Þjóðviljinn - 17.12.1986, Page 4

Þjóðviljinn - 17.12.1986, Page 4
LEIÐARI ykkur skattalækkun? Má bjóða Grundvallarstefna Alþýöubandalagsins í skattamálum er sú, aö skattar séu notaöir til þess að jafna lífskjör fólksins í landinu, en því fer fjarri að sú stefna eigi upp á pallboröið hjá ríkis- stjórninni. Ekkert er eðlilegra en aö þeir sem hafa háar tekjur séu skattlagðir í samræmi viö það og fénu varið til þeirrar samneyslu sem þjóðfélag okkar byggistá. En reyndin erönnur. Þeirsem hæstar hafa tekjurnar og besta afkomuna sleppa oftar en ekki með lága skatta eða enga, og stafar þetta af undarlegri hlífðarsemi þeirra sem völdin hafa við þá sem fjármagnið eiga. í skattalögum og reglum er að finna ótal margar umdeilanlegar undankomuleiðir frá skatti fyrir fyrirtæki og fjármagnseigendur, en hins vegar eru launþegar skattlagðir af mikilli hörku. Til dæmis má nefna að á síðasta ári voru þeir launþegar sem höfðu 544 þúsund í árstekjur skattlagðir samkvæmt hæsta skattþrepi, enda þótt erfitt sé að rökstyðja að 44 þúsund króna mánaðarlaun séu hátekjur. í skattatillögum Alþýðubandalagsins sem nú liggja fyrir Alþingi er gert ráð fyrir, að hæsta skattþrep byrji við um 820 þúsund krónatekjur. Og í sömu tillögum er gert ráð fyrir að launþegi með um 400 þúsund króna árslaun greiði alls engan tekjuskatt. Tillögur stjórnarinnar snúast um að einstak- lingar greiði á næsta ári 3700 miljónir króna í tekjuskatt. Þessa skattbyrði einstaklinga vill Al- þýðubandalagið lækka um þriðjung niður i 2500 miljónir, þannig að þær 1200 miljónir sem þarna vantar upp á séu fluttar yfir á þá skattgreiðendur sem peninga eiga, það er að segja stöndug fyrirtæki. Þessar 1200 miljónir, sem Alþýðubandalagið vill hlífa einstaklingum við að greiða, skiptast þannig að rúmar 700 miljónir eru bein skatta- lækkun, en tæpar 500 miljónir barnabætur. Sem dæmi um þær kjarabætur sem skattatil- lögur Alþýðubandalagsins fela í sér má nefna, að samkvæmt tillögum ríkisstjófnarinnar munu barnlaus hjón greiða 1462 miljónir króna í skatta, en samk'væmt tillögum Alþýðubanda- lagsins væri skattalækkun til þessa hóps um 178 miljónir króna. Hjón með þrjú börn og fleiri greiða nú alls um 66,8 miljónir í skatta, en samkvæmt tillögum Alþýðubandalagsins fengju slíkar fjölskyldur greiddar 178,6 miljónir króna í fjölskyldubætur, og persónuafslátt. Þarna er stór munur á stefnu Alþýðubanda- lagsins og stefnu stjórnarinnar. Alþýðubanda- lagið hefur þá skýru stefnu að vilja lækka skatt- byrði einstaklinga og jafna lífskjörin, en stjórnin má ekki heyra á slíkt minnst. Ríkisstjórnin hefur engan áhuga á endurbót- um í skattamálum. Það má við því búast að tillögur Alþýðubandalagsins verði kolfelldar á þinginu. Ríkisstjórnin kærir sig hvorki um um- bætur né heldur samráð við stjórnarandstöð- una, heldur vill hún halda sínu striki og láta launþega bera þyngstu byrðarnar. Alþýðubandalagið krefst þess að mynduð verði nefnd um skattamál skipuð fulltrúum allra þingflokka og fulltrúum vinnumarkaðarins, sem síðan skili tillögum um nýtt skattakerfi, því að skattamálin snerta alla íbúa landsins hvar í flokki sem þeir standa og ef réttlæti ríkir ekki á því sviði vantar mikið upp á að réttlæti ríki í þjóðfélaginu. Nú er liðið fram á fjórða árið sem þessi ríkis- stjórn situr án þess að hún hafi hreyft legg né lið til þess að leita eftir samstarfi um raunhæfar lausnir á skattamálum. Tillögur hennar í þeim efnum eru handarbakavinna og yfirklór, enda fyrirsjáanlegt að í hennar tíð verður ekki um endurbætur að ræða á þessu sviði fremur en svo fjöldamörgum öðrum sem snerta hag al- mennings. -Þráinn KUPPT OG SKORID Fólkið í landinu Það var rétt og maklegt að Bókaútgáfa Menningarsjóðs minntist þess, að Kristján Eld- járn forseti hefði orðið sjötugur nú í desember með því að gefa út bókina „Hjá fólkinu í landinu" sem geymir ávörp og ræður úr hans forsetatíð. Því nú bregður svo við, að svo- kölluð bókarkynning, sem er höfð á kápu og í fréttir, lýgur engu - Kristján var góður höf- undur og tækifærisræður hans sem æðsta embættismanns lands- ins hófust jafnan vel yfir tilefni líðandi stundar. Við vitum öll, að forseta fslands eru um margt skorinn þröngur stakkur, hann (eða hún) er með nokkrum hætti þingbundinn konungur eða drottning til ákveðins tíma, og allt um kring er fullt af stjórn- málamönnum, sem vilja ekki með nokkru móti (þegar grannt er skoðað) að forseti fái í raun að njóta sín, verða að þeirri stærð sem um munar í vitund þjóðar. En hvað sem því líður - þetta hef- ur forsetum tekist á seinni misser- um. Og fordæmi Kristjáns Eld- jáms skiptir þar miklu máli - hann átti mikinn þátt í því að nú um skeið hafa Bessastaðir í vit- und okkar orðið menningarsetur, að þaðan koma áherslur sem eru hollt andóf við þröng hagsýnis- sjónarmið. Samfélag um menningu í síðasta nýjársávarpi sínu til þjóðarinnar þann fyrsta janúar 