Þjóðviljinn - 19.12.1986, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 19.12.1986, Blaðsíða 10
Þrjáraustur- grænlenskar konur í sumar- fatnaði úti fyrir tjaldi sínu með börn sín. Karl- arnireruá veiðum.Álitlu myndinni-nú- tímastúlka í þjóðbúningi. Allt framundir lok seinni heimsstyrjald- arbjuggu Grænlending- aríhúsakynn- um af þessu tagi-álitlu myndinni eru íbúðarblokkir! langaríNuuk. GRÆNLAND - FYRR Sagt hefur verið um Græn- land, að það feiknaland sé svo heillandi, að enginn mað- ur muni þar hafa vetursetu án þess að allar þær f reistingar til ritstarfa, sem í honum búa, brjótistfram. Vísteraðfleiri bækur hafa komið út á ís- lensku um Grænland og Ínúíta en flestar þjóðir aðrar. Og er þess síðast að geta að nú kemur út hjá AB bókin „Grænland - Kristalsheimur” eftirfranska landkönnuðinn Louis Rey, sem saman hefur dregið drjúgan fróðleik um sögu landsins og náttúru og íbúa-og leggurþámikla áherslu á gamalt og nýtt hugðarefni íslendinga- landnám norrænna manna á vesturströnd Grænlands og afdrif þeirrar nýlendu. Grænland heillar vegna stór- hrikalegrar náttúru og vegna þjóðarinnar, fólks sem hefur á örskömmum tíma þurft að taka risaskref inn í nútímann, sem aðr- ar þjóðir fengu aldir til að glíma við. Við vitum alltof vel, að sú aðlögunarsaga er næsta sorgleg; mikið af hinni sérstæðu menn- ingu veiðiþjóðar hefur farið for- görðum og enginn veit hvað verð- ur um það sem eftir er af henni. f nafni hagræðingar og nýrra at- vinnuhátta hefur verið ýtt undir það að Grænlendingar þyrptust á t il tölulega fá byggð ból - og tækj u þá upp evrópska siði í ieiðinni. Þetta hefur mistekist, og meðal hörmulegra afleiðinga eru gífur- legur drykkjuskapur, sjálfs- morða- og ofbeldisfaraldur með- al manna, sem áður voru þekktir fyrir glaðværð og fleira þesslegt. Vitanlega er uppi með Græn- lendingum hreyfing, sem vill not- færa sér þau auknu réttindi og möguleika sem tiltölulega ný- fengið heimastjórnarfyrirkomu- lag gefur til að stöðva óheillaþró- un, til að efla landsmönnum sjálfstraust og þekkingu til að takast á við þann nútímavanda, sem hefur þröngvað sér upp á þá eftir ýmsum leiðum. Vonandi hafa þeir menn sem svo hugsa er- indi sem erfiði, því sannarlega eru Ínúítar alls góðs maklegir. Auk þess er rétt að menn geri sér grein fyrir því, að enda þótt margt sé á tvísýnu um framtíð 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Kajakfloti viöAng- massalik um aldamót- in-litlamyndinertrá höfninni í Nuuk, höf- uðstað landsins. Grænlendinga, þá eru þeir kann- ski eina Norðurhjaraþjóðin (við höfum þá líka í huga Sama, Tsjúksa, Nanæa, Evenka, Kana- daínúíta og fleiri) sem hefur enn raunverulega möguleika tii að lifa af - með einhverskonar upp- bræðslu samtímatækni og við- horfa og arfs hinna gömlu veiði- mannasamfélaga. Kynni Ínúíta á Vestur- Grænlandi við hvfta menn hafa staðið öldum saman. En það var ekki fýrr en 1884 að í Angmassa- lik á austurströndinni fannst samfélag, sem að mestu hafði verið einangrað - og þá einnig frá öðrum Ínúítum - í um það bil tvö þúsund ár. Við birtum hér þrjár myndir frá Angmassalik sem teknar voru um aldamótin, og á þeim er skotið inn til samanburð- ar myndum frá Grænlandi nútím- ans. Við höfum fengið leyfi til þess hjá AB að styðja myndir þessar með frásögn af samfé- laginu í Angmassalik úr ofan- greindri bók Louis Rey. - áb Hefðir og hugrekki: Torskilin lífssaga Inúíta Eskimóarnir í Angmassalik bjuggu við selveiðimenningu í flæðarmálinu og í nánd við veiði- dýrin. Á vetuma létu þeir fyrir- berast í stórum húsum, þar sem ættfaðirinn ásamt nokkrum kjarnafjölskyldum, er öldung- arnir völdu, söfnuðust saman í lok sumars og sameinuðust um að nota afurðir sela og bjarndýra. mannanna hefðu raskað jafnvægi heimsins með griðrofum. Það féll þá í hlut „prestsins” angakok að leysa gátuna og komast í snert- ingu við æðri máttarvöld. Við tryllingslegar athafnir „dýfði” töframaðurinn sér niður í djúp hafsins til gyðjunnar með hreifana og hárið, sem misgerðir Þetta var erfitt líf og áhættusamt, háð veðurskilyrðum og veiði- sæld, og oft setti hungursneyðin svip sinn á það. En þetta var menning frjálsborinna manna, sem bjuggu við jafnvægi, þar sem aðeins hinum sterkustu og hæf- ustu gafst tækifæri til að halda velli. í þessari þjóðfélagsgerð voru metorð ekki við lýði, en þjóðfélagið laut engu að síður siðareglum og hafði sína trú og heimspeki. Ef veiðin reyndist rýr, var því um kennt, að mistök mannanna höfðu ýft, og það þurfti að greiða henni og gleðja hana. Ellegar hann tók sér erfiða ferð á hendur til