Þjóðviljinn - 19.11.1986, Page 7

Þjóðviljinn - 19.11.1986, Page 7
Guðmunda Jóhannesdóttir og Örn Guðmundsson í ballettnum Duende eftir Hlín Svavarsdóttur. mm Ogurstund, Amalgam og Duende Þrír ballettar frumsýndir í Þjóðleikhúsinu ÁfimmtudagfrumsýnirÞjóð- leikhúsið 3 balletta eftir þær Nönnu Ólafsdóttur og Hlin Svavarsdóttur. Það er ballett- inn Ögurstund eftir Nönnu, sem frumsýndur var á alþjóð- legri balletthátíð í Kuopio í Finnlandi við góða dóma og ballettarnir Amalgam og Du- ende eftirHlín. Ögurstund er gerð við tónlist eftir Olivier Messian, sem er „kvartett um endalok tímans“, eins og segir í kynningu. Ballett- inn er fluttur af 13 dönsurum ís- lenska dansflokksins, en sóló- dansari er Katrín Hall. Ballettinn Amalgam eftir Hlín Svavarsdóttur er gerður við tón- list eftir Lárus Halldór Grímsson, og sagði Hlín að ballettinn og tónlistin hefðu orðið til samhliða og væri þessi ballett eins konar kalt reikningsdæmi um form. Leiktjöld og búningar við báða þessa balletta eru eftir Sigurjón Jóhannsson. Ballettinn Duende er and- stæða við Amalgam og fjallar um ástríður og tilfinningar. Hann er gerður við tónlist eftir bandaríska tónskáldið George Crumb, en tónverkið heitir upprunalega „Ancient voices of Childrerí' og er samið undir áhrifum spænska ljóðskáldsins Federico Garcia Lorca. Hlíf sagðist hafa heyrt þetta tónverk fyrir allmörgum árum og þegar fengið ákafa löngun til þess að semja við það ballett. Hlíf sagði aðspurð um merkingu nafnsins á ballettinum að orðið Duende stæði fyrir hið ástríðufulla í listinni, auk þess sem það hefði svo fallegan hrynj- anda. Ballettinn Amalgam er saminn fyrir 6 dansara, en Duende fyrir 2 pör. Hlín Svavarsdóttir hefur starf- að sem ballettdansari og danshöf- undur í Hollandi í fjöldamörg ár og starfar þar enn sem danshöf- undur. Die Horen Helgað íslenskum nútímabókmenntum Nýjasta hefti vesturþýska bókmenntatímaritsins Die Horen er komið út og er ein- göngu helgað íslenskum nú- tímabókmenntum. Hérertrú- lega um að ræða ítarlegustu kynningu sem gerð hefur ver- ið á íslenskum nútímabók- menntum á erlendu tungu- máli, en heftið er 224 blað- síður að stærð og hefurað geyma þýðingar á Ijóðum 30 skálda, 14 smásögurog 9 rit- gerðir um íslenskar bók- menntirogsvartlist. Umsjón með útgáfunni höfðu þeir Franz Gíslason, Sigurður A. Magnússon og Wolfgang Schiffer. - Við þurfum ekki að hafa neina minnimáttarkennd gagn- vart öðrum Evrópuþjóðum fyrir okkar nútímabókmenntir, sagði Sigurður A. Magnússon í spjalli við Þjóðviljann í tilefni útkomu tímaritsins. íslenskar bók- menntir hafa hins vegar lítið ver- ið kynntar erlendis, og við höfum orðið varir við það að það vekur jafnvel undrun meðal fólks á meginlandinu að við skulum yfir höfuð eiga okkar bókmenntir. Sigurður sagði að allt frá stríðs- lokum hefði verið landlægur eins konar uggur gagnvart norrænni menningu, ekki hvað síst í Þýska- landi. íslensk menning og norræn hefði vakið með mönnum ein- hverjar óþægilegar minningar. Nú væri þessi uggur sem betur fer horfinn, og þvert á móti hefði mikill áhugi á norrænni menn- ingu gert vart við sig á megin- landinu upp á síðkastið. Þannig- hefði