Þjóðviljinn - 19.12.1986, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 19.12.1986, Blaðsíða 2
} i I I Jólamaturinn Svínið minn ríkjandi jólaréttur Stefán Stefánsson yfirmatsveinn í Múlakaffi opinberar leyndarmálið um svínið Stefán handleikur jólamatinn. (Ljósm. E.ÓI.) í gegnum árin hefur svínasteik verið ríkjandi réttur á jólaborðinu hjá mér. Fyrst á heimili móður minnar og síðan á mínu heimili, sagði Stefán Stefánsson yfir matsveinn í Múlakaffi þegar hann var spurður um uppáhaldsjóla- matinn. Stefán sagði að þó væri ein- staka sinnum fuglakjöt á mats- eðlinum og þá yfirleitt gæs, en hér á eftir fara uppskriftir af þess- um „dýrindis mat“ eins og Stefán orðar það. Því er við að bæta að matreiðslan á jólamatnum fellur ævinlega í hlut Stefáns þó flesta aðra daga sjái eiginkonan um kokkeríið á heimilinu. Svínasteik með krassandi skorpu (fyrir 6) 2 kg. svínakjöt úr bóg eða læri salt og pipar negulnaglar lárviðarlauf rifsberjahlaup olía Ristið pöruna á svínakjöt- inu í hæfilegar ræmur með beittum hníf, en þó ekki of djúpt. Penslið með olíu og kryddið með salti og pipar. Stingið negulnöglunum og lárviðarlaufunum í pöruna. Setjið síðan steikina í 200 gráðu heitan ofn í u.þ.b. 30 mínútur. Minnkið þá hitann í 180 gráður og Ijúkið steiking- unni á þeim hita. U.þ.b. 1 klukkustund. Færið steikina upp á fat og haldið henni heitri. Fleytið fit- una ofan af soðinu í ofnskúff- unni og hrærið vel upp steikarskán sem kánn að vera íhenni. Kryddiðeftirsmekk og bætið með rifsberjahlaupi. Rauðkál, grænar baunir eða hvaða grænmeti sem er, hrátt eða soðið, má bera fram með steikinni. Sykurbrúnaðar kartóflur eru nauðsynlegar með, en á mínu heimili höfum við líka alltaf kartöflusalat með. Kartöflusalat Vz græn paprika 1 sellery stöngull Væn grein steinselja 1 bikar sýrður rjómi 2 matsk. mayonaise 1 matsk. vínedik V2 tesk. karrý 1 matsk. sweet relish 2 soðin egg Afhýðið kartöflurnar og skerið í litla bita. Takið fræin úr paprikunni og skerið í smáa bita. Skerið sellerístönglana og blaðlaukinn þvert í smásn- eiðar, klippið steinseljuna og skerið harðsoðin eggin í smá- bita. Blandið saman sýrðum rjóma, mayonaisi, ediki, karr- ýi, pipar og sweet relish. Setj- ið því næst grænmetið, kart- öflurnar og eggin út í. Mjög gott er að láta salatið standa í kæliskáp áður en neytt er. Annar siður er einnig á mínu heimili, sem og fleirum, en það er að borða jólagraut með möndlu í. Sá sem hreppir möndluna fær svo auðvitað veglega möndlugjöf. Jólagrautur Hrísgrjón eru soðin í u.þ.b. 18 mín. og látin kólna. Þeyttum rjóma, blönduðum kokteilávöxtum og rúsínum er bætt saman við grjónin. Blandan er síðan bragðbætt með sykri og vanillu og borin fram með saft. Og auðvitað má ekki gleyma möndlunni. Þessi réttur er nauðsynlegur fyrir jólastemmninguna. ..JOLATILBOÐ FJOLSKYLDUNNAR FRA PANASONIC Nú, þegar fjölskyldan slær saman í eina veglegajólagjöf, er mikiö atriöi aö vanda valið. Á tímum gylliboða er nauðsynlegt að staldra við og hugsa sig vel um, því nóg er framboðið og ekki vantar hástemmdu lýsingarorðin. Við viljum þess vegna benda ykkur á Panasonic sem vænlegan kost, sérstaklega þegar það er haft í huga, að Panasonic myndbandstækin fara sigurför um heiminn og eru í dag lang-mest keyptu tækin. Einnig má minna á, að sem stærsti myndbands- tækjaframleiðandi heims, eyða þeir rnargfalt meiri peningum í rannsóknir og tilraunir en nokkur annar framleið- andi. Það þarf því engum að koma á óvart að samkvæmt umfangsmestu gæðakönnun sem framkvæmd hefur verið hjá neytendasamtökum í sjö V-Evrópulöndum varð niðurstaðan sú, að myndbandstækin frá Panasonic biluðu minnst og entust best allra tækja. Þessar staðreyndir segja meira en hástemmt auglýsingaskrum. Jólatilboð á NV-G7 frá 37.850,- m WJAPIS BRAUTARHOLT 2 SiMI 27133 '-sss&w-éF ******

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.