Þjóðviljinn - 24.12.1986, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 24.12.1986, Blaðsíða 7
Þegor leikhús- vinnan er nautn Arnar Jónsson og Anna Kristín Arngrímsdóttir segja fró leikritinu í smósjó eftir Þórunni Sigurðardóttur, sem Þjóðleikhúsið frumsýnir 30. des. Þann30. desember næstkomandi verður hið nýja leiksvið Þjóðleikhússins í [þróttahúsi Jóns Þorsteins- sonarvígtmeðfrumsýninguá nýju íslensku leikriti. Það er leikritið /smás/áeftirÞórunni Sigurðardóttur. í smásjáer dramatískt nútímaverk, sem fjallar um tilfinningalega bar- áttu, ást og vináttu tveggja hjóna, og hvernig örlagaríkir atburðir verða til þess að þau endurmeta samskipti sín og stefnu í lífinu. Þetta er annað leikrit Þórunnar Sigurðardóttur, sem sett er á svið, en fyrra verk hennar var Guðrún, sem byggt var á Lax- dæiasögu og frumsýnt hjá Leikfé- lagi Reykjavíkur 1983. Þórhallur Sigurðarson leikstýrir verkinu, en leikendur eru þau Anna Kristín Arngímsdóttir, Arnar Jónsson, Ragnheiður Steindórs- dóttir og Sigurður Skúlason. Leikmynd og búninga gerði Gerla, en Björn Bergsteinn Guð- mundsson sér um lýsingu og Árni Harðarson sér um leikhljóð. Blaðamaður Þjóðviljans átti þess kost að sjá æfingu á verkinu nú í jólaaðventunni og fékk ekki betur séð en að hér væri heilsteypt og merkilegt leikhús- verk í sköpun, þar sem miklar kröfur eru gerðar til leikend- anna. Meginþungi leiksins hvílir á þeim Önnu Kristín Arngríms- dóttur og Arnari Jónssyni, en Arnar leikur þekktan og metnað- arfullan prófessor í læknisfræði og Anna er Dúna, kona hans og ritari að atvinnu. Við hittum þau Önnu og Arnar eftir æfinguna og lögðum fyrir þau nokkrar spurn- ingar um leikritið og reynslu þeirra af glímunni við það. Um hvað snýst þetta leikrit? Anna: Þetta verk er hlaðið til- finningum, og segir sögu tveggja hjóna. Arnar: Önnur hjónin hafa fjar- lægst hvort annað mikið, en lenda síðan á krossgötu og þurfa að endurskoða líf sitt. Verkið byggist á innbyrðis tilfinningaá- tökum þessara hjóna, ást þeirra og vináttu. Hefur leikritið verið óvenju lengi í œfingu? Arnar: Nei, við höfum haft venjulegan æfingatíma. Frum- sýning hefur tafist af öðrum or- sökum. En þessi æfingatími hefur ' verið óvenjulegur, því af langri starfsreynslu held ég að við get- um sagt að hér hafi myndast óvenju góð samvinna á milli leikara, leikstjóra og höfundar. Þórunn hefur verið mikið með okkur á æfingum, og hún nýtur þess að vera ekki bara höfundur verksins, heldur líka reyndur leikstjóri og leikari. Það hefur sýnt sig í því að hún er flj ót að átta sig á því hvernig er hægt að þétta textann, gera hann þjálli og sleppa því sem hægt er að gefa til kynna með augnatilliti eða öðru látbragði. Anna: Þetta verk krefst mikillar einlægni af okkur leikurun- um, og okkur þykir æ vænna um það eftir því sem við vinnum meira með það. Það er hlaðið margsnúnum tilfinningum allt í gegn og krefst gífurlegrar ein- beitingar. Arnar: í því er líka nautnin í þessu starfi fólgin, og þess vegna þykir okkur vænt um stykkið. Það sýnir sig líka að það næst betri árangur þegar leikarar sem leika saman á sviði þekkjast vel og hafa unnið mikið saman, eins og er í þessu tilfelli. Okkur finnst það mikils virði í starfinu og það skilar betri árangri. Finnst ykkur nœgilegt franiboð á íslenskum leikverkum hér í leikhúsunum? Arnar: Nei, það finnst mér ekki. Anna: að vísu verða sýnd hér á Litla sviðinu 3 önnur íslensk verk í vetur, en engu að síður finnst okkur að það vanti meiri og fjöl- breyttari íslensk leikhúsverk. Arnar: Fátæktin í íslenskri leikritun á sér líklega þá skýringu að íslenskum höfundum hefur ekki verið veittur nægilegur að- gangur að þessum stofnunum, sem leikhúsin eru. Það kostar mikla vinnu og þjálfun að skrifa gott leikhúsverk, og það beinlínis kallar á það að höfundur fái reynslu af að vinna í leikhúsi. Leikhúsið á ekki bara að taka við fullbúnum verkum frá hendi höf- unda, heldur þyrftu þeir að hafa aðgang að einhvers konar leiksmiðju, þar sem þeir gætu gert tilraunir og lært betur á leikhúsið og möguleika þess. Hvaða hlutverki gegnir Litla sviðið í þessu samhengi? Arnar: Vonandi ætti það að geta komið að góðum notum sem vettvangur fyrir íslenska höfunda og orðið til þess að styrkja ís- lenska leikritun. Hvað viljið þið segja um leikrit- ið í smásjá að lokum? Anna: Þetta leikrit á erindi til allra. Það skiptir meginmáli. ólg. Myndirnar sýna þau Arnar Jónsson í hlutverki prófessorsins, Önnu Kristínu Arngrímsdóttur í hlutverki Dúnu, konu hans, Sigurð Skúlason í hlutverki Alla aðstoðarlæknis og Ragnheiði Steindórsdóttur í hlutverki Hildar, sem er aðstoðaryfirlæknir og eiginkona Alla. Miðvlkudagur 24. desember 1986 ÞJÓÐVILJiNN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.