Þjóðviljinn - 19.12.1986, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 19.12.1986, Blaðsíða 6
Slglsmondo Coccapanl: María Magdalena í trúarlegri leiðslu Olíumálverk 110x135 cm, málað ca. 1635. Varðveitt í Palazzo Pitti. Coccapani var ættaður frá Flórens en starfaði hluta af ævi sinni í Róm. [ verkum hans gætir áhrifa frá natúralisma í anda málarans Carvaggio. Coccapani var samtímamaður Galileo Galilei og deildi með honum áhuga á vísindum. Magdalena liggur hór í helli sínum íþyngd syndinni sem málarinn sýnir okkur í holdmiklum líkama hennar, sem er fullur af erótískri mýkt. Hlutirnir í kringum hana vitna um iðrandi syndara: hún hvílir við krossinn, píslartákn Krists, og heldurá svipu til að berja hold sitt. Bænabókin og blekbyttan vísa til hugleiðslunnar, hauskúpan vísartil fallavaltleika hinsjarðneska lífs, snákurinn sem skríður á kúpunni minnir á freistarann og erfðasyndina og smyrslavasinn til vinstri minnir á afturhvarf Maríu þegar hún vígðist Kristi og smurði fætur hans. Englarnir með dúfnavængina tákna væntan- iega hina himnesku ást Guðs. Öll ber myndin yfirbragð af galdri og mystík þar sem saman blandast trúarleg leiðsla og næm erótísk tilfinning: Nærvera holdsins í hinni trúarlegu upphafn ingu. ar himnesku Paradísar, þar sem hún fékk að heyra himneska tón- list. Aliur þessi efniviður verður svo myndlistarmönnunum tilefni til helgimyndagerðar og kirkj- unnar mönnumtilefni til þess að nota helgisögnina um M.M. sem vopn í innbyrðis trúardeilum. Þannig gegndi M.M. mikilvægu hlutverki í deilum kaþólskra við lúthersinna á 16. öldinni. Fyrir páfanum í Róm var sögnin um iðrun og afturhvarf M.M. stað- festing á mikilvægi iðrunarinnar og umboði kirkjunnar til að veita fyrirgefningu sem Lúther dró í efa. María Magdalena í myndlistinni í myndlistinni sjáum við M.M. sem arftaka Evu í hlutverki hinar bersyndugu konu. Þar er hún ekki alltaf nakin eins og Eva, heldur birtist hún gjarnan í skartklæðum gleðikonunnar prýdd skartgripum og er hvortt- veggja tákn hégómaleikans. Við sjáum hana sem iðrandi syndara slíta af sér þau hin sömu klæði og skart og lemja hold sitt píski. Við sjáum hana krjúpa við fætur Krists, lauga þá í tárum sínum, þerra þá með hári sínu og smyrja þá með ilmsmyrsli. Við sjáum hana í örvæntingu sinni krjúpa við krossinn og yfir líkama Krists, við sjáum hvar Kristur birtist henni upprisinn og segir: „Noli mi tangere“ - snertu mig ekki. Við sjáum hana iðrandi í helli sín- um með hauskúpu og bænabók. Algengasta tákn hennar er þó smyrslkrúsin, tákn fyrir fórnfýsi hennar, afturhvarf og ást á Kristi. Við sjáum hana einnig við fætur Krists í húsi Mörtu systur sinnar þar sem Kristur áminnir Mörtu: „Marta, Marta, þú mæðist í mörgu, en María hefur valið betri kostinn“, og við svipaðar aðstæð- ur í húsi faríseanna þar sem þessi útskúfaða kona hefur fylgt Kristi í samkvæmi sem ekki var beinlín- is ætlað vændiskonum. Að síð- ustu sjáum við hana í útlegðinni, holdið er tært og visnað og hún gengur þar nakin með skósítt hár- ið eitt til að skýla sér. Eða þar sem englarnir flytja hana til Para- dísar að hlýða á himneska tónlist. En allar bera þessar myndir svip- mót síns samtíma, hver með sín- um hætti, og það var einmitt þetta sem gerði sýninguna í Pitti- höllinni forvitnilega: hin ólíku viðhorf til viðfangsefnisins á ólík- um tímum, og þær ólíku áherslur sem mönnum voru tamar, allt eftir þeim vindum sem blésu í trúarlegum, pólitískum, siðferði- legum og fagurfræðilegum við- horfum á hverjum tíma. Magdalena í útlegðinni Fyrstu myndirnar sem varð- veist hafa af M.M. sýna hana tekna og holdgranna í útlegðinni þar sem hún stendur upprétt og hefur ekkert til að skýla nekt sinni nema hárið. Það voru hinir fátæku reglubræður af reglu heil- ags Frans og af Dómeníkana- reglunni sem skreyttu klaustur sín með slíkum myndum. M.M. var fyrir þeim tákn þeirrar fór- narlundar og þess meinlætis sem heilagur Frans hélt í heiðri, og þóttust menn sjá nokkra hlið- stæðu með heilögum Fransi frá Assisi ogM.M. f þessu gervi hef- ur M.M. verið ruglað saman við aðra helga konu, Maríu hina