Þjóðviljinn - 19.11.1986, Side 9
MENNING
BÆKUR
Kveðjan langa
Stcinunn Sigurðardóttir:
Tímaþjófurinn
skáidsaga
Iðunn 1986.
„Suffering is one very long
moment“ skrifaöi Oscar
Wilde í De profundis. Þessi
bók gæti verið nánast útlegg-
ing á þeim orðum því þegar
aðalpersónan fer að þjást
hættir tíminn að vera til nema
sem langdregið andartak.
Þessi hugsun mótar formið og
gerirsögunaóvenjulega
meðal ástarsagna.
Tvær gerðir eru algengastar,
báðarþríliða. í annarri fella mað-
ur og kona hugi saman en allt fer í
flækju sem greiðist síðan úr í lok-
in, réttbornir elskendur ná sam-
an. í hinni gerðinni gerist það
strax; ástin stigmagnast þangað
til hástigi er náð en í lokin hverfa
elskendurnir hvor í sína átt. Það
er misjafnt hvernig höfundar
vinna úr einstökum liðum en það
er nánast einhlítt að þeir teygi úr
tveimur þeim fyrri og láti
lausnina koma á síðustu síðum.
Það er strax hér sem ástarsaga
Steinunnar sker sig úr. Hún fer
hratt yfir tvo fyrri liðina en teygir
úr þeim þriðja, helgar langstær-
stum hluta bókarinnar því sem
gerist utan bókar í hefðbundnu
sögunni - eftir lausnina. Þessi
þriðji hluti er þó kannski fremur
helgaður því sem gerist ekki, því
sem hefði getað gerst ef.
Sögurnni verður best lýst með
því að líta á upphaf hennar:
Ég er ofsnemma áferðinni, því
úrið mitt hefur seinkað sér. Ég
reyni að stilla það eftir Dóm-
kirkjuklukkunni, en það er von-
laust verk fyrir hanskaklædda
konu. Mér hrýs hugur við að af-
plána biðina á Austurvelli, gang-
andi í hringi kringum styttu Jóns,
en ég finn ekki upp á neinu öðru til
að drepa tímann. í sjöunda hring
eða svo berst mér til eyrna óvenju
hávær sorgarmars úr kirkjunni.
Svo er borin út líkkista. Hlýtur
að vera ung kona/.../ (7)
Hér er í raun flestu þjappað
saman. í þessari hversdagslegu
lýsingu krystallast allt líf Öldu O.
Ivarsen. Úrið hefur seinkað sér,
svo hún heldur að hún verði
kannski of sein, og mætir því of
snemma. Hennar tími og tími
veruleikans, eða öllu heldur tími
mannlífsins, liggja ekki saman,
og henni finnst ekki taka því að
samræma tímana tvenna því hún
heldur að sér verði ofurlítið kalt á
puttunum ef hún tekur af sér
hanskana. Hún mætir of
snemma, og það sem hún mætir í
er ekki skólasetningin, sem er í
senn upphaf að nýju og
endurtekning á óbreytanlegri at-
höfn - einsog ástin - hún mætir í
jarðarför. Og þeir sjö hringir sem
hún labbar í kringum styttu Jóns
Sigurðssonar til að drepa tímann
endursegja þau sjö ár sem hún
drepur með því að helga þau
manninum sem hún hittir í fyrsta
sinn við skólasetninguna. Ant-
oni, sem hvað eftir annað er líkt
við Jón Sigurðsson í sögunni.
Þetta gerist: tungumálakenn-
arinn Alda O. fvarsen er orðin
leið á því að halda við latínu-
kennarann Steindór sem er eigin-
maður og faðir. Hún sendir hann
útí hafsauga, hann fer í sjóinn.
Hún bregst við með því að lesa
reyfara full uppf rúmi. Síðan
mætir hún í skólann á ný albúinn
að draga næsta gifta manninn á
tálar, nýja sögukennarann. Hún
fer létt með það, en þá gerist slys-
ið: hún verður ástfangin uppfyrir
haus. Eftir hundrað daga ástar-
bríma í myrkasta skammdeginu
fer hann utan með eiginkonunni,
GUÐMUNDUR A.
