Þjóðviljinn - 19.11.1986, Qupperneq 13

Þjóðviljinn - 19.11.1986, Qupperneq 13
Frakkland Action Directe myrti Besse París - „Action Directe", öfga- sinnuð samtök til vinstri, til- kynntu í gær að þau bæru ábyrgð á morði George Besse, forstjóra Renault bifreiða- verksmiðjanna, í útborg París- ar í fyrrakvöld. Dreifimiðar með nafni AD fundust á neðanjarðarbrautar- stöð í París í gær, stutt frá heimili Besse. Lögreglan tilkynnti í gær að hún teidi tvær konur hafa skotið Besse. Einnig var tilkynnt að svo virtist sem dreifimiðarnir væru ósviknir. Þar er að finna nafn á Pierre nokkrum Overney en hann var maóisti sem vann í verksmiðjum Renault og var skotinn af vakt- manni þar í mótmælaaðgerðum árið 1972. Geysivíðtæk leit er nú í gangi að þeim sem myrtu Besse. Und- anfarin tvö ár hafa Action Dir- ecte og önnur hliðstæð hryðju- verkasamtök í Evrópu staðið fyrir mikilli hryðjuverkaherferð í Evrópu sem þau nefna stríð á hendur vestrænni heimsvalda- stefnu. Action Directe hefur ver- ið í tengslum við Rauðu her- deildina í V-Þýskalandi, RAF, undanfarin ár. George Shultz utanríkisráðherra Bandaríkj- anna íhugar nú afsögn, segja að- stoðarmenn hans, í kjölfar mikill- ar gagnrýni á Bandaríkjastjórn fyrir vopnasölu til írans. Shultz hefur gagnrýnt þessa vopnasölu opinberlega en starfsmenn í Hvíta Húsinu í Washington hafa neitað því að hann ætli að segja af sér. í skoðanakönnun sem Los Angeles Times birti í gær kemur í ljós .að 79 % Bandaríkjamanna telja að neitanir Reagans um að vopnasalan sé ekki lausnargjald fyrir bandaríska gísla, væru í versta falli ósannar. Aðeins 14 % af þeim 1480 sem voru spurðir sögðust trúa forsetanum. Amnesty International segir í skýrslu sem birt var í gær í Lundunum að so- véskir fulltrúar séu flæktir í pynt- ingar stjórnarandstæðinga í Af- ganistan. í skýrslunni segir að fyrrverandi fangar hafi haldið því fram að sovéskir fulltrúar hafi verið viðstaddir pyntingar sem gerðar hafi verið á þessu ári. Meðal þeirra líkamsmeiðinga sem stjórnarandstæðingar urðu fyrir, voru miklar hýðingar og rafmagnshögg. í skýrslunni segir að stjórnvöld í Kabúl hafi ekki svarað ásökunum um þessar pyndingar. Kommúnistaríkin verða áreiðanlega með á næstu Ólympíuleikum í S-Kóreu 1988, sagði formaður Alþjóða ólymp- íunefndarinnar Juan Antonio Samaranch í gær. Samaranch var um helgina á fundi með íþróttam- álaráðherrum kommúnistaríkja í A-Berlín. Þar á meðal voru full- trúar N-Kóreu en N-Kórea hefur hótað að mæta ekki á leikana fái þeir ekki hluta leikanna yfir land- amærin til sín. Samaranch vildi ekki segja annað af fundinum en hann væri ánægður og fullviss um að þessi ríki mættu á leikana. ERLENDAR FRÉTTIR INGÓLFUR n HJÖRLEIFSSON R E (J 1 E R HEIMURINN Birtist Kim II Sung opinberlega í gær Seoul - Kim ll-Sung ieiðtogi S- Kóreu í 41 ár, batt í gær endi á vangaveltur manna um það hvort hann væri lífs eða liðinn með því að birtast sjónum manna á flugvelltnum í Pyong- yang, brosa og taka í höndina á Mongólíuleiðtoga, Zhambyn Batmunkh sem var að koma í opinbera heimsókn. Sannanir fengust fyrir þessum fregnum með þeim hætti að norð- ur-kóreanska sjónvarpið sýndi myndir af móttökuathöfninni og diplómatar staðfestu að Kim væri lifandi, enn er hins vegar spurt hvort valdarán hafi verið í aðsigi. Talsmenn yfirvalda í S-Kóreu höfðu í fyrradag tilkynnt að kall- að hefði verið yfir landamæri S- og N-Kóreu um hátalarakerfi að Kim hefði verið skotinn í járn- brautarlest. S-Kóreumenn til- kynntu einnig að fréttir hefðu borist af því frá Tokyo að morð- ingjar Kims hefðu flúið yfir til Kína og hefði þeim verið tekið þar með virktum. N-Kóreanskur sendiráðsstarfsmaður í