Þjóðviljinn - 22.11.1986, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 22.11.1986, Blaðsíða 13
Argentína Stríð gegn skrif- finnsku Buenos Aires - Ríkisstjórn Arg- entínu undirbýr nú stríð gegn skrifræði ríkisins sem þátt í að endurnýja sparnaðaráætlun stjórnvaida. Embættismenn tilkynntu í vik- unni að fjöldi ríkisstarfsmanna myndi minnka um 250.000 manns, um 20 prósent. Auk þess yrði stjórnun í ríkisfyrirtækjum gerð áhrifaríkari. Carlos Becera, aðalritari for- setaskrifstofunnar, sagði í fyrra- dag að áætlunin yrði framkvæmd án þess að nokkur ríkisstarfsmað- ur yrði rekinn. „Það sem hér er um að ræða er stríð ríkisstjórnar- innar gegn skrifræði. Aðrir em- bættismenn sögðu hins vegar að fólki í þjónustu ríkisins yrði gef- inn kostur á að segja starfi sínu lausu. Sparnaðaráætlun ríkisstjórnar- innar, „Australáætlunin“ svo- nefnda, var sett af stað í júní á þessu ári, til þess að draga úr ára- tuga gamalli verðbólgu, hefur nú misst flugið nokkuð vegna aukningar verðbólgu, hárra vaxta og óróleika á vinnumark- aðnum. Tekjur ríkisins hafa minnkað mjög miðað við tekjur einkafyrirtækja á síðustu þremur árum. IndlandlAlþjóðabankinn Afneitar láni Nýju Delhí - Indverska ríkis- stjórnin hefur neitað að taka við 150 milljóna dollara láni frá Alþjóðabankanum upp í greiðsiur á ínnflutningi gróð- uráburðar á meðan bankinn lætur ísrael í té lán í miklu magni. Indland styður kröfur Palestín- uaraba um rétt til heimkynna fyrir botni Miðjarðarhafs og hef- ur engin stjórnmálaleg eða efna- hagsleg tengsl við ísrael. Um það bil 80 milljónir Múhameðstrúar- manna búa á Indlandi. HEIMURINN Vopnasendingar til íran Fleiri en Bandaríkin William Casey yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA, sagði við bandaríska þingnefnd ígœraðfleiriþjóðir en Bandaríkin hefðu verið viðriðnar vopnasendingar til íran Washington - í gær var haft eftir William Casey, forstjóra CIA, að fjölmargar aðrar þjóðir en Bandaríkin væru flækt í vopna- flutninga tii íran. Demókratinn Jim Wright sem búist er við að verði næsti forseti Fulltrúadeildar bandaríska þingsins, sagði við fréttamenn í gær að Casey hefði komið með viðbótarupplýsingar um íranmái- ið „og gefið upp fleiri aðila til viðbótar“, eins og hann orðaði það. Casey sat fyrir svörum á þing- Eiturhreinsun í Rín. Slysið í Basel hefur vakið mikla reiði víða um Evrópu. Rínareitrunin Málsrannsókn í V-Þýskalandi Hafin er í V-Pýskalandi rannsókn á Rínaslysinu sem varð í Basel í Sviss um mánaðamótin síðustu á því hvort um saknæmt athœfi sé að rœða. Sandoz fyrirtœkið lofar björgunaráœtlun fyrir lífríki Rínar Bonn - Ríkissaksóknarar í V- Þýskalandi hafa nú hafið máls- rannsókn á þeirri mengun sem varð í ánni Rín eftir að kviknaði í vörugeymslu Sandoz efna- fyrirtækisins í Basel í Sviss. Það er ríkissaksóknarinn í Lo- errach í V-Þýskalandi, stutt frá Basel í Sviss, sem stendur fyrir rannsókninni. Talsmaður sak- sóknarans sagði í gær að rann- sóknin beindist að því hvort lög sem gilda um varnir gegn mengun og heilsufari manna, hefðu verið brotin. Ef sannanir kæmu fram um glæpsamlegt athæfi, mætti kæra þá sem væru ábyrgir fyrir slysinu. Rannsóknin er fram- kvæmd vegna kvartana frá v- þýskum þegnum. Yfirmaður Sandoz fyrirtækis- ins hefur lofað að skipulögð verði áætlun um að lagfæra þann vist- fræðílega skaða sem hlotist hefur af slysinu. Skaðinn er gífurlegur og er umfangsmikið uppbygging- arstarf heils áratugar nú í rústum. Græningjar í V-Þýskalandi hafa hvatt neytendur til að kaupa ekki vörur frá tveimur svissneskum fyrirtækjum sem að undanförnu hafa fyrir slysni mengað Rín, annað þeirra er að sjálfsögðu Sandoz fyrirtækið. Talsmaður Græningja sagði í fyrradag að með þessu mætti þrýsta á svissnesk fyrirtæki um að huga betur að öryggi í rekstri fyrirtækjanna. Daginn áður en bruninn í Sandoz vöruhúsinu varð, runnu eiturefni út í Rín úr Ciba Geigy efnaverksmiðjunni í Basel. inu um íransmálið. Hann mun hafa staðfest þátt ísraels í vopna- flutningunum ásamt fleiri aðilum en neitaði, eftir því sem Wtight segir, að gefa upp hverjir þessir aðilar væru. „Við höfum heyrt um fleira fólk af öðru þjóðerni sem var flækt í vopnaflutninga með samþykki Bandaríkjanna", sagði Wright að loknum yfir- heyrslum yfir Casey. Þegar Wright var spurður að því hvort sendingarnar hefðu verið að fyrirmælum Bandaríkjanna, sagði Wright: „Ég fékk það á til- finninguna." Þegar Wright var síðan spurð- ur að því hvort fleiri vopn en vamarvopn gegn skriðdrekum og flugvélum hefðu verið send til íran, svaraði hann:„Það er ljóst að fleiri vopn og vörusendingar hafa átt sér stað...Mér er hins vegar ekki ljóst hversu mikið magn var um að ræða.