Þjóðviljinn - 19.12.1986, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 19.12.1986, Blaðsíða 3
Ari Garðar Georgsson „ Við höfum alltaf fengið sent hangikjöt að heiman til þess að hafa á aðfangadag úti í Bandaríkjunum en síðastliðin tíu ár hef ég unnið ájóladag," sagði Ari Garðar Georgsson matreiðslumeistari þegar Þjóðviljinn sótti hann heim í Bláskógana og innti hann eftir því hvað hann léti ofan í sig um hátíðarnar. „Ég býst ekki við að ég verði neitt í eldhúsinu þessi jól, maður verður á þeytingi milli ættingja og vina,“ sagði Ari Garðar. Hann hefur starfað sem yfir- matreiðslumeistari á fimm- stjörnu hótelinu Qail Lodge í Bandaríkjunum undanfarin sex ár og þar byrjaði hann einmitt að kenna Bandaríkjamönnum að borða jólafuglinn akurhænu. „Kalkúnninn hefur alltaf verið hefðbundinn jólamatur í Amer- íku en ég byrjaði á að matreiða akurhænu á jóladag og það vakti mikla athygli,“ sagði Ari Garðar. „Línan „Partridge in a pear tree“ úr alkunnu jólalagi var þemað á matseðlinum og fólk ók langar leiðir til þess að fá þennan rétt hjá mér. Ég hef alltaf unnið fyrripart að- fangadags til þess að undirbúa jóladaginn, en hann er langann- asamasti dagur ársins á veitinga- stöðum í Amenku. Ég hef verið kominn heim um hálfsex í hang- ikjötið og það fannst mörgum það skrítið að vera að halda upp á jólin á aðfangadag. En svona erum við íslendingar. Eftir að mesta annríkið er búið á hótelinu á jóladag sest starfsfólkið svo nið- ur ásamt fjölskyldum sínum til þess að borða jólamatinn." En það er ekki heiglum hent að nálgast akurhænur á fslandi og þess vegna fengum við þessa girnilegu uppskrift að rjúpum hjá Ara Garðari. -vd. Kalkúnn vinnur sífellt á sem jólamatur á íslandi. Eftirfarandi uppskrift fengum við hjá Ara Garðari Georgssyni matreiðslumeistara, njótið vel: Kalkúnn fyrir tíu 4 kg. kalkúnn er steiktur í 3 1/2 til 4 tíma og feiti er ausið yfir á 20 mínútna fresti. Kryddið kalkúninn með salti, pipar og papr- iku. Fylling 400 gr. svínahakk laukur 3 stk. sellerí stilkar 200 gr. afhýddar og þurrkaðar kastaníuhnetur Látnar liggja í bleyti yfir nótt. 3 egg 50 gr. smjörlíki Salt, pipar og paprika 1V2 -2 matsk. sagekrydd (salvía) 2-3 bollar af brauðteningum Brúnið laukinn, selleríið og hakkið. Kryddið, setjið hneturnar, eggin og brauðteningana út í. Bakað í eldföstu formi í 45 mínútur. ÞORLÁKSMESSU HÁDEGI Á HÓTEL BORG Vegna gífurlegra vinsælda hvetjum við alla þá, sem áhuga hafa til aö eyöa hádeginu í SKÖTUVEISLU á Borginni, til aö panta borð tímanlega. Úrvals skata og sattfiskur Sfml 11440 Ari Garðar Georgsson matreiðslumeistari heldur hér á sívinsælum jólamat, rjúpum. Mynd Sig. Rjúpur fyrir fjóra 6 rjúpur 1 laukur 2 gulrætur 2 sellery stilkar 10 einiber 2 lárviðarlauf 2 matsk. rifsberjahlaup 1 -2 matsk. gráðostur V2 dl. rjómi 5 bollar vatn Blái borðinn (smjörlíki) salt & pipar Brúnið bringurnar í smjör- líkinu á pönnu, 2-3 mínútur á hvorri hlið og leggið þær svo til hliðar. Látið hjörtun, fóarn, læri og hryggina á pönnuna og brúnið ásamt grænmetinu sem er skorið gróft áður. Hellið vatni yfir og sjóðið við hægan hita í 30 mínútur með bringunum og kryddjurtunum. Síðan eru bringurnar færðar upp úr, soðið sigtað og þær látnar malla í 15 mínútur, færðar upp úr soðinu og það jafnað. Bætið síðan rifsberj- ahlaupi, gráðosti og rjóma út í, raðið rjúpunum á pönnuna, sigtið sósuna yfir og látið þær sjóða í 5 mínútur. Fært á fat. Með þessu má til dæmis berafram bökuð epli, brokkoli (spergilkál) og kartöflur að eigin vali. Bökuð epli 4 epli 4 matsk. brúnn sykur 2 matsk. rúsínur 1/2tesk. kanill Sýróp (helst Mable) Eplin eru sneidd að ofan og stilkurinn er tekinn innan úr. Þau eru fyllt með sykri, rúsínu og kanil blöndunni, raðað í eldfast mót, sýrópinu hellt yfir og bökuð í meðalheitum ofni í 30 mínútur. Það er gaman í skóginum og þar býr bangsafjölskyldan, pabbinn, mamman og litlu bangsabörnin sem leika sér úti allan daginn. Bangsabörnin eiga rólur, rennibraut, sandkassa og fleiri leikföng. I fallega bangsahúsinu eru borð stólar, rúm og skápar fullir af fötum svo bangsafjölskyldan geti skipt um föt áður en hún fer í gönguferð. Skógarbangsarnir — skemmtileg og falleg leikföng. Fást í: LEIKFANGAVERSLUNUM, BÓKABÚÐUM og HEILDVERSLUN KAUPFELOGUM simi 12877 nÆihf.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.