Þjóðviljinn - 19.12.1986, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 19.12.1986, Blaðsíða 7
Charles Le Brun: Iftrun Magdalenu. Mynd þessi, sem er máluð í anda barokklistarinnar er eftir einn af hirðmálurum Lúðvíks XIV, og er hún máluð ca. 1656. Myndin er 252x171 cm, máluð með olíu á léreft og geymd í Louvre-safninu í París. Þótt þjóðsagan um að málarinn hafi haft þekkta franska aðalskonu, madame de la Vallióre að nafni, að fyrirsætu við gerð þessarar myndar eigi kannski ekki við rök að styðjast, þá fer ekki á milli mála að hér hefur heldri kona setið fyrir. Enda var það tíska í Frakklandi á þessum tíma meðal heldri kvenna að láta mála sig í hlutverki M.M. íburðarmikil klæðaföllin hafatáknræna liti: rauðan, sem ertákn ástarinnar og yfirleitt einkennislitur M.M., bláan, sem er tákn iðrunar og hvítan sem er tákn hreinleika. Við sjáum hvar M.M. slítur af sér skartgripina (tákn hégómans) á meðan augun horfa til himins í trúarlegri vímu. Skartgripaskrínið ligguropiðog perlurnardreifast um gólfið. Þokan sem leggur inn um gluggann er samkvæmt trúar- legri mystík nýplatónista tákn fyrir guðdómlega visku: hún hylur hið sjáanlega til þess að gera hið ósýnilega sýnilegt. Helgisagan um M.M. kitlaði fordild heldri kvenna á barokktímanum vegna þess að í henni gátu þær sameinað hégómann og heilagleikann. Donatello: Magdalena í útlegftinni. T réskurðarmynd, gerð ca. 1453-55, hæð 188 cm. Donatello varfremsti myndhöggvari Flór- ensborgar fyrir daga Michelangelo. Hann var forvígismaður endurreisnarinnar í ít- alskri höggmyndalist. Myndin af M.M. er eitt af hans síðustu verkum, og er einstök fyrir raunsæið sem í henni felst. Við sjáum M.M. nakta í útlegðinni. Holdið er visnað, tönnum hefur fækkað og einung- is hárið skýlir nekt hennar. Þannig birtist M.M. einnig í fyrstu helgimyndunum sem varðveist hafa af henni í síðgotneskum og bísönskum stíl. Þannig sáu hinirfá- tæku kristsmunkar af reglu heilags Frans M.M. sem hliðstæðu við kennimeistara sinn Á15. öldinni hölluðust áhangendur munksins Savanarola einnig að þessari ímynd M.M. Þeirfordæmdu veraldar- hyggju aðals og klerkavalds og boðuðu meinlæti holdsins. Hvort Donatellofylgdi Savanarola að málum veit ég ekki, en hér gætir ekki þeirra nýplatónsku áhrifa sem síðar komust í tísku í Flórens. Forsíðumyndin Glovannl Pedrinl, kalladur Glanpletrino: Heilög María Magdalena. Olíumálverk frá fyrri hluta 16. aldar (63x49,5 cm). Pedrini var frá Mílanó og starfaði á fyrri hluta 16. aldar. Þær fáu myndir sem varðveittar eru eftir hann sýna áhrif frá skóla Leonardo da Vinci. Málarinn leitast hér við að láta líkamlega fegurð dýrlingsins endurspegla innri fegurð og guðdómleik sálarinnar. Holdið og andinn sameinuð í kvenlegri ímynd Maríu Magdalenu. ÞJOÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.