t.d. verið haldin norræn- bókmenntavika í Hamborg í apríl síðastliðnum, og hefði aðsókn að henni farið langt fram yfir það sem aðstandendur hefðu átt von á. Sigurður sagðist vonast til þess að þessi útgáfa á Die Horen yrði til þess að brjóta ísinn og að farið yrði að þýða heilar íslenskar bækur yfir á þýsku. Hvaða þýðingu hefur það fyrir íslenskar bókmenntir að vera þýddar á erlendar tungur? Ég held að það auki mönnum metnað að sjá verk sín þýdd á erlend mál. Það verður liíca til þess að menn sjá verk sín í víðara samhengi. Þó skiptir auðvitað enn meira máli fyrir bók- menntirnar að við fáum erlend bókmenntaverk þýdd yfir á ís- lensku. Hafa íslenskar bókmenntir lið- ið fyrir einangrun? Já, að minnsta kosti fram að síðari heimsstyrjöldinni. Við sjáum að þeir höfundar sem standa upp úr hafa annað hvort dvalist langdvölum erlendis eða þá lifað í nánum tengslum við er- lendar bókmenntir t.d. í gegnum þýðingarstarf. Hvernig var staðið að þýðing- unum í þetta hefti? Þetta eru allt nýjar þýðingar, sérstaklega unnar fyrir þessa út- gáfu. Þýðendurnir eru 13 og hafa að okkar mati unnið mjög gott starf. Undirbúningur að útgáfu heftisins hefur tekið um 2 ár. Frekari íslandskynning á döfinni Það var Franz Gíslason sem átti frumkvæðið að þessari útgáfu ásamt með Wolfgang Schiffer. Þeir fengu Sigurð A. Magnússon síðan inn í ritstjórnina, en Goethe-stofnunin í Reykjavík og Coletta Burling, sem þar starfar, aðstoðuðu einnig við framkvæmd verksins. Franz Gíslason tjáði okkur að Bókmenntaky nningasj óður Sigurður A. Magnússon og Franz Gíslason með eintak af íslandsútgáfu þýska tímaritsins Die Horen. hefði kostað þýðingar í heftið, en íslandsvinafélagið í Bremerhafen hefði greitt ritlaun til höfunda. Franz sagði að útgáfa þessi yrði tilefni frekari íslandskynningar víðs vegar um Þýskaland á næst- unni. Þannig hefði sérstök ís- landskynning hafist í þessum mánuði með myndilstarsýningu þann 11. desember, þar sem Steinunn Sigurðardóttir mun lesa upp framlag sitt í heftinu og kafla úr nýútkominni skáldsögu sinni, Tímaþjófinum. Þá mun Steinunn væntanlega einnig lesa upp úr verkum sínum í Bremerhafen í sömu ferð. Þá er einnig fyrirhug- uð íslandskynning á Rínarsvæð- inu í mars næstkomandi, þar sem íslenskur höfundur mun lesa úr verkum sínum á 3 stöðum, í Briihl, Bielefeld og Köln. Þá eru einnig fleiri slíkar íslandskynn- ingar fyrirhugaðar, t.d. í Hanno- ver. Þá sagði Franz að einnig væri í bígerð að gefa út sérstakan við- auka um íslenska nútímalýrík við Árbók um vesturþýska nútíma- ljóðlist, og er viðauki þessi fyrir- hugaður eftir 2 ár. Þá sagði Franz að einnig væri ráðgert að gefa út safn af nýrri þýskri lýrík á ís- lensku, og yrði sú útgáfa hugsan- lega í samvinnu við tímarit Máls og menningar. Þeir Sigurður og Franz sögðu að ekki væri hægt að hugsa sér betri kynningu á landi og þjóð en með því að kynna bók- menntirnar, því í þeim væri að finna sál þjóðarinnar. íslandsheftið af Die Horen er til sölu í Bókabúð Máls og menn- ingar fyrir þá sem áhuga hafa á að kynna sér íslenskar bókmenntir á þýskri tungu. Mi&vlkudagur 19. nóvember 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.