Þjóðviljinn - 19.12.1986, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 19.12.1986, Blaðsíða 16
tugasta og þriðja afmælisdag Páls Zóphóníassonar. Stéttarsam- band bænda hafði þá boð inni fyrir norræna bændaleiðtoga í Framsóknarhúsinu í Reykjavík, sem síðar nefndist Glaumbær og bar nafn með nokkurri rentu. Nú vill ekki betur til en svo að einn af sterkustu hnefaleikurum landsins í þyngsta flokki maður á besta aldri, hafði einmitt lent í því að fara út að skemmta sér þetta sama kvöld. Stilitur maður og sérlega dagfarsprúður hvundags, en með því merki brenndur, eins og við ýmsir og fleiri, að breytast óhæfilega mikið við vín. Er ekki að orðlengja það, að í sama mund og gestir yfirgefa samkomuhúsið, þá eigrar fyrr- nefnt afarmenni að útidyrum, ráði firrt og rænu, gengur að framkvæmdastjóra danska bún- aðarráðsins og slær hann niður og konu hans þar á eftir. Heldur þóttu þetta veisluspjöll og mönnum féllust hendur gagnvart heljarmanninum - öllum nema öldungnum Páli Zóphóníassyni. Eftir að hafa sjálfur meðtekið gleraugnabrot og glóðarauga lagði hann garpinn á hælkrók, og hélt honum á haustaki þangaðtil lögreglan kom á vettvang. Viðbrögð hans voru einnig með líkindum þegar bardaga- maðurinn heimsótti hann daginn eftir til þess að bjóða bætur og þakka honum fyrir hjálpina: „Ég gat náttúrlega ekki sagt neitt ann- að en það að biðja hann lengstra orða að passa sig framvegis á hel- vítis brennivíninu fyrst það færi svona illa í hann. En ég hef hug- boð um að þetta sé annars nokk- uð góður maður.“ Svo komið sé aftur að þeirri djúprættu vísbendingu, sem ég hafði fyrr eftir Páli'um leiðsögn málfræðinnar til æðri menntunar, verð ég að bæta við síðaritíma at- hugasemd hans um gildi þeirra fræða: „,Það getur kanski ekki bá- biljunum mikið gildi þó þær séu málfræðilega réttar." Og hér er ég loks kominn að því sem flestir kúm og eigendum þeirra. Eystra efuðust menn ekki um að glögg- skyggni Páls á búfé væri dular- gáfa og frásagnir þar að lútandi runnu saman við aðrar ófreski- sögur af Páli Zóphóníassyni. Ekki veit ég sönnur á því á hvaða aldurskeiði Páll fór að treysta hugboðum sínum og dul- skynjunum, en það sagði hann, að fátt eitt hefði komið sér á óvart á prófum við landbúnaðarhá- skólann í Kaupmannahöfn. Eitthvað kynnti hann sér tilraunir spíritista á skólastjóraárum sín- um á Hólum, meðal annars fyrir áhrif Haraldar Níelssonar vinar síns. Sennilega hefur hann þá fengið svör við þeim spurningum, sem hann kærði sig um, því ekki veit ég til, að hann hafi leitað fregna af framliðnum á síðari árum. Honum var ekki gjarnt að ræða afbrigðilega reynslu sína. Pað var helst í þeirri mynd að eitthvað dytti upp úr honum af tilviljun, en oft sagði hann fyrir óorðna hluti og kallaði þá hug- boð ef á hann var gengið. Einusinni spurði ég Pál, hvort hann hefði alltaf látið hugboð ráða afstöðu sinni til mála á Al- þingi. Hann sagðist náttúrlega ekki hafa fengið hugboð í hverju máli, enda mög þeirra ekki til þess fallin. Einu sinni sagðist hann hafa gengið á móti hugboði við afgreiðslu á smámáli, sem þingflokkurinn vildi standa sam- an um. Hann bað um nafnakall til þess að geta látið það koma fram, að það væri fyrir flokkinn en ekki af sannfæringu, sem hann styddi málið. Svo gerði hann eftirfar- andi grein fyrir atkvæði sínu: „Ást er fædd og alin blind. Ég segi já.