Þjóðviljinn - 22.11.1986, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 22.11.1986, Blaðsíða 3
Sameinuðu þjóðirnar Lifum í hættuleg- um heimi „Við lifum í hættulcgum heimi sem eyðir þúsund billjónum doll- ara á hverju ári í vopnafram- leiðslu, og við verðum að keppa að því að stöðva vopnakapp- hlaupið" sagði Jan Martenson, framkvæmdastjóri afvopnunar- deildar Sameinuðu þjóðanna meðal annars á fundi með frétta- mönnum í gær, en han er kominn hingað til lands í tilefni af 40 ára afmæli inngöngu íslands í S.Þ. Hátíðarfundur hefst í Þjóðleik- húsinu í dag kl. 14.00 á vegum Félags S.Þ. og verður flutt vegleg dagskrá í tilefni afmælisins. Þess má geta að dagskrárblað fundar- ins er jafnframt happdrættismiði og verður dregið í happdrættinu á fundinum. Vinningurinn er flug- ferð til höfuðstöðva SÞ í New York. -vd. Norðurland eystra Stefáns- menn brattir „Við erum brattir“, sagði Har- aldur M. Sigurðsson á Akureyri, einn þeirra sem safnar undir- skriftum fyrir sérframboð Stefáns Valgeirssonar á Norðurlandi eystra. Hann sagði undirtektir á Akureyri góðar, og einnig ann- arsstaðar, sérstaklega í Norður- Þingeyjarsýslu, á heimaslóðum Stefáns. Undirskriftalistar liggja aðeins hjá trúnaðarmönnum og telja þeir sig því örugga um að þeir sem ljá Stefáni nöfn sín séu ák- veðnir í stuðningnum. Safnað verður til mánaðamóta og þá veg- ið og metið hvað skal gera. Stefán sjálfur hefur hvorki játað sér- framboði né neitað. í grein í Tímanum í vikunni segir einn af stuðningsmönnum Stefáns, Gunnar Hilmarsson sveitarstjóri á Raufarhöfn að flokksforystan beiti miklum þrýstingi með símtölum gegn sérframboðinu. Gunnar segir líka að Framsóknarlistinn sé „ákaflega ósannfærandi“ og úti- lokað að fleiri en tveir nái kjöri. Sú „Húsavíkurforsjá“ sem nú sé í boði valdi áhyggjum, segir að ekki sé aðeins verið að „stjaka við“ Stefáni, aðrir „sem haft hafa sjálfstæðar og ákveðnar skoðan- ir“ séu í hættu, þar á meðal Páll Pétursson, Haraldur Ólafsson og Ólafur Þórðarson. „í stað þeirra eiga svo gulldrengirnir góðu að koma“ segir Gunnar, - en með slíku sé ekk aðeins skipt um menn heldur líka um stefnu. Raunverulegur skotspónn Gunn- ars er flokksformaðurinn Steingrímur Hermannsson, sem er harðlega gagnrýndur fyrir af- stöðu sína í byggðamálum. Landvernd Umhverfi og fiskeldi I dag og á morgun stendur Landvernd fyrir ráðstefnu þar sem fjallað verður um umhverf- ismál og fiskeldismál. Þar tala fulltrúar þingflokka og Friðjón Guðröðarson, Hörður Bergmann, Gunnar Steinn Jóns- son og Sigurður Pálsson. Ráð- stefnan verður haldin í Risinu, Hverfisgötu 105 og hefst klukkan 10 í dag. FRÉfHR Ólympíumótið Efstir ásamt Sovét íslendingarnirgegn heimsmeistarasveitinni ídag, eftir3-l siguryfir Argentínumönnum Að öllum líkindum tefla ís- lensku skákmennirnir í Dubai í dag við sovésku sveitina í Ólympí- umótinu í Dubai. Með 3-1 sigri yfir Argentínumönnum í gær komust þeir í deilt efsta sæti með 17 VI vinning og er Ólympíumótið í Sameinuðu arabísku fursta- dæmunum þegar orðinn einn af hápunktum íslenskrar skáksögu, hvernig sem eftirleikurinn verð- ur. Stilli