Þjóðviljinn - 19.12.1986, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 19.12.1986, Blaðsíða 18
Snorri Sturluson gegn Belladonna Fyrsti maðurinn sem ég rak augun í á göngum Hótel Loft- leiða var Snorri. Hann sat við dymar og svipurinn var eins og á varðhundi sem hafði engan til að bíta. Skráningu var lokið í Portoroz- mótið og ég vissi að Snorri yrði ekki meðal þátttakenda. Lán- leysi var aðall Snorra, en makk- ersleysi bætti ekki úr skák. - Þú hér, heilsaði ég, leitt að þú komst ekki að. Snorri setti upp spurnarsvip. - Þú hefur ekki keypt einhvern út úr mótinu Snorri minn. HA? - Ertu frá þér drengur. - Af hverju rotarðu ekki einn spilarann og felur niðrí kjallara? Snorri varð hugsi. - Nei. Ég hefði enga burði í það. Snorri var 88 ára gamall. - Hinkraðu aðeins strákur. Snorri dró upp bréfsnifsi. Líttu á þetta klúður: (A) Norður S:AK104 H: 1052 T: KG4 L: K94 Vestur S: DG85 H: G863 T: D65 L: 82 Suður S: 976 H: A T: A8732 L: A753 Suður, ræfilinn, spilar 6 tígla. Della auðvitað. Sagnir? Sama dellan. Nú, vestur spilar út hjarta-3, fjórða besta. Ég rýndi í spilið. - Þetta lítur bara vel út, ha? Snorri mændi á mig. - Og illa líka? Snorri missti þolinmæðina. - Suður svínaði trompi og tók trompin sem úti voru, endaði á hendi. Spaða-9, gosi og kóngur. Lauf á ás. Spaða-7, átta og tía. Hjarta á tromp. Spaða-6, drottn- ing, ás. Sagnhafi reyndi síðan laufin og tapaði spilinu. ^-Snorri var hneykslaður. - Greyið. Er það nokkur ræna að tína öll eggin í annan rassva- sann? Jæja? Ég fann enga andskotans lausn. Enda fær enginn meir en fáeinar sekúndur til að glíma við dæmi Snorra. - Það er rétt að byrja á að svína í trompinu. Þá tromp á ás og í ljós kemur að vestur á 7 spil í rauðu litunum, og ALLIR vita mun á 3-3 og 4-2 skiftingu. Nú, þú ferð eins í spaðann og sagnhafi og trompar hjörtu í bakaleiðinni. Þegar þú spilar síðasta spaðann með síðasta trompinu heima, spilar lauf á kóng, í 11. slag er tímabært að hirða trompið sem úti fraus, og þú gefur einn slag á lauf. - Lauflétt spil. Aumingja Bell- adonna... - Tapaði HANN...? — ... að þurfa að horfa upp á þetta. D’Alelio var sagnhafi. Heyrðu, strákur, þessi Jeretec, ... ég var nú að hugsa að nóg væri lagt..., gæti sjálfsagt hlaupið í...., - SNORRI. Sestu bara nálægt Belladonna og horfðu á. Þú græðir á því. Ég hefði EKKI átt að segja þetta. Portoroz-mótið Föstudagskvöld Fyrstu umferðirnar komu svit- anum rækilega út á spilurunum. Þeir talnaglöggustu gáfust fljótt upp á að henda reiður á ógrynni af mögulegum og ómögulegum slemmum sem buðust. Þetta var eins og að feta einstigi. Áhorf- endur skemmtu sér, Snorri þeirra á meðal. Hann hafði klesst sér upp að hlið Jeretec, hins júgó- slavneska. Eitthvað var í bígerð: - Bravóissimó, hljómaði um salinn þegar Belladonna tókst vel. Bassarödd Snorra. - Issimó, eða eitthvað f þeim dúr mátti greina, ef Júgóslavinn kom við sögu. Þetta spil gaf Snorra tilefni til að tóna: (B) Norður S: KD109754 H: K3 T: 65 L: G7 Vestur S: 2 H: 754 T: D874 L: AKD109 Suður S: A63 H: G982 T: A32 L: 652 Gjafari A. A-V á hættu: Austur vakti á Precision tígli. Vestur 2-lauf og Belladonna hindraði með 3-spöðum. Horfur á úttekt voru hverfandi, af sjón- arhól austurs, svo hann doblaði til sektar. Útspil lauf-8. Vestur spilaði litnum þrisvar og Bella- donna trompaði með kóng. Tók síðan tromp drottningu og spilaði trompi á ás. Bað síðan um tígul úr blindum. Vestur reyndi að hjálpa með tígul-8. Bjarnargreiði. Austur varð að eiga slaginn á ní- una. Þessi litli millileikur hafði sett hann í rækilega klípu. Hvort átti Belladonna 2-2 í rauðu litun- um