“ - En raunin varð sú, að sögn Páls, að málið varð flokkn- um til tjóns og honum sjálfum til leiðinda. Uppruni Páls og brennandi áhugamál skipuðu honum sjálf- krafa í Framsóknarflokkinn þótt ekki væri hann í hópi stofnenda haus. Tryggð hans við flokkinn verður heldur ekki dregin í efa, jafn oft og hugboðin leiddu hann til andstöðu við flokksforystuna í meginmálum og þó engu fremur en Nató-málinu. Pá eggjaði Páll Zóphóníasson okkur unga Fram- sóknarmenn lögeggjan að kosta til öllu sem við mættum, að koma í veg fyrir að Alþingi samþykkti inngönguna í Atlantshafsbanda- lagið, sem hann hafði „rökstutt hugboð“ um að yrði þjóðinni til mikillar bölvunar. Það gerðum við, þótt fyrir lítið kæmi. Sjálfur fór hann ekki dult með þá fyrir- ætlan sína, ef duga mætti til að hindra framgang málsins, að skilja við flokkinn og skipa sér í aðra sveit. En það þurfti meira til svo ginnkeyptir sem flestir landsfeðranna voru fyrir amer- ískum stríðsáróðri og peningum. Sjálfur greiddi hann svo atkvæði gegn málinu á Alþingi, einn þing- manna Framsóknarflokksins. Feginn var ég því þá, eins og ég er enn, að Páll skyldi sitja eftir í Framsóknarflokknum, þar sem hann átti ennþá heima, þótt ég ætti það ekki lengur, og kunn- ingsskapur okkar varð nánari eftir þetta en áður. Það var nokkru seinna, á þeim árum þegar ég ferðaðist hvað mest um landið að safrta útvarps- efni á segulbönd, að ég mun hafa látið það út úr mér í einhverju ósjálfræði, að næstur á eftir Páli Zóphóníassyni væri ég kannski málkunnugastur flestum íslend- ingum. Ekki voru þetta vísvitandi ósannindi, heldur nær því að vera spaugilegt gort, að nefna þekk- ingu mína á þessu sviði í sömu andránni og nafn Páls, því til hans leitaði ég upplýsinga árum saman um menn og málefni til undirbún- ings þessum ferðalögum og bar aldrei við að hann kynni ekki að segja skil á hverjum manni, ætt hans og uppruna þótt ýmsa hefði hann aldrei séð. Er því ekki að leyna að mér virtist hann stund- um beita svipuðum aðferðum við mat á ýmsum grundvallareigin- leikum sumra manna og við Hjónin Guðrún Hannesdóttir og Páll Zóphaníasson. dóma á búfé - athugun erfða- eiginleika og sérkenna með stuðningi hugboðs, sem var þá kannski skýrt með tilgátu um frá- vik frá eðlilegri feðrun einhvers- staðar í grenndinni, og alltaf hlaut ég að finna orðum hans nokkurn stað. Heimildir eru nægar um merki- leg störf Páls í þágu íslenskra bænda og skoðanir á málefnum þeirra og þá fyrst í ritgerðum hans, sem birtust nær 100 að tölu, þá í fágætlega stóru og merkilegu bréfasafni og loks í fjölmörgum þingræðum, sem lesa má í Al- þingistíðindum. Allt það bíður skynsamlegrar umfjöllunar þrek- mikils rithöfundar, sem fyndi hjá sér köllun til að skilgreina þann veikleika okkar ættgöfugu og gáf- uðu sagnaþjóðar að vera þvínær ætíð og óaflátanlega fyrirmunað að velja sér til æðstu valda þá menn, sem reyndar eru helst til þess fallnir að sækja þau. Ég kann margar sögur að segja frá vinnubrögðum Páls í þágu skjólstæðinga sinna frá þing- mannsárunum þegar hann var í senn ambassador