Þjóðviljinn - 22.11.1986, Blaðsíða 12
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ
Austurland
Forval 22. -23. nóvember.
Síðari umferð forvals AB á Austurlandi vegna alþingiskosninga fer fram
dagana 22. og 23. nóvember. Formenn félaganna veita allar upplýsingar.
Þeir eru:
Vbpnafjörður: Guðmundur Wium s: 3326, Egilsstaðir, Hérað og Borgar-
fjörður: Kristinn Árnason s: 1286. Seyðisfjörður: Jóhann Jóhannsson s:
2425. Neskaupsstaður: Már Lárusson s:7331. Eskifjörður: Hjalti Sigurðs-
son. s:6367. Reyðarfjörður: Sveinn Jónsson s:4377. Fáskrúðsfjörður:
Magnús Stefánsson s: 5211 Stöðvarfjörður Ármann Jóhannsson s:5283.
Breiðdalsvík: Þorgrímur Sigfússon s:8817. Djúpivogur: Eysteinn Guðjóns-
son s: 8873. Höfn: Sigurður Geirsson s:8172.
Utnakjörstaðaatkvæðagreiðsla stendurfrá 17. nóvember. Kosið verður
hjá formönnum og á aðalskrifstofu AB Hverfisgötu 105 í Reykjavík á skrif-
stofutíma.
Alþýðubandalagið Reykjavík
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla
Atkvæðagreiðsla utankjörfundar vegna forvals ABR hefst næstu helgi og
stendur þann 23. og 24. nóvember frá kl. 13 - 15 að Hverfisgötu 105.
Vikuna 24. nóvember fram að kjördegi 29.-30. nóv. verður hægt að kjósa
að Hverfisgötu 105 frá kl. 10-12 og 17.15-19.15 daglega.
Vesturlandskjördæmi
Kjördæmisráðsfundur
Kjördæmisráð boðar til fundar sunnudaginn 23. nk. í Röðli.Brákarbraut 3,
Borgarnesi. Fundarefni: 1) Niðurstaða forvals. 2) Önnur mál. - Stjórnin.
Alþýðubandalagið Neskaupstað
Seinni hluti forvals
Seinni hluti forvals fer fram að Egilsbraut 11, laugardaginn 22. og 23.
nóvember nk. Opið verður frá kl. 13 - 18 báða dagana.
Þeir sem ekki verða heima fyrrgreinda daga hafi samband við Má Lárusson
s. 7331, Lilju Huldu Auðunsdóttur s. 7327 og Bjarna Aðalsteinsson s. 7583.
Félagar og stuðningsmenn fjölmennið. - Stjórn ABN.
Alþýðubandalagið í Reykjavík
Viðtalstími borgarfulltrúa
f dag laugardag tekur Sigurjón Pétursson
borgarfulltrúi á móti viðmælendum á Hverfisgötu
105, 4. hæð, milli kl. 13 og 14.
Norðurland eystra
Norður-Þingeyingar athugið!
Alþýðubandalagið boðar til almennra stjórnmálafunda um helgina á eftir-
farandi stöðum:
Raufarhöfn laugardaginn 22. nóv. kl. 17.00 i félagsheimilinu.
Þórshöfn sunnudaginn 23. nóv. kl. 20.30 í félagsheimilinu.
Stelngrímur J. Sigfússon alþm. kemur á fundina og ræðir
stjórnmálaviðhorfið, atvinnu- og byggðamál. Allir velkomnir. - Alþýðu-
bandalagið.
Alþýðubandalagið Akranesi
Fullveldisfagnaður
Fullveldisfagnaður verður í Rein laugardaginn 29 nóv. við kertaljós og léttar
veitingar. Njótum kvöldsins við upplestur, hljóðfæraslátt og söng.
Húsið opnað kl. 20.30. Nánar auglýst síðar.
Alþýðubandalagið Kópavogi
Nefndarfólk athugið!
Að starfa í nefndum, nefnist námskeið sem haldið verður í Þinghóli 24. 25.
og 26. nóvember kl. 20.30 - 22.30, fyrir aðal- og varafulltrúa ABK í nefndum
á vegum bæjarins.
Leiðbeinendur: Tryggvi Þór Aðalsteinsson og Heimir Pálsson.
Stjórnin.
Alþýðubandalagið Kópavogi
Morgunkaffi ABK
Framvegis verður heitt á könnunni alla laugardaga milli kl. 10 -12 í Þinghóli
Hamraborg 11 og þar munu bæjarfulltrúar flokksins vera til viðræðu um
bæjar- og flokksmál.
Heimir Pálsson hellir í bollana laugardaginn 22. nóvember. Félagar og aðrir
bæjarbúar eru hvattir til að líta inn.
Stjórnln.
Alþýðubandalagið Akranesi
Bæjarmálaráð
Fundur verður haldinn í Rein mánudaginn 24. nóv. kl 20 30 Dagskrá: 1)
Fréttir af starfi nefnda. 2) Bæjarstjórnarfundur 25. nóv. 3) Önnur mál. -
Stjórnln.
Það bætir hejlsu og hag
að bera út Þjóðvujann
DÆGURMÁL
Ég finn ekki betra orð en ofan-
skráð til að lýsa í fyrirsögn
hljómleikum Marie Bergman
og Lasse Englund í Félagss-
tofnun stúdenta sl. laugardag.
Reyndar var þetta ekki bara
venjulegt æði, heldur líka
bæði hátíðlegt æði og virðu-
legt, allt eftir tilefni laganna.
Rúmlega hundrað manns
varð vitni að stjörnuleik
sænsku hjónanna, sem var
metaðsókn á afmælisviku
Vísnavina að þessu sinni.
