Þjóðviljinn - 21.12.1986, Side 14

Þjóðviljinn - 21.12.1986, Side 14
Páll, þú hefur skrifað nokkuð um stjórnmál undanfarið og gagnrýni þín á siðferðið í stjórnmálunum vakið eftirtekt. En þú hefur líka kallað fólkið sjálft til ábyrgðar. í grein sem birtist í tímaritinu Stefni í haust segir þú: „Fjarstæða íslenskra stjórnmála er fólgin í því að fólk ímyndar sér ranglega að hægt sé að varpa ábyrgðinni á gangi stjórnmálanna yfir á herðar fárra manna sem tróna á toppi stjórnmálaf!okkanna.“ Hvernig eigum við að axla þessa ábyrgð sem þú segir að við vörpum yfir á fáeina stjórnmálamenn? í eiginlegum stjórnmálum er fjallað um hagsmuni, bæði sér- hagsmuni og sameiginlega hagsmuni okkar. Þar er sem sagt verið að taka ákvarðanir um mál- efni sem alla varða og sem við höfum þess vegna öll eitthvað um að segja. Iðulega skjátlast okkur um raunverulega hagsmuni okk- ar, en það hlýtur þó að vera verk- efni okkar sjálfra og engra ann- arra að komast að því hverjir þeir eru og hvernig þeir verða best tryggðir. Það er ábyrgðarleysi að ætla fáeinum útvöldum stjórn- málamönnum að ákvarða hverjir hagsmunir okkar eru og hvernig eigi að sjá þeim borgið. Við öxlum ábyrgðina með því að hugsa af alvöru um það hverjir hinir sameiginlegu hagsmunir eru og hvernig best verði séð fyrir þeim. Meðal hinna mikilvægustu sameiginlegu hagsmuna eru þeir að setja niður hagsmunadeilur, bræða saman ólíka sérhagsmuni. Hitt er svo annað mál að við nú- verandi aðstæður er fólki gert erf- itt um vik að axla stjórnmálaá- byrgð sína. Þess vegna gætir svo víða almennrar óánægju með stjórnmálin. Fólk er ráðalaust og þess vegna oft ráðvillt í stjórnmálunum. Kvennalistinn er mótmœlaframboð Hvað er til marks um þessa óá- nœgju fólks og ráðaleysi? Öánægjan kemur meðal ann- ars fram í vanhugsaðri ef ekki beinlínis óréttmætri gagnrýni á stjórnmálamennina, ef þeir þykja ekki standa sig nægilega vel í umræðu eða afgreiðslu ein- stakra mála. Óánægjan beinist að mönnum en ekki málefnum. Mér liggur við að segja að almenning- ur sé farinn að nota stjórnmála- menn sem blóraböggla sem sjálf- sagt er að skeyta skapi sínu á við hvert tækifæri sem gefst. Og sjálf- sagt eru tilefnin ærin. En óánægj- an, sem beinist þannig að stjórnmálamönnunum, stafar undir niðri af stjórnarfarinu og stjórnsiðunum sjálfum. Eitt dæmi um stjórnarfarið er sú ofureinfalda staðreynd að þeg- ar við göngum að kjörborðinu og kjósum til Alþingis, þá höfum við ekki minnstu hugmynd um hvers konar ríkisstjórn við erum að kjósa yfir okkur. Raunar getum við verið nokkuð viss um það fyrirfram að stefna þess flokks eða lista sem við greiðum atkvæði verður ekki stefna væntanlegrar ríkisstjórnar. Hin raunverulega stefna verður til eftir kosningar með einhvers konar sambræðslu flokkanna sem bjóða til þings. Við þessar aðstæður hafa kjós- endur sáralítið að segja um það hvaða stefna verður ofan á í fram- kvæmd. Sannleikurinn er líka sá að flokkarnir leggja ekki mikið upp úr því að hafa nokkra heilsteypta stefnu. í vissum skiln- ingi má segja að hér sé aðeins Ragnheiður Óladóttir rœðir við Pál Skúiason einn stjórnmálaflokkur, sem skiptist niður í hópa með mis- munandi nöfnum; og þeir takast á um vöidin í Flokknum. Nú hafa margir tekið þá af- stöðu að kjósa ekki. Eru það ekki eins konar mótmœli? Þetta er hárrétt. Hópur þeirra sem situr heima á kjördag fer sí- fellt stækkandi og það sýnir að æ fleiri sjá engan tilgang í því að skipta sér af stjórnmálunum. En auðvitað er það pólitísk afstaða að kjósa ekki. Eg held að hún hljóti að skoðast sem óbein mót- mæli sprottin af djúpstæðri óá- nægju; óánægja brýst oft fram í skeytingarleysi. Stundum kemur þessi óánægja fram með mark- vissum hætti. Kvennalistinn var t.d. stofnaður til að berjast fyrir ákveðnum málum, þar sem hinir hefðbundnu flokkar hafa brugð- ist. Kvennalistinn er ekki stjórn- málaflokkur, heldur eins konar mótmælaframboð. Mér skilst að nýju kosningalögin vinni gegn framboðum af þessu tagi, sem sýnir að ráðandi valdhöfum er í nöp við slík framboð. Það kann að vera að svona mótmælafram- boð séu ekki að öllu leyti æskileg ÁRNIBERGMANN Nauðsynleg bók öilum sem vilja vita fleira um íslenska blaðamennsku og vinstri- hreyfíngu Dreifing; Mál og menning fyrir þjóðfélagið sem eina heild. En þau eru e.t.v. nauðsynleg til þess að vekja fólk til umhugsunar um stjórnmálaábyrgð sína. Kannski að samtök fatlaðra, bænda og háskólamanna - svo ól- íkir félagshópar séu nefndir - ættu að bjóða fram hver sinn