Þjóðviljinn - 22.11.1986, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 22.11.1986, Blaðsíða 9
MENNING Lýst eftir afruglara Þaö er yfirleitt erfitt að sjá þjóðfé- lagslegar breytingar samtímans, nema þær séu umfangsmiklar og greinilegar. Af því tagi er sú breyting sem að undanförnu hef- ur orðið á fjölmiðlun á íslandi. Auðvitað taka menn eftir öðru eins og því að hér á höfuðborgar- svæðinu hafa bæst við ný út- varpsstöð og ný sjónvarpsstöð. Þá hefurtímaritum farið fjölgandi á síðastliðnum árum, og virðist nú liðin sú tíð er ógerningur þótti að halda úti tímaritum á Islandi. Ýmis þessara nýju tímarita helga sig ákveðnu sérsviði og hafa þar af leiðandi sérstöðu og verða því litin öðru augum en þeirfjölmiðlar sem sækjast eftir vinsældum ai- mennings. Afþreying og skapandi menning Nú skyldi maður ætla að þessi fjörkippur sem kominn er í um- fang fjölmiðlunar á íslandi, yki stórlega á fjölbreytni og ýtti undir samkeppni í vönduðum vinnu- brögðum. En því er því miður ekki að heilsa, og sannast hér sem oftar að það er sitt hvað umfang og innihald. Einhæfnin virðist ótrúlega lífseig og rúmfrek og furðu margir fúsir að þjóna henni dyggilega. Svo er að sjá sem hug- myndir fjölmiðlamanna um vin- sældir séu nær eingöngu fólgnar í því að róa á mið lágmenningar og afþreyingariðnaðar. Slíkt ber ekki einungis vott um metnaðar- leysi og skort á hugmyndaflugi, heldur fylgir því einnig veruleg hætta sem nauðsynlegt er að menn geri sér grein fyrir sem fyrst. Og þessi hætta er einfald- lega sú að menn hætti að gera sér raunverulega grein fyrir þeim mismun sem er á afþreyingariðn- aði og skapandi menningu. Skapandi menning er ævinlega leit. Hún er sameiginleg leit að sjálfsímynd og þeim andlega þroska sem sífelldlega krefst dýpri hugsunar, skarpari skiln- ings og næmari skynjunar á ytri og innri veruleika. Þess vegna er hún í eðli sínu tilætlunarsöm og krefst mikils af öllum þátttakend- um sínum. í raun er sköpun hennar ævarandi einmitt vegna þess hversu kröfuhörð hún er. Sköpun hennar er ekki einungis hjá upphafsmönnum og höfund- um listaverka. Það er ekki síður skapandi að veita slíkum lista- verkum viðtöku. Sköpun skáid- verks er ekki lokið fyrr en lesand- inn hefur tileinkað sér það á sinn persónulega hátt og lagt fram skilning sinn og íhugun. Og hið sama gildir um málverk og tón- verk. Þessi sífellda og síendur- tekna sköpun hindrar stöðnun, veitir lífsfyllingu og tilgang, því að í leitinni sjálfri er mikill til- gangur fólginn. Afþreytingariðnaðurinn er andstæða skapandi menningar að því leyti að hann skilur ekki hluta sköpunarinnar eftir hjá viðtak- andanum. Hann krefst ekki íhug- unar og þess vegna er hægt að sinna honum umhugsunarlaust. Hann veitir innihaldslítið stund- argaman sem skilur ekkert eftir. Hann fær manninn til að gleyma sér um stund en kallar ekki á vit- und hans. Hann er í eðli sínu sljóvgandi en ekki þroskandi. Sí- felldur austur afþreyingar verður því til þess að lama frumkvæði manna. Þeir láta mata sig mar- andi í hálfu kafi andlegs meðvit- undarleysis. Og verði slíkt ástand að einkenni þjóðar, þá er ekki mikils að vænta. Að gera ómerkilega hluti merkilega Nú er málið að sjálfsögðu ekki svo einfalt að hægt