Þjóðviljinn - 05.12.1986, Qupperneq 8
GLÆTAN
venjur okkar fremur en nokkuð
annað. Margs konar vandamál
taka hug okkar allan. Það hefur
sýnt sig að það sem við tökum
okkur fyrir hendur áður og eftir
að við höfum lært, hefur áhrif á
hæfni okkar til að nema og hæfni
okkar til að muna það sem við
höfum lært. Ef við lesum margar
námsgreinar í einu er nauðsyn-
legt að Iesa eins ólíkar greinar og
unnt er. Við verðum að taka okk-
ur hvíld á milli námsgreina og við
verðum einnig að hvfla okkur
lítillega áður en við setjumst nið-
ur við lestur og eins að honum
loknum.
Hvað lærum við?
Það getur auðvitað verið mikil-
vægt undir mörgum kringum-
stæðum hversu mikið við mun-
um. Mikilvægara er þó hvað við
lærum. Góð námstækni getur
kennt okkur að muna það sem
mestu máli skiptir og hjáipað
okkur að nota það sem við höfum
lært.“
Þungu fargi var af mér létt. Ég
vissi að ég hafði gleymt því sem
ég hafði lært og þyrfti að rifja það
upp sem ég hafði lesið. Ég leit á
bókarkápuna og sá að bókin hét
„Inngangur að námstækni". Við
lestur formálans uppgötvaði ég
að hún kenndi manni að læra, en
þrátt fyrir að ég hafi setið á skóla-
bekk í þrettán ár hafði mér aldrei
verið kennt það.
Ég vissi að ég hafði gleymt, en
hvernig átti ég að læra? Hvað er
að kunna)? Ég rak augun í kafla
sem heitir „Grundvallaratriði
náms“. í stuttu máli:
- Að kunna er annað og meira en
að þekkja til sundurlausra stað-
reynda. Að kunna á við um
heildarskilning.
- Þegar lögð er stund á einhverja
grein verður að beita eftirfarandi
aðferðum:
1. Öðlast yfirsýn.
2. Skilgreina efnið með
gagnrýninni afstöðu.
3. Endurtaka og hlýða sjálfum
sér yfir.
4. Rifja upp.
Að kunna
Það að kunna er annað og
meira en að geta rutt upp úr sér
fróðleiksmolum. Það að kunna er
nátengt því að geta skilið
heildina. ...Lærdómur er fólginn
í því að starfa markvisst að því að
finna merkingu í því efni sem
maður ætlar að tileinka sér.
Mannsheilinn er ekki tóm tunna
sem hægt er að hella vitneskju í.
Það er virkni okkar sem ákvarðar
hvað við kunnum þegar frá líður.
Að lesa
Vanalegasta aðferðin er að
lesa frá einhverjum ákveðnum
stað í bókinni (þaðan sem við
vorum síðast) og svo áfram ein-
hvern ákveðinn síðufjölda. Oft-
ast erum við ánægð þegar við höf-
um lesið efnið nokkrum sinnum
eða allt þar til við höfum það á
tilfinningunni að við „kunnum"
það sem þar stendur.
En við eigum ekki bara að setj-
ast niður og fara að lesa. Þá eru
mjög svo litlar líkur til að við
náum því marki sem við köllum
að kunna efnið. í því sem hér fer á
eftir skulum við taka einhverja
svokallaða lesgrein sem dæmi,
t.d. landafræði, sögu, kristin-
fræði. Til hægðarauka veljum við
þær aðstæður sem ráða vinnu
skólanemanda. Mest af því sem á
eftir fer á þó við hvaða nám sem
er.
Líttu á næstu lexíu á undan.
Hvað var mikilvægast þar? í hvað
fór mestur tfminn í síðustu
kennslustund? Hvaða spurningar
setti kennarinn fram í sambandi
við síðustu lexíu?
Ekki samt lesa síðustu lexíu!
Líttu á fyrirsagnirnar, myndirn-
ar, línuritin o.s.frv. Sestu niður
og minntu sjálfan þig á það sem
þú lærðir síðast.
Svo er röðin komin að náms-
efni dagsins. Við skulum ekki
heldur í þessu tilviki lesa á vana-
Iegan hátt. Nú er lestrartæknin að
vissu leyti undir þvf komin hversu
löng lexían er. Oftast er best að
líta fyrst á fyrirsagnirnar, mynd-
irnar og þvílíkt. Síðan ættum við
að lesa námsefnið hratt yfir. Við
notum þá hraðlestur og skiptum
okkur ekki af smáatriðum, ártöi-
um, erfiðum nöfnum og þvflíku.