bænda og send- isveinn í Reykjavík og mikið lá við. Hér verða tvær að nægja, dæmigerðar og eru góðir að þeim heimildarmennirnir. Þá fyrri sagði mér Hilmar Stefánsson í Búnaðarbankanum. Til hans kom Páll að tala máli ungs nýbýl- ings á Austurlandi, sem sokkinn var að eyrum í skuldafenið og þurfti enn lán, ef hann átti ekki að missa jörðina. Hilmar svaraði málinu tafarlaust á þá lund, að bóndi væri tæpast borgunarmað- urfyrir því, sem hann skuldaði nú þegar, hvað þá fyrir viðbótar- skuld, og þetta væri fráleitt. Við það fór Páll og ekki léttbrýnn. Enn sat hann fyrir Hilmari í biðstofunni morguninn eftir, og nú sagðist hann hafa gert sér von- ir um að geta greitt betur úr er- indi vinar síns en síðast. En erindi Páls var þá bókstaflega hið sama og áður, að leita ásjár fyrir sama skuldunaut, og svar Hilmars varð á sömu lund og áður, að ekki væri nokkur leið að lána þessum unga manni meira, og fór Páll við það. Þriðja morguninn sat hann enn í biðstofu bankastjóra og nú sagð- ist Hilmar hafa heilsað honum býsna glaðlega og sagt: „Nú hlýt ég að geta gert eitthvað fyrir þig Páll“. Páll hýrnaði allur við og sagði: „Já, það getur þú gert. Þetta er út af málinu hans nafna míns á Felli. Ég vil fá svar.“ Nú sagðist Hilmar fyrst orðið hissa og sagt umbúðalaust, sem satt var, að Páll hefði svo sannarlega fengið svar, og það tvisvar. Svar- ið væri nei. „Og þá sagði Páll dá- lítið undrandi en blátt áfram: „Heldur þú að ég kalli það svar.“ Og fékk hann þá eitthvað, sem hann gat kallað svar?“ spurði ég. „Hvað heldurðu maður!" sagði Hilmar. Hina söguna sagði mér Ólafur heitinn í Brautarholti: Það var í júlíbyrjun, eftir eitt þurrkavorið vestanlands og síðsprottin túnin, að Ólafur sá það á þriðjudagsmorgni að ein- hver var að bogra við sláttuvélina hans undir hlöðuveggnum og gengur til hans. Þar var þá kom- inn Páll Zóphóníasson kunningi hans og þingmaður Norðmýlinga með skiptilykil að sýsla við slátt- uvélina og setja í hana nýtt stykki að Ólafi gjörsamlega forspurð- um. Þetta kvaðst Páll mundu skýra fyrir honum yfir kaffibolla á eftir. Málavextir reyndust þá svolátandi: Á Jökuldal var ágæt gras- spretta og tún orðið úrsér sprott- ið hjá nafngreindum bónda þar í sveit, en sláttuvélin biluð. Stykk- ið, sem brotnað hafði í sláttuvél- inni var ekki fáanlegt, en von á því með skipsferð að utan á föstu- dag, en þann sama dag átti Esja að fara frá Reykjavík austur um land. Páll vissi af samskonar slátt- uvél hjá Ólafi, svo að hann tók sér leigubíl upp á Kjalarnes, hafði ekki tíma til að gera vart við sig á bænum, heldur tók stykkið úr vélinni, ók sem hraðast til Reykjavíkur og náði því rétt naumlega að koma stykkinu um borð í Esju. „Auk þess var ég alls ekkert viss um að þú myndir vilja lána stykkið, þó enn sé að minnstakosti hálfur mánuður í slátt hjá þér,“ sagði Páll svo í lok- in. „Og hvernig brást þú við? spurði ég. „Hvað heldurðu að ég hafi get- að annað en dáðst að honum," sagði Ólafur. Svo er það þriðja sagan til dæmis um það með hvaða hætti Páll gekk til þeirra verka, sem þurfti að vinna: Þetta gerðist að kvöldi 6. ágúst 1959, þremur mánuðum fyrir sjö- 16 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.