Þjóðviljinn - 17.12.1986, Side 14

Þjóðviljinn - 17.12.1986, Side 14
VHDHORF Að gefa skít í 26.500 krónur Ásmundur Stefánsson skrifar: Unnur Bragadóttir sem skipar annað sæti á lista Alþýðubanda- lagsins á Austurlandi í komandi kosningum sendir mér snyrtilega tóninn í viðhorfsgrein í blaðinu sl. föstudag. Henni finnst lítið til koma að hækka lægstu laun í 26.500 og segir atvinnurekendur reiðubúna að borga langtum meira. Ég get ekki beint þakkað Unni tilskrifið. Satt að segja finnst mér að hún hefði átt að kynna sér mál- in áður en hún settist við skriftir. Til upplýsingar fyrir Unni og aðra sem ekki hafa fylgst með tel ég rétt að draga fram nokkrar staðreyndir. 1. Samkvæmt könnun Kjara- rannsóknarnefndar í apríl á þessu ári reyndust 46% af- greiðslukvenna og 50% verkakvenna undir því sem framreiknað samsvarar 26.500 kr. Samanlagt áætla okkar sérfræðingar að um 30% félagsmanna ASÍ hafi verið undir þeim lágmarkstöl- um sem samið var um. Því fer fjarri að atvinnurekendur hafi greitt öllum hærra en nú var samið um og ég veit með vissu að fólkið með 20 þúsund króna mánaðarkaup gefur ekki skít í 26.500 krónur. 2. Samningarnir nú gilda frá 1. desember. Ef mál hefðu frest- ast fram yfir áramót er ólíklegt að dregið hefði til tíðinda fyrr en síðari hluta febrúar. Fyrir það fólk sem var undir 20 þús- und krónum eftir 4.59% hækkun 1. desember hefði þriggja mánaða bið kostað 20 þúsund krónur. Með biðinni hefði miklu verið fórnað. 3. Nýgerðir samningar snerust ekki einhliða um laun heldur Reynslan hefur hins vegar kennt okkur að stórar kauptölur skila því aðeins stórauknum kaupmætti að verðbólgan éti þær ekki upp. 30% aukning kaupmáttar veitir fiskvinnslufólki tekjuör- yggi þegar ekki er bónus eða til atvinnuleysis kemur. 5. í samningunum er samið um gerð fastlaunasamninga þar „...Sásem villleggja baráttumálum verkalýðshreyfingarinnar lið verður að lœra að greina á milli þess sem sœkir á ogþess sem stendur fyrir, lœra að beina spjótum sínum í réttar áttir... “ einnig um aðhald að verðlagi. Samið var um stöðugt gengi, takmarkanir á verðhækkun- um opinberrar þjónustu og al- mennt aðhald. Ef forsendur standast má reikna með „hóf- semi“ í verðbólgu eða 7-8%. Með því að slaka t.d. á gengis- forsendum gagnvart útflutn- ingsatvinnuvegunum hefði ef- laust verið hægt að ná hærri kauptölum í krónum. lægsta kaups uppfyllir ekki okkar óskir þó stökkið nú sé reyndar stærra en dæmi eru um, en hlýtur að teljast mark- tækt skref. 4. í þessum samningum var sam- ið um mikla hækkun fasta- kaupsins í bónus sem gefur þeim tekjulægri í fiskvinnsl- unni töluverða launahækkun, hækkar yfirvinnukaup allra og sem stefnt er að því að reisa nýtt launakerfi á rústum þess sem nú hefur verið eyðilagt með lágmarkstölum sem fljóta yfir allar tölur almennu kauptaxtanna. í fastlauna- samningunum skal að því stefnt að festa raunverulegar kauptölur í töxtum. í samþykktum okkar samtaka á liðnu hausti var megináhersla lögð á hækkun lægstu launa. Á formannafundi ASÍ í nóvember var þess krafist að strax yrði gengið til viðræðna um tafar- lausar úrbætur til þeirra sem við rýrust kjör búa. Við sem förum með samningaviðræður fyrir hönd samtakanna töldum okkur skylt að fylgja þessari stefnu eftir. í öllum þeim samningum sem ég hef staðð að, hefði ég kosið að ná lengra en raun varð. Ég hef nú eins og oft áður, ásamt félögum mínum, orðið að meta hvort rétt sé að gera samning á þeim for- sendum sem fyrir liggja eða fresta samningsgerð og reyna síðar í átökum að ná lengra. í ljósi þess áfanga sem nú náðist fram fyrir þá tekjulægstu tel ég okkur skylt að fylgja samningnum fram. Ég treysti því að flestir þeir sem hærri laun hafa, sætti sig við að sitja að óbreyttum kaupmætti og gefa þeim tekjulægri þann for- gang sem að er stefnt. Ég treysti því, að okkar fólk sýni viljann í verki, sýni að kjör þeirra lægst- launuðu skipta í reynd máli en eru ekki aðeins slagorðafóður í ræðuhöldum. Hugsjón sam- stöðunnar er að allir sameinist um að leysa mál þeirra sem erfið- ast eiga. Öllum sem fylgjast með hlýtur að vera ljóst, að samning- alið verkalýðssamtakanna semur ekki við sjálft sig. Lausnin á hverjum tíma er málamiðlun á milli verkalýðshreyfingarinnar og viðsemjenda hennar. Sá sem vill leggja baráttumálum verka- lýðshreyfingarinnar lið verður að læra að greina á milli þess sem sækir á og þess sem stendur fyrir, læra að beina spjótum sínum í réttar áttir. ÆSKULÝÐSFYLKINGIN Æskulýðsfylkingin I Reykjavík Jólafagnaður Félagar. Æskulýðsfylkingin í Reykjavík mun halda jólafagnað laugardaginn 20. desember kl. 9 tii ? Krossið á dagatalið. Dagskrá auglýst síðar. Stjórn ÆFR. Dregið hefur verið í happdrætti ÆFAB. Vinningsnúmerin hafa verið innsigluð til 20. des. n.k. Ykkur gefst því enn kostur á að eignast ritsafn Laxness og sitthvað fleira, með því að greiða heimsenda gíróseðla. Framkvæmdaráð ÆFAB Liðsmannafundur í kvöld Jólasöfnun El Salvador-nefndarinnar El Salvador-nefndin heldur fund um tilhögun jól- asöfnunarinnar, í Mjölnisholti 14, kl. 20.30 í kvöld, miðvikudagskvöld. Þeir sem hug hafa á að leggja hönd á plóginn eru hvattir til að mæta og það stundvíslega. El Saivadornefndin LAUSAR STÖÐUR Lausar eru til umsóknar eftirtaldar stöður við læknadeild Háskóla íslands. Hlutastaða (37%) dósents í líffærafræði (vefjafræði) og lektorss- taða (50%) í líffærafræði. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf, rannsóknir og ritsmíðar, svo og námsferil og störf skulu sendar menntamalaráðu- neytinu Hverfisgötu 6, 105 Reykjavík, fyrir 12. janúar n.k. Menntamálaráðuneytið 12. desember 1986 DJÓÐVIIJINN 45 68 13 33 Tímiim 45 68 18 66 45 68 63 00 Blaðburdur er BESTA TRIMMIÐ og borgar sig Blaðbera vantar víðs vegar um borgina DJOÐVIIJINN

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.