sé að kenna nýjum fjölmiðlum eingöngu um dýrkun afþreyingariðnaðarins, en þeir hafa óneitanlega aukið hana. Og um leið haft óheilla- vænleg áhrif á suma þeirra fjöl- miðla sem fyrir voru. Hluti af á- stæðunni eru einhverjar óljósar hugmyndir um „hvað fólkið vill“ og jafnframt samkeppni um auglýsingar. Viðleitnin til að selja fjölmiðil og um leið auglýs- ingar í hann á forsendum þess sem fjöldinn er talinn láta sér vel líka. Og þá er rétt að gera sér grein fyrir því sem virðist óað- skiljanlegur fylgifiskur daðursins við afþreyingariðnaðinn, en það er að umgangast ómerkileg fyrir- bæri eins og þau séu merkileg. Þegar slík lyrirbæri fá umfangs- mikla umfjöllun á áberandi stað í fjölmiðlum en skapandi menning er gerð hornreka, þá er um leið verið að segja fólki á óbeinan hátt að innantóm afþreyingin sé merkilegri en viðleitni til alvar- legrar listsköpunar sem er menn- ingarleg kjölfesta hverrar þjóðar. Oft fylgir þessu þrástagl þess efn- is að skapandi menning sé „leiðinleg“ og „fyrir einhverja sjálfskipaða menningarvita" sem „telji sig þess umkomna að hugsa fyrir aðra“. Þess í stað eigi allt að vera „létt og skemmtilegt“. Um þetta má nefna mýmörg dapurleg dæmi. Man ekki ein- hver ennþá eftir öllum gaura- ganginum í kringum Gleðibank- ann? Þegar Ríkisútvarpið sá á- stæðu til þess að ausa fé og ærinni fyrirhöfn (sem auðvitað var á kostnað annarrar dagskrárgerð- ar) til þess að koma á framfæri við heiminn ósköp hversdagslegu miðlungsdægurlagi við aldeilis hörmulegan texta. Hvað er svo gert til að koma á framfæri ís- lenskum bókmenntum, myndlist og tónlist? Og hvernig skýra ís- lenskir fjölmiðlar frá því þegar íslensk list nær fótfestu erlendis og fær jafnvel afbragðs viðtökur (sem ekki var nú hægt að segja um blessaðan Gleðibankann)? Er þá kannski gripið til feitletr- aðra fyrirsagna á forsíðum blaða- nna? Ekki hef ég tekið eftir því. Aftur á móti mun ég seint gleyma því þegar Þjóðviljinn birti flenni- mynd á forsíðu af því sérstæða menningarafreki þegar nokkur krakkagrey fóru að sýna nærbux- ur til þess að auglýsa póstverslun með „hjálpartæki ástarlífsins“. Er það kannski tímanna tákn um sköpunarkraft okkar íslendinga að við skulum nú þurfa „hjálpar- tæki“ til að eðla okkur? Annað dæmi mætti nefna af gagnstæðum toga. Á þessu ári Gleðibankans kom út bókin Fuglar íslands með máli og myndum eftir Hjálmar R. Bárð- arson. Þessi bók er einstætt menningarafrek og árangur margra ára vinnu, þrotlausrar elju og ótrúlegrar þolinmæði, og veitir okkur íslendingum nýja og dýrmæta sýn inn í heillandi ver- öld íslensks náttúrulífs. Auk þess hefur höfundur lagt sig í mikla persónulega fjárhagsáhættu með því að gefa bókina út sjálfur. En hann fer ekki á torg til að slá sér á brjóst og af honum lýsir ekki hinn sjálfumglaði þótti sumra fjöl- miðlariddaranna. Ég hef ekki orðið var við að þetta merka framlag til íslenskrar menningar hafi fengið öllu meiri umfjöllun í fjölmiðlum en hver annar ómerkilegur reyfari í flausturs- legri þýðingu. Hvað felst í slíkri afstöðu? Persónuforvitni og slúður Ég vil endurtaka, að ekki er ástæða til að kenna nýjum fjöl- miðlum um allt daðrið við múg- menninguna og lágkúruna. Það hefur til dæmis verið mikið