Þjóðviljinn - 19.12.1986, Qupperneq 19

Þjóðviljinn - 19.12.1986, Qupperneq 19
Gamansaga um hnignun vinnumórals Smásaga eftir Nóbelsskáldið Heinrich Böll Þýðing: Björn Malmquist í höfn einni á vesturströnd Evr- ópu liggur fátæklega klæddur maður og mókir. Smekklega klæddur ferðamaður setur nýja filmu í myndavélina til að festa þessa friðsælu mynd á filmu; blár himinn, sjórinn grænn með hvítfextum öldutoppum, svartur báturinn, rauð derhúfa. „Klikk“ Einu sinni enn; „Klikk“, og þar sem allt er gott þegar þrennt er; „Klikk“. Kuldalegur, næstum því fjand- samlegur hávaði myndavélarinn- ar vekur fiskimanninn af værum svefni. Hann teygir sig syfjulega eftir sígarettupakka, en áður en hann finnur pakkann, rekur ferðamaðurinn sinn eiginn fram- an í hann, stingur sígarettunni reyndar ekki upp í hann, heldur á milli fingra hans, og í fjórða skiptið; „klikk“, sem bindur enda á flausturslega kurteisi ferða- mannsins. En vegna hinnar vart merkjan- legu, ósannanlegu yfirdrifni kurt- eisinnar hefur myndast vand- ræðaleg spenna, sem ferðamað- urinn - hann talar tungu hinna innfæddu - reynir að ráða bót á, með því að fitja upp á samtali við fiskimanninn. - Þér munið veiða vel í dag. Fiskimaðurinn hristir höfuðið. - En mér er sagt að veðrið sé hagstætt. Fiskimaðurinn kinkar kolli. - Þér siglið sem sagt ekki í dag? Fiskimaðurinn hristir höfuðið, ókyrrð ferðamannsins vex. Vissulega er honum annt um vel- ferð fátæklega klædds mannsins, en sorg yfir ónotuðu tqkifæri kvelur hann. - Ó, yður líður kannski ekki vel? Loks tekur fiskimaðurinn til máls. - Mér líður afskaplega vel, segir hann. - Mér hefur aldrei lið- ið betur. Hann stendur upp og teygir sig, eins og hann vilji sýna hve heilbrigður hann er. - Mér líður stórkostlega. Andlitssvipur ferðamannsins lýs- ir æ meiri óhamingju, hann getur ekki haldið aftur af spurningunni sem kvelur hjarta hans. - En hvers vegna siglið þér þá ekki? Svarið kemur stutt og laggott: - Af því ég sigldi í morgun. - Var aflinn góður? - Hann var svo mikill, að ég þarf ekkiaðsiglaafturútídag. Ikörf- unni voru fjórir humrar og ég fékk næstum því tvær tylftir af makríl í netin. Fiskimaðurinn, sem nú er endan- lega vaknaður, reisir sig upp og klappar ferðamanninum róandi á axlimar. Andlitssvipur ferða- mannsins lýsir umhyggju, reyndar óviðeigandi en þó átakanlegri. - Ég hef meira að segja nóg fyrir morgundaginn og daginn þar á eftir, segir hann til að róa hinn ókunna mann. - Viljið þér eina af mínum? - Já, takk. Þeir fá sér sígarettu. í fimmta skiptið; „Klikk“, sá ókunni sest á borðstokkinn og hristir höfuðið, leggur frá sér myndavélina því hann þarfnast beggja handa til að leggja áhersiu á mál sitt. - Eg vil ekki skipta mér af einka- málum yðar, segir hann, - en ímyndið yður, að þér færuð tvisv- ar, þrisvar, jafnvel fjórum sinn- um út í dag og þér veidduð þrjár, fjórar, fimm, kannski tíu tylftir af makríl...ímyndið yður það! Fiskimaðurinn kinkar kolli. - Þér mynduð, heldur ferðamað- urinn áfram, - ekki aðeins sigla í dag, heldur á morguti og hinn daginn, já, á hverjum degi sem færi gæfist, tvisvar, þrisvar, kann- ski fjórum sinnum. Vitið þér hvað þá myndi gerast? Fiskimaðurinn hristir höfuðið. - í síðasta lagi eftir eitt ár gætuð þér keypt yður bátsvél, eftir tvö ár einn bát í viðbót, eftir þrjú til fjögur ár gætuð þér keypt yður lítinn kútter; með tveimur bátum eða kútternum mynduð þér auðvitað veiða meira - einn dag- inn hefðuð þér tvo kúttera, þér gætuð... Hrifning ferðamannsins slær hann út af laginu örstutta stund. - Þér gætuð byggt lítið frystihús, ef til vill reykhús, seinna meir niðursuðuverksmiðju, flogið um í eigin þyrlu, leitað uppi fiskitorf- ur og leiðbeint bátum yðar í gegn- um talstöð. Þér gætuð aflað yður laxveiðiréttinda, opnað veiting- astað, flutt humarinn milliliða- laust til Parísar, og þá... Aftur verður sá ókunni orðlaus af hrifningu. Hann hristir höfuðið, búinn að gleyma ánægjunni af sumarleyfinu, og lítur út yfir ströndina, þar sem fjörugir fiskar sprikla í flæðarmálinu. - Og þá..., segir hann, en aftur kemur uppnám hans í veg fyrir að hann geti haldið áfram. Fiski- maðurinn klappar honum á bakið, eins og barni sem hefur svelgst á. - Hvað þá, spyr hann. - Þá, segir sá ókunni af hljóðlátri hrifningu, - þá gætuð þér legið hér í ró og næði, mókt í sólskininu og horft út á sjóinn. - En það er einmitt það sem ég er að gera, segir fiskimaðurinn. - Ég sit hér í ró og næði og móki, það var bara hávaðinn frá yður sem truflaði mig. í raun og veru hélt ferðamaður- inn reynslunni ríkari í burtu, því áður hélt hann einnig að hann ynni til þess að einhverntímann gæti hann hætt að vinna. Það vottaði ekki lengur fyrir með- aumkun með fátæklega klædda manninum, aðeins örlítilli öfund. góðargíafír ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19 /HIKUG4RDUR MIK/D FYRIR L/T/D

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.