Það sem máli skiptir er aðalhug-
myndin að baki efnisins, um hvað
snýst textinn? Því viljum við
kynnast við fyrstu yfirferð.
Nú höfum við kynnt okkur
nokkuð um hvað textinn fjallar.
Við höfum að nokkru leyti sett
okkur inn í þann hugsanagang
sem útheimtist til að geta skilið
textann.
Við lesum nú frá upphafi máls-
grein fyrir máisgrein og reynum
að fínna merkinguna í textanum.
Við megum EKKI segja við okk-
ur sjálf: „Nú verð ég að muna
þetta“. Ef markmiðið okkar er að
muna textann, höfum við þegar
misst af mörgum tækifærum til að
skilja hann!
Spyrjið bókina
Reynið frekar að fínna hvað
það er sem í raun og veru stendur
í textanum. Reynið að spyrja
bókina: „Hvað á höfundurinn við
með því að skrifa einmitt þetta?“
eða „Hvað er það sem máli
skiptir í þessari málsgrein?“
Þegar við vinnum við náms-
texta verðum við að vera gagn-
rýnin á innihaldið. Við verðum
að draga fram það sem mikilvægt
er en það þýðir að við drögum
einnig fram ýmis mikilvæg smá-
atriði. Við verðum með öðrum
orðum að læra að leggja mat á það
sem er skrifað.
Þegar við setjum fram spurn-
ingar er það textinn sem virkjar
okkur. Við verðum kannski að
leita til baka, vega og meta ein-
stök atriði hvert á móti öðru,
draga frá það sem mikilvægt er,
taka eftir þýðingarmiklum
smáatriðum. Þá munum við á
óbeinan hátt læra það sem við
erum að leita að.
Þess háttar vinnu krefst þjálf-
unar og í lok þessa kafla finnurðu
verkefni sem þjóna einmitt þeim
tilgangi að æfa með þér spyrjandi
afstöðu.
Strikaðu undir
Ef þú átt námsbókina sjálfa
getur það verið mjög nytsamlegt
að strika undir og gera athuga-
semdir á spássíuna. Það er rétt að
gefa því gaum að undirstrikanir
eru ekkert takmark í sjálfu sér og
það er einungis hið mikilvægasta í
textanum sem á að undirstrika.
Bíddu með undirstrikanirnar þar
til þú ert búinn að Iesa efnis-
greinina.
Undirstrikánir auðvelda okkur
að finna kjarna textans er við les-
um hann síðar og þær hjálpa okk-
ur að muna betur það sem við
höfum lesið.
Margir nemendur nota
kennslubækur sem eru í eign ann-
arra. Stundum eru undirstrikanir
í þeim fyrir. Það getur verið mjög
óhagstætt. Lestur bókar með
undirstrikunum á röngum stöð-
um gerir manni námið erfiðara.
Glósur
Eftir lestur einstakra kafla eða
efnisgreina getur verið nauðsyn-
legt að hripa hjá sér mikilvæg at-
riði. Athugasemdir ber að skrifa í
eigin glósubók - helst í bók sem
er nógu stór um sig (t.d. A-4
blokk). Glósubók er alls ekki ný
námsbók. Okkur ber aðeins að
hripa niður í stuttu máli - helst
aðeins einstök markorð (stikk-
orð). Það er kostur að skrifa
reglulega, hafa gott bil á milli og
tölusetja athugasemdir.
Það er erfitt að gera athuga-
semdir. Það er algengt að við
skrifum annaðhvort of mikið hjá
okkur (og það verður bæði þungt
og leiðinlegt að lesa) eða þá svo
lítið að það verður erfitt að skilja.
Það er aðeins þú sjálfur sem getur
ákveðið hvort athugasemdirnar
eru fullnægjandi. Það getur þú
séð ef þú lest þær yfir nokkrum
vikum eftir að þú skrifaðir þær.
Rétt athugasemdatækni krefst
þjálfunar. Þess háttar þjálfun er
líka mikilvæg vegna þess að hún
gerir okkur betur kleift að finna
merkingu textans.
Nú erum við komin að þriðja
atriðinu í textayfirferðinni. Hið
fyrsta var yfirsýnin sem maður
verður að öðlast. Hið annað var
textagreiningin, þar sem farið var
nákvæmlega gegnum allan text-
ann með spurningum og athuga-
semdum.
