Þjóðviljinn - 22.11.1986, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 22.11.1986, Blaðsíða 1
Laugardagur 22. nóvember 1986 267. tölublað 51. órgangur Þá var kynnt skýrsla starfshóps Rannsóknarráðs ríkisins um stefnumótun á sviði tölvu- og upplýsingatækni hér á landi í framtíðinni. Páll sagði við það tækifæri að öll vestræn ríki væru komin með áætlun um þessi mál og íslendingar gætu náð í skottið á þessari þróun ef vel væri staðið að málum. Páll sagðist hins vegar ekki vera bjartsýnn á að nægi- legar fjárveitingar fengjust til þessara verkefna. Tillögur nefndarinnar eru í stuttu máli á þá leið að tölvu- og upplýsingatækni verði efld hér á landi og hún nýtt betur í þágu atvinnulífsins. Veitt verði sérstök fjárveiting til þess að byggja upp upplýsingaiðnað, að jafnaði 65 milljónir króna á ári í 4 ár, áætl- unin og fjárveiting til hennar verði þó endurskoðuð árlega. Ekki voru allir aðilar þessarar skýrslu jafn svartsýnir og Páll. ASÍ Formennirnir funda Formannafundur ASÍ verður haldinn á morgun, en þar verður tekin ákvörðun um það hvernig staðið verður að næstu kjara- samningum og hvaða áherslur verða settar á oddinn í kröfugerð- inni. Að sögn Ásmundar Stefáns- sonar forseta ASÍ hefur mið- stjórnarsamþykkt ASÍ víðast hvar fengið góðan hljómgrunn innan Alþýðusambandsins, en þar er lögð áhersla á hækkun Íægstu launanna, afnám launam- isréttis kynjanna og á milli landshluta, auk þess sem þar er lagt til að hlutur fastakaupsins í bónuskerfinu verði hækkaður. Ásmundur taldi líklegt að í ákveðnum málum verði heildars- amflot og í öðrum geri félögin og samböndin sérsamninga. Að sögn Ásmundar hefur lítið áþreifanlegt komið á borðið eftir viðræður sambandanna við VSÍ. Pórarinn V. Þórarinsson formað- ur VSÍ virtist frekar svartsýnn eftir viðræðurnar: „Mitt mat er að þetta verði örugglega mjög erfitt og að lausn finnist ekki nema með heildarstefnumótun verkalýðshreyfingarinnar" sagði Þórarinn. -K.Ól. Pétur Pétursson með bókina nýútkomnu á sögulsóðum við Suðurgötu 14. Þangað var stefnt 400 manna liði vopnuðu.. 65 ár „Hvrta stríðið" enn viðkvæmt Ný bók með frumheimildum um átökin útaf rússneska drengnum Amorgun 23. nóvember, eru 65 ár liðin sfðan þau furðulegu tfðindi urðu í Reykjavík, að 400 manna vopnað lið umkringdi hús þess fræga alþýðuforingja Ólafs Friðrikssonar við Suðurgötu í Reykjavík til að taka þaðan með valdi rússneskan fósturson Ólafs og senda hann nauðugan úr landi. Þetta mál dró langan slóða á eftir sér um þjóðlffíð segir Pétur Pét- ursson sem hefur safnað til heimildarrits um þessa atburði sem nú er út komið. Bókin heitir „Réttvísin gegn Ólafi Friðrikssyni og fleirum" og kemur út í Ritsafni Sagnfræði- stofnunar sem Jón Guðnason rit- stýrir. Pétur Pétursson og Har- aldur Jóhannsson sáu um útgáf- una. Pétur sem hefur margt skrifað um þetta efni, skrifar ítarlegan inngang um málið, og rekur þar með tilvísunum til skjala, blaða- greina, kveðskapar, fundargerða verkalýðsfélaga ofl. hve margvís- legar afleiðingar „drengsmálið" Ólafs hafði út um þjóðlífið. í stuttu spjalli við blaðið lét hann þess getið, að engu væri líkara en að mál þetta væri viðkvæmt enn í dag. Til dæmis hefði orðið fyrir- staða á því