tunglsins, þessi fleygi sendiboði mannanna, sem þeir höfðu falið að miðla málum sínum og guðanna með hjálp verndarandanna. Oft baðst sá, sem brotið hafði boðin, afsökunar í allra áheyrn, og um leið sefaðist „andinn” sem í honum bjó og sem endurfæðist frá einni kynslóð til annarrar. Þegar refsingarnar hafa verið af- plánaðar (oft dauðarefsing, dauði, sem sæst er við, og stund- um sjálfsvíg), kemst aftur regla á heiminn og veiðin glæðist að nýju. Þá safnaðist fólkið saman í stóra steinbænum með skinn- þöktu og torfklæddu viðarþekj- til, svo að unnt væri að aðlaga húsið nýjum íbúum, og þegar nóttin gekk aftur í garð, var kveikt á lömpum í röð sólarsinnis frá austri til vesturs, og Ang- magssalikamir bjuggust til að mæta vetrarhörkunum, þegar fyrstu snjóamir þurrkuðu út lit- skrúð sumarsins. í hlýju hússins, sem fennir yfir, áttu eskimóarnir eftir að hjúfrast svo mánuðum skipti, og lifa í samræmi við feng- sældina og duttlunga veðurfars- ins, gagnteknir af eigin tilvem, en veggirnir og andarnir vemduðu þá gegn yfimáttúrlegum verum, sem vora á sveimi í heimi þeirra. Ef allir virða boðin og angakok er dugmikill munu risamir í iðrum jarðar, hinir skelfilegu timertsit eða mannhundarnir ekridi halda sig víðs fjarri, og ekki mun þá verða skortur á sel. í ískaldri ein- semd norðurhjarans stóð eskim- óinn einn, eins og hann hafði gert í mörg þúsund aldir, frammi fyrir uggvænlegum heimi, og vemdað- ur af öndum sínum batt hann vonir sínar við æðstan guð, sem hann treysti og „sem er þar sem ljósvaki og efni mætast og þar sem hið hverfula heldur áfram í eilífðinni” (Jean Gabus). adidas “V herralínan mætt til leiks! ar, B ODY C O OLER kælandi unni, sem var að hverfa undir snjó, og hver og einn hámaði í sig dökkt og mjúkt kritsíakjöt, þetta kæsta selkjöt, sem er geymt hrátt í jörð og hæg rotnun hefur gætt eitraðum en áfengum lút. Tramban tók að titra og við dans og söng gleymdu eskimóamir veðurofsanum og nístingi hríðar- innar, sem sópaðist yfir þennan steingerða heim, heim klaka og klappa, en útlínur hans vekja ugg í skímu heimskautanætur. Þannig liðu vetrardagarnir ýmist í nauð eða allsnægtum. Síðan, hægt og sígandi, stafaði fyrstu geislum vorsólarinnar á kvíða norðurrökkursins og bræddi hann, og brátt raddist ævintýra- leg birtan inn í veröldina svo að blágrænu litirnir í íshellunni tóku að glitra. Þegar ísinn smám sam- an brotnaði upp, gátu veiðimenn- irnir tekið kajakana sína, og mitt í rekísnum gátu þeir stungið skutlum með lausum oddi í se- lina, sem yljuðu sér í sólinni. Á þessari þurru jörð, sem veturinn frystir, leysti hlákan skyndilega úr læðingi geislandi gróður blómjurta og kjarrs. Nú hófst tími mikilla sumarflutninga. Allt fólkið dreifðist eftir endilangri ströndinni og tók sér bólfestu í skinntjöldum meðfram sundum, þar sem loðnan gengur á móti straumnum í þúsundatali. Á þessum tíma voru deilur jafnaðar og milduð beiskjan, sem hlaðist hafði upp veturlangt, en einnig bundin íryggðabönd, sem eiga þegar vetur er genginn í garð að færa nær hvort öðru hin nýju hjónaleysi, sem heitbundust í sælu sumardaganna. Allt samfé- lagið var baðað í sól og lífi og birgði sig upp af villtum berjum en gleymdi erfiðu hlutskipti sínu. En gamla fólkið hélt vöku sinni og var þegar byrjað að undirbúa endurkomuna í steinbæina. Samval nýrra kjarnafjölskyldna fór fram með mikilli gát og með tilliti til hve marga munna þurfti að metta, hæfni veiðimannanna og leikni saumakvennanna. í lok sumars sneru hóparnir, sem þannig hafði verið skipað, þang- að sem þeir höfðu átt heima og röðuðu sér niður í vetrarbústað- ina. Á grjótveggina var lagt nýtt þak úr rekaviði eða hvalbeinum og skinn þar ofan á og að síðustu tvö lög af torfi og sneri neðra lagið sverðinum upp. Ef með þurfti var einum veggnum hnikað ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 ADIDAS er nafnið á framtíð- arsnyrtivörunum fyrir íþrótta- manninn og snyrtimennið. ADIDAS herralinan hefur sér- stöðu á markaðnum, því auk hinna hefðbundnu herrasnyrti- vara er boðið upp á efni sem ganga inn í húðina og eru sér- staklega sniðin fyrir íþrótta- menn: MUSCLE FLUID vöðvamýkjandi FYRIR æfmg- EFTIR æfingar og MAS- SAGE OIL, nuddolía. Eftirtaldar tegundir eru komn- ar á markaðinn, After Shave, After Shave Balm, Eau de Toi- lette, Deo Spray, Shower Gel, Body Cooler, Muscle Fluid, Massage Oil, gjafakassar. ADIDAS snyrtivörumar munu veita þér aukið sjálfs- traust og vellíðan, jafnt í keppni sem starfi. adidas yst sem innst Í5FHEX S Sími 687747.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.