Þjóðviljinn - 19.12.1986, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 19.12.1986, Blaðsíða 13
Það er ævagömul sögn að á fyrstu árum kristninnar hafi kirkjan í Seyðisfirði staðið fyrir sunnan fjörðinn nærri Sörla- stöðum en verið aðeins bæn- ahús í Brimnesi yst á Norður- ströndinni. En svo kom Seyðfirðingum saman um það að flytja hana norðuryfir fjörðinn. Nálægt því sem kirkjan stóð var stór einkennilegur grágrýtis- steinn burstamyndaður og ein til tvær mannhæðir að hæð með mörgum einkennilegum smáhólf- um eða holum er smágert duft er ávallt í, ágætis fægisandur. í steini þessum hugðu menn dverga búa og þá góðar og kristnar verur. Seyðfirðingar settu nú kirkj- una þar sem hún hefur síðan stað- ið til þessa tíma. En bráðlega þegar kirkjan var farin af suður- ströndinni sáu menn einn fagran morgun eitthvert bákn koma sunnan yfir fjörðinn, þaðan sem kirkjan forna var, í áttina til hinn- ar nýju kirkju. En þegar að landi kom sáu menn að þar voru dverg- arnir komnir með steininn sinn. Höfðu þeir eigi eirt eftir að kirkj- an fór og fluttu sig á eftir henni. Settu þeir steininn upp úr fjöru- máli og stendur hann þar æ síðan niður frá bænum sem síðan er kenndur við stein þennan og Vilhjálmur Einarsson á steininum Sörlastaðamegin við fjörð heitir hvort tveggja Dverga- steinn. Jafnan er fægisandurinn tekinn úr holunum til brúks en alltaf er nóg eftir og sýnist ekkert minnka við það því íbúar steinsins eru svo góðgjarnir. (Eldgömul þjóðsögn, Þjóð- sögur Sigfúsar Sigfússonar III. bindi bls. 187). Svo virðist sem dvergasamfé- lagið á Sörlastöðum hafi skipst í tvo hópa, kristna og þá sem héldu tryggð við trú sína en létu ekki glepjast af framandi sið. Til marks um þetta er dverga- steinninn við sjávarmál skammt utan við grjótagarða í Sörlastaða- landi og er það trúlega enn bú- staður rétttrúaðra dverga. Holumyndunin í Dvergasteini stafar af salti sem á hann berst í særoki auk þess sem sjávarloftið er saltmengað að jafnaði svo nærri sjó, en saltið vinnur á stein- inum auk þess sem frost hjálpar til. Einar Vilhjálmsson Dvergasfeinn ..—— , ....—. m —.. . i I “ ■ Nýjar bœkur írá Skuggsjá Árni Óla Reykjavík íyrri tíma III Hér eru tvœr síðustu Reykjavíkur- bœkur Áma Óla, Sagt frá Reykjavík og Svipur Reykjavíkui, gefnar saman út í einu bindi, Þetta er þriðja og síðasta bindið aí ritinu Reykjavík fyrri tíma. í þessum bókum er geysi- mikill íróðleikur um persónur, sem mótuðu Reykjavík og settu svip á bœinn. Nútímamaðurinn öðlast nýjan skilning á höíuðborg landsins og íorverunum er hana byggðu. Frá- sögn Áma er skemmtileg og lifandi, og margar myndir prýða bœkurnar. Pétur Zophoníasson Víkingslœkjarœtt III Þetta er þriðja bindi nýrrar útgáfu aí Víkingslœkjarœtt, niðjatali Guðríðar Eyjólísdóttur og Bjarna Halldórssonar hreppstjóra á Víkingslœk. í þessu bindi eru niðjar Jóns yngra Bjarna- sonar. Alls verða bindin íimm í þessari útgáíu af hinu mikla œtt- írœðiriti Péturs Zophoníassonar. Myndir aí þeim, sem í bókinni em neíndir, em íjölmargar eins og í íyrri bindum ritsins, og mun fleiri heldur en vom í íyrstu útgáfunni. LEKJARm ív#í;.m oitoMiaA/4 ... ,f 00 . u OIL ^HERUM VŒ) MENN SKUœSIA Helga Halldórsdóttir frá Dagverdará Öll erum viö menn Helga Halldórsdóttir segir hér írá íólki, sem hún kynntist sjálí á Snœíellsnesi, og einnig íólki, sem íoreldrar hennar og aðrir sögðu henni frá. Þetta em írá sagnir aí sérstœðum og eítirminni- legum persónum, svo sem Magnúsi putta, Leimlœkjar-Fúsa, Þórði sterka o.íl. Kaíli er einnig um Jóhannes Sveinsson Kjarval listmálara og sagt er írá skáldunum Bólu-Hjálmari, Sigurði Breiðíjörð, Jónasi Hallgríms- syni og Símoni Dalaskáldi. Mikið er af vísum í bókinni, sem margar haía hvergi birst áður. i ■ Pétur Eggerz Ævisaga Davíös Davíð vinnur á skriístofu snjalls fjár- málamanns í Washington. Hann.er í sííelldri spennu og í kringum hann er sííelld spenna. Vinur hans segir við hann: „Davíð þú veist oí mikið. Þú verður að fara írá Ameríku eins fljótt og auðið er. Þú ert orðinn eins og peningaskápur íullur af upplýsing- um. Þeir vita að þú segir ekki írá. En þeir óttast að einhverjum slóttugum bragðareí takist að leika á þig, opna peningaskápinn og hagnýta sér upplýsingarnar." SKUGGSJA - BOKABÚD OLIVERS STEINS SF. """ "..................1 ■ 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.