eða eitt hjarta og Dxx í tígli? Það virtist aðeins eitt ráð til að komast að því. Spila einhverju. Austur lagði niður hjarta-ás. Belladonna sýndi spil sín: - I just make, eh... e? (þýð: Ég fæ víst 9 slagi). Skömmu síðar var sveiað svo hressilega að ómaði um víðan sal. Orsökin: spil C. Norður S: AG5 H: AK104 T: K94 L: A62 Vestur Austur S: KD1093 S: 64 H: 862 H: D95 T: A76 T: G1032 L: K7 L: G1095 Suður S: 872 H: G73 T: D85 L: D843 Gjafari V. Allir á. Vestur hóf sagnir á 1-spaða, Belladonna doblaði, pass og Jer- etec sá þann kost vænstan að segja 1-grand. Belladonna hækk- aði í þrjú. Útspilið spaða-kóngur. Það vafðist ekkert fyrir Jeretec að tapa spilinu. Fékk reyndar aðeins 7 slagi. Hann drap strax á ás og spilaði laufi, taldi vænlegast að reikna vestur með hjarta drottn- ingu aðra eða þriðju og austur með lauf kóng. Austur lét lauf-5 nægja og Jeretec stóð við áætlun sína. Spilið var nú í molum. Snorri sat sem fyrr svo þétt við hlið Júgóslavanes að þeir urðu vart aðgreindir. Hann hafði fund- ið vænlega leið sem við nánari athugun hefði gefið 9 slagi: Spað- inn gefinn, vestur sækir áfram litinn og gosi á slaginn. Þá tveir efstu í hjarta og enn hjarta. Austur á slaginn. Spilar laufgosa, þvingað. Á slaginn. Hann heldur áfram með lauf. Sagnhafi lætur lítið að heiman og kóngurinn fer á höggstokkinn. Tígli er nú spilað á drottningu og ás. Nú er nokkuð sama hverju vestur spilar. Þegar sagnhafi hefur tekið spaðaás og spilar 13. hjartanu er austur í vonlausri stöðu með lálitavöldin. Níundi slagurinn fæst á lauf-8 eða tígul-9. Eftir opnun vesturs er þessi vinningsleið rökrétt. , -MaybeINeverbid....?Bella- donna var mæddur. Hann var eins og skakki turn- inn í Pisa, studdur af Jeretec, út- listaði Snorri síðar. En það dró til tíðinda. Við lok síðustu umferðar um kvöldið greip Belladonna til örþrifaráða. Tók Jereteco kverkataki miklu og skók duglega. Ljósmyndari DV var nærstaddur og festi atvik- ið óðara á filmu. Gamansemi, töldu menn. Þeim skjátlaðist. Laugardagur Ég mætti snemma til leiks dag- inn eftir. í spilasalnum sá ég Snorra í sæti Jeretec í „gryfj- unni“. Hörðustu aðdáendurnir sátu í kring. Höfðu setið þarna yfir nóttina? - Ertu að verma bólið, kallinn? - Ég á nú orðið erfitt með að standa upp þegar ég er á annað borð sestur, ansaði Snorri. Belladonna kom skömmu síð- ar, án Jeretec og settist andspæn- is Snorra. Fiskisagan flaug. Júgó- slavinn var lasinn. Fiensan, töldu sumir. Aðrir tæptu á hálsbólgu. Spilamennskan hófst. Fyrsta spilið var sennilega örlagaríkasta spilið í mótinu. Gjafari V, A-V á hættu. (D) Norður S: A62 H: AD42 T: G10 L: AK32 Vestur S: K103 H: K10965 T: A752 L: 8 Suður S: D954 H: G T: KD9864 L: D9 Eftir tvö pöss vakti fífldjarft ungmenni í vestur á 2-hjörtum, þrátt fyrir öfugar hættur og pass- aðan makker. Opnunin var veik, 7-11 punktar, minnst 5-4 í hjarta og lálit. Belladonna í norður passaði. Sama gerði austur (og fór sennilega með bænir í hljóði). Röðin var komin að Snorra. Það kom EKKI til álita að refsa, eða dobla, eins og flestir orða það. Belladonna og Snorri höfðu, með aðstoð áhorfenda, ákveðið að segja EÐLILEGA, ÁN undan- tekninga. Grandopnun var 17- 20. Allt annað leikið af fingrum fram. Belladonna beið eftir dobli. Snorri bauð 3-tígla. Belladonna breytti í 3 grönd. Snorri lýsti því sem hann sá: 4-tíglar. Belladonna lyfti í 6-tígla. Útspilið vesturs var tromp. Snorri var innan við 2 mínútur að raka saman 12 slögum. Vestur og Suður skiptust á að spila tromp- um uns ekkert var úti. Lagt á hjarta gosa og tekið í borði. Hjarta drottning og hjarta trom- pað. Þrisvar lauf og lauf trom- pað. í þriggja spila endastöðu mátti Vestur ekkert spil missa. Sama var hvort hann beraði spaðakóng eða fleygði síðasta hjartanu. Austur S- 37 H: KD874 T: 109 L: DG106 Austur S: G8 H: AD106 T: KG109 L: 843 Austur S: G87 H: 873 T: 3 L: G107654 Ekkert annað par sá ástæðu til að reyna við slemmu. 