eg- ypsku, bersynduga konu sem samkvæmt helgisögninni leitaði iðrunar í eyðimörkinni og bar þar beinin. Þótt iðrun M.M. sé gegn- umgangandi þema í túlkun myndlistarmanna á henni, þá var hún fljótlega á endurreisnartím- anum sett í annað og víðara sam- hengi er tengdist hugmyndum ný- platónista um holdlega og and- lega ást. Amor sacro e profano Samkvæmt hugmynclum heimspekingsins Ficinio, sem lagði grundvöllinn að þeirri að- lögun forngrískrar heimsmyndar að kristinni hugmyndafræði, sem kölluð hefur verið nýlpatónismi, og var í tísku á endurreisnartím- anum, þá hafði ástin tvíþætt eðli. Annars vegar var hin holdlega ást, sem var góð í sjálfri sér, þvf hún stuðlaði að viðkomu mannkynsins. Hins vegar var hin andlega eða helga ást, sem var fólgin í andlegri hugleiðslu og nánu sambandi við aimættið. Hin andlega ást var hinni hold- legu æðri, og mátti einnig líta á þær sem stig á þroskabraut mannsins. Þessar hugmyndir urðu meðal annars til þess að endurvekja áhuga myndlistar- manna á M.M.: í sögu hennar mátti sjá hugmyndir nýplatónist- anna kristallast. Þeir hindu vel þegið tækifæri til þess að lofsyng- ja líkamlega fegurð hennar og kynþokka, hin iðrandi Magda- lena varð hin eilífa konuímynd bundin í viðjum holds og syndar, Eva, ástkonan og vændiskonan í einni mynd. Hún var jafnframt systirin sem leitaði trausts hjá hinni siðprúðu og iðjusömu syst- ur sinni Mörtu, og hún var brúð- urin og eiginkonan í takmarka- lausri fórnfýsi sinni og kærleika til Krists: vígsla hennar fólst í því að smyrja fætur meistarans. Synd og fyrirgefning Málarar endurreisnartímans notuðu gjarnan gleðikonur samtímans sem fyrirmyndir að málverkum sínum af M.M. og þegar kemur fram á 17. öldina komst á sú tíska að heldri konur létu mála sig í hlutverki þessarar bersyndugu konu, sem eitt sinn hafði tilheyrt úrhraki samfélags- ins í hinu gyðinglega feðravali í Palestínu á dögum Ágústusar keisara. Hvað veldur þessari tísku? - Jú, M.M. varð þessum kon- um eins konar skálkaskjól. Líkamleg fegurð hennar og kyn- þokki höfðu ekki komið í veg fyrir að Kristur uppgötvaði þá kosti hennar sem meira skiptu: hreinleika sálarinnar. Helgisagan um M.M. gaf tilefni til þess að fella saman kristna kenningu og þá fegurðarímynd yfirstéttarinn- ar, sem birtist í hégóma hennar. Helgisögnin um M.M. endur- Nicolas Froment: Magdalena í veislu Faríseanna. Myndin er hluti af þrískiptri mynd sem sýnir m.a. upprisu Lazarusar, bróður M.M. Myndin er máluð á tré á 15. öld og varðveitt í Uffizi- safninuíFlórens. Mynd þessi sýnir okkur algengt viðfangsefni úr helgisögninni um M.M.: Þesi bersynduga kona fréttir að Farísearnir hafi boðið Kristi til veislu. Hún kemur sem óboðinn gestur í veisluna og nánast skríður undir borðið til þess að komast að fótum meistarans og lauga þá með tárum sínum, þerra þá með hári sínu og smyrja með dýrum nardus-smyrslum. Þessi athöfn táknaði vígslu M.M.: hún læknaðist af 7 illum öndum er þjáðu hold hennar og sál og fylgdi meistaranum upp frá því. En Júdas Ískaríot, sem sést lengst t.v. á myndinni hneykslaðist yfir því að jafn dýrum smyrslum skyldi eytt á fætur frelsarans (Hann vargjaldkeri lærisveinanna). Símon hneykslaðist hins vegar á að meistarinn skyldi láta þessa bersyndugu konu snerta sig. Kristur svaraði því til að hinar mörgu syndir Magdalenu væru fyrirgefnar, „því hún elskaði mikið, en sá elskar lítið sem lítið er fyrirgefið". Mynd þessi er einstök fyrir það hversu vel hún lýsir karlahroka og sjálfumgleði Faríseanna og auðmýkt M.M. sem krýp- ur á gólfinu eins og heimiliskötturinn sem sést neðst á myndinni og undirstrikar auðmýktina. speglaði þörf mannsins fyrir syndina ekki síður en fyrirgefn- inguna. Heimildlr: La Maddalena tra sacro e profano. A cura di Marilena Mosco. Arnoldo Mond- adori, Flórens 1986 James Hall: Dizionario dei soggetti e dei simboli nell- ’arte. Longanesi 1983. Erwin Pannofsky: Studi di inconologia. I temi umanistici nell'arte del Flinascimento. Einaudi 1975 Nýja testamentið: Jóh. (11,2), Lúk. (7,36-50), Lúk. (10,38- 42), Jóh. (20, 14-18). 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.