Þjóðviljinn - 28.11.1986, Blaðsíða 2
-SPURNINGIN-
Hvað finnst þér um út-
hlaup Dagsbrúnar-
manna og Sambands
byggingamanna úr
samningaviðræðunum í
gær?
Halldór J. Guðmundsson,
rafsuðumaður:
Það þarf náttúrlega að hækka
taxtann hjá þessum stéttarfé-
lögum en fyrst og fremst þarf að
hækka laun þeirra lægstlaunuðu.
Að því þurfa menn að einbeita
sór.
Sigurjón Jónsson,
stæðisvörður í Kolaportinu:
Meginmálið er að menn samein-
ist í einn hóp með kröfur sínar.
Það er besta leiðin til að ná fram
kröfum um hærri laun.
Hanna Sigurðardóttir,
skrifstofustúlka.
Mér finnst ágætt að einhverjir vilji
taka sér meiri tíma en viku til að
semja um launakjör lands-
manna. Vika er allt of stuttur tími.
En það má vera að kosninga-
skjálfti hafi þarna eitthvað að
segja.
Vlðar Sigurgelrsson,
vélstjóri:
Veistu, þetta hjal um að hækka
lægstu launin hefur gengið svo
lengi að ég hef því miður ekki
mikla trú á að það gerist nú,
hvernig sem menn vilja fara að
því. Þetta hjal ristir ekki djúpt nú
frekar en fyrr.
Guðrún Jónsdóttir,
húsmóðir:
Mér fannst það ekki nógu gott.
Þeir hefðu átt að halda áfram
samfloti við aðra í samningamál-
unum.
FRÉTHR
Neskaupstaður
30 pláss vantalin í
Neskaupstað
Menntamálaráðherrafór með rangar tölur ísvari við fyrirspurn á Alþingi.
Bœjaryfirvöld í Neskaupstað óska eftir leiðréttingu
Bæjaryfírvöld í Neskaupstað
hafa mótmælt upplýsingum sem
menntamálaráðherra lagði fram
á Alþingi fyrir skömmu þegar
hann svaraði fyrispurn frá Sva-
vari Gestssyni og Guðrúnu
Helgadóttur um fjölda og starf-
semi dagvistarstofnana í landinu.
í svari ráðherra kom fram að
dagheimilispláss í Neskaupstað
væru 16 og 55 leikskólapláss og
voru þessar tölur sagðar miðaðar
við 1. desember 1985. Staðreynd-
in er sú að á þessum tíma voru 36
dagheimilspláss í bænum og 66
leikskólapláss. í Neskaupstað
voru því flest dagheimilispláss á
landinu miðað við íbúafjölda eða
2.1 á hverja 100 íbúa og nær 4
leikskólapláss á hverja 100 íbúa
en Neskaupstaður hefur einmitt
verið í forystu í dagvistunarmál-
um á undanförnum áratugum.
Það er rétt við höfum gert at-
hugasemdir við þessar tölur sem
ráðherra fór með á Alþingi og
eigum von á því að þetta verði
leiðrétt. Ég veit að þessar tölur
eru mjög villandi fyrir aðra kaup-
staði eins og Kópavog þar sem
tölumar eru þetta gamlar og eins
segir samanburðurinn aðeins
hálfa sögu um hug borgaryfir-
valda í Reykjavík því þar eru tal-
in með pláss sem félög og stofn-
anir ráða yfir, sagði Ásgeir
Magnússon bæjarstjóri í Nes-
kaupstað í samtali við Þjóðvilj-
ann.
Ásgeir sagði að nú væri í fyrsta
sinn í langan tíma fullbókað í öll
dagvistar- og leikskólapláss í
bænum en engir biðlistar og
ástandið í góðu lagi en á síðustu
árum var töluvert um auð og ó-
notuð pláss á dagvistunarstofn-
unum bæjarins.
