Þjóðviljinn - 21.12.1986, Síða 3

Þjóðviljinn - 21.12.1986, Síða 3
Kvennó í þingó Framboðsmál Kvennalistans eru enn ekki fullljós. Búist er við að af þeim tveimur þing- mönnum sem listinn á í Reykjavík fari að minnsta kosti önnur fram aftur, og fiestir telja að Sigríður Dúna Kristmundsdóttir þreyti þingglímuna áfram. Óvíst er hver muni þá taka við af Guð- rúnu Agnarsdóttur, sem einnig hefur þó getið sér gott þingorð. Helst er spáð í þær Kristínu Ástgeirsdóttur, varaþingmann, eða jafnvel Ingibjörgu Sólrúnu Gísla- dóttur, borgarfulltrúa. En samkvæmt samþykktum Kvennalistans er hvort eð er skammt í að Ingibjörg Sólrún hætti, og þá þykir sumum til- valið að f íra þeirri kanónunni á þinglið...B Stórlaxar Stórlaxabók þeirra Gunnars Benders og Eggerts Skúla- sonar, hefur selst mjög vel það sem af er jólavertíðar. Bókin hlaut mikla auglýsingu eftir að hinn brosmildi og sí- káti fréttamaður, Hallur Hallsson, gerði að aðalfrétt sjónvarpsins eitt sunnudags- kveldið harða gagnrýni Öss- urar Skarphéðinssonar fisk- eldisfræðings og Þjóðviijarit- stjóra á Veiðimálastofnun. Ekki vakti minni athygli að Veiðimálastofnun vék sér undan að svara. Hið hlálega í málinu er svo kannski það, að gagnrýnandinn var eini við- mælandi þeirra félaga, sem aldrei hefur dregið lax heldur lætur sér nægja bleiku og urr- iða. Hinirfjórir, Palli í Pólaris, Davíð borgarstjóri og skemmtimennin Pálml söng- vari og Siggi Sigurjóns leikari eru hins vegar allir laxagarpar af guðs náð... ■ Ótrúleg plötusala Hljómplötuútgefendur eru brosmildir þessa dagana og liklega flestir þeir tónlista- menn sem komu verkum sín- um á plastfyrir jólin. Plötusal- an er búin að vera mjög mikil á síðustu vikum og segja kunn- ugir að ekki hafi selt eins mikið af plötum í fjöldamörg ár. Þessari milklu plötusölu fylgir að sjálfsögðu gullplötu- . flóð til tónlistarmanna, og þar eru bæði klassikerar og popp- arar tilnefndir. Þeir sem hafa fengið gull fyrir þessi jól eru m.a. Bubbi, Kristján Jó- hannsson, Kristinn Sig- mundsson og í gær laugar- dag fengu 8 tónlistarmenn sem standa að plötunni „Jól alla daga“ afhent sitt gulj á tónleikum á Lækjartorgi. Áð- urnefnd plata hefur nú selst í rúmlega 7 þúsund eintökum og telja fróðir líklegt að hún fari yfir 10 þús. eintök sem og nokkrar aðrar plötur fyrir þessi jól. Gullplötur eru veittar fyrir 5000 seld eintök... ■ Svarthvítingar kaupa og selja Innanúr spúttnikkforlaginu í bókabransanum, Svörtu á hvítu, eru þau tíðindi að þrír af stærri hluthöfum eru að selja hluti sína, þeir Páll Kr. Páls-i son forstjóri Iðntæknistofnun-1 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 arinnar, Sveinn Úlfarsson viðskiptafræðingur og Guð- mundur Þorsteinsson, sem lengi var önnur helsta drif- fjöður fyrirtækisins. Saman- lagt áttu þessir þrír meirihluta, en hlutir þeirra eru nú boðnir öðrum hluthöfum. Er búist við að kaupendur verði fyrst og fremst framkvæmdastjórinn Björn Jónasson, Jón Þóris- son arkitekt og Einar Valur Ingimundarson efnaverk- fræðingur og baunaspíru- framleiðandi. Samningavið- ræður um þessa hlutabréfa- sölu munu hafa verið langar og strangar, hlutafélagslög- unum veifað óspart og banda- lög mynduð og afmynduð í Dallas-dúr. En allir komu þeir aftur, og enginn þeirra dó; hlutabréfin eru seld og keypt á fjórföldu nafnverði. 25 ár í Vestur bæjarlauginni 7 hópurinn í Vesturbæjarlaug- inni sem samanstendur af hressu og skemmtilegu fólki hélt hátíðlega upp á 25 ára afmæli sundlaugarinnar á dögunum. Drukkið var veislukaffi og hið fínasta með- læti og síðan sundlaugar- starfsfólki færð þessi fína blómakarfa. Lítíð fór hins vegar fyrir oddvitum borgarinnar og borgarstjóra sem fóru hins vegar mikinn þegar Laugar- dalslaugin var opnuð aftur eftir endurnýjun í sumar sem leið...B ...sá tíundi og ellefti... Tíundi var Gluggagœgir, grályndur mann, sem laumaðist á skjáinn og leit inn um hann. Ef eitthvað var þar inni álitlegt að sjá, hann oftast nær seinna í það reyndi að ná. Ellefti var Gáttaþefur, - aldrei fékk sá kvef og hafði þó svo hlálegt og heljarstórt nef. Hann ilm af laufabrauði upp á heiðar fann, og léttur, eins og reykur, á lyktina rann. 90 MINUTUR KNA TTSP YRN USPIL Hannað af Keith Mallet Stutt af Bryan Robson í enska lands- liðinu Tilvalin jólagjöf fyrir alla knattspyrnuunnendur I

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.