Þjóðviljinn - 17.12.1986, Page 16

Þjóðviljinn - 17.12.1986, Page 16
Aðalsími 681333 Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 þjómnuiNN Miðvikudagur 17. desember 1986 288. tölublað 51. árgangur SAMVINNUBANK! ÍSLANDS HF. SPJALDHAGI allar upplýsingar á einum staó Rafmagnshœkkanir Landsvirkjun spennir bogann Frá nœstu áramótum hœkkar verð á rafmagni um 7.5% til almenningsrafveitna. Svarar til um 4.5% hœkkunar á smásöluverði. Þjóðhagsstofnun mœlir gegn hœkkuninni. Rafmagnsverð í Reykjavík gœti hœkkað um 10% Stjóm Landsvirkjunnar hefur samþykkt hækkun á rafmagni til almenningsrafveitna um 7.5% frá og með 1. janúar nk., en í fréttatilkynningu frá stjórninni segir að það svari til um 4.5% hækkunar á smásöluverði. Þjóð- hagsstofnun hefur mælt gegn hækkuninni á þeim forsendum að hún sé of mikil. Landsvirkjun ætli sér að borga þau erlendu lán sem á fyrirtækinu hvíla örar niður en ástæða sé til og jafnframt sé Jólasteikin Hugsið fyrst kaupið svo Alltað 200% verð- munur á kjötvöru í Reykjavík Verðkönnun Verðlagsstofnun- ar á kjötvörum sem algengar eru á borðum landsmanna um jólin sýnir hreint ótrúlegan verð- mun á tegundum milli einstakra verslana. Þannig er munur á hæsta verði og lægsta verði á reyktum úrbeinuðum svína- kambi um 200%. Jóhannes Gunnarsson hjá Verðlagsstofnun sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að þessi mikli verðmunur hefði ekki kom- ið sér á óvart. „Ég vil brýna fyrir fólki að velta verði fyrir sér og gera samanburð á milli versl- ana,“ sagði Jóhannes. Niðurstöður könnunarinnar sýna að meðalverð á kjötvörum er yfirleitt lægst í Reykjavík, en þar er verðmismunurinn einnig langmestur. Verð var einnig kannað á ísafirði, Sauðárkróki, Akureyri, Egilsstöðum, Eskifirði og á Reyðarfirði. Eitt kfló af reyktum svína- kambi kostar mest 914 krónur í Reykjavík, en minnst 305 krón- ur. Munurinn er 609 krónur eða 199%! Kflóið af Bayone skinku kostar í Reykjavík á bilinu 355 krónur til 897, munurinn er 153%. Kflóið af pekingönd kostar frá 240 krónum og upp í 489 krónur. Það vekur athygli að nöfn ein- stakra verslana eru ekki birt í könnun Verðlagsstofnar. Jó- hannes sagði að í þessu tilviki hefði það ekki þótt ráðlegt, en stofnunin væri ails ekki hætt nafnbirtingum. -gg eignastaða fyrirtækisins það góð að 7.5% hækkun sé óþarflega mikil. Fyrri hugmyndir stjórnar Landsvirkjunnar um hækkun hljóðuðu upp á 16%, en sú hug- mynd var endurskoðuð vegna at- hugasemda Þjóðhagsstofnunnar og endanlega ákveðið að hækk- unin skyldi vera 7.5%. 1 frétta- tilkynningunni sem stjórnin sendir frá sér um hækkunina segir að samþykktin hafi verið gerð með hliðsjón af nýgerðum kjar- asamningum og þeim verðlagss- pám sem gerðar hafa verið í kjölf- ar þeirra þar sem gert er ráð fyrir að verðbólga verði um 7-8% á árinu og gengi verði stöðugt. Meðal stjórnarliða eru ekki all- ir á eitt sáttir um ákvörðun Landsvirkjunar, en mörgum þyk- ir að með 7.5% hækkun verði boginn spenntur of hátt sé tillit tekið til þess efnahagsramma sem mótaður hefur verið fyrir næsta ár á grundvelli nýgerðra kjara- samninga og þjóðhagsspá. Ekki er t.d. ljóst hvort óskir Raf- magnsveitu Reykjavíkur um 5.2% hækkun sem nú liggj a fyrir borgarstjórn verði bætt ofan á hækkun Landsvirkjunnar en ef svo verður mun rafmagns- kostnaður í Reykjavík hækka um 10% eftir áramót. -K.