Þjóðviljinn - 17.12.1986, Page 6

Þjóðviljinn - 17.12.1986, Page 6
Ríkissjóður sveltir sveitarfélögin Sveitarfélögin eiga kröfu á hendur ríkissjóði um 550 miljónir króna vegna sameiginlegra verkefna. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga hefur verið skorinn niður um 700 miljónir króna. Stórskertframlög til samneyslunnar í landinu. Ríkissjóður skuldar sveitarfé- lögunum í landinu nú um 550 miljónir króna vegna sameigin- legra verkefna ríkis og sveitarfé- laga. Um er að ræða fram- kvæmdir við grunnskóla, da- gvistarheimili, íþróttamannvirki, sjúkrahús og hafnarmannvirki. Ofan í kaupið hefur ríkisvaldið svo stórskert framlög til þessara þátta og skorið Jöfnunarsjóð sveitarfélaga niður um heilar 700 miy ónir á valdatíma ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar. Þessar og fleiri upplýsingar komu fram í svari fjármálaráð- herra við fyrirspurn frá Geir Gunnarssyni þingmanni Alþýðu- bandalagsins í Rerykjaneskjör- dæmi. Geir hefur lengi setið í fjárveitinganefnd Alþingis fyrir flokkinn og er því öllum hnútum kunnugur í ríkisfjármálum. Hans mat er það að ríkissjóður verði að hækka framlög til ofangreindrar samneyslu um amk 30% til að vega upp undandrátt síðustu fjögurra ára. Á sama tíma hafa þjóðartekjur hækkað um 18% að raungildi. Fréttaskýring Sveitarfélögin sligast Þessa óheillastefna gagnvart sveitarfélögunum í landinu gerir það auðvitað að verkum að mörg þeirra sligast nú undir aukinni byrði og eru þar af leiðandi verr í stakk búin að veita þá þjónustu sem þeim er ætlað að sinna sam- kvæmt lögum. Áhrifin eru minnkandi samneysla í heiid enda í samræmi við yfirlýsta stefnu núverandi ríkisstjórnar. í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Geirs kemur fram að verst er viðskiptastaða ríkissjóðs gagnvart sveitarféögunum vegna grunnskólaframkvæmda. Reyk- víkingar eiga 23.2 miljónir inni hjá Þorsteini Pálssyni, Reykne- singar heilar 45.4 miljónir, íbúar Norðurlands eystra 40.5 miljónir og Sunnlendingar eiga inni í fjár- málaráðuneytinu vegna þessara framkvæmda 36.7 miljónir króna nú þegar dregur að áramótum. Ríkissjóður skuldar íbúum Vest- urlands 30.6 miljónir vegna grunnskólanna þar, Vestfirðingum 7 miljónir, íbúum Norðurlands vestra 8.9 miljónir og Austfirðingum 15.7 miljónir króna. Hér er um að ræða hlut ríkissjóðs í framkvæmdum við skólana og í flestum tilfella eru viðkomandi sveitarfélög búin að punga út þessum upphæðum og bíða eftir greiðslum frá ríkinu. Allir viðurkenna að í nútíma samfélagi er nauðsynlegt að efla uppbyggingu dagvistarheimila enda fáaum fjölskyldum gert kleift að komast af án þess báðir foreldrar vinni úti. Forsjármenn ríkisfjármála eru þó ekki á sama máli. Skuld ríkissjóðs gagnvart sveitarfélögunum í þessum þætti nemur í árslok 1986 rúmlega 108 miljónum króna. Mest er skuldin gagnvart Reykjavíkurborg, eða 38.6 miljónir króna. Verst fara þó þau sveitarfélög út úr þessari stefnu þar sem félagslegar áhersl- ur hafa verið miklar og mikið byggt af dagvistarheimilum. Kópavogur er gott dæmi um þetta. Þar hefur á síðustu árum átt sér stað meiri efling dagvista en dæmi eru til annars staðar á landinu og ríkissjóður skuldar því Kópavogi 16.2 miljónir króna í árslok. Hafnarfjörður hefur fram að kosningunum í vor lotið sömu forsjá og fjármálaráðuneytið, þ.e. Sjálfstæðismanna, enda var ekkert dagvistarheimili byggt þar og skuld ríkissjóðs þess vegna engin! Akureyringar eiga inni 7.6 miljónir króna og lítið sveitarfé- lag eins og Hella á Rangárvöllum á inni 2.5 miljónir í fjármálaráðu- neyti Þorsteins Pálssonar. Allt óverðtryggt Nú er það svo að það er dýrt að skulda peninga í þjóðfélaginu í dag. Þetta vita allir og þurfa að greiða stórar upphæðir í vexti, dráttarvexti og refsivexti. En ekki ríkissjóður. Þrátt fyrir hundruða miljóna skuld ríkis- sjóðs gagnvart sveitarfélögunum í landinu þarf hann ekki að greiða eyri í vexti af þessu fé. Hins vegar hafa þessi sömu sveitarfélög ein- att stofnað til mikilla skulda í lán- astofnunum vegna þess arna og þurfa að sjálfsögðu að greiða stórfé í fjármagnskostnað. Að vísu þarf ríkissjóður að greiða verðbætur en skárra væri það nú. Sveitarféögin í landinu þurfa að taka höndum saman og gera sameiginlega aðför að ríkissjóði til að ná inn þessu fjármagni. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Meðan það tekst ekki er lág- markskrafa að þau fái vexti af þessu fé. Spurning um stefnu Það er engin tilviljun að svona skuli vera komið. Það hefur verið yfirlýst stefna ríkisstjórnarflokk- anna að skera kerfisbundið niður framlög til samneyslunnar og það er auðveldast að ráðast á garð sveitarfélaganna. Þessu mark- miði hafa stjórnvöld náð með þrenns konar hætti. í fyrsta lagi með því að skera niður Jöfnunarsjóð sveitarfélaga um ríflega 700 miljónir á árunum 1984-87. í öðru lagi með því að skera niður framlög til samfélagslegra framkvæmda. Geir Gunnarsson upplýsti í sinni fjárlagaræðu á Al- þingi að á árunum 1984-86 væru framlög rfkisins til dagvistar- heimila, mennta- og fjölbrautar- skóla, grunnskóla, sjúkrahúsa, heilsugæslustöðva, hafna og flug- valla aðeins 64.8% af framlaginu 1983. Steininn tók þó úr á árinu 1986, en þá voru framlög ríkisins til þessara framkvæmda lægri en nokkru sinni. í þriðja lagi með þvf að draga eftirágreiðslur til sameiginlegra verkefna ríkis og sveitarfélaga, eins og áður hefur verið rakið. 12 Hafskips- gjaldþrot Nú er það ekki svo að ríkissjóð- ur blómstri þrátt fyrir þennan undandrátt. Halli ríkissjóðs í árs- lok nú nemur um 2000 miljónum króna og ríkisstjórnin hefur tekið ríflega 5000 miljónir króna að láni erlendis frá. Afborganir af slíkum eldri lánum hafa numið 2.700 miljónum. Hallareksturinn og erlend skuldasöfnun jafngildir 12 Hafskipsgjaldþrotum á síð- ustu þremur árum, sagði Geir Gunnarsson í sinni ræðu. Á sama tíma hafa fyrirtæki og eignamenn í landinu notið æ meiri skattfríðinda og meira en helmingur allra fyrirtækja á ís- landi greiðir engan tekjuskatt. Aðeins 2.4% heildartekna ríkis- sjóðs koma með tekjuskatti á fyr- irtæki en í landi einkaframtaks og kapitalisma, Bandaríkjunum nemur þessi skattstofn 7.1% ríkisteknanna. Geir Gunnarsson endaði fjár- lagaræðu sína á dögunum með því að minna á góðærið í þjóðfé- laginu og að sú staðreynd ásamt nýgerðum kjarasamningum köll- uðu á aðra stefnu í ríkisfjármál- um en hallarekstur og erlenda skuldasöfnun. Sagði hann að þessi stefna hefði stórfellda hættu í för með sér fyrir launafólk og gæti raskað áætlunum manna um stöðugt verðlag og aukinn kaup- mátt launa. Geir minnti á að launafólki gæfist tækifæri til að bægja þeirri hættu frá í kosning- unum í vor. -v. Bæjarritari Starf bæjarritara hjá Ólafsvíkurkaupstaö er laust til umsóknar. Mjög góð laun í boði. Umsóknarfrestur er til 30. desember n.k. Allar nánari upplýsingar veitir bæjarstjóri í síma 93-6153. Umsóknir um starfið sendist á skrifstofu Ólafsvík- urkaupstaðar á Ólafsbraut 34, Ólafsvík. Bæjarstjóri. Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd byggingadeildar óskar eftir tilboðum í jarðvinnu vegna Vesturbæjarskóla. Helstu magntölur eru: Gröftur á lausum jarðvegi 6500 m3, fylling í grunn 4000 m3. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvegi 3, gegn 5 þús. kr. skilatryggingu. Tilboðirr verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 30. desember n.k. kl.15. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd byggingadeildar óskar eftir tilboðum í stálsmíði og uppsetningu á grindargólfi og göngubrúm Borgarleikhúss við Listabraut. Magntala (stál) 24 tonn. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvegi 3, gegn kr. 10 þús. kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 8. janúar 1987 kl. 11. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fnkiikpivcgi 3 Simi 25800 getrauna- ^VINNINGAR! 17. LEIKVIKA - 13. DESEMBER 1986 VINNINGSRÖÐ: X11-1XX-X11-1X1 1. Vinningur: 12 réttir, Kr. 564.375.- 132364(6/11) 168050 2. vinningur Kr. 24.187.- 13994 19037 9447 24202+ 24203+ 40508 41450* 210834 12683* *=2/11 Kærufrestur er til mánudagsins 5. janúar 1987, kl. 12.00 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og á skrifstofunni í Reykjavík. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða tekn- ar til greina, Handhafar nafnlausra seðla (+) verða að framvísa eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til íslenskra Getrauna fyrir loka kæru- frests.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.