Þjóðviljinn - 13.12.1986, Page 15

Þjóðviljinn - 13.12.1986, Page 15
RÆKUR Bragi Sigurjónsson Smásögur Braga Sigurjónssonar Leiðin til Dýrafjarðar, heitir saga eftir skáldið Braga Sigur- jónsson, sem Skjaldborg gefur út. - „Hér syngur háttföst og rödduð norölenska fyrir eyrum lesandans á hverri blaðsíðu," segir í bókarkynningu. Bragi Sigurjónsson fer eigin götur í smásagnagerð, grípur efni úr ýmsum áttum, margbreytilegir einstaklingar koma fram hjá hon- um og ýmiss konar atburðir ger- ast. Stundum er höfundur alvöru- gefinn í frásögn, stundum gaman- samur, stundum háðskur, stund- um glettinn. Oft segir hann frá í fyrstu persónu og hendir þá í leiðinni góðlátlegt gaman að sögumanni. Saklaus svipur Bókaforlag Odds Björnssonar á Akureyri hefur gefið út sögu eftir hinn kunna bandaríska spennusagnahöfund Sidney Sheldon og er efni hennar kynnt á þennan veg: Dr. Judd Stevens er nafntog- aður sálfræðingur í New York, sem hefur notið mikils álits. En allt í einu verða örlagaríkar breytingar í lífi hans. Lögreglan fer að gruna hann um morð á einkaritara sínum og einum af hinum vel metnu sjúklingum sem hann hefur haft til meðferðar. Mafían kemst í spilið og upp hefst æðislegur eltingaleikur. Árni Kristjánsson Hvað ertu, tónlist? Út er komin hjá Almenna bóka- félaginu bók eftir Árna Kristjáns- son sem nefnist Hvað ertu, tón- list? - samantíningur um tónlist og tónlistarmenn. í bókarkynningu segir á þessa leið: Hvað ertu, tónlist? er ágætlega skrifuð og á þann veg að jafnt tónelskir sem ekki tónelskir hljóta að hafa unun af að lesa hana. Ritgerðirnar eru til orðnar á ýmsum tímum og af mismun- andi tilefnum, en efnið er eitt - tónlistin - og þeim þáttum henn- ar sem hér eru teknir fyrir eru vissulega gerð rækileg skil. Fjallað er um þessa tónlistar- menn og verk eftir þá: Bach, Ha- ydn, Scarlatti, Chopin, Wagner, Schubert, Smetana, Berlioz, Gri- eg, Sibelius, Sallinen, Nordheim. Einnig er ritgerð um tónlist al- mennt og um íslenska tónlist. UJ ÞJÓÐVIUMM - «teA 15 Allt jólahangikjöt Sláturfélagsins er eingöngu unnið úr nýju og mögru fyrsta flokks hráefni. Síðan er því pakkað í lofttæmdar umbúðir og gæðin þannig innsigluð. Notaðu aðeins úrvals hangikjöt. Notaðu SS jólahangikjöt. SLÁTURFÉLAG

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.