Þjóðviljinn - 19.12.1986, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 19.12.1986, Blaðsíða 17
könnuðust við af sérkennum Páls Zóphóníassonar, en það var málfarið. Páli var framúrskarandi mis- mælagjarnt í mæltu máli. í rit- gerðum hans gætir þessa ekki. Þær eru flestar skrifaðar á kjarn- góðu, tilgerðarlausu og frjóu al- þýðumáli. í þingræðum hans, eins og þær eru prentaðar, finn- um við heldur ekki nein Iands- fleyg mismæli. Sjálfur ias hann ekki ræður sínar í handriti til málfarslegra leiðréttinga, en meðal þingritara ætla ég að hafi verið býsna margir, sem líkt var farið og mér að þeir hafi kanski vikið við orðum ef þurfti af því að þeim hafi ekki þótt gaman að heyra lítilsháttar menn hlæja að merkri hugsun Páls. Páll Zóphóníasson var mate- matiker og hugsaði ekki í orðum, heldur í myndum og stærðum. Þetta hafa fleiri merkir menn gert svosem Albert Einstein, Niels Bohr, Bertrand Russell, Sigurð- ur Jóhannsson vegamálastjóri og Vilhjálmur á Narfeyri. Þessum eiginleika fylgja þau vandkvæði helst, að þurfa síðan að þýða slík- ar hugsanir yfir á mælt mál handa þeim, sem ekki eru gæddir absa- lútt stærðfræðilegri hugsun. Pað skilst mér að ekki sé miklu auðveldara að tjá stærðfræðilega hugsun í orðum en tónlist, sem hefur reynst frámunalega erfitt, svo abstrakt sem báðar þessar greinar eru. Þetta hlaut Páll þó að gera í mæltu máli og grét það þá ekki, þótt hann þyrfti að skekkja gramatíska formið dálítið svo að það passaði í ramma matemat- ískrar hugsunar, sem honum var fyrir mestu. Loks komst ég svo að því, að það var ekki nóg með það að Páll Zóphóníasson væri áhyggjulaus af mismælum sínum, heldur gerði hann sér yfirvegaða grein fyrir gildi þess að tilheyrendur hans gætu átt von á því að fallið gætu stöku orð „eins og þjófur úr heið- skíru lofti“. Það var þegar ég átti við hann rösklega 20 mínútna út- varpsviðtal inn á segulband. Við vorum báðir ánægðir með árang- urinn og þegar við kvöddumst1 sagði Páll: „Þetta er ágætt. Það er eitthvað af mismælum í þessu. Þú skalt ekki klippa þau burt. Þau' eiga að vera.“ Fyrir mér var öll ræða Páls Zóphóníassonar eins og gamal- gróið vildistún á Sólmánuði: þéttsprottið, iðjagrænt með ör- fáum sólaeyjarbrúskum, nokkr- um glófíflum á stangli og ein- stöku gleymmérei. Og á einskis manns mál annars var hlýtt með slíkri í útvarpi sem erindi hans, né heldur trúðu bændur nokkrum manni til jafns við hann. Ég heyrði Steingrím Steinþórs- son búnaðarmálastjóra lýsa Guð- rúnu konu Páls, Hannesdóttur frá Deildartungu, áður en ég sá hana, en þau giftust árið 1912. Lýsinguna rifjaði ég upp yfir kaff- ibolla heima hjá Páli vorið 1950, og hann sagði: „Steingrímur er| ekki einn um það að öfunda mig af Guðrúnu, enda hélst nú heldur! betur hugboðið í hendur við á- kvörðunina í það skiptið." Þau voru gædd sitt hvorri skapgerð- inni, og eftir lýsingu kunnugra má það vera fágætt að jafn ólíkar manneskjur skuli eiga svo hnökralausa samfylgd á löngum æviferli. Fyrrnefndur Steingrím- ur Iýsti Guðrúnu svo að hún væri skörungur í skapi og fágæt að drengskap og öðrum mannkost- um. Mætti vera að úr hennar per- sónuleika hafi verið spunninn einn af gildari þáttunum í atgervi þessa furðulega margbrotna en heilsteypta manns. Ekki veit ég hversu nákvæm- lega Páll sá fyrir skapadægur sitt, en 1. júlí 1963 byrjaði hann út- varpserindi svofelldum orðum: „Bændur góðir. Þetta verður í síðasta sinn sem ég taia við ykk- ur.“ Varð orð að sönnu því 2. ágúst fékk hann heilablóðfall með lömun, sem leiddi hann til dauða rúmu ári síðar, 1. desemb- er 1964. Verðlaunaþrautir Hérásíðunnierunokkrarþrautirfyrirbörninað Skilafrestur er til 20. janúar nk. Utanáskriftin spreyta sig á í jólafríinu. Sumar þrautirnar eru er: Þjóðviljinn, Síðumúla 6, 108 Reykjavík. - léttar og aðrar þungar. Sendið okkur svörin við Merkið umslagið með orðinu VERÐLAUNA- þrautunum og þeir sem hafa flest svör rétt fá ÞRAUTIR verðlaun. Þrenn bókaverðlaun verða veitt. rm* Hér eru margir tölustafir hver ofan í öör- um. Hver er summan ef þeir eru allir lagðir saman? J JT c zr T Drengurinn hefur af skömmum sínum hnýtt einn þessara fjög- urra hluta sem við sjáum á mynd- inni í skottið á hundinum. Hvaða hlutur er þetta? Er það potturinn, kannan, skaftpotturinn eða pannan? Hver af þessum fjórum reitum passar inn í myndina af Mexicanan- um sem er að labba inn um dyrnar heima hjá sér? Hér er bakarinn að raða kertum á afmælistertuna og er kominn með öll kertin. Hvað er afmælisbarnið gamalt? Hér sjáum við að rifnað hefur stykki úr gunnfána þessa kappa. Hvaða stykki er það af þessum fjórum sem við sjáum neðst á myndinni? Hér hefur eitthvað ruglast. Dýrin eru ekki í réttu um- hverfi. Á hvaða mynd á hvert dýra að réttu lagi að vera? Hér er gæslumaðurinn í dýragarði að reyna að reyna að telja hve margir snákar í þessari snákabendu eru með sex doppur. Hvað eru þeir margir? ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.