Þjóðviljinn - 28.11.1986, Síða 15

Þjóðviljinn - 28.11.1986, Síða 15
ÍÞRÓTT1R Knattspyrna Ögmundur í Hauka Ögmundur Kristinsson, fyrrum markvörður Víkinga, hefur verið ráðinn þjálfari Hauka fyrir næsta keppnistímabil. Haukar unnu sér sæti í 3. deild si. sumar. „Haukarnir eru með ungt og áhugasamt lið og það er spenn- andi verkefni að taka við þeim,“ sagði Ögmundur í spjalli við Þjóðviljann. Hann mun leika með Uðinu „ef þörf krefur“ eins og hann orðaði það. Ögmundur lék í marki Grindvíkinga í 3. deild sl. sumar. -VS Handbolti Marica- hæstír Listinn yfir markahæstu leik- menn 1. deildar karla í hand- knattleik sem birtist í blaðinu í gær var ekki alveg réttur. Hér kemur rétta útgáfan: Júlíus Jónasson, Val................36 Sigurjón Sigurðsson, Haukum.........32 Jón Þórir Jónsson, Breiðabliki......31 Hannes Leifsson, Stjörnunni.........30 Karl Þráinsson, Víkingi.............30 ÓskarÁrmannsson, FH.................29 GuðjónÁrnason, FH...................28 Jón Kristiánsson, KA................28 KonráðÓlafsson, KR..................28 Og hér fylgja markahæstu leik- menn l.deildar kvenna eftir leikina í fyrrakvöld: MargrétTheodórsd., Stjörnunni..........46 Erla Rafnsdóttir, Stjörnunni...........45 GuðriðurGuðjónsdóttir, Fram............44 Sigurbjörg Sigþórsdóttir, KR...........40 Svava Baldvinsdóttir, Víkingi..........32 Rut Baldursdóttir, FH..................29 Katrín Fredriksen, Val.................26 Margrét Hafsteinsdóttir, Ármanni.......26 -vs Körfubolti í Njarðvík Suðurnesjaliðin UMFN og ÍBK mætast í stórleik úrvalsdeildar- innar í körfuknattleik í Njarðvík í kvöld. Leikurinn hefst kl. 20 en liðin eru jöfn og efst í deildinni með 12 stig úr 8 leikjum. ÍBK vann fyrstu viðureign þeirra 72- 64 en þetta er ieikur númer tvö hjá þeim í vetur. Hinir tveir leikirnir í 9. umferð fara fram í Reykjavík, Fram-KR kl. 14 á morgun og Valur-Haukar kl. 20 á sunnudagskvöldið. England Allen meiddur Clive Allen, sem hefur skorað 14 af 19 mörkum Tottenham í 1. deild ensku knattspyrnunnar á þessu keppnistímabili, missir sennilega af leik liðsins við Nott- ingham Forest á morgun. Hann tognaði i læri í leik gegn Cam- bridge í deildabikarnum í fyrra- kvöld. Skoski landsliðsmaðurinn Richard Gough á einnig við mciðsli að stríða og David Pleat, framkvæmdastjóri Tottenham, sagði í gær að hann hefði ekki hugmynd um hvernig hann ætti að stilla upp liði sínu í þessum þýðingarmikla leik. -VS/Reuter Kvennakarfa KR og ÍR sigmðu Linda skoraði 26 KR vann öruggan sigur á Haukum i Hafnarfirði, 60-36, I kvennadeildinni í körfuknattleik í gærkvöldi. Linda Jónsdóttir var í aðalhlutverki lyá KR eins og oft áður, skoraði 26 stig og þar af 18 í fyrri hájfleik. Sigrún Skarphéð- insdóttir og Sólveig Pálsdóttir skoruðu 11 stig hvor fyrir Hauka. í Grindavík fékk heimaliðið ÍR í heimsókn og þar vann ÍR nokk- uð örugglega, 54-35. Staðan í deildinni er þannig: IS.............7 6 1 317-243 12 KR.............7 6 1 370-248 12 IBK............6 4 2 313-277 8 IR.............7 3 4 279-327 6 Haukar.........6 2 4 221-262 4 UMFN...........6 1 5 221-241 2 Grindavík......7 1 6 270-383 2 -vs Föstudagur 28. nóvember 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 Erla Rafnsdóttir svífur inní vítateig Bandaríkjanna og skorar glæsilega eitt af fimm mörkum sínum í leiknum. Mynd E.ÓI. Ísland-Bandaríkin til 1990 Framyfir HM á Ítalíu SjöfraFH Viggó velur23 til œfinga Það er heilt lið, 7 leikmenn, frá FH í 23ja manna hópi sem valinn hefur verið til æfinga með 21 árs landsliði karla í handknattleik. Það kemur ekki mjög á óvart, hið unga lið FH hefur staðið sig mjög vel í síðustu leikjum í 1. deildinni og hefur á að skipa mörgum leik- mönnum sem geta náð langt á næstu árum. Viggó Sigurðsson er bæði þjálfari FH og 21-árs liðsins og hann hefur valið eftirtalda pilta til æfinga: Markverðlr: Bergsveinn Bergsveinsson, FH Guðmundur A. Jónsson, Fram Hrafn Margeirsson, (R Ólafur Einarsson, Selfossi Aðrir