-lg-
Ný bók
Brautryðjandi
í búnaðarmálum
Saga Torfa Bjarnasonar og Ólafsdalsskóla
Torfí var ótrúlega einstakur
maður. Hann var fjögurra
manna maki því að með lífsstarfi
sínu kom hann því í verk, sem
fjórir menn hefðu verið fuli-
sæmdir af. Ljárinn hans, sem
hann kom með frá Skotlandi og
smíðaði síðan eftir, er kannski
það merkasta, sem hann hafði
með sér þaðan. Ljárinn bjargaði
íslensku skógunum frá eyðingu
því þá var hætt að nota viðarkoiin
og afköst manna við slátt jukust
a.m.k. um þriðjung. Verkfærin
Arkitektar
Reykjavík
framtíðarinnar
Arkitektafélag íslands efnir á
morgun til ráðstefnu um Reykja-
vík framtíðarinnar. Ráðstefnan
sem verður öllum opin hefur
hlotið yfirskriftina „Miðborgir,
mannlíf og mannvirki“, og er
markmið hennar að ræða fram-
tíð Reykjavíkur i ljósi þekkingar
og hugmynda um þróun borga al-
mennt með sérstakri áherslu á
miðborgir.
Ráðstefnan verður haldin í
Norræna húsinu og hefst kl. 9.15
og stendur fram eftir degi. Meðal
þeirra sem flytja erindí eru Stefán
Thors sem fjallar um borgar-
skipulag í sögulegu samhengi,
Haukur Viktorsson fjallar um
Miðbæjarkjarna, Valdís Bjarna-
dóttir talar um Árkitektúr í mið-
borgum, Bjarni Reynisson og Jó-
hannes Kjarval fjalla um stjórn-
tæki í skipulagi. Frjálsar um-
ræður verða að loknum þessum
fyrirlestrum og stýrir Sigurður
Harðarson umræðunum en ráð-
stefnustjóri verður Hrafnkell
Thorlacius. -4g.
frá Ólafsdai ollu hliðstæðri bylt-
ingu i íslenskum landbúnaði og
varð þegar dráttarvélarnar og
tæki með þeim leystu hestaverk-
færin af hólmi.
Þannig fórust þeim m.a. orð
Játvarði Jökli Júlíussyni, bónda
og rithöfundi á Miðjanesi, Jónasi
Jónssyni, búnaðarmálastjóra og
Ólafi H. Torfasyni, forstöðu-
manni Upplýsingaþjónustu land-
búnaðarins er þeir kynntu nýút-
komna bók um Torfa Bjarnason
og Ólafsdalsskólann, sem Ját-
varður Jökull hefur skrifað. Og
það má kallast einkennileg tilvilj-
un og ánægjuleg að Játvarður
Jökull er sonur Júlíusar Jóhanns
Ólafssonar, sem nam í Ólafsdal
fyrstu tvo veturna, sem skólinn
starfaði, 1880-1882, og bar fyrs-
tan nemenda þar að garði þá um
haustið.
Ólafsdalsskólinn, fýrsti búnað-
arskóli á fslandi, var stofnaður af
Torfa Bjarnasyni 1880 og starfaði
til 1907. Hann brautskráði hátt á
annað hundrað búfræðinga, sem
síðan störfuðu í öllum landshlut-
um. -mhg
Játvörður Jökull með bókina um Torfa og búnaðarskólann í Ólafsdal. Mynd -
Sig.
Námslán
Námsmenn gera stjómvöldum tilboð
Samstarfsnefnd námsmanna-
hreyfínganna hefur gert
Lánasjóðsnefnd ríkisstjórnar-
flokkanna tilboð um að þessir að-
ilar sameinist um tillögur náms-
manna um hækkun á endur-
greiðsluhlutfalli námslána, gegn
þvf að ríkisstjórnin leggi til hliðar
hugmyndir sínar og tillögur um
vaxtahækkanir, niðurskurð og
hámark á námslánum sem náms-
menn hafa alfarið lýst andstöðu
sinni við.
Búist er við að stjórnarflokk-
arnir svari tilboði námsmanna í
dag eða á morgun. Framsóknar-
menn hafa ekki tekið tillögunum
illa en Sjálfstæðismenn eru síður
hrifnir. Tillögur námsmanna-
hreyfinganna ganga út á, að
endurgreiðslustuðull námslána
sem í dag er 3.75% af útsvars-
stofni hvers lántakenda verði á
bilinu 3.5 - 4.5% eftir því hve
námslánsskuldin er há hjá hverj-
um námsmanni. Með þessu móti
verði mögulegt að ná endur-
greiðsluhlutfallinu uppí þau 88%
sem lögin um Lánasjóð íslenskra
námsmanna geri ráð fyrir. En þá
verði einnig að standa við önnur
ákvæði sömu iaga sem stjórnvöld
hafa algerlega hundsað, þe. að
námslán dugi að fullu fyrir fram-
færslu og að jafnrétti sé tryggt til
náms. jg
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 28. nóvember 1986