li- stann í komandi kosningum. Ef fólk hættir að sjá tilgang í því að sinna stjórnmálum öðru- vísi en með því að fylgjast með slagsmálaumræðum í sjónvarpi, þá er það merki um innra ósjálf- stæði þjóðarinnar. Ef við stjórn- um okkur ekki sjálf, þá gera aðrir það fyrir okkur. Ef við stöndum okkur ekki, þá gerir það enginn fyrir okkur. Almenningsólitið er sterkasta aflið Hvernig getum við tekið ábyrg- ari afstöðu, efvið erum óánœgð? Með því að móta okkur rök- studdar skoðanir á þeim hags- munum sem í húfi eru á vettvangi stjórnmálanna og koma þessum skoðunum á framfæri með beinni þátttöku í starfi stjórnmálaflokks eða eftir öðrum leiðum t.d. í tímaritum eða blöðum sem nán- ast allir í landinu líta í eða lesa. Almenningsálitið er í rauninni sterkasta aflið í stjórnmálunum. Og í litlu samfélagi eins og okkar gefast mönnum mörg tækifæri til að taka þátt í að móta almenn- ingsálitið. Hver maður verður að skilja að það skiptir máli hvernig hann eða hún hugsar og talar um stjórnmál í sínu daglega lífi. Stjórnmál okkar batna aldrei, ef við byrjum ekki á því að bæta okkur sjálf sem stjórnmálaverur, gera okkur ljósari grein fyrir hvað skiptir máli í samlífi okkar, hvað er til góðs og hvað er til ills. Ef við trúum því í alvöru að afstaða okkar og skoðanir skipti ekki máli, það séu framandi öfl sem ráði öllum gangi mála í þjóðfélaginu og heiminum, þá verðum við algerlega skeytingar- laus og látum í reynd stjórnast af hugmyndum og skoðunum ann- arra. Við slíkar aðstæður eiga öfgastefnur greiðan aðgang að hugum manna og geta náð mikilli útbreiðslu. Umræðusamfélag okkar er hins vegar af því tagi að slíkt ætti ekki að geta komið fyrir. Hérígetur hver og einn teflt fram sínum skoðunum og haft þar með sitt að segja. Hvers vegna hefur þáfólk ekki meiri áhrif hér en raun ber vitni? Ég held að fólk hafi oft áhrif þegar það kemur skoðunum sín- um á framfæri, stundum miklu meiri áhrif en það gerir sér sjálft grein fyrir. Vandinn er á hinn bóginn sá að almenningur á ís- landi er ekki nægilega vel upp- lýstur um stöðu sína og áhrifa- mátt og lætur iðulega mata sig á alls konar rugli. Ef ég tek dæmi sem ekki lýtur að stjórnmálum, þá vita íslendingar yfirleitt sára- lítið um þau lyf sem læknar gefa þeim, en taka þau samt möglun- arlaust inn. Almenningur treystir læknum oft í blindni. Og sams konar afstaða er ráðandi til stjórnvalda. Stjórnvöld taka á- kvarðanir í málefnum almenn- ings, ákvarðanir sem hafa áhrif á líf og afkomu fólks í landinu, án þess að almenningur viti hvað er að gerast og án þess að hann geri kröfu til að vera upplýstur! Auðvitað vilja læknar og stjórnvöld okkur vel. En hvorki læknar né stjórnvöld geta gert okkur heilbrigð og gæfusöm. Ef vel tekst til geta þau stuðlað að góðri heilsu og gæfusömu lífi. En heilsan og gæfan - að svo miklu leyti sem þau eru á mannlegu valdi - eru þó fyrst og fremst undir okkur sjálfum komin. Almenningur er ekki upplýstur Þú leggur mikla áherslu á ábyrgð okkar þjóðfélagsþegn- anna, en hvílir ekki ábyrgðin fyrst og fremst á stjórnvöldum? Auðvitað eru það stjórnvöld - kjörnir stjórnmálamenn og ráðnir embættismenn - sem eru fyrst og fremst ábyrg fyrir rekstri stjórnmálanna. En það breytir engu um skyldur okkar þegn- anna. Ef stjórnvöldin eru í reynd ábyrgðarlaus, þá er það skylda okkar að reyna að koma vitinu fyrir þau. Sannleikurinn er sá að ríkjandi stjórnvöld rækja ekki nægilega frumskyldu sína að upp- lýsa almenning, ekki aðeins um einstök mál og einstakar aðgerðir (svo sem fyrirhugaðar breytingar á skattalöggjöf með svokölluðum virðisaukaskatti), heldur um gang stjórnmálanna sjálfra, og A i&A Forstöðumaður-fóstrur Félagsmálastofnun Kópavogs auglýsireftirtaldar stööur á dagvistarheimilum bæjarins lausar til umsóknar. Staöa forstööumanns á dagvistarheimilinu viö Grænatún. Umsóknarfrestur er til 12. janúar. Æskilegt að umsækjandi geti hafiö störf sem fyrst. Upplýsingar veitir dagvistarfulltrúi í síma 45700. Fóstru aö dagvistarheimilinu Efstahjalla. Upp- lýsingar gefur forstöðumaður í síma 46150. Fóstru að skóladagheimilinu Ástúni. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 641566. Fóstru að skóladagheimilinu Dalbrekku. Upplýs- ingar gefur forstöðumaður í síma 41750. Umsóknum skal skila á þar til gerðum eyðu- blöðum sem liggja frammi á Félagsmálastofnun, Digranesvegi 12. Einnig veitir dagvistarfulltrúi upplýsingar um störfin í síma 45700. Félagsmálastofnun Kópavogs.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.