Þjóðviljinn - 08.01.1987, Síða 12

Þjóðviljinn - 08.01.1987, Síða 12
Afríska þjóðarráðið 75 ára 8. janúar 1912- 8. janúar 1987 Afríska þjóðarráðið (African National Congress, ANC) er það stjórnmálaafl sem nýtur mest stuðnings í Suður-Afríku í dag. ANC á sér langa sögu. Það var stofnað á fjölmennri samkomu í Bloemfontein 8. janúar 1912 og er því 75 ára. Einn af frumkvöðlunum að stofnun ANC var ungur lögfræð- ingur, Pixley ka Izaka Seme að nafni. í opnunarræðu sinni sagði hann m.a.: „Hvítir menn í þessu landi hafa myndað það sem kall- að er Ríkjasamband Suður- Afríku - ríkjasamband þar sem við höfum ekkert að segja um lagagerð og ekkert um stjórn- sýslu þess. Þess vegna höfum við boðað ykkur til þessarar sam- komu. Þannig getum við í sam- einingu fundið leiðir og aðferðir til að mynda okkar eigið þjóðar- samband í þeim tilgangi að skapa þjóðareiningu og verja réttindi okkar." Gylfi Páll Hersir skrifar Stofnun ANC, sem landssam- taka, markaði sögulegan áfanga í framvindu frelsisbaráttu svarta meirihlutans. Þetta voru fyrstu pólitísku samtökin í Suður- Afríku sem voru opin afríkönum, óháð uppruna þeirra eða ættbálk og sem lýstu því yfir að þau berð- ust fyrir málstað meirihlutans. Með stofnun ANC vöknuðu vonir margra afríkana um að kröfur þeirra yrðu einhvern tíma að veruleika. Núna 75 árum síðar hillir undir að svo verði. Friðsamar aðgerðir Allt fram til 1949 hélt ANC fast í þá stefnu að berjast innan þess þrönga ramma sem stjórnarskrá- in setti. Þar mátti sjá áhrif m.a. frá Mohandas K. Gandhi sem vann meðal Indverja í Suður- Afríku á árunum kringum alda- mótin. Samtökin settu fram kröf- ur og ályktanir, þau sendu full- trúanefndir á fund ríkisstjórna í þeirri trú að málaleitanir þeirra hlytu farsæla lausn með friðsam- legum viðræðum og að afríkanar næðu fullum pólitískum réttind- um í áföngum. En ríkisstjórnir hvíta minnihlutans gáfu aldrei neitt eftir. Þvert á móti, réttindi afríkana voru skert æ meira. Eftir 1949 var ANC enn ákveð- ið í að forðast valdbeitingu, en það ár var samþykkt að mótmæla með friðsömum en ólögmætum aðgerðum lagasetningu stjórn- valda, sem festi aðskilnaðarstefn- una enn frekar í sessi. Þannig tók ANC þátt í að skipuleggja vinn- ustöðvanir í maí 1950. Þátttaka var mikil og náði hún einnig til fólks af blönduðum og asískum uppruna. Yfirvöld svöruðu þess- um aðgerðum af mikilli grimmd, myrtu átján blökkumenn og særðu þrjátíu. Frelsisskráin 1955 Markmið hinnar þjóðlegu lýðræðisbyltingar í Suður-Afríku eru sett fram í Frelsisskránni (Freedom charter). Hún var sam- þykkt einróma á Þingi alþýðunn- ar (Congress of the People) sem haldið var í Kliptown nærri Jó- hannesarborg í júní 1955. Til þess var boðað af ANC og þremur öðrum samtökum, en tæplega 3.000 manns sóttu þingið, karlar og konur, fulltrúar allra kyn- þátta. Frelsisskráin hefst með þeirri yfirlýsingu: „ - að Suður-Afríka tilheyrir öllum þeim sem þar búa, svörtum jafnt og hvítum, og að engin ríkisstjórn getur með rétti gert kröfur til trausts og virðingar nema hún byggi á vilja allrar þjóðarinnar." í Frelsisskránni eru settar fram á stuttan og greinagóðan hátt kröfur um réttindi alþýðunnar til jarðnæðis, rétt til að stofna og vera í verkalýðsfélagi, rétt til jafnra launa fyrir sambærilega vinnu, almennan rétt til húsnæð- is, heilsugæslu, menntunar o.fl. Rúmu ári eftir samþykkt Frels- isskrárinnar