Við höfum séð að við gleymum
miklu að því sem við lærum stuttu
eftir að við höfum lokið við að
fara yfír textann. Það sýnir sig að
við gleymum töluvert miklu með-
an við erum að lesa textann! Við
ættum að hægja ferðina af og til
og hugsa um það sem við höfum
verið að lesa. Við getum gjarna
litið yfír síðustu blaðsíðurnar, en
það getur verið jafn rétt að farið
að líta yfir síðustu athugasemd-
irnar sem við höfum hripað nið-
ur. Reyndu stöðugt að hafa til-
breytingu í spurningum þeim sem
þú beinir til textans. Góður ár-
angur verður ekki fyrst og fremst
af ósjálfstæðari endurtekningu,
heldur af því að við íhugum
vandamálin út frá stöðugt vax-
andi vitneskju um efnið. Afstaða
okkar til efnisins breytist nefni-
lega smám saman eftir því sem
lengur er unnið.
Þegar við erum búin með alla
lexíuna ættum við að hlýða okkur
sjálfum yfír enn einu sinni alla
lexíuna í samhengi. Við getum þá
tekið glósubókina fyrir. Það er að
sjálfsögðu ekki nauðsynlegt að
svara öllum smáatriðum. Mark-
miðið er fyrst og fremst að bera
aftur kennsl á það sem við höfum
verið að gera.
Ef um mikilvægt efni er að
ræða ættum við að taka upprifj-
unina enn alvarlegar. Við getum
búið til stuttar sögur við þær at-
hugasemdir sem við höfum hrip-
að niður og við getum skrifað nið-
ur það sem við munum í stuttum
markorðum.
Hvíld
Ef við höfum fengið yfirsýn yfir
textann á þennan hátt, skilgreint
hann og hlýtt sjálfum okkur yfir
getum við sagt skilið við hann í
bili. Ef við þurfum nú að lesa
fleiri fög ættum við fyrst að taka
okkur hvfld. Eins og við minn-
umst kannski heggur nýtt verk-
efni skarð í kunnáttu okkar í
greininni sem við lærðum á
undan en sú grein mun aftur á
móti koma í veg fyrir að við nýt-
um fyllilega lestur næstu náms-
greinar.
Hvfldina ætti að nota til al-
gjörrar tilbreytingar. Það getur
verið hollt að hreyfa sig dálítið.
Maður ætti helst ekki að lesa neitt
þungt efni meðan á hvfldinni
stendur - heldur ekki skáldsögu
með framhaldi í næsta blaði! Við
ættum ekki að sökkva okkur nið-
ur í efni sem getur haft slæm áhrif
á einbeitingu okkar næst þegar
við setjumst niður við lestur.
Hvfldin ætti að vara í 5 til 10 mín-
útur. Oftast er ekki þörf fyrir
lengri hvfld.
Við erum ekki alveg búin með
lexíuna fyrr en við höfum litið
hratt yfir hana einu sinni enn
áður en dagurinn er liðinn. Með
stuttri upprifjun nýtum við betur
lestur dagsins en ella. Við kom-
um seinna að því hvernig okkur
ber að rifja upp. Munið: Það er
betra að skipta námsverkefni nið-
ur á nokkur stutt námstímabil en
að læra allt í einu.
Fuglinn og
ormurinn
Lexíu ber að læra þannig að við
reynum bæði að öðlast heildarsýn
yfir verkefnið og skilning á ein-
stökum hlutum þess. Við verðum
að líta á verkefnið frá sjónarhóli
fuglsins áður en við förum að
kafa dýpra niður í smáatriðin. í
lokin getur þess háttar fuglsyfir-
sýn einnig átt rétt á sér.
Þegar við vinnum að því að
djúplesa verkefnið verðum við að
leggja verulega hart að okkur til
að skilja einstök atriði. Við
köfum djúpt niður í efnið. Við
Iítum á það frá sjónarhóli kál-
ormsins. Þetta er mikilvægt en
gefur varla góðan árangur fyrr en
við höfum öðlast heildarsýn yfir
efnið.“
Ég róast við lesturinn, losna
við prófskrekkinn og er ekki frá
því að ég geti notfært mér
eitthvað af þessu í próflestrinum.
Kannski svolítið seint í rassinn
gripið að ætla að læra að læra
nóttina fyrir próf. En betra er
seint en aldrei.
Furðulegt að það skuli ekki
kennt í skóla, hvernig á að læra.
Því kenndi skólinn fólki að læra,
væru ekki þúsundir og aftur þús-
undir af ungu fólki að deyja úr
streitu, þrammandi fram og aftur
blindgötuna, með augun sokkin
af svefnleysi og taugarnar í einni
flækju.
Þá gæti maður rölt einn og ó-
truflaður í næturkyrrðinni útí
gamla kirkjugarð og lífgað sig að-
eins við.
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 5. desember 1986