“ Þessar upplýsingar leiddu til þess að mikil reiði greip um sig meðal bandarískra þingmanna í gær og hvöttu þeir Reagan til þess að viðurkenna að hann hefði gert mistök með vopnaflutningum sínum til íran og til að setja af stað rannsókn á þessari leynilegu áætlun valdamanna í Hvíta Hús- inu sem Bandaríkjaþing fékk ekki að vita um í 18 mánuði. Þá hafði Los Angeles Times eftir ónafngreindum starfsmönn- um Bandaríkjastjórnar að Ge- orge Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og William Crowe, starfsmannastjóri Hvíta hússins hefðu hvatt Reagan til að reka Poindexter öryggisráðgjafa sinn. Poindexter var einn helsti hvatamaðurinn að vopnasend- ingunum. ERLENDAR FRÉTTIR INGÓLFUR /nrn-TCD HJÖRLEIFSSON K t U 1 t K FilippseyjarlRamos Vill óæskilega ráðheira burt Sea Shepherd Kanada- Fidel Ramos, yfirmaður herafla Filips- eyja, vill ákveðna ráðherra í ríkisstjórn landsins burt. Talsmaður Aguino segir þetta aðeins ráðleggingar, ekki kröfur Manila - Æðsti yfirmaður her- afla Filippseyja, Fidel Ramos, viðurkenndi í gær að hann hefði beint þeim tilmælum til Corazon Aquino, að hún los- aði sig við óæskilega ráðherra í stjórn landsins. í yfirlýsingu sem Ramos gaf eftir 90 mínútna fund með Aqu- ino í gær, neitar hann að hann hafi viljað með þessari ábendingu til forsetans viljað að vinstrisinn- aðir ráðherrar yrðu látnir víkja. Aðeins væri um að ræða að þeir ráðherrar yrðu leystir frá störfum sem hefðu „ekki staðið sig nægi- lega vel.“ Talsmaður forsetans tilkynnti eftir fund sinn með Ramos að Aquino hefði í huga að endur- nýja stjórnarlið sitt að nokkru. Þar á meðal ætti að breyta starfs- sviði eins aðstoðarmanna henn- ar, Joker Arrayo, með því að setja upp embætti yfirmanns forsetaskrifstofunnar. Arrayo er einn þeirra fjölmörgu aðstoðar- manna Aquino sem valdaaðilar innan hersins telja vera vinstris- inna og þeirra hlutverki í stjórn landsins verði að breyta. Talsmaður forsetans, Teodoro Benigno, neitaði að segja nokk- Fidel Ramos. Segist vera ópólitiskur yfirmaður ópólitísks hers en vill á- kveðna ráðherra burt úr ríkisstjórn- inni. uð um það hvort aðgerð Ramosar væri við hæfi. Ramos hefur sagt sig yfirmann hers sem væri algjör- lega ópólitískur. Benigno sagði að aðgerð Ramosar væri athuga- semd, ekki krafa. Ýmsir aðilar innan hersins hafa að undanförnu lýst óánægju sinni með það hvernig Aquino hefur tekið á málefnum kommúnista, með því að standa í vopnahlé- sviðræðum við þá. Benigno sagði að líta mætti á Ramos sem málp- ípu ólíkra radda innan hersins. Þar mætti hins vegar finna aðila sem tala ekki um, heldur hóta uppreisn í landinu. Hann neitaði að skýra þetta nánar. Hann sagði aftur á móti að „athugasemd Ramosar þýddi ekki að ríkis- stjórn landsins yrði endurskipu- lögð.“ Um Aquino sagði Ben- igno. „Hún hefur mikinn stuðn- ing erlendis en henni finnst stundum að hún fái ekki þann breiða stuðning heima fyrir sem hún eigi skilið.“ stjóm íhugar málssókn Ottawa - Utanríkisráðherra Kanada tilkynnti í fyrrakvöld að ríkisstjórn tandsins myndi hugsanlega kæra Sea Shep- herd samtökin fyrir að hafa sökkt tveimur skipum Hvals h/ f í Reykjavíkurhöfn fyrr (þess- um mánuði. Utanríkisráðherrann, Joe Clark, sagði í fyrrakvöld að ríkis- stjórn landsins fordæmdi allar ól- öglegar aðgerðir og væri nú verið að athuga hvort samtökin hefðu brotið einhver kanadísk lög með aðgerðum sínum á íslandi 9. nóv- ember síðastliðinn. Laugardagur 22. nóvember 1986 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.