að hann fengi afhent gögn er málið varðar í Ríkis- skjalasafninu danska (þar er á þeim sérstakt áttatíu ára bann) - en hafði þó áður tekist að ljósrita ýmislegt úr því safni. Þá var það og til trafala að margt hefur farið úrskeiðis með varðveislu gagna er varða lögreglustjóraembættið í Reykjavík. Virðisaukaskattur Almenningur borgar meira Frumvarp um virðisaukaskatt til stjórnarliða eftir helgi. Gert ráð fyrir gildistöku í ársbyrjun ’87. Matvörur hœkka um tíu prósent r | frumvarpi um virðisaukaskatt sem tekið verður til umræðu í þingliði stjórnarflokkanna strax eftir helgi er gert ráð fyrir að skatturinn verði 24% og leggist á 1. janúar 1987. Við umskiptin frá söluskatti í virðisaukaskatt er gert ráð fyrir að matvörur hækki að meðaltali um rúm 10 prósent, og er í plöggum stjórnarinnar gert ráð fyrir að árshækkun á framfærsluvísitölu verði 1,2% við breytinguna. Forystu- mönnum stjórnarandstöðu var kynnt frumvarpið í gær. Virðisaukaskattur uppá 24% á að gefa af sér 18,1 miljarð, og er gert ráð fyrir að þar af renni 2,65 miljarðar í sérstakar mildunar- ráðstafanir, 1150 miljónir til hækkunar á barna- og lífeyrisbót- um og til að greiða niður húshit- unarkostnað, 550 miljónir til að bæta uppá afnám tolla og vöru- gjalds á matvöru, og 950 miljónir til að auka niðurgreiðslur á bú- vöru. Þó er gert ráð fyrir að matvara hækki að meðaltali um 10-11 prósent. Hlutur almenningsneyslu í virðisaukaskattinum er í fylgi- plöggum frumvarpsins talinn um 80% en er um 70% af söluskattin- um, og minnkar hlutdeild fyrir- tækja í skattgreiðslunni að sama skapi. - m Tölvu- og upplýsingatœkni Jaðrar við stórslys Ný skýrsla kynnt um tölvu- og upplýsingatœkni. Hörð gagnrýni höfunda á þátt yfirvalda. Páll Kr. Pálsson, á Iðntœknistofnun: Stjórnvöld hafa sýnt tómlœti og lítið gert þessum málum til framdráttar Kjarninn í þessu máli nú er sá að síðustu 10 til 15 ár hefur verið skrifað og skrifað um þessi mál, hver skýrslan kynnt af ann- arri, eins og þessi nú, en ekkert hefur gerst, yfirvöld hafa sýnt þessu tómlæti, lítið gert til að skapa forsendur þess að eðlileg þróun verði í þessum málum hér á landi, sagði Páll Kr. Pálsson, framkvæmdastjóri Iðntækni- stofnunar Islands í gær. Páll Jensson hjá Reiknistofnun Háskólans, sagðist hafa trú á að þessi áætlun næði fram að ganga þar sem hér væri um svo geysi mikilvægt verkefni að ræða. „Þessi mál koma til með að hafa víðtæk áhrif á allar atvinnugrein- ar í landinu og daglegt líf almenn- ings“, sagði Páll. „Það er þó ljóst“, bætti hann við, „að það jaðrar við að mikið stórslys sé að eiga sér stað hvað varðar aðstöðu Háskóla íslands til að sinna þess- um málum.“ -IH Ólymípuskákin Með fræknum sigri á sterku liði Argentínu skaust íslenska sveitin á Ólympíumótinu i Dubai í efsta sætið sem hún deilir með stjörnuliði Sovétmanna, skipuðu núverandi, fyrrverandi og tilvon- andi heimsmeisturum. íslending- arnir tefla að öllum líkindum við Sovétmenn í dag. Jóhann og Margeir unnu and- stæðinga sína á öðru og fjórða borði í gær, Helgi og Jón L. gerðu jafntefli, - og þarmeð hefur ís- lenska sveitin snemma f mótinu unnið eftirminnilegt afrek. Sjá SÍÖU 3 ~ m

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.