920. - BRAVO, sagði Belladonna. - Double only 800, EH...? - HA?, ansaði Snorri. Á næsta borði áttust við efstu pörin. Sagnir byrjuðu eins, en suður doblaði, til úttektar vitan- lega. Það var spilað. Vörnin byrj- aði ekki vel: Laufás og skipt í spaða í von um að koma félaga inn til að fá tromp í gegn. Áttan úr borði, nía og tían vann. Tígu- lás og tígull trompaður. Lauf trompað. Tígull sem norður trompaði með drottningu. Hann spilaði trompás og meira trompi. Þegar gosinn birtist í suðri lét sagnhafi tíuna undir, og átti næsta slag í borði. Spaða gosi, drottning, kóngur og ás. Lauf framhaldið var trompað. Tromp- kóngur sá fyrir síðasta trompi norðurs og spaða-7 var 8. slagur- inn. 670. Snorri og Belladonna skoruðu þolanlega. Ekkert meir. Stefndu sjaldan að sama marki í sögnum. Én vörnin var í Lítum á dæmi: (E) Norður S: 974 H: AG86 T: AD42 L: 72 Vestur S: 6532 H: D3 T: KG76 L: A54 Suður S: KD8 H: 9742 T: 85 L: 10963 Nokkur pör hömuðust alla leið í 3 grönd, spiluð í austur, sem er meir en lítil keyrsla á spilin. Ótrú- legt nokk fengu flestir 9 slagi, nema á móti Belladonna og Snorra. 7 slagir urðu þar afrak- sturinn. Snorri valdi að spila út hjarta-7. Sagnhafi vann gosa Belladonna og hleypti tígul-10. Hún kostaði Belladonna ásinn! Hann skipti í spaða-4. Snorri átti slaginn á drottningu og skipti aft- ur í hjarta. Belladonna vann á ás og spilaði enn spaða. Aftur svín- aði sagnhafi, og fékk hjarta til baka. Sagnhafi þóttist viss um að hjörtun skiptust 4-4. Hann sá einnig að varhugavert gat orðið að taka fjórum sinnum lauf ef Snorri ætti D8x í tígli og legði á níuna, eða þannig skýrði hann það eftirá. Kannski hafði hann tínt spaðaásnum á höndinni. Ásar eru oft innkomur í gröndum. Ef hann hirðir laufslaginn og leggur niður spaðaás, áður en hann heldur áfram með tígulinn, fær hann talningu og Belladonna er refsað fyrir græðgina að reyna að setja spilið tvo niður. Tígul drottning hremmdi því níuna og 6. slagur varnarinnar fékkst á hjarta. Eða eins og Snorri orðaði það: - Maður getur ekki bæði skotið rjúpuna og étið hana ef notuð er fallbyssa. Það leið að mótslokum. Ljóst var að Snorri og Belladonna yrðu ekki í toppbaráttunni. Eftir að úrslit voru kunn og verðlaun höfðu verið afhent hitti ég Snorra. - Jæja, þetta tókst nú bærilega hjá þér. - Þakka þér fyrir. - Ég átti nú við ráðabruggið. - Ég líka. Þögn. - Heyrðu drengur. Þú átt eftir að þvæla um þetta í blöðunum. Ég var að hugsa um næsta stór- mót Flugleiða. Mig sárvantar... - Talaðu við einhvern ráðher- rann. - Biddu fyrir þér. Ha? Ég kvaddi í flýti. Það var orð- inn ávani hjá mér; að taka til fót- anna þegar Snorri fær hugdettu. - Kannski ég hringi í Davíð, kallaði hann á eftir mér. Hann er vís til að eigna mér hugmyndina. Ef illa fer. (E.M. Birt af fullkomnu ábyrgð- arleysi. spil A) Úr viðureign Ítalíu og USA á HM1963. Tapaðist eins og að framan greinir. spil B) Portoroz-mótið. Vannst þannig við eitt borð. spil C) Úr hraðsv.keppni hjá B.K. 3 grönd spiluð og unnin þannig af Sævin Bjarnasyni spil E) Portoroz-mótið. Vörn sem hvergi fannst (?): Að skipta í spaða. spil D) 2 hjörtu dobluð og unnin í viðureign höfunda og Þ. og Þ.). H.L. - Ó.L. gæðaflokki. Austur S: AGIO H: K105 T: 1093 L: KDG8 18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.