báðar sveitir upp sterk- asta liði teflir Helgi við heims- meistarann Kasparof, Jóhann við Karpof, síðasta heimsmeistara, Jón L. við Sokolof og Margeir við Jusupof, en þeir Jusupf og Soko- lof áttust fyrir nokkru við um hvar skyldi reyna að ná áskor- endaréttinum úr höndum Karp- ofs. íslenska sveitin átti góðan dag í gær gegn sterkum Argentínu- mönnum, tíundu sterkustu að stigum í mótinu. Helgi gerði jafn- tefli við Daniel Campora á fyrsta borði. Teflt drottningarbragð og Argentínumaðurinn var frá upp- hafí staðráðinn í jafntefli. Jafn- tefli var einnig niðurstaðan í viðureign Jóns L. við Carlos Garcia-Palermo á þriðja borði, Caro-Kan-vöm. Vinningarnir komu á svart. Jóhann tefldi drottningarindverska vörn gegn góðkunningja Friðriks og Lars- ens, Oscar Panno, á öðru borði, náði fljótt betra tafli, vann skipt- amun, og síðan vinningnum eftir 33 leiki. Margeir átti í tvísýnni viðureign við Pablo Ricardi á fjórða borði, en að lokum féll sá silfurlenski með koltapað tafl í 30. leik. Sigurganga Sovétmanna hefur ekki verið sú sem búist var við í Dubai, og í gær urðu þeir að sætta sig við jafnt gegn geysiöflugum Englendingum. Kasparof hafði Miles að lokum, og Jusupof\ann Short, en Vaganjan tapaði fyrir Chanler og John Nunn hafði bet- ur gegn Sokolof. Áfall fyrir gerska, sem nú hafa tapað þrem- ur skákum á mótinu. Júgóslavar og Kúbumenn eiga tvær biðskákir, og gætu slavarnir náð forystunni eftir þær, en stóðu lakar í báðum í gærkvöldi. Bandaríkjamenn réttu úr kútn- um með vænum árangri gegn Chile, og Rúmenar eru komnir í hóp efstu liða eftir að hafa lagt Kínamenn að velli. Skotar koma á óvart í mótinu, sigmðu í gær Spánverja. í kvennakeppninni hafa þær sovésku forystuna með 131/2 vinn- ing og biðskák. Kínverska sveitin veitir þeim harða keppni með 13 og bið. Úr undirheimum: Sambía- Bermúda 3-1 og Bahama- Seychelles 7>Vi-Vz, og sitja síðar- nefndu löndin jöfn á botninum. Helstu úrslit í gær: Sovét-England (sland-Argentína Bandaríkin-Chile Kanada-Finnland Sviss-Portúgal V-Þýskal.-Singapore Skotland-Spánn Frakkland-lndónesía Tékkó-Pólland Rúmenía-Kína Ungverjal.-Búlgaría Júgóslavía-Kúba Staða efstu liða: I- 2 Sovétríkin, ísland (17’/2) 3-5 England, Bandaríkin, Rúmenía (17) 6 Júgóslavía (16%, BB) 7-8 Skotland, Kanada (161/2> 9 Ungverjaland (16, B) 10 Kúba (15’/2, BB) II- 12 Búlgaría, Frakkl. (151/2, B) 13-14 Argentína, V.-Þýskal. (151/2) 15-16 Spánn, Tékkóslóv. (15, B) 17 ftalía (15) 18-21 Indónesía, Pólland Brasilía, Sviss (141/2, B) 22 Tyrkland (14, B) 2-2 3- 1 31/2-1/2 3V2-1/2 2V2-V2 4- 0 2V2-IV2 2-1, B 11/2-1V2,B 3V2-V2 2-1, B IV2-V2, BB Langisandurinn hefur löngum verið vinsælt útivistarsvæði á Akranesi, en hann hefur sínar slæmu hliðar og hefur valdið spjöllum á byggðinni fyrir ofan. Mynd gg. Akranes Sandfok vetdur áhyggjum Sandfok frá Langasandi hefur gert Akurnesingum marga skrá- veifu á undanförnum árum, en nú virðist hilla undir lausn á þessu vandamáli. Verkfræði- og teikni- stofan á Akranesi hefur lagt til að Jaðarsbakkar verði færðir fram með grjótvörn og hluta af sandin- um verði ýtt upp og