THORSSON
og þegar hann kemur heim hefur
hann valið að helga líf sitt eigin
frama en ekki gefast á vald ást-
inni. Hann neitar Öldu um vorið
sem þau eiga heimtingu á sam-
kvæmt öllum lögmálum. Síðan
heldur hann áfram með sitt líf,
prflar metorðastigann uppí ráð-
herrastól, en Alda þeytist
heimshorna á milli en er hætt að
vera til, hún lokast inní draumi
um vor og leysingar ástarinnar,
fjarar út á klassískum ógæfutíma,
' sjö árum.
Aftur og aftur skýtur þessi tala
upp kollinum sem váboði. Á
afmælinu sínu fyrst í bókinni fer
Alda út í kirkjugarð og sér afmæl-
ið sitt á litlu leiði: „Þann dag fyrir
fjörutíuogfjórum árum dó
stúlkubarnið Þórunn Jónsdóttir,
sjö ára gömul.“ (15). Þegar Alda
verður orðin fjörutíu og fjögra
ára mun hún einnig deyja sjö ára
gömul. Þegar hún hefur í fyrsta
sinn lokkað sögukennarann heim
til sín er fjölskyldualbúminu lok-
ið upp:
En áhugi sögukennarans
beinist að annarri mynd. Ég á
náttkjól með Öldu brúðu. Sem þá
var stærri en eigandinn. Á þeirri
mynd eröllgleði úrsjö ára andliti.
Pað er lokað og myrkt afþjáningu
heimsins. Áttrætt andlit. Aftur á
móti brosir dúkkan samkvæmis-
leg mér við hlið. (34).
Þetta er annar forboði því ein-
mitt svona verður Alda á sínu
seinna sjö ára afmæli. Þetta var
það andlit Öldu sem sögukennar-
inn mátti aldrei sjá, því það fælir
hann burtu; hann hreifst af dúkk-
unni Öldu, töffaranum þóttafulla
með ættardrambið, pakkningun-
um:
Það hefur nagað mig öll árin:
Ætli hann hefði snúið til mín aft-
Skerjafjörð
Nýja Miðbæ
og Kópavog Miðbæ
þJÓÐVILIINN
ur, ef ég hefði haldið andlitinu?
Manneskja sem heldur ekki and-
litinu er nefnilega ekki aðeins
nakin hún er líka opin og skín í
ógeðsleg innyflin. Enginn þolir
annan eftir slíka innsýn, nema
hann sé menntaður skurðlæknir.
(Já kannski hann hefði snúið til
min aftur efég hefði setið ogfœgt á
mér ncglurnar þegar hann varp-
aði mér út í ystu myrkur, látlaus
og hlýr einsog tækifœrisræðu-
maður í sextugsafmæli). (178).
Samhliða ástarsögunni er rakið
samband hennar við Ölmu systur
sína sem hún býr með og er sá
hluti hennar sem er heill og sann-
ur, og tengir hana við umheim-
inn. Alma deyr og þá hrynur
sjálfsmyndin; þá gliðna endan-
lega í sundur Öldurnar tvær og þá
fyrst klofnar innri tími sögunnar
algerlega í tvennt: hún lýsir sér
sem farlama gamalmenni þartil
ráðvilltur lesandinn uppgötvar
allíeinu að hún er ekki nema rúm-
lega fertug.
Við kynnumst þannig Öldu
andspænis sjálfri sér og andspæn-
is Ölmu - hún er líka andspænis
annarri systur, nöfnu sinni sem
fæddist andvana, fékk aldrei að
lifa rétt einsog Alda eldri fær
aldrei það vor sem hana dreymir
um. Og enn er hún andspænis
konu sem er möguleiki um annað
líf: Siggu dóttur Ölmu sem kýs að
ná sér í kærasta, stofna heimili,
fara að basla.
Hún sakar sinn vin um að vera
tímaþjófur, að hafa stolið af
henni lukkunni og þeim árum
sem hún átti eftir og fært henni í
staðinn sjö ára andartak þjáning-
arinnar. En er það hann sem ber
sökina? Það er annar karakter
sýnu meira á stjákli kringum
Óldu en sögubangsi og henni
þykir hann lostafullur og klúr.