1980 minnti Kristján Eldjárn á þetta með þessum orðum hér: „Lífið má aldrei verða brauðstritið eintómt og orðaskak um það, og landið er ekki ein- göngu auðuppspretta til þess að fceða og klœða þjóðina svo sem best má verða. Pað er einnig ætt- jörð, móðurmold, föðurland, það eina sem vér munum nokkru sinni eignast. Landið og erfðirnar hafa mótað oss og eru samgrónar tilfinningalífi voru og eiga að vera það. Og þjóðfélagið sem vér höf- um komið upp, er ekki sambœri- legt viðfyrirtœki, vel eða illa rekið eftir atvikum. Það er samfélag um íslenska menningu, gamlan arf og nýja sköpun, ætlunarverk ís- lensku þjóðarinnar. Þetta má aldrei úr minni líða, hvort sem árar betur eða verr á sviði hinna daglegu veraldlegu þarfa. “ Það er rétt að undirstrika tvisv- ar eða þrisvar þau orð Kristjáns sem lúta að því að „þjóðfélagið" sé ekki sambærilegt við fyrirtæki, sem menn reka vel eða illa eftir atvikum. í því stefi kemur fram ágæt samkvæmni allt frá því að Kristján Eldjárn tók við embætti forseta íslands 1968. Hann flutti sama ár prýðilega ræðu í minn- ingu þess að fimmtíu ár voru liðin frá því að ísland varð fullvalda ríki - og þótti, sem mörgum öðr- um, að menn hefðu sýnt þeim merka „þjóðminngardegi“ full lítinn sóma. Þar víkur hann ein- mitt að þessu - þjóðfélag er ekki fyrirtæki, íslenskt þjóðfélag er samfélag um menningu, við vær- um ekki sú þjóð sem við nú erum ef forfeður okkar hefðu ekki .skrifað bœkur þar sem þjóðar- sálin lifir". í þessari sömu ræðu víkur Kristján Eldjárn að því samhengi - sem einatt er utan við útreikninga þeirra, sem með þá reikninga fara sem „borga sig“, samhengi virkrar menningar og sjálfstæðisvilja. Hann segir: Að halda áfram ævintýrinu „Enginn getur skilið við hið mikla kapp íslendinga að vilja vera algjörlega sjálfstœðir og öðr- um óháðir, nema sá sem ber skyn á sögu þjóðarinnar, upphaf henn- ar, vist í landinu, menninguna sem hún hefur skapað og búið við. Efnaleg hagsæld er í rauninni eins og hver annar sjálfsagður hlutur og óhjákvæmileg forsenda, sem allar þjóðir krefjast sér til handa, hvort semþær teljast sjálf- stæðar eða ekki. Islendingar hafa keppt að sínu marki afþví að þeir vildu fá að halda áfram œvintýr- inu, eða tilrauninni, sem landnámsmenn stofnuðu til hér í öndverðu, afþví að þeir hafa sér- stöku hlutverki að gegna, sem enginn annar getur leyst afhendi. Það er að rækta íslenskt mannlíf og menningu, í miðju samfélagi þjóðanna, þetta safn lífsþátta, sem allt í einu lagi ber þetta nafn og er ekki ómerkur dráttur í ásýnd heimsins. Allt bert þetta að þeim brunni, að viðurkennt sjálfstæði og blómlegir atvinnuvegir eru ekki hið endanlega markmið í sjálfu sér, heldur nauðsynleg skil- yrði til þess að þjóðin geti rœkt þetta hlutverk sitt íheiminum. Um þetta hafa skáldin ort á marga vegu. Ef þjóðin gleymdi sjálfrí sér og svip þeim týndi, er hún ber, er betra að vanta brauð, var einu sinni kveðið, og mun sjálfsagt mörgum nútímamanni þyícja heldur óraunsætt, því að lítið verður eftir af svip þess, sem brauðið vantar til langframa. En það er þarflaust að snúa út úr þessumorðum. Boðskapurþeirra ersá einn að það sé hlutverk þess- arar þjóðar að vernda, efla og frjóvga hina sígildu íslensku menningararfleifð og til þess sé nokkru fórnandi, því að hún gef- ur oss tilverurétt og tilgang. An hennar væri veröldinfátækari, og það sem meira er, án hennar vær- um vér sjálfir ekki til, ekki sem þjóð, heldur eftil vill 200 þúsund sálir, og á þessu tvennu er mikill munur. -ÁB þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufólag Þjóöviljans. Ritatjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphéðinsson. Fróttastjórl: Lúðvík Geirsson. Blaöamenn: Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Kristín Ólafsdóttir, Magnús H. Gíslason, MörðurÁrnason, ÓlafurGíslason, SiaurðurÁ. Friðþjófsson, Valþór Hlöðversson, Vilborg Davíðsdóttir, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrlta- og prófarkalesarar: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljósmyndarar: Einar ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlltstelknarar: SævarGuðbjörnsson, GarðarSigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrlfstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrlfstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen, Guðmunda Kristinsdóttir. Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðlr:ÓlöfHúnfjörð. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Afgrelðslu8tjóri:HörðurOddfríðarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafur Björnsson. Utkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, simar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 50 kr. Helgarblöð: 55 kr. Askrlftarverð á mónuðl: 500 kr. 4 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Mlðvikudagur 17. desember 1986

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.