aftur fyrir grjótvörnina. Að sögn Guðbjarts Hannes- sonar bæjarfulltrúa er þó ekki þar með sagt að ákveðið hafi verið að fara út í þessar framkvæmdir-. Aðrir möguleikar verða athugað- ir.Fyrir tveimur árum fór byggðin við Jaðarsbakka nánast í kaf í sand og síðan hefur borið á foki af og til. Langisandurinn hefur hækkað talsvert á undanförnum árum og ef farið verður að tillögu verkfræðinganna, verður hann færður í það ástand sem hann var í fyrir 20 árum. Alþýðubandalagið Einkabanki mun „Niðurstaða okkar er sú að leið Seðlabankans sé ekki aðeins óheppilegri heldur líka miklu dýrari en sameining Búnaðar- bankans og Útvegsbankans“ sagði Svavar Gestsson í samtali við Þjóðviljann í gær. „Framsókn lét upphaflega í Ijósi svipað álit í þingflokkssamþykkt en hefur nú linast vegna hótana íhaldsins. ábyrgjast áfram núverandi útlán Útvegsbankans og það er varla svartsýni að ætla að ríkissjóður þurfi að bera 2-300 milljónir af því fé. Tillagan gerir ráð fyrir að ríkissjóður komi Útvegsbankan- um upp í núll fyrir sameiningu. Þar yrði um að ræða 100 milljónir í viðbót. Samtals 1250-1550 dýiari fyrir ríkið milljónir. Auk þessa Verða lífeyrissjóðs- skuldbindingar við starfsfólk bankans að standast, þar falla á ríkissjóð óvissar upphæðir sem gætu verið á bilinu 100-200 milljónir. Önnur rök fyrir tillögu okkar er þjónusta við atvinnuvegina og landsbyggðina. Ef leið Seðla- bankans verður farin þá mun hinn nýi banki hafa samtals 32 afgreiðslustaði, þar af aðeins 9 á landsbyggðinni. Landsbanki og Búnaðarbanki hafa nú samtals 73 afgreiðslustaði, þar af 51 á lands- byggðinni.“ -vd. Bankar „Með öllu óbundnir“ Steingrímur svarar bréfiAlþýðubandalagsins „í áliti Seðlabankans kemur fram að kostnaður við slíka sam- einingu væri um 1 milljarður. Kostnaður við leið Seðlabankans yrði hinsvegar 1250-1550 milljónir. í fyrsta lagi er gert ráð fyrir því að einkabankarnir leggi fram eigiðfjárframlag að upphæð 850 milljónir en það er hæpið að þeir nái því. Það sem upp á vant- ar, 100-300 milljónir, fellur á rík- ið. í öðru lagi eiga 850 milljónir að koma frá einkaaðilum, spari- sjóðum og útgerðarmönnum. Það er ótrúlegt að það takist. í þriðja lagi á ríkissjóður að Meðan „tillögur Seðlabankans og Sjálfstæðisflokksins“ eru til athugunar í ráðherranefnd hefur afgreiðslu bankamála verið frestað í rflusstjórninni, segir í svari forsætisráðherra við bréfi þingflokks Alþýðubandalagsins frá í fyrradag. Steingrímur segir þar að enn liggi tvær tillögur fyrir ríkisstjórn- inni, sín frá hvorum stjómar- flokki, og hafi hvorugur flokkur- inn fallið frá tillögu sinni. Enn- fremur segir forsætisráðherra að flokkarnir séu „með öllu óbundn- ir af niðurstöðum umræddrar at- hugunar“ hjá þeim Halldóri Ás- grímssyni og Matthíasi Bjarnas- ym. I bréfínu til forsætisráðherra lýsti þingflokkur AB því að hann vildi sameina Útvegs- og Búnað- arbanka, og bauðst til viðræðna við stjórnarflokkana, annan eða báða, um þá leið eða skiptingu Útvegsbankans milli Búnaðar- bankans og Landsbankans. Laugardagur 22. nóvember 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.