Peking sagði þær fréttir hins vegar ekkert annað en „s-kóreanskar lygar“. Enn velta menn því hins vegar fyrir sér hvers vegna þessi orð- rómur fór af stað. Vestrænn dip- lómat í Peking var spurður þess- arar spurningar og svaraði því til að spurningar um valdabaráttu hefðu ef til vill komið til vegna þess að O Jin-U, vamamálaráð- herra N-Kóreu hefur ekki birst opinberlega að undanförnu við athafnir þar sem hann væri vana- lega viðstaddur. Hann bætti því hins vegar við að þar sem N- Kórea væri mjög lokað þjóðfélag á stjórnmálasviðinu, jafnvel óvenjumikið miðað við kom- múnistaríki, væri engin leið að geta sér til um það hvort nokkur valdabarátta væri í gangi. í Seoul voru stjórnmáiaskýrendur í gær mjög undrandi á atburðum undanfar- inna daga og voru ekki á eitt sátt- ir. Yfirleitt var þó talið að ein- hver valdabarátta hafi verið í gangi og hafi O varnarmálaráð- herra jafnvel staðið fyrir henni. Ein tilkynningin sem mun hafa borist úr hátölurum á landamær- unum mun hafa verið eitthvað á þá leið að uppreisn hefði verið gerð í einni herdeild n-kóreanska hersins með þeim afleiðingum að 29 hermenn væru látnir. Tveimur klukkustundum síðar mun síðan hafa komið tilkynning í hátölu- runum þar sem sagði m.a. „Látið ekki blekkjast af orðrómi um að leiðtogi Kim Il-Sung sé látinn. Klukkustund síðar birtist Kim II- Sung í eigin persónu. Filippseyjar Vonir dvínaúm vopnahlé Nú þykja vonir ekki bjartar um vopnahléssamkomulag stjórnvalda og skœruliða kommúnista í Ijósi morðsins á vinstri leiðtoga og vegna ráns á kaupsýslumanni Manila - Vonir Filippseyinga um að vopnahlé komist á fyrir jól milli skæruliða kommún- ista og stjórnarhersins, virð- ast að engu orðnar eftir að einn leiðtoga vinstri manna var myrtur fyrir skömmu og orðrómur er enn á kreiki um uppreisn stjórnarhersins gegn stjórn Aquino forseta. Þá heldur lögregla áfram leit að japönskum kaupsýslumanni sem rænt var fyrir skömmu, ó- staðfestar fréttir herma að yfir- völd hafi fengið í hendur kröfu um lausnargjald. Yfirvöld í Japan og á Filippseyjum hafa hins vegar neitað þeirri fregn. Ramon Mitra, landbúnaðar- ráðherra Filipsseyja og einn af þremur fulltrúum yfirvalda í samningaviðræðum við skæru- liða kommúnista um vopnahlé, sagði í fyrradag að samningavið- ræður hæfust ekki að nýju fyrr en eftir áramót. Viðræðunum var frestað þegar fréttir bárust af því að einn leiðtoga vinstri manna á Filippseyjum, Rolando Olalia, hefði verið myrtur á fimmtudaginn í síðustu viku. „Það er afskaplega óheppi- legt“, sagði Mitra, „að þetta Mið-Ameríka Reiði út í Bandaríkjastjóm Miami - Leiðtogar allra landa í Mið-Ameríku og í Karíbahaf- inu, að undanskildum Nicarag- ua og Kúbu, eru nú á fundi í Miami og gagnrýndu í fyrradag bandarísk stjórnvöld harka- lega fyrir þriggja ára gamla að- stoðaráætlun Bandaríkjanna CBI áætlunina, við þessi lönd. Samkvæmt CBI fá fyrrnefnd ríki óheftan aðgang að banda- rískum mörkuðum fyrir fram- leiðslu sína. Áætluninni var hrundið í framkvæmd til að hvetja bandarísk fyrirtæki til fjárfestinga og starfsemi í þessum löndum, leiðtogar landanna segja hins vegar að áætlunin hafi enn ekki skilað árangri. „CBI áætlunin er komin í ógöngur vegna mótsagna í stefnu bandarískra stjórnvalda“, sagði ‘ utanríkisverslunarráðherra Costa Rica, Muni Figueres, á ráðstefnunni í Miami. Bandarík- in eru stærsti viðskiptaaðili þess- ara landa og verðmæti útflutnings þeirra til Bandaríkjanna minnkaði um 22 % árið 1985 og höfðu á fyrra helmingi þessa árs minnkað um önnur 12 %. Leiðtogar Karíbahafslanda kvörtuðu í Miami yfir því að þrátt fyrir CBI áætlunina hefðu tollar og takmarkanir á vörur frá þess- um löndum ekki