ÓI. Fimleikar Allur tíminn í æfingar Hlín Bjarnadóttir úr Gerplu valinfim- leikamaður ársins „Það fer allur tími minn í æfingar, ég æfl 5 sinnum i viku, 4-5 tíma á dag“ sagði Hlín Bjarna- dóttir 15 ára Kópavogsbúi í samtali við Þjóðvilj- ann en hún hefur nú verið valin fimleikamaður ársins af Fimleikasambandi íslands. „Ég hef alltaf verið í Gerplu, byrjaði þegar ég var sex ára með vinkonu minni“ sagði Hlín. Hún var fyrst ung- lingameistari 1980, og er nú unglingam- eistari 1986. Hún hefur oft unnið til verðlauna fyrir bikarlið Gerplu. og tekið þátt í mörgum Iandskeppnum. Hlín stóð sig mjög vel á Norðurlandameistara- móti unglinga sem fór fram í Kaupmannahöfn á þessu ári, en þar var hún í 4.sæti í gólfæfingum og 6.sæti í stökki. „Núna er ég að æfa fyrir vináttukeppni sem fer fram um jólin milli okkar og stelpna frá Þýska- landi“ sagði Hlín. „Við heimsóttum þær í á jólun- um í fyrra og vorum í æfingabúðum hjá þeim í Hlín Bjarnadóttir fimleikamaður ársins: Æfi mig 5 daga í viku, 4-5 klukkutíma á dag. Mynd Sig. sumar.“ -vd. Spítalasalan Enn ekkert samkomulag Óvíst hvort Borgarspítalinn verður seldur. Borgarstjóra og ráðherrum gengur illa að komast að samkomulagi. Frestast sennilegafram yfir áramót, efekki til eilífðar Enn hefur ekki náðst sam- komulag um kaup rikisins á Borg- arspítalanum. Ekkert var lagt fram um málefni spítalans, hvorki á borgarráðsfundi í gær né ríkisstjórnarfundi. Það er jafnvel talið ólíklegt að af sölu spítalans verði að svo stöddu. Davíð Oddsson borgarstjóri, Ragnhildur Helgadóttir heil- brigðisráðherra og Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra hafa unnið að því síðan um miðja síð- ustu viku að ná samkomulagi um málið, en nú virðist allt stefna í að framtíð spítalans verði ekki ráðin fyrr en eftir áramót. Þar sem samkomulag var ekki lagt fyrir borgarráð í gær mun borgarstjóra ekki takast að koma því á dagskrá borgarstjórnar- fundar á morgun nema með því að leita afbrigða, en til þess þarf hann stuðning einhvers minni- hlutaflokkanna. Fundurinn á morgun er sá síðasti fyrir áramót. Einnig er mögulegt að kalla sam- an aukafund um málið, en ólík- iegt er að það verði gert. Fjárlagafrumvarpið verður af- greitt á alþingi á föstudaginn og verður þá tekin ákvörðun um hvort Borgarspítalinn fer á föst fjárlög um áramót eða ekki. -gg BSRB Tollarar með í samflotið Á stjórnarfundi Tollvarðafé- lagsins í gær var samhljóða sam- þykkt að félagið yrði með í sam- floti BSRB, en á for- mannafundinum í fyrradag bað fulltrúi Tollvarðafélagsins um frestun á ákvörðuninni þar eð umboð frá félaginu lá ekki fyrir. Starfsmannafélag Akureyrar sem einnig fór fram á frestun hef- ur enn ekki haldið fund um mál- ið. í frétt Þjóðviljans í gær um formannafundinn misritaðist Starfsmannafélag Reykjavíkur fyrir Starfsmannafélag Akur- eyrar og er beðist velvirðingar á því. -K.ÓI.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.