leikmenn: Árni Friöleifsson, Víkingi Bjarki Sigurösson, Víkingi Frosti Guðlaugsson, lR Gunnar Beinteinsson, FH Hafsteinn Bragason, Stjörnunni Hálfdán Þóröarson, FH Halldór Ingólfsson, Gróttu Héðinn Gilsson, FH Jón Þórir Jónsson, Breiðabliki Jón Kristjánsson, KA Júllus Gunnarsson, Fram Konráð Ólafsson, KR 21-árs liðið Óskar Helgason, FH Páll Ólafsson, KR Pétur Petersen, FH Sigurjón Sigurðsson, Haukum Skúli Gunnsteinsson, Stjörnunni Stefán Kristjánsson, FH Þórður Sigurðsson, Val Liðið tekur þátt í undankeppni HM næsta vor en meðal verkefna framað því er alþjóðlegt mót hér á landi um miðjan desember en mótherjarnir þar verða A-lið ís- lands, Finnlands og Bandaríkj- anna. Lokakeppni HM verður síðan haldin í Júgóslavíu seinni part næsta árs. -VS Carlos Bilardo, þjálfari argent- ínsku heimsmeistaranna í knatt- spyrnu, mun verða áfram við stjórnvölinn framyfir heims- meistarakeppnina á Ítalíu árið 1990. Að sögn formanns argent- ínska knattspyrnusambandsins skrifar Bilardo undir fjögurra ára samning þegar núgildandi samningur rennur út þann 31. desember. Bilardo setti þau skil- yrði að þeir þjálfarar sem aðstoð- uðu hann í heimsmeistarakepp- ninni í Mexíkó yrðu endurráðnir og að því var gengið. -VS/Reuter Kvennaliðin Seljaskóli í kvöld íslenska kvennalandsliðið mætir því bandaríska öðru sinni í kvöld. Leikið verður í íþróttahúsi Seljaskóla og hefst leikurinn kl. 20. Þriðja viðureignin fer síðan fram í Digranesi í Kópavogi á morgun, laugardag, og hefst kl. 14. Héölnn Gilmson, tveggja metra táningurinn I liði FH, er 121 -árs liðinu. Hann er einnig I 18-ára liðinu, A- landsliðinu og í þremur flokkum hjá FH. Kaffærðar með hraðaupphlaupum Tap að Varmá, 18-25. Höfðum ekkiþrek, sagði Guðríður „Við höfðum einfaldlega ekki þrek til að spila á fullu allan tím- ann, það var mikil þreyta í mann- skapnum eftir deildaleikina í gær- kvöldi. Ég bjóst við bandarísku stelpunum í þessu formi sem þær voru í - við getum ekkert annað gert en að bæta úr þessum ósköpum og ég er bjartsýn fyrir hina tvo leikina,“ sagði Guðríður Guðjónsdóttir fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í handknatt- leik eftir 18-25 tap fyrir Banda- ríkjunum að Varmá í Mosfells- sveit í gærkvöldi. Bandarísku stúlkumar hrein- lega kaffærðu þær íslensku með hraða sínum. Guðríður skoraði tvívegis í byrjun, 2-1, en síðan beyttist staðan í 2-5. Þá kom ágætur kafli og staðan breyttist í 7-8 og síðan 9-9. Guðríður jafn- aði 10-10 með hörkuskoti í vink- ilinn en Bandaríkin skoruðu tvö mörk í lokin og staðan 10-12 í hléi. íslensku stúlkurnar gátu þakkað Kolbrúnu Jóhannsdóttur fyrir að munurinn var ekki meiri því hún varði mjög vel. Hraðaupphlaup bandarísku stúlknanna voru hreint frábær og þær vom eins og pflur um allan völl, sérstaklega Latterner (nr.ll). Fjögur slík í röð kaf- færðu íslenska liðið endanlega, en það sprakk þegar 10 mínútur voru búnar af seinni hálfleiknum. Kolbrún Jóhannsdóttir átti mjög góðan leik þrátt fyrir þenn- an mun. Erna Lúðvíksdóttir lék sæmilega en aðrar vom lélegar. Latterner og „Grace“ Jones (13) voru bestar í bandaríska liðinu ásamt Coenen markverði. „Ég varð fyrir mjög miklum vonbrigðum því ég átti vægast sagt von á góðum leik, og bjóst við að stúlkurnar myndu leika eins og á Spáni um daginn. Það vantaði allan áhuga og vilja. Bandarísku stúlkurnar eru mjög snöggar og í frábærri þjálfun en samt hélt ég að þær væru betri. En lið okkar mun sýna hvað í því býr í þeim tveimur leikjum sem eftir em,“ sagði Helga Magnús- dóttir, úr landsliðsnefnd, í sam- tali við Þjóðviljann. Mörk Islands: Guðríður Guðjónsdótitr 9(6v), Erla Rafnsdóttir 5, Erna Lúðviksdótt- ir 2, Katrín Fredriksen 2. Mörk USA: Cindy Stinger 5(3v), Meg Gallagher 5, Mo Latterner 4, Sam Jones 4, Portia Lack 2, Kim Clarke 1, Lavra Coenen 1. Leikinn dæmdu þeir Óli Ólsen og Gunnlaugur Hjálmarsson og stóðu sig með stakri prýði. -MHM Argentína Bilardo

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.