurskinsmerki í dreifingu fyrr en Neytendasam- tökin hafa látið rannsaka gæði þeirra. upphafi lýsti launþegahreyfingin því yfir að þessu samstarfi skyldi framhaldið til áramóta. Að mati okkar sem höfum starfað að þess- um málum af hálfu Neytenda- samtakanna, er mjög mikilvægt að framhald verði á þessu sam- starfi, enda ótvírætt um sam- eiginlegt hagsmunamál að ræða. Jafnframt verði kannað hvort ekki sé ástæða til að þróa þetta samstarf áfram og að einskorða það ekki við verðkannanir. Vissulega skiptir vöruverð miklu máli fyrir launþega, en gæði vörunnar og endingartími er ekki síður mikilvægur. Hér er um mál að ræða sem mjög brýnt er að taka á. Styrkir opinberra aðila, ríkis og sveitafélaga, til neytenda- starfa hafa verið mjög lágir hér á landi og í engu samræmi við það sem er í nágrannalöndum okkar, en þar telst þessi málaflokkur til þýðingarmestu félagsmála. Sam- kvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár er sú litla upphæð sem varið er til neytendamála skert nokkuð miðað við þetta ár. Það er þannig ljóst að ekki er hljóm- grunnur þar fyrir auknum neytendarannsóknum, en Neyt- endasamtökin sóttu einmitt um verulega aukningu á fjárstyrk ríkisins til þess að geta sinnt rann- sóknarverkefnum. Það er því mikilvægt að á meðan skortir skilning opinberra aðila á þessu máli, verði fundin önnur lausn. Tvær leiðir eru til og eru þær báð- ar æskilegar. Sú fyrri er að Neytendasamtökin og launa- þegahreyfingin ýti þessu máli úr vör sameiginlega. Hin leiðin er sú að almenningur fylki sér um Neytendasamtökin þannig að þau verði fjölmennari og sterkari og geti þar með tekist á við þetta stóra verkefni. Ef það tekst að gera þetta tvennt samtímis er ekki minnsti vafi á því að hægt er að gera stóra hluti til hagsbóta fyrir launafólk. Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna Neytendasamtökin fá niður- stöður rannsókna á varanlegum neysluvörum (heimilistæki og fleira) frá fjölmörgum neytenda- samtökum og stofnunum víða um heim. Stundum þarf lítið annað en að þýða þessar niðurstöður yfir á íslensku, en oft vantar í þær vörumerki sem mikið er selt af hérlendis. Rannsóknarstofa sænsku neytendastofnunarinnar Jóhannes Gunnarsson formaður Neytenda- samtakanna skrifarum neytendamál hefur sýnt þessu skilning og lýst áhuga sínum á að aðstoða okkur. Að sjálfsögðu þurftum við að greiða fyrir þessar viðbótarann- sóknir og einmitt þar stendur hnífurinn í kúnni. Rannsóknir á matvælum eru einnig mjög kostnaðarsamar. Ég nefndi hér áðan rannsókn á hökkuðu kjöti, en fyrir þá rann- sókn þurfti að greiða sömu upp- hæð og Reykjavíkurborg styrkti Neytendafélag Reykjavíkur og nágrennis það árið. Það er því ljóst að ef auka á neytendarannsóknir þarf að koma til aukið fjármagn, auk þess sem nauðsyn er á auknum starfskrafti til Neytendasamtak- anna til að sinna þessu máli, m.a. að nýta upplýsingar úr erlendum neytendablöðum. Fyrr á þessu ári hófst samstarf milli Neytendasamtakanna og launþegahreyfingarinnar um sameiginlega verðgæslu um land allt. Ekki er nokkur vafi á því að þetta starf hefur skilað miklum árangri, bæði við að auka verð- skyn almennings, en ekki síður við að halda niðri vöruverði. í 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þri&judagur 18. nóvember 1986

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.