voru 156 forystu- menn Þingbandalagsins sem myndast hafði í Kliptown, þar á meðal leiðtogar ANC, handtekn- ir og ákærðir fyrir landráð. Þeir voru sýknaðir eftir réttarhöld (Treason Trial) sem stóðu yfir í meira en fjögur ár. Skil 1960 Ofbeldi stjórnvalda náði há- marki í Sharpeville í mars 1960, þegar lögreglan hóf skothríð að fólki sem stóð og var að mótmæla vegabréfalögunum á friðsaman hátt. Alls voru 69 manns myrtir með kúlum lögreglunnar og 180 særðir. í kjölfarið gekk mótmælaalda yfir landið. Henni var svarað af hálfu rasistastjórnarinnar með setningu neyðarástandslaga. ANC var bannað að starfa og er það bann enn í gildi. Nelson Mandela, einn aðal- leiðtogi ANC á þessum tíma og raunar til dagsins í dag, var hand- tekinn í ágúst 1962. Sumarið 1964 var hann dæmdur, að undan- (gengnum réttarhöldum (Rivonia Trial), í ævilangt fangelsi ásamt helstu leiðtogum andstöðunnar og situr þar enn. Ein meginkrafa andstöðunnar í Suður-Afríku er að hann verði látinn laus án skil- yrða. Skæruliðasamtökin Þjóðar- spjótið (Umkhonto we Sizwe) voru stofnuð í nóvember 1961. Formlega eru þau aðskilin frá ANC. Forystumenn ANC, m.a. Mandela, undirbjuggu stofnun samtakanna. Þetta var viður- kenning á nauðsyn vopnaðrar óaráttu gegn stjórn hvíta minni- hlutans, og nauðsynleg viðbrögð við ofbeldisverkum hennar. Ríkisstjórninni tókst að halda andstöðunni niðri á sjöunda ára- tugnum með fangelsunum, ofsóknunr, manndrápum og af- tökum. A áttunda áratugnum blossaði andspyrnan upp á nýjan leik. Það gerðist um svipað leyti og nýlendur Portúgala í Afríku, m.a. Angóla og Mozambique, öðluðust sjálfstæði og svarti meirihlutinn vann sigur á aðskiln- aðarstjórn Ian Smith í Zimbabwe (áður Rhódesíu). Við þessa sigra jókst baráttuþrek meirihlutans í Suður-Afríku enn frekar en ríkis- stjórnin syrgði fráhvarf aðal- stuðningsmanna sinna á svæðinu, nýlendukúgaranna og fasistanna, að sama skapi. Árið 1976 mótmæltu náms- menn því að mál Búanna, Afrik- aans, væri notað í skólum svartra. Mótmælin náðu hámarki 16. júní það ár í Soweto, útborg Jóhann- esarborgar, þegar lögreglan varð yfir 300 börnum og unglingum að bana. Aöskilnaöarstefnan Aðskilnaðarstefnan í Suður- Afríku, apartheid, er lögleitt kerfi kynþáttaaðskilnaðar. Stjórnarfar sem fullkomnar eignaupptöku lands og réttinda- leysi afríkana. Meirihlutinn, 27,4 milljónir, sem er ekki hvítur (blökkumenn, blandaðir, asískir) lýtur yfir- ráðum 4,6 milljóna hvíts minni- hluta. Hvíti minnihlutinn á 87% landsins en meirihlutanum er vís- að til hinna 13% sem eru auk þess hrjóstugustu hlutar landsins. Þau nefnast heimalönd (Bantustans). Stjórnarfarið byggir á að svart- ir vinni flest störf og framleiði það sem framleitt er í Suður- Afríku, en séu þar ekki þess utan. Við þetta miðar vegabréfalög- gjöfin, en samkvæmt henni eru allir aðrir en hvítir alls ekki full- gildir borgarar. Og útfrá þessu var gengið þegar skipulagning heimalanda fyrir þessa annars flokks borgara fór fram, en þar búa milljónir afríkana. Þaðan fara verkamenn til vinnu sinnar í námum og heim aftur, til plantekranna og heim aftur eftir því hvort þeir hafa vinnu og uppáskrift í vegabréfi eða ekki. Sitt í hvoru lagi flytjast karlar og konur til borganna til að vinna og heim aftur. Það þarf leyfi til að vinna, ferðast og dvelj- ast einhvers staðar. Fjölskyldulíf, búseta, heilsugæsla, menntun og