Þrátt fyrir það er synd að fleiri
skuli ekki hafa hlýtt á þau,
bæði lærðir og leikir í músík,
og orðið vitni að frábærum gít-
arleik og söng - og fag-
mennsku út í gegn sem helst í
hendur við andagift í laga-
smíðum, túlkun og framsetn-
ingu. Þetta munu mörgum
finnast stór orð um sænskt
vísnaþar, en ég held þvífram
að Marie Bergman og Lasse
Englund séu tónlistarmenn á
heimsmælikvarða.
Marie er góð söngkona, með
dálítið hása rödd, en breitt radd-
svið og er raddmikil. Ekki spillir
leikræn túlkun hennar fyrir, sem
kemur fram í rödd, andliti og
höndum, jafnvel svo að maður
heldur stundum að hún ætli að
gleyma að spila á gítarinn. En
það er nú öðru nær, enda María
löngu komin fram úr „vinnukon-
unni“ í þeim efnum. Samspil
þeirra hjóna á rafmagnaða kassa-
gítarana er flott og skemmtilegt,
bæði á að hlýða og horfa - þau eru
eins og hörkuþungarokkarar á
sviði, snúa bökum saman í
bókstaflegri merkingu með öllum
réttum tilfæringum, en stilla
strengina betur saman og blæ-
brigðaríkar en margur í því sjó-
bissnesi. Lasse er mjög fær gítar-
leikari - þar er að auki fallegur
sem sakar ekki.
Mjög góður andi ríkti á hljóm-
leikum þeirra Maríu og Lassa,
sem er auðvitað þeim sjálfum að
þakka - íslendingar eru nú ekki
þekktir fyrir að vera það af sjálfs-
dáðum á svona samkundum,
hvað þá klukkan fjögur á laugar-
degi. En nú var klappað ákaflega
og blístrað í viðurkenningar-
skyni, jafnvel virðingarskyni, á
eftir hverju lagi, en þó var þess
gætt vandlega að byrja ekki á
fagnaðarlátunum fyrr en síðasti
tónn hvers lags var dáinn út.
Þetta orsakaði mikinn hátíðleika-
blæ, einkum á eftir rólegu lögun-
um... næstum eins og við jarðar-
för, sagði vinkona mín. En svo
var rokkað af sömu persónulegu
Maríe Bergman og Lasse Engelund.
ÆÐI!
snilldinni. Ég vona bara að þau
hjónakorn láti sjá sig sem fyrst
aftur hér á skerinu og íslenskt
músíkáhugafólk sýni þeim verð-
uga athygli. A
P.S.: Það er einkennilegt að
fara á hljómleika þegar maður
veit ekkert hvað boðið verður
uppá og verða svo yfir sig hrifinn.
Hér veit maður yfirleitt við
hverju er að búast af heima-
mönnum og þeim enskumælandi
poppurum sem hingað koma -
þeir gera aldrei annað en að vera
verri eða betri en þeir hafa verið,
yfirleit þó jafn vondir eða góðir.
Svo þegar maður stendur frammi
fyrir fólki, sem er ekkert frægt á
heimsmælikvarðann fræga en er
miklu betra en margur sem þar er
mikils metinn, þá skammast
maður sín fyrir að vera að horfa á
það í gegnum Vísnavinastimpil,
sem því miður með fáum undan-
tekningum, er hvorki tákn fyrir
gæði né skemmtilegheit hér-
lendis. Ekki það að ég sé að mæla
því bót að fólk sé nánast tekið í
guðatölu eins og gerist í poppinu
og víðar - en mér finnst sorglegt
að íslendingar með allan sinn I
norræna rembing á vörunum séu
ekki betur að sér um það sem er
að gerast á Norðurlöndunum - í
músík í þessu tilviki. Hér er um
markaðsmál að ræða fyrst og
fremst. Ef fólk ekki getur nálgast
plötur með norrænu músíkfólki í
verslunum hér á landi duga
hvorki útvarpsþættir né blaða-
greinar til að seðja fróðleiksfýsn í
þessa átt, hvað þá heldur vekja
áhuga. A.(men).
Þetta eru þeir Ágúst Karlsson gítar-
leikari og Valdimar Flygenring leikari
sem fyrir stuttu sendu frá sér hljóm-
plötuna Reisn, undir nafninu Menn.
Fjallað verður um hana síðar- líklega
um næstu helgi - á þessari síðu.
Myndina tók Sigurður - góð, ekki
saitt? Svo er rétt að geta þess að um-
sögn um plötur Gamma og Mezzo-
forte kemur í miðvikudagsblaði.
Broadway/Hollý
Eriendir
skemmtikraftar
Hingað er kominn Liberty Mo-
untain, sem mun skemmta á Bro-
adway allar helgar til 13. desem-
ber. Hann er talinn besta Presley-
eftirherma sem völ er á, og tekur
fyrir Las Vegas hljómleika goðs-
ins. Hann gerir það harla vel og
nákvæmlega, og er með hörku
hljómsveit sér til aðstoðar - þar á
meðal mjög góða bakraddasöng-
konu. Hitt er svo smekksatriði
hvað fólki finnst um svona lagað,
að leika dáið fólk og reyna næst-
um að endurvekja það. En þetta
er vel gert, eins og undirrituð sá
og heyrði á Broadway í fyrra-
kvöld, þegar kosin var stjarna
Hollywood. Hún heitir Guðlaug
Jónsdóttir og er 18 ára nemandi á
náttúrufræðibraut í M.R.
Hollywood fær um næstu helgi
í heimsókn hið ljúfa og fallega
diskótríó Imagination. Þeir
syngja föstudag og laugardag.
Meðfylgjandi mynd er af þeim.
A
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 22. nóvember 1986