Þetta er dauðinn sem tók systur
hennar og nöfnu andvana, tók
Steindór og tók Ölmu. Það er
dauði litlu Öldu sem mótar upp-
eldi hennar, gerir hana að for-
dekraðri prímadonnu, það er
dauði Steindórs sem ýtir við
henni á þann hátt að næsta ástar-
sambandið verður af heilum hug
því auðvitað er hún þrúguð af
sektarkennd hvað sem játalátum
líður, og það er dauði Ölmu sem
sviptir hana síðustu tengslunum
við veruleikann með því að neyða
hana til að horfast í augu við
sjálfa sig en sjá ekki bara
óskamynd sína í systurinni. Og
draumurinn um vor með lifandi
persónu, snýst upp í draum um
dauða, hún fær sér stóran og
dauðan bangsa sem hún hefur hjá
sér uppí rúmi en tekur að forðast
persónuna Anton, skrifar draumi
sínum holdgerðum sífelld bréf í
stað rósa; þær færir hún honum
óáþreifanlegum á hverju ári á
leiði systur sinnar og nöfnu. Og
bókinni lýkur á því að þessir tveir
- sögubangsi og dauðinn - renna í
eitt og vitja hennar, sem er orðin
tvær einsog á myndinni. Og hún
er sæl.
Þetta er mjög þröng saga. Hún
hefur eitt sjónarhorn, eina vit-
und, hún er um eina persónu,
eina hugmynd. Lfktog margar
eldri sögur Steinunnar er hún um
mónómanninn, þráhyggja er
leidd til lykta um algerar öfgar.
Svona lítur Alda á sjálfa sig:
Það sem hefur nefnilega bjarg-
að mér um dagana er að vita: ég er
stórkostleg. Þegar allt var farið í
hund og kött og kærastarnir horf-
nir ef einhverjir voru og jafnvel
búnir að svíkja mig og Sigga og
Alma farnar að skamma migfyrir
lauslæti með léttu fussi þá leit ég í
spegilinn og sjá: Það var harla
gott. Því andlitið á mér var ekki
aðeins fallegt, heldur einnig inni-
haldsríkt og ég vissi að ég hafði
Steinunn Sigurðardóttir
dásamlega verkan á aðra. Það
vildu mig allir. Maður gengur
ekki beinlínis beygður um garða
þegar svoleiðis er. (168).
Alda O. ívarsen er því enginn
smáræðis montrass. Óg loksins
þegar hún elskar Elskar hún, allt
er stórt við þessa konu, yfirgengi-
legt. Það er ekki bara tilviljun-
arkenndur brandari þegar hún
segir um Anton: „Þú ert ekki
maður/ heldur mý í buxum" (119)
því sveiflumar í skapheitum stfln-
um minna meira en lítið á Maja-
kovskí. Einhverjir kynnu að telja
að öll þessi ást sé ósannfærandi
því maðurinn sé svo greinilega
óverður hennar. Hann er að vísu
myndarlegur en heiðblá augun
undirstrika hve fjarlægur hann
er, draumkenndur, hann er
fullkomlega óræð persóna og
kemur málinu varla við sem slík-
ur. En slík aðfinnsla er óréttmæt
sé litið á þær aðstæður sem urðu
til þess að einmitt þessi maður er
ekki einhver annar kom við kvik-
una í henni; hann er einmitt gerð-
ur sem hversdagslegastur til að
undirstrika að málum var svo
komið í lífi Öldu að hún varð að
elska eitthvað annað en sjálfa sig.
Sjálf hefur hún enga skýringu
aðra á ást sinni en „af því bara“.
Alda er nýstárleg persóna í ís-
lenskum bóícmenntum: ný kven-
lýsing. Vera kann að útúr sög-
unni um hana megi lesa boðskap
um að konum dugi ekki að standa
á eigin fótum, ádeilu á sjálfstæðu
nútímakonuna sem gleymir að
elska og dýrkar kynlíf og svo
framvegis en slíkur félagslegur
lestrarmáti á sér ekki mikla stoð í
textanum sjálfum og veldur þar
mestu um hversu fullkomlega
ótýpísk Aida er, og örlög hennar
sérstök. Aðrar persónur en hún
eru vart til nema sem speglar
hennar, þær renna í gegnum
sjálfhverfa vitund hennar sem er
altekin af einni hugsun. Allt þetta
minnir á smásögu.
En sagan er býsna margræð.