óhapp fyrir íslenska menningu að frétta- stofa sjónvarps Ríkisútvarpsins skuli aldrei hafa fengist til að sinna skapandi menningu af myndarskap heldur litið hana svona heldur hornauga, svo að ekki sé nú kveðið fastar að orði. Er vonandi að á því verði breyting með nýjum fréttastjóra. Ánnað einkenni íslenskra fjöl- miðla um þessar mundir, bæði nýrra og gamalla, er endalaus persónuleg viðtöl, þ.e.a.s. viðtöl sem beinast frekar að persónu- legum upplýsingum en málefn- um. Hef ég oft undrast það með sjálfum mér að ekkert lát skuli verða á þessu makalausa fyrir- bæri. Verða menn aldrei þreyttir á þessari látlausu persónuhnýsni sem hefur þó lítið sem ekkert til málanna að leggja? Og þó er hún tiltölulega saklaus hjá hvimleið- asta þjóðarlesti okkar íslendinga - slúðrinu. Þar á breyttur svipur fjölmiðlunar ekki litla sök. Það þykir víst fínt nú á dögum að vera töff og harður í blaðamennsku. í raun hefur það hvað eftir annað þýtt óvægnar og stundum beinlín- is fólskulegar árásir á persónu- helgi manna sem hafa leitt til endalausra slúðursagna meðal fólks sem virðist gleðjast ákaft yfir ógæfu annarra. Hér þarf að greina miklu meira á milli at- hafna manna, milli réttmætrar gagnrýni á spillingu og siðleysi, og persónuhelgi. Og leitt er til þess að vita, að svo virðist sem heilt blað þrífist að töluverðu leyti á þjónustu við þennan ljóta þjóðarlöst okkar. En þá verður líka jafnframt að gæta að því, að slíkt segir sína sögu um lesendur blaðsins, ekki síður en um blaðið sjálft. Um þessar mundir er verið að selja afruglara til að opna læsta sjónvarpsdagskrá sem að mestu leyti er fjöldaframleitt afþrey- ingarefni. Ég held að ekki sé þörf á slíkum afruglara. Aftur á móti er hér lýst eftir öðrum afruglara. En hann verður að vísu ekki keyptur í búð. Hann verða menn að smíða sjálfir úr skarpskyggni sinni og vakandi hugsun. Njörður P. Njarðvflc ÍÐARFUNDUR /' tilefni af FRIÐARÁRISAMEINUÐU ÞJÓÐANNA 1986 og FJÖRUTÍU ÁRA AFMÆLIAÐILDAR ÍSLANDS AÐ S.Þ. verður haldinn laugardaginn 22. nóvember 1986 kl. 14.00 - 15.30 í Þjóðleikhúsinu. DAGSKRÁ Knútur Hallson formaður F.S.Þ. setur fundinn. Jan Mártenson framkvæmdarstjóri afvopnunarstofnunar S.Þ. flytur erindi um friðárstarf Sameinuðu þjóðanna. 0 % 1 Sigurður Björnsson óperusöngvari syngur einspng. Matthías Á. Mathiesen utanríkisráðherra flytur erindi um þátttöku Istands í starfi S.Þ. ,,Friðurinn" eftir Aristofanes. Róbert Arnfinnsson og Nemendaleikhús Leiklistarskóla Islands flytja kafla úr leikritinu undjr leikstjórn Sveins Einarssonar. Kristján Árnason þýddi. Einar Már Guðmundsson rithöfundur flytur ávarp. Þjóðleikhúskórinn syngur „Óðinn til Sameinuðu þjóðanna” eftir Pablo Casals. Stjórnandi Agnes Löve. Kynnir er Sigríður Snævarr sendiráðunautur. Islenski blásarakvintettinn leikur frá kl. 13.40 innlend og erlend lög. fÍP \ Kynnisferð til New York FLUGLEIÐIR gefa flugferð til höfuðstöðva S.Þ. í New York. Dregið verður um ferðina á fundinum, númeruð dagskrá fundarins gi/dir sem happdrœttismiði. Landsbanki Islands Banki allra landsmanna SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA Félag Sameinuðu þjóðanna Laugardagur 22. nóvember 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.