Þjóðviljinn - 07.12.1986, Qupperneq 19

Þjóðviljinn - 07.12.1986, Qupperneq 19
Nú þegar prófkjörs- og for- valshasar er yfirstaðinn taka stjórnmálamenn sér hvíld fram yfir nýjár að þeir byrja að undirbúa hinn eiginlega kosn- ingaslag. Til að halda lesend- um Þjóðviljans við efnið á- kváðum við að bjóða þeim á kosningafund með Joe Kenn- edy, nýjustu stjórnmála- stjörnu Kennedyættarinnar í Bandaríkjunum, en hann var kosinn í fulltrúadeildina í nóv- ember. Leiðsögumaður okkar á fund- inn er norski blaðamaðurinn Stig Nielsen. Fundurinn var haldinn á Sheraton-hóteli en þetta kvöld var Joseph Kennedy, elsti sonur Roberts Kennedys, frambjóð- andi Demókrata kosinn í fulltrú- adeildina. Joe á þing Á dreifimiða sem okkur er fenginn er við komum inn erum við boðin velkomin á kosninga- vökuna. Á miðanum er tilkynnt að Michael, yngri bróðir Josephs, muni á tuttugu mínútna fresti til- kynna nýjustu tölur. Á miðanum er einnig greint frá því að Joseph sé þrjátíu og þriggja ára að aldri og að hann sé sonur Roberts heitins Kennedy og Ethelar ekkju hans. Joseph fæddist í Massachusetts, er giftur Sheilu og á með henni sex ára tvíbura. Það er mikill mannfjöldi sam- ankominn í þessum víðu salar- kynnum. í miðjum salnum er stallur með sjónvarpstökuvélum, ljóskösturum og öðrum tækj- aútbúnaði sem fylgir ljósvaka- fólkinu. Á veggjum hanga stórir borðar með slagorðum: Joe Kennedy á þing. Sama slagorð má sjá á höttum gesta. í einu horni sviðsins er stór jasshljóm- sveit sem leikur stöðugt niður- soðna sveiflutónlist. Við tröppuna upp á sviðið stendur ungur maður í stífpress- uðum buxum, jakka og gúmmí-| skóm. Hann er gleiðfættur, eins- og hermaður £ hvíldarstöðu. Jakkinn víður og hægt að fela hvað sem er undir honum. Sjálf- sagt er líka ýmislegt falið þar. -Það er lífvarðarlykt af þess- um, segi ég við ljómyndarann og h't í kringum mig eftir mögulegum eða ómögulegum launmorðingj- um. -Það er skiljanlegt að þessi fjölskylda sé á varðbergi. En hugsaðu þér bara ef einhver dræpi hann núna. Við gætum lifað einsog blómi í eggi það sem eftir er á því að selja myndir og skrifa um það sem gerðist. -Nú gerist eitthvað, sagði ljós- myndarinn og var rokinn burt. Að erfa sœtið Michael Kennedy ber með sér öll ættareinkennin þar sem hann stendur í ræðustólnum og til- kynnir niðurstöður kosninganna. Allir andlitsdrættir, tanngarður og rödd minna á hinn myrta föður hans. Tölurnar vitna næstum allar um að Joe Kennedy verði sigur- vegarinn um 8. héraðið í Mass- achusett. Hérað sem skipar stór- an sess í sögu Kennedyættarinn- ar. John Francis Fitzgerald, lang- alangafi Joe Kennedy, var full- trúi 8. héraðs um aldamótin. Frændinn, John F. Kennedy, notaði héraðið sem stökkpall inn £ öldungadeildina og þaðan í Hvíta húsið. Annar frændi Joe, Edward Kennedy, er nú fulltrúi Massachusett í öldungadeildinni. Stærsti kostur Joe Kennedy er eftirnafnið. Hann þarf ekki að Ákosningafundi með Joe Kennedy, nýju stjörnu Kennedyœttarinnar berjast fyrir útnefningu heldur erfir hann hana. Þá er sagt um Joe að hann tilheyri íhaldssöm- ustu öflunum í Demókrata- flokknum. Er hann sagður mun íhaldssamari en frændinn í öld- ungadeildinni. Þá halda rætnar tungur því fram, að hann stigi ekki um of í vitið, auk þess sem hann eigi erf- itt með að taka af skarið í ýmsum málum. Segja sömu tungur að það sé ástæðan fyrir tregðu hans að láta alþjóðafjölmiðla taka við- töl við sig. Á kosningaskrifstof- unni var sú skýring gefin að hann veitti fréttastofum í fylkinu fyrst og fremst viðtöl á meðan á kosn- ingaslagnum stæði. Meðal þeirra mála sem hann hefur átt erfitt með að gera upp hug sinn í eru tildæmis fóstur- eyðingarmálið og loftárásir Re- aganstjórnarinnar á Libyu. Svo er sigurinn í höfn. Lítill velklæddur unglingakór hrópar: Við viljum Joe. Við viljum Joe! Hljómsveitin rennir sér inn í gamalt ættjarðarljóð og undir lúðrablæstrinum marserar Kenn- edyættin inn á sviðið. Fyrst systkini Joes, þá gömul blökku- kona (sennilega fóstra hans), þá Joe með Sheilu eiginkonu sína og Ethel móður sína. Og síðast ætt- arhöfuðið sjálft Edward Kenne- dy. Allt er vel æft. Það er ekki bara frambjóðandinn sem hefur sigrað nei það er öll fjölskyldan. Það er nafnið. Kennedy Mikki bróðir fer enn einusinni í ræðupúltið og segist stoltur geta tilkynnt það að Joe verði fulltrúi þess í Washington. Fagnaðarlætin gerðu næstum útaf við segulbandið mitt. Mikki sagðist hafa unnið með Joe bróður sínum undanfarin ár að fyrirtækinu Borgaraorka (Citiz- éns Énergy) og gaf hann í skyn að það hefði verið erfið ákvörðun hjá Joe að hætta vinnu hjá fyrir- tækinu vegna þingsins. Borgaraorka varð til vegna þess neyðarástands sem skapað- ist þar sem margar láglaunafjöl- skyldur höfðu ekki efni á að kynda húsin sín. Kennedy keypti þá ódýra olíu frá Venezuela og seldi hana ódýrt til neytenda. Þetta sló í gegn og skilaði ágætis arði, en eftir því sem heimsmark- aðsverð á olíu lækkaði hvarf þetta framtak í skuggann. Borgaraorkan vakti þó ræki- lega athygli á Joe. Hann var kynntur sem Kennedy nýja tím- ans; maðurinn sem sameinar við- skipti og félagshjálp. Mikki heldur áfram ræðu sinni og vill nú þakka tveim konum sem hafa gert kvöldið mögulegt. -Önnur er hin fríða eiginkona Joes, Sheila. Ég mæni á fölu konuna á bak- við ræðupúltið, sem virðist óska þess að vera stödd einhversstaðar allt, allt annarsstaðar. -Hin konan er Kerry systir okkar. Hin 26 ára gamla litlasystir Joes hleypur að ræðustólnum. Hún virðist í meira lagi vinsæl, \einkum meðal ungiinganna fyrir framan sviðið, sem stjórna húrra- hrópunum. Sennilega skóiasystir þeirra. Joe Kennedy, mun íhaldssamari en Edward frændi. -Kærar þakkir öll sömul. Og ég vil þakka enn einni konu hér á meðal okkar, móður okkar. Kerry brosir sínu breiðasta og bendir á ekkju Roberts Kenne- dys, sem brosir sviðsvön. Enn meiri fagnaðaróp. Og nú vil ég kynna næsta full- trúa okkar í fulltrúadeildinni: Bróður minn Joseph Kennedy. Eitt með fjölskyldunni Jasshljómsveitin leikur nokkra tóna þegar Joe gengur að stóln- um. -All right, all right, all right. Aldrei hef ég verið jafn stoltur og nú í kvöld. Bláeygði herðabreiði pilturinn er í essi sínu. í hvert skipti sem hann stoppar tii að draga andann brjótast fagnaðarlætin fram. Hann hrósar þeim sem unnu fyrir hann við kosningarnar, hann hrósar kjósendum og hann hrós- ar andstæðingum. -Eitt eigum við öll í 8. héraði sameiginlegt. Við trúum öll á að Bandaríkin standi fyrir eitthvað. Það er tími til kominn að við endurvekjum Bandaríkin sem land möguleikanna. Stjórnin í Washington virðist álíta mikil- vægara að fjórfalda útgjöld til hermála en takast á við menntakerfið og félagslegar um- bætur. Efnahagslegt og félagslegt réttlæti er lífsnauðsyn. Við verð- um að afvopnast. Sérhvert okkar verður að taka þátt í því að gera Bandaríkin að hinu stóra lýðræð- isríki. Undir miklum fagnaðarlátum og lúðraþyt hverfur Joe úr ræð- ustólnum og Edward Kennedy stígur í pontu. Hann hrósar Joe og þeim sem störfuðu að kosning- unni. Það er bara eitt sem vantar. -Ég sakna bara þess að hér meðal okkar eru ekki staddir tveir menn, menn sem væru jafn stoltir og við hin ef þeir hefðu verið hér meðal okkar. Svo nefnir hann til bræður sína sem voru myrtir. Það hittir í hjartastað. Kennedy minnist tveggja myrtra bræðra. Ég fæ gæsahúð. Eitt augnablik urðu allir við- staddir hluti af Kennedyfjöl- skyldunni. Sáf/Ny Tid fUqjör DÚNDURSACA FYRIR UNGLiNGA EFTIR RÚNAR ÁRMANN ARTHÚRSSON SAGAN ALGJÖRIR BYRJENDUR gerlst í Reykjavík nútímans. Þar segir frá unglingsstráknum Crímsa og fyrstu ástinni hans, kunningjunum og fleira fólki veturinn sem sprengjan sprakk. Ekkl alveg tíðindalaus vetur það! Þessi fyrsta skáldsaga Rúnars Armanns er bæðl skemmtiieg og spennandi afiestrar. Dúndursaga fyrir ungiinga. d hvítu ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19 Kennedysœtið í arf Sunnudagur 7. deMmbw 1986

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.