Hvaða tal er þetta tildæmis um
Jón Sigurðsson: leynast þar túlk-
unarmöguleikar um samband
ástmagar og þjóðar? Ég veit það
ekki. Hitt er víst að Steinunn hef-
ur hér skrifað skáldverk sem er
mjög áhrifamikið á köflum,
beinlínis óhugnanlegt og furðu
fjölbreytilegt sé miðað við einæði
persónunnar: við fáum lýríska
ástarkafla sem leysast uppí ljóð,
öðrum sinnum rífur sögumaður
sig uppí heiftúðugar storkanir á
öllum réttum skoðunum og pró-
vókerar miskunnarlaust en sígur
svo niður í einfaldan og látlausan
stfl þess sem ekkert á lengur
nema draum um að deyja. Að
vísu hefði hér og þar mátt mín
vegna skera ögn niður og hvessa,
mælskan getur orðið heldur mátt-
lítil, einkum þegar líða tekur á.
Mér finnst helst slakna á í eilífum
utanlandsreisum Öldu, þó því
verði með engu móti neitað að
vart getur meira umkomuleysis
og einstæðingsskapar en að liggja
á jólunum uppí rúmi við hliðina á
dúkkubangsa á hóteli í New York
með sjónvarpið á og í höndunum
The long goodbye eftir Chandler.
- gat
Miðvlkudagur 19. nóvember 1986 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9
Skúla-
mál
Eftir Þorstein
Thorarensen
Hin nýstofnaða Vasaútgáfa
hefur gefið út bókina Skúlamál
eftir Þorstein Thorarensen. Er
hún í handhægu vasabókarformi
og lýsir þeim stórpólitísku
átökum sem urðu vestur á ísafirði
fyrir hartnær öld og ganga undir
heitinu Skúlamál. Það voru of-
sóknir þáverandi landstjórnar-
valds gegn Skúla Thoroddsen
sýslumanni.
í formála bókarinnar segir höf-
undur að bókin sé að uppistöðu
aðallega einn kaflinn úr bók hans
Eldur í æðum, sem út kom 1967,
en það var fyrsta ýtarlega lýsing-
in sem birst hafði á prenti um
þessi miklu deilumál, sem þang-
aö til var að mestu þagað yfir (
Islandssögukennslu.
Og tilefni þess að Þorsteinn
tekur þetta efni nú á ný til með-
ferðar er auðvitað, að tekið er að
flytja leikrit Ragnars Arnalds í
Þjóðleikhúsinu. Þegar það fréttist
fór Vasaútgáfan strax að undir-
búa útgáfuna.
Ætlunin með útgáfu Skúla-
mála er m.a. að gefa þeim sem
horfa á eða horft hafa á leikritið
greiðan aðgang að raunveruleik-
anum. Svo margir furðulegir at-
burðir koma fyrir í leikritinu, að
það er varla nema von að menn
spyrji, hvort þetta sé rétt. í bók-
inni Skúlamál er að finna svör við
því.
Bókin er mikið myndskreytt
með Ijósmyndum Jóhönnu Ól-
afsdóttur af persónum í leikriti
Ragnars og eru myndirnar til-
verkaðar til að gegna hlutverki
sem sterk myndræn tjáning þess
sem raunverulega var. Bókin er
160 bls., í handhægu vasabókar-
formi. Verð hennar er álíka og
einn miði í leikhús, eða 394 kr.
Grimms-
ævintýri
Vasa-útgáfan hefur gefið út 1.
bindi Grimms ævintýra í þýðingu
Þorsteins Thorarensen. Bókin
sem er 250 bls. í vasabroti hefur
að geyma 25 ævintýri og fylgir
hverju þeirra viðauki með skýr-
ingum þýðanda. Bókin hefst á
formála Grimmsbræðra að 2. út-
gáfu ævintýranna frá 1819, og
bókin er myndskreytt með klass-
ískum teikningum eftir ýmsa höf-
unda. Jafnframt vasabrotsbók-
inni kemur út snælda þar sem
þýðandinn les 6 af fegurstu
ævintýrunum inn á band. Hægt
er að fá snælduna með bókinni
eða kaupa hana sér. Safn
Grimmsbræöra er í heild sinni
200 ævintýri, en safn þeirra hefur
ekki áður verið birt í heild sinni á
íslensku. Sagnaunnendum ætti
því að vera fengur að útgáfunni
og þá ekki síst að hveiju ævintýri
fylgi viðauki um uppruna og hlið-
stæð sagnaminni meðal annarra
þjóða.