Þjóðviljinn - 13.12.1986, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 13.12.1986, Qupperneq 1
Laugardagur 13. desember 1986 285. tölu.blað 51. drgangur Þjóðhagsspá Natóflugvöllurinn 11 dagar tiljola Viðræður hafnar Viðræður um byggingu vara- flugvallar fyrir Nató á íslandi eru hafnar. Fyrsti fundur fulltrúa samgönguráðuneytisins, varnar- málaskrifstofu, fulltrúa hersins og flotastjórnar Nató í Norfolk fór fram í gær. Rætt hefur verið um að þessi flugvöllur verði byggður annað hvort á Sauðárkróki eða á Egils- stöðum. Gert er ráð fyrir að Atl- antshafsbandalagið greiði bygg- ingarkostnað að mestu leyti, en flugvöllurinn verði alla jafna undir íslenskri stjórn. Næsti við- ræðufundur aðila verður haldinn í næsta mánuði. “88 Heimsmet í hagvexd Þjóðartekjur í ár vaxa meira en í nokkru öðru vestrœnu ríki. Spáð 4% hagvexti á næsta ári. Hlutur launa vex umfram þjóðartekjur Idrögum að þjóðhagsspá sem birt var í gær er spáð halla- lausum viðskiptum við útlönd á þessu ári, sem yrði þá í fyrsta sinn síðan 1978. En það eru fleiri met slegin: Spáð er 8% aukningu á þjóðartekjum á þessu ári - meiri en í nokkru öðru vestrænu iðn- ríki! Horfurnar á næsta ári eru líka góðar: Spáð er 4% hagvexti í stað 2% sem spáð var í haust og að þjóðartekjur muni aukast um 5%. í spánni sem gerð er fyrir árin 1986 og 1987, er tekið mið af ný- gerðum kjarasamningum þó ekíci liggi fyrir endanlegt mat Þjóð- hagsstofnunar á áhrifum þeirra. Eins og áður hefur komið fram hafa launahækkanir orðið meiri á þessu ári en ráð var fyrir gert: 35% í stað 31%. Kaupmáttur kauptaxta hefur vaxið um 11% og kaupmáttur atvinnutekna enn meir. Á næsta ári spáir Pjóð- hagsstofnun 7-8% verðbólgu, 4% hagvexti og 5% aukningu á þjóðartekjum. Áætlað er að kauptaxtar hækki um 16% milli ára og atvinnutekjurnar um 20%. Kaupmáttur atvinnutekna mun samkvæmt spánni aukast um 7- 8% milli áranna 1986 og 1987 og kaupmáttur kauptaxta um 4%. Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ sagði þessa spá staðfesta að með nýgerðum samningum muni hlutur launa vaxa umfram þá aukningu sem yrði á þjóðartekj- um. „Kaupmátturinn eykst um 11% meðan þjóðartekjur aukast um 8% á árinu 1986 og á næsta ári er spáð 7-8% aukningu á kaup- mætti en 5% vexti þjóðartekna. Ég sé ekki ástæðu til að gera ágreining við þessar niðurstöður Þjóðhagsscofnunar,“ sagði hann. Ásmundur sagði einnig að miðað hefði verði við meira en 2% hag vöxt við gerð kjarasamninganna á dögunum og íorsendur tynr þeim breyttust ekki með þessari spá. Þórarinn Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ tók í sama streng. „Þessi þjóðhagsspá breytir engu um þær forsendur sem samningarnir voru byggðir á,“ sagði hann. „Báðir aðilar vissu að launabreytingar á þessu ári voru heldur meiri en fyrir- liggjandi þjóðhagsáætlun gaf til kynna.“ -ÁI/KÓI. „Hvar eru peningarnir mínir?“spyr Bessi Bjarnason. Myndin varitekin á sviði Þjóðleikhússins í gær, en þar fara nú fram æfingar á jólaleikritinu Aurasálinni eftir Moliére. Bessi leikur þar aurasálina Harpagon, en önnur stór hlutverk eru í höndum þeirra Sigríðar Þorvaldsdótt- ur, Pálma Gestssonar, Lilju Guðrúnar Þorvaldsdóttur, Jóhanns Sigurðssonar og Guðlaugar Maríu Bjarnadóttur. Það er Sveinn Einarsson semþýðirverkiðogleikstýrir.enleiktjölderueftirfinnskaleiktjaldamálarann Paul Suominen. Mynd. Sig. Pólland Steypustöðin h.f. Seldu ónýta steypu Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins: Stór hluti steypufrá Steypustöðinni stenst ekki lágmarkskröfur. Stöðinfœr alvarlega viðvörun Sýning rænd fyrir opnun Varsjá - Þeir Pólverjar sem höfðu hug á að sækja sýningu á nektarmyndum af konum í Kraká á næstunni, geta tekið sér annað fyrir hendur. Þeim hefur nefnilega öllum verið stollð. Sýningar sem þessar hafa verið haldnar í Póllandi í 17 ár og hafa þær verið rændar 12 sinnum. IH/Reuter Ljóst er að stór hluti þeirrar steypu sem Steypustöðin h.f. í Reykjavík framleiddi og seldi í sumar og jafnvcl áður hefur verið meira og minna handónýtur. Nið- urstöður rannsókna Rannsókn- arstofnunar byggingariðnaðarins sýna að 63% steypu í flokki S-200 hefur alls ekki staðist lágmarks- kröfur um styrkleika. Borgarverkfræðingur upplýsti þetta á borgarráðsfundi í gær. f bréfi frá embættinu segir að sýni hafi verið tekin hjá steypustöðv- unum þremur í Reykjavík í sum- ar. Engar athugasemdir hafa verið gerðar við framleiðslu Óss h.f. og BM Vallá, en byggingarfulltrú- inn í Reykjavík hefur sent Steypustöðinni h.f, alvarlega við- vörun. Þar er Steypustöðinni gef- inn frestur til 20. desember til þess að leggja fram áætlun um aðgerðir sem geta tryggt lág- marksgæði steypunnar. Verði slík áætlun ekki komin í tæka tíð verður sala á steypu frá stöðinni stöðvuð. 63% sýna í flokki S-200 sem tekin voru á vegum Rannsóknar- stofnunarinnar í sumar reyndust vera ófullnægjandi hvað styrk- leika varðar. Þá reyndust 35% sýna í flokki S-250 ekki standast lágmarkskröfur og 17% sýna í flokki S-300 voru ófullnægjandi. Það er því ljóst að lítt er treystandi á margan vegginn sem steyptur var í Reykjavík í sumar og Steypustöðin má gera ráð fyrir að bótakröfum rigni yfir þegar tímar líða. -88 Giljagaur var annar, með gráan hausinn sinn. - Hann skreið ofan úr gili og skaust í fjósið inn. Hann faldi sig í básunum og froðunni stal, meðan fjósakonan átti við fjósamanninn tal.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.