verið felldir nið- ur í Bandaríkjunum. Figueres hélt því fram að þau vaxandi verndartollasjónarmið sem kom- ið hafa fram í Bandaríkjunum að undanförnu, myndu gera CBI að engu og gæti auk þess leitt af sér „efnahagslegt hrun“, þessara landa. Hasenfus/Nicaragua Náðun möguleg Váraforseti Nicaragua, Sergio Ramirez, sagði ífyrrakvöld að mögulegt væri að Eugene Hasenfus yrði náðaður efslíkt gæti bætt samskipti ríkisstjórnar Bandaríkjanna og Nicaragua Eugene Hasenfus. Pólitískt peð. Managua - Stjórnvöld í Nicar- agua eru tilbúin til að náða Eugene Hasenfus, ef það gæti orðið til að bæta samskipti við bandarísk stjórnvöld. Það var varaforseti Nicaragua, Sergio Ramirez sem sagði þetta við fréttamenn í fyrrakvöld. Eftir síðustu helgi hafði dómsmálaráðherra landsins til- kynnt að slíkt kæmi ekki til greina þar sem náðun til handa Hasen- fus myndi vekja upp mikla reiði meðal almennings í landinu. Varaforsetinn, Ramirez, sagði hins vegar í fyrrakvöld: „Við erum opnir fyrir þeirri hugmynd að náða Hasenfus þegar réttar- höldunum er lokið. Sá möguleiki að forsetinn (Ortega) náði hann er opinn.“ Ramirez bætti því við að Hasenfus málið væri fyrst og fremst pólitískt mál og stjórnvöld væru því opin fyrir pólitískri lausn. „Við vonum“, sagði Ram- irez, „að málið geti orðið til að bæta, ef mögulegt er, samband bandarískra stjórnvalda og Nic- aragua.“ Eins og kunnugt er, var Hasen- fus dæmdur í 30 ára fangelsi um helgina fyrir tilraun til að koma Nicaragua undir erlend yfirráð og fyrir glæpsamlegt samsæri gegn stjórnvölduni. Hann hefur áfrýj- að dómnum. Ml&vikudagur 19. nóvember 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 skyldi gerast þegar við vorum um það bil að undirrita samning um vopnahlé nú fyrir jólin.“ Mitra bætti því við að þrátt fyrir nýliðna atburði yrði samningaleiðum haldið opnum, hvað svo sem stjórnvöld kynnu að taka til bragðs. Aquino forseti sagði í ræðu á sunnudaginn að hún myndi leiða þjóðina í stríði tilað eyða hinni 17 ára gömlu uppreisn, ef ekki tæk- ist að semja um frið. Hingað til hefur Aquino hins vegar beitt sér fyrir því að samkomulag náist í friðarviðræðunum. Valdamiklir menn innan hersins og hafgrisinn- aðir stjórnmálamenn hafa hins vegar gagnrýnt hana fyrir þessa stefnu sína og segja uppreisnar- menn vera þá sem hagnast á vopnahlé. Falklandseyjar/Bretar Lítið hrifnir af viðræðum Lundúnum, Buenos Aires - Bresk stjórnvöld hafa tekið illa í tillögu Argentínustjórnar um að samið verði um að binda endi á Falklandseyjadeiiuna. Reuters fréttastofan hefur eftir heimildarmanni sínum í bresku utanríkisþjónustunni að ekki verði séð að þessi yfir- lýsing Argentínustjórnar færi þessi mál í samkomulagsátt. í tilkynningu frá utanríkisráðu- neytinu segir að Argentínustjórn sé reiðubúin að lýsa því yfir að styrjaldarátökum á Falklands- eyj*um sé lokið, en af breskri hálfu hefur verið litið á slíka yfir- lýsingu sem frumforsendu við- ræðna. Yfirlýsing Argentínumanna var birt aðeins nokkrum tímum fyrir fund Alfonsins Argentínu- forseta og Reagans Bandaríkjaf- orseta í fyrrakvöld, þarsem búist var við að eitt helsta viðræðuefni yrðu nýlegar væringar milli stjórnanna í Buenos Aires og London vegna landhelgi kringum Falklandseyjar. í yfirlýsingunni segir að Arg- entínumenn séu tilbúnir til þess, á réttu andartaki, að lýsa yfir stríðslokum, en ekki tilgreint nánar hverjar yrðu hinar réttu ástæður slíkrar yfirlýsingar. Argentínumenn telja sig eiga Falklandseyjar, eða Malvinas, og hafa ekki viljað gefa yfirlýsingu um að átök séu yfirstaðin þótt Falklandseyjastríðinu hafi í raun lokið í júní 1982.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.