atvinna, allt lífið mótast, tak- markast og stjórnast af apart- heid, aðskilnaðarstefnunni. Nýlegir áfangar Eftir átökin í Soweto hélt and- staðan áfram að vaxa. ANC kom á ný fram á sjónarsviðið sem for- ystuafl. Verkalýðsfélög efldust einnig til muna. Verkalýðsfélög voru bönnuð í Suður-Afríku fram til 1979, en þá neyddust stjórnvöld til að aflétta banninu. Með löggjöfinni sem sneið þeim þröngan stakk, hugðist ríkis- stjórnin hafa eftirlit með sam- tökum meirihlutans. Þá var ætlunin að splundra samstöðu meirihlutans með sam- þykkt nýrrar stjórnarskrár 1984 þar sem gert var ráð fyrir svo- kölluðu þrídeildarkerfi. Auk þingdeildar hvíta minnihlutans átti að stofna sitt hvora deildina, nánast valdalausa, fyrir fólk af blönduðum og asískum uppruna. í kringum baráttuna gegn nýju stjórnarskránni var Sameinaða lýðræðisfylkingin (United Democratic Front, UDF) stofn- uð. Hún sameinar rúm 650 samtök og yfir tvær milljónir manna í baráttu gegn aðskilnað- arstefnunni. Herferð UDF gegn nýju stjórnarskránni varð til þess að lítill hluti fólks af blönduðum og asískum uppruna greiddi at- kvæði við kosningar til nýju deildanna. Þessi úrslit voru mikill ósigur fyrir ríkisstjórnina. Meðal mikilvægustu áfanga- sigra meirihlutans undanfarin ár var þegar blökkumenn og liðs- menn þeirra stofnuðu Samband suður-afrískra verkalýðsfélaga (Congress of South African Tra- de Union, COSATU) í desember 1985. Þetta gerðist einungis sex árum eftir að verkalýðsfélögin voru leyfð í þeim misheppnaða tilgangi að hafa eftirlit með sam- tökum meirihlutans. Ég lýk þessari grein með því að hvetja alla lesendur Þjóðviljans til að kynna sér baráttu blökku- manna í Suður-Afríku, sögu ANC og Frelsisskrána og þróun mála almennt í syðrihluta Afríku. Við getum lært af henni á sama tíma og lágdeyða ríkir í pólitík- inni á íslandi og nálægum löndum. Á meðan ekki fer fram barátta af hálfu vinnandi stétta í okkar landi sem færir okkur heim sann- inn um að sósíalismi sé rétt stefna, er hlutur hugmynda með- al sósíalista mikill. Hugmyndir eru fallvaltar og verða auðveld- lega borgarastéttinni að bráð í eymd og volæði aðgerðaleysisins og pragmatík kosningahyggjunn- ar. 6. janúar 1987 Gylfi Páll Hersir Leiðrétting Mig langar að biðja Þjóðvilj- ann fyrir eftirfarandi leiðréttingu á upphafsorði fáeinna hendinga eftir undirritaðan sem birtust á 5. síðu blaðsins í gær ásamt öðrum eftirmælum um Snorra Hjartar- son: Undan ísblárri skör starir auga fljótsins... í stað undan hefur verið prent- að undir sem ekki er rétt og breytir merkingu. Hjörtur Pálsson SKÁKÞING REYKJAVÍKUR 1987 hefst aö Grensásvegi 46 sunnudag 11. janúar kl. 14. Keppendur tefla í einum flokki ellefu umferðir eftir Monrad-kerfi. Öllum er heimil þátttaka. Umferðir verða á sunnudögum kl. 14 og á miðviku- dögum og föstudögum kl. 19.30. Biðskákadagar á- kveðnir síðar. Skráning ímótiðferfram ísímaTaflfélagsinsákvöldin kl. 20-22. Lokaskráning í aðalkeppnina verður laugar- dag 10. janúar kl. 14-18. Keppni í flokki 14 ára og yngri hefst laugardag 17. janúar kl. 14. Tefldar verða níu umferðir eftir Monrad- kerfi og tekur sú keppni þrjá laugardaga, þrjár umferð- ir í senn. Taflféiag Reykjavíkur, Grensásvegi 44-46, R. Símar 8-35-40 og 68-16